miðvikudagur, júní 30, 2004

Jæks !

Búin að vera niðrí bæ í allan dag að kaupa gjöf handa Martini ( eða gjafir ölluheldur ).
Ég ætla ekki að gefa það upp hér hvað ég keypti,... því ormurinn atarna væri vís til að fara hingað inn og leita að vísbendingum. Ég skal segja spenntum lesendum nánar frá á morgun. En ég er í hvertfald mjög ánægð með lokaútkomuna.

Hér er búið að vera dýrindisveður í dag; sjúklega heitt og glampandi sól. Reyndar skýjaklessur annað slagið en þetta hefði verið alveg tilvalið veður til að liggja úti í garði og baða sig í skini sólar. En hvað gerir maður ekki fyrir ástina sína,... fórnar heilum sólbaðsdegi !!!!! :)

Svo fengum við sendan pakka frá Íslandi í dag. Mammos sendi okkur íslenskt nammi og matarkex ( mmmmmmm ! ) og svo fékk ég geggjaðan pakka frá litlu litlu systur minni. Málið er nefnilega það að hún vildi gefa mér meira í afmælisgjöf en hún gaf mér í afmælisgjöf á afmælinu mínu í mars ! ! ! Þannig að þegar að hún fór til USA núna í byrjun sumars, þá fór hún með því hugarfari að kaupa eitthvað aðeins meira handa elskulegu stóru stóru systur sinni.
Og það fékk ég s.s sent í dag og voru eftirtaldir hlutir;
* geðveikur grænn pólóbolur... nákvæmlega eins og mig er búið að langa í seinustu vikurnar ( SKO NÁKVÆMLEGA )
* geggggjaðir eyrnalokkar ( með akkúrat svona lafandi dóti eins og mér finnst svo kúl )
* og þvílíkt flottur naflahringur ( líka með svona lafandi dóti eins og mér finnst svo kúl )

Þannig að ég er bara one hell of a happy mother fucker núna !! Takk fyrir mig mamma og Linda ( og pabbi og Trausti ef þið komuð eitthvað nálægt þessu )

Martin fékk líka senda eina litla gjöf frá foreldrum mínum ( og systkinum ). Málið er nefnilega það að hann vildi ekki fá senda neina afmælisgjöf frá þeim. Hann vill frekar versla eitthvað fyrir íbúðina ( ó boj, þessi blessaða íbúð hans !!! ) þegar að þau koma í heimsókn í ágúst. En mömmu fannst alveg agalegt að hann fengi ekkert frá þeim, svo að hún sendi honum lítið smáræði. Svo fær hann að vísu líka að velja sér dót í ágúst. OOOooohhhh, en heppinn !!!

En jæja,...ég er að spá í að fara að pakka inn
i wish you a merry christmas
Gvendur Gunnarsson
þriðjudagur, júní 29, 2004

Æjj æjj!

Martin á afmæli eftir 2 daga og ég veit afskaplega lítið hvað ég ætla að gefa honum. Hann er búinn að segja að honum langi ekki í neitt, hann er miklu spenntari fyrir að kaupa sér eitthvað í íbúðina, en mér finnst það alveg út í hróa. Ég vil allavegana gefa honum eitthvað smá.
Þannig að á morgun eftir vinnu, þá ætla ég að kíkja í nokkrar búðir og biðja til GUðs um að ég finni eitthvað. Það þarf ekki að vera neitt stórt og mikið,... bara eitthvað skemmtilegt. Og helst eitthvað sem að hann veit ekki af ! ( Hann er nefnilega óbeint búinn að biðja um nokkra hluti,... DVD-myndir og svoleiðis ! )

Svo í gær keyptum við 2 handa mér; þráðlaus heyrnatól ( Martin hefur lengi langað til að gefa mér svoleiðis svo að ég þurfi ekki að vera að spila háa tónlist útum alla íbúð ) og svo af því að það voru DVD-myndir á útsölu fyrir 99 kr danskar ( 1000 kall íslenskar ) og af því að Martin fékk að kaupa sér eina mynd, þá fékk ég líka að kaupa mér eina,... one of my all time favourite - > PRETTY WOMAN !!!!! :)

Þannig að kvöldið í kvöld verður örugglega notað í það að endurnýja kynnin við þá mynd,
men ó men hvað ég horfði mikið á hana þegar ég var yngri
bæði hana og "dirty dancing", ...
... og "lambada" !!

Jæks ! Djöfulli er maður ruglaður
..over and out...
mánudagur, júní 28, 2004

Ha ha ha !

Í dag þegar ég hjólaði í vinnuna, var ég næstum dauð !
Buxurnar mínar flæktust í pedalanum, og ég festist !
Í alvörunni, ég festist og hjólið komst hvorki áfram né afturábak og ég gat ekki leyst flækjuna. Ég togaði og togaði, og buxurnar rifnuðu aðeins,... en þær hreinlega vildu ekki losna. ( Þetta voru sem betur fer bara svona gússí-buxur sem ég nota til að druslast í ).
Guði sé lof að þetta gerðist ekki einhversstaðar á miðri leið YFIR götu, ég var sem betur fer bara á fáförnum vegi. Að vísu var strætó-biðskýli við hliðna á mér og 5 manns inni í því. Og svo stoppaði bíll við hliðina á mér og kona skrúfaði niður gluggann. Ég hélt hún ætlaði að bjóðast til að hjálpa mér að losa buxurnar, en þá var hún bara að spurja um einhverja götu. Ég sagðist því miður ekki vera dönsk og vissi ekki neitt !!!

En ég held ég hafi eytt 2 mínútum í að losa buxurnar, reyna að vefja þeim aftur á bak yfor pedalana, fram og til baka, aftur á bak og áfram, meðan ég togaði og togaði, og á endanum tókst það. Hluti af buxunum varð samt eftir þarna við gangstéttina !!!
Svo var ég aleg að skíta á mig úr hræðslu á leiðinni heim, og tróð buxunum ofan í skónna svo að þetta myndi ekki gerast aftur !!!

Ég er að fara að hreinskrifa mataruppskriftirnar mínar. Nóg að gera hérna í Danaveldi.

See you when you get there
adios....
laugardagur, júní 26, 2004

Kjellingin bara búin að fara í keilu.

Jámms ! Við Martin skelltum okkur núna í kvöld og það var helvíti skemmtilegt. Maður borgar fyrir klukkutíma og má s.s spila eins margar umferðir og maður getur á þeim tíma. Ég var nú alltaf nokkuð góð í keilu hérna áður fyrir, en það eru komin nokkur ár síðan að ég höndlaði eina kúla, þannig að hjartslátturinn sló nokkur aukaslög þegar að við gengum inn í salinn. Ég var að sjálfsögðu hrædd um að það yrði mikið af fólki sem færi að hlæja að mér þegar að kúlan mín myndi skjótast yfir á brautina hjá einhverjum öðrum !

En það gerðist nú bara alls ekki og ég stóð mig nokkuð vel. Svona miðað við "byrjanda".
Við spiluðum tæpar 5 umferðir á þessum klukkutíma og lokastaðan var.

Martin 659 stig
Erna 432 stig

Við vorum bæði orðin afskaplega vel þreytt í höndunum og öxlunum að loknum þessum klukkutíma, og ég meira að segja farin að titra létt.

Á brautinni við hliðina á okkur var par,.. í kringum þrítugt. Þau voru gjersamlega óþolandi; alltaf að kyssast ( sko með tungurnar út ! ) og knúsast og kyssast og faðmast og læti. Og þau voru alltaf að nota kúlurnar okkar.
Svo einu sinni, þá fann ég ekki kúluna mína, og áleit að kallasninn hafi "stolið" henni, þannig að ég ákvað að nota bara kúluna hans Martins.
Ég var samt smá í vafa fyrst, vegna þess að kúlan hans var aðeins þyngri og götin ( sem að maður stingur puttunum í ) voru töluvert mikið stærri. En ég ákvað að slá bara til, fjandinn hafi það, það gat nú ekki verið það mikill munur !!!!

En men ó men, was I wrong - því munurinn var mikill og þegar ég tók tilhlaupið og sveiflaði hendinn svona afturábak, þá skaust kúlan úr lófanum á mér og afturfyrir mig. Götin voru hreinlega ALLTOF STÓR, og kúlan svona aaaððeins of þung !!!!!!!
Það var ÓGEÐSLEGA skammarlegt og að sögn Martins, þá EEEEELLLDROÐNAÐI ÉG ! Ég fann það líka, því að það var hellingur af fólki að spila og mér fannst allir vera að horfa á mig. En ég reyndi bara að gera gott úr þessu og hlæja aðeins að sjálfri mér !!! EKki bara aðeins,.. ég hreinlega gat ekki hætt að hlæja og var sífellt að huxa um þetta í hvert sinn sem ég kastaði.

Og áfram hélt parið að kyssast og slummast. Svo þegar spilinu okkar Martins lauk og við vorum að klæða okkur í skóna,.. þá litum við á hvort annað og sögðum á NÁKVÆMLEGA SÖMU SEKÚNDU; " Get a room !!! "
Voðalega erum við eitthvað samstillt !! jibbí jeijj !

Ohh welll.. that´s all for now
until we meet again.....

föstudagur, júní 25, 2004

Úff !
Þvílíka brjálaða veðrið er búið að vera hérna í dag ! Grenjandi rigning og rok!
Þegar ég vaknaði í morgun voru svo geðveikt læti í regndropunum, að ég fékk illt í magann við að huxa um að þurfa að hjóla niðrí bæ og vera alveg ógeðslega rennandi blaut meðan ég myndi skúra. Þannig að ég fékk lánaðan regnjakkann hans Martins. Hann er riiisastór, meira að segja aðeins og stór á Martin... þannig að ég leit út eins og versti hálfviti í honum. Og það sem meira er... hann er svona merktur ISS ( sem er fyrirtækið sem að við vinnum bæði fyrir ) Ó boj ! Gæti ég VERIÐ hallærislegri ???

Að sjálfsögðu hætti að rigna um leið og ég fór af stað. Það var ekki nógu gott af því að sjálfsögðu fór ég að ímynda mér að fólk færi að gera grín af mér... stelpunni í sérmerkta, alltof stóra regnjakkanum þegar það var ekki einu sinni rigning. Þannig að ég var eiginlega farin að vonast til þess að það færi að rigna hjá mér á heimleiðinni.

Og það gerði það svo sannarlega. Þvílíkir hlussudropar. Og jakkinn stóð alveg fyrir sínu. Það var meira að segja smá þjóðhátíðarfílingur í gangi; ég var með derhúfu og í svo stórum jakka að það var eins og ég væri í tjaldi með skýli. Svo setti ég hettuna á og reimaði fast fyrir - þannig að ég var svona alveg í þessu fína skjóli ( allavegana efri hlutinn af mér... buxurnar urðu rennblautar ) og svo heyrði maður svona regnið duna utan á jakkanum. Alveg magnað, segi ég !

Svo því hraðar sem ég hjólaði þeim mun meiri vindur fór inn í hettuna mína og hausinn á mér var örugglega eins og blaðra, séð aftan frá. Það var mjög erfitt, af því að það kom svo mikil mótstaða ... og ég var alveg orðin rennsveitt þegar ég loksins komst heim !!!

Martin er sofandi núna....og ég er búin að vera að hanga í tölvunni í það sem virðist vera heil eilífð !
Það er alveg merkilegt hvað hann getur stundum, og oftast, sofnað hratt. Hann t.d vaknaði aðeins áðan,... baðaði út höndum og leitaði að fjarstýringunni ( því það var kveikt á sjónvarpinu ), skipti um stöð og sofnaði aftur.... BEINLÍNIS á sömu sekúndu og hann skipti um stöð. Svo að núna liggur hann bara steinsofandi með fjarstýringuna í hendi og það er einhver ömurlegur tennis í gangi,... sem ég nenni sko alls ekki að horfa á ! En ég vil ekki vera að rífa af honum fjarstýringuna, því þá vaknar hann !

Ekki það,.. hann myndi örugglega bara velta sér á hina hliðina og sofna aftur, 2 sekúndum seinna !

Ástæðan fyrir því að hann er svona þreyttur er sú að hann sofnaði svo seint í gær,.. óvenju seint. Hann var nefnilega að horfa á fótboltaleikinn ( England - Portúgal ) og gat ómögulega farið að sofa. Nú, fyrir þá sem ekki vita, þá var sá leikur framlengdur og endaði svo í vítaspyrnukeppni. Þannig að Martin kallinn var ekki farinn að sofa fyrr en rúmlega 12.. og átti svo að vakna rúmlega 4. Þannig að það er ekki furða að hann sé þreyttur núna,... litli kallinn !

En ég er farin í bili,..
kveðjur að handan
Ormur Ólason
fimmtudagur, júní 24, 2004

ÚFF !

Ég er orðin veik ! Fyrsta flensan mín í Danmörku ( og vonandi sú seinasta ), er í gangi akkúrat núna ! Og það er fúlt !
ÉG get samt ekki sagt að það komi mér á óvart, þar sem að ég var að drepast úr kulda seinustu helgi þegar að við fórum til Köben, - þ.e þegar við þurftum að hjóla niðrá lestarstöð í rigningu !

En ég var líka nokkuð viss um að ég væri komin með ofnæmi af slæmu stigi. Málið er nefnilega það, að stuttu eftir að við komum hingað, þá fór ég að hnerra og hnerra og hnerra mjög oft á dag, klæja í hálsinn og fá smá rautt í augunn. Sem ég ( og allir hérna á heimilinu ) túlkuðum að væri ofnæmi, líklegast gras- eða frjóofnæmi.
Mér datt reyndar líka í hug að það gæti verið kötturinn,... en ég er eiginlega búin að útiloka það, þar sem að ég fæ stundum henrrköst og kláða í hálsinn án þess að vera nálægt kettinum. En hvað veit ég, ég er ekki ofnæmislæknir.
En við erum bara að bíða eftir að ég komist inn í danska kerfið, og þá förum við til læknis. Annars þarf ég að borga ( og þar sem að ég er á leiðinni að verða fátækur námsmaður, þá væri nú gott að geta sloppið við það ! )

Síðan í gær, þá sló ég öll heimsmet í hnerri. ÉG ER EKKI AÐ ÝKJA þegar ég segi að ég hnerraði oftar en 100 sinnum. ÉG HEF ALDREI Á ÆVINNI HNERRAÐ SVONA OFT Á EINUM DEGI !!!!!
Ég fékk svona 25-30 hnerrköst yfir daginn og var að verða BRJÁLUÐ ! Og svo snýtti ég mér 2-3 sinnum eftir hvert hnerrkast. Þannig að ef að Jólasveininn vantar varaleikara fyrir Rúdolf,.. þá held ég að ég komi sterkt til greina !!!

Og um 4 leytið þá var ég næstum syndandi í hori og tárum, var illt í hausnum og hálsinum. Mín eigin læknisfræðilega greining; flensa !

Svo er ég búin að vera svipuð í dag, en guði sé lof... EKKI BÚIN AÐ HNERRA EINS OFT !

---

Að öðru leyti er allt bara eins og það er búið að vera seinustu daga hérna í Danaveldi.
Nema hvað að krónprinsessan Mary Donaldson er kannski farin að koma oftar fyrir í öllum dönsku blöðunum og það er að gera mig geðveika. Það er akkúrat EKKERT sérstakt við þessa manneskju. Jú jú, hún er alveg myndarleg og jú jú, hún er flott greidd í flottum kjólum. En fjandin hafi það, maður þarf ekki að sjá myndir af henni ALLTAF. Mér er skítsama þó að hún pissi í einhverjum hjólhýsvagni, og mér er líka alveg sama þó að hatturinn hennar fjúki af henni einhvern tíman í einhverjum erindagjörðum. Guð minn almáttugur !
Og svo var ég að lesa það að krónprinsinn sjálfur fái borgaðar heilar 14,5 (danskar) milljónir á ári fyrir það sem hann er að gera.
SEM ER HVAÐ ????
Fljúga frá einum hluta heimsins til annars, labba út úr flugvél og vinka til allra. Taka á móti blómvöndum og kyssa aðra prinsa og prinsessur !
HVAR ER RÉTTLÆTIÐ Í ÞVÍ ?????

En jæja, þá er ég búin að losa aðeins um reiði mína ( gagnvart dönsku þjóðfélagi )
takk fyrir í dag,
amen og adios

þriðjudagur, júní 22, 2004

Mín fór að skúra í annað sinn í dag, alein !

Það gekk bara mjög vel og ég var svona í kannski 50 mínútur að öllu.
Ég verð nú samt að segja það að ég var eins og hálfviti þegar ég var að ryksuga. Þetta var nefnilega engin venjuleg ryksuga, - heldur svona ryksuga sem að maður setur á bakið ! Ég var alveg eins og einhver puttalingur eða eins og einhver á leið út í geiminn. Þeir sem þekkja mig vita það að mér leið ógeðslega illa og vonaðist til þess að akkúrat ENGINN sæi mig !

Annars er bara búið að vera frekar leiðinlegt veður. Það var spáð rigningu núna næstum út alla vikuna, en í dag og reyndar í gær líka, er búinn að koma einstöku skúr en annars svona sól - ský - sól - ský. Ekki beint sólbaðsveður,... en samt... alveg nógu hlýtt til að vera úti.. og ég fór út á línuskautana. Fór hérna nokkrar ferðir fram og til baka og var alveg verulega óörugg. Það gekk samt vel og ég datt ekki neitt. Finnst ég líka vera komin með aðeins betra jafnvægi, þ.e á auðveldara með að renna á einni löpp !

Í kvöld er Martin að fara heim til eins gamals vinar síns og horfa á fótboltaleikinn ( Danmörk - Svíþjóð ) og ég huxa að ég verði bara heima og horfi á "Philadelphia" - það er verið að sýna hana í kvöld.

Að öðru leyti, hef ég ekki mikið að segja
Yfir og út...
mánudagur, júní 21, 2004

Ég byrjaði að skúra í dag, á báðum stöðunum, og það var bara alveg glimrandi.

Ég byrjaði s.s að skúra stigaganginn ( þ.e skúringarnar sem eru hérna í bænum og taka klukkutíma á dag ) og Martin var svo góður að koma með mér, svo að ég væri alveg 100% viss um að ég væri að gera allt hárrétt. Það tók ekki mikið meira en rúman hálftíma,.. sem þýðir að það ætti að taka mig svona um klukkutíma þegar ég er ein !

Síðan um kvöldið fórum við á hinn staðinn, ( þ.e í bankann sem að er soldið fyrir utan bæinn sem við búum í ) og það fór einnig einhver rúmur hálftími þar.

Ekki svo slæmt !

Annars er maður bara búinn að vera að taka til og ganga frá þvotti, ég hékk aðeins niðrí bænum, meðan ég beið eftir að Martin kæmi og hjálpaði mér að skúra. Eða,.. ég gerði nú aðeins meira en að hanga, ég gekk um allt í allt í næstum 3 og hálfan tíma, og keypti mér m.a geðveik jarðaber og nektarínur.

Svo sá ég alveg ógeðslegan þátt í kvöld á DISCOVERY um strák ( eða mann ) sem að fæddist með einhvern húðsjúkdóm, mjög sjáldgæfan, og húðin á honum var öll út í sárum, eins og hann hafi brennst alveg allsvakalega. Veit ekki nákvæmlega hvernig þessi sjúkdómur virkaði, né hvað hann hét ( kom bara inn í miðjan þáttinn ) en ég held það hafi verið eitthvað þannig að húðfrumurnar endurnýjuðu sig ekki, eða eitthvað.
Allavegana, maðurinn var aaaalveg náhvítur og hendurnar á honum voru dottnar af ( þ.e fremsti hlutinn ) svo að þetta voru bara 2 svona stubbar. Svo fæddist hann með rotnaðan fót ( hvernig beygir maður þetta orð, annars !? ). Hann bara lifði í þvílíkri kvöl allt sitt líf, því að sársaukinn var alveg SVAKALEGUR. Maður sá hann nokkrum sinnum brotna saman í þættinum. Þetta var ÓGEÐSLEGT, ég var með tárin í augunum allan tímann. Svo í lokin, þá greinist hann með krabbamein ( það var eftir þá greiningu sem að hann ákveður að taka upp svona vídjó-dagbók, og þessi þáttur er einmitt vídjódagbókin sjálf ) og þetta endar með því að hann deyr. Ó boj,... ég ætlaði ekki að hætta að grenja !
Þátturinn hét THE BOY WHOSE SKIN FELL OFF - ef einhverjum býðst að horfa á hann ! :(

Mikið rosalega er lífið stundum ósanngjarnt !

En jæja, ég er farin að horfa meira á sjónvarpið
until we meet again...
sunnudagur, júní 20, 2004

Jæja ! Þá er maður búinn að versla. Engin gleði lengur framundan !!!

Neiii, ég segi svona.

En við fórum s.s til Köben í gær. Ætluðum að fara á Strikið, en þar sem að það var spáð rigningu þá ákváðum við að fara bara frekar í Field´s ( þ.e þessa nýju stóru verslanamiðstöð ).

Það voru nú blendnar tilfinningar hjá mér í gær, samt.
Þetta byrjaði þannig að við þurftum að hjóla á lestarstöðina hérna í bænum, þar sem að við gátum ekki fengið bílinn. Það tók svona 10-15 mínutur og allt í lagi með það - nema bara hvað að það rigndi alla leiðina. Ég var ekki sátt og dagurinn byrjaði í smá pirringi. Ekki það, mér finnst allt í lagi að hjóla í rigningu ... EF ÉG BARA VEIT AÐ ÉG GET SKIPT UM FÖT. En í gær var það auðvitað ekki möguleiki, þannig að við þurftum að sitja í lestinni alveg rennandi blaut.
Ok, allt í lagi með það. Þegar við vorum komin inn í lestina tók Martin eftir því að það var komin smá drulla á lærið á buxunum mínum, soldið miiikið áberandi, þar sem að ég var í ljósu Aladdin-buxunum mínum. Þar með bættist aðeins meiri pirringur og mig langaði að fara að grenja. Var ALLS EKKI að fíla það að ég þyrfti að ganga um og versla rennandi blaut með drullublett á buxunum mínum. Sem betur fer hafði ég ákveðið að setja á mig derhúfuna, þannig að hárið á mér og andlitið var að mestu leiti "óskemmt" eftir rigninguna !!
Jæja, síðan sitjum við þarna í lestinni, og þar sem að þetta var aðeins í annað skiptið sem ég prófa eina slíka, þá að sjálfsögðu fór ég að ímynda mér að lestin færi út af sporinu eða yrði sprengd upp ( eins og gerðist á Spáni fyrir ekki svo löngu ! )

Síðan þegar komið var á leiðarenda þá gengum við í 2 mínútur, og... tataaaa... vorum mætt á svæðið.
Þannig að við Martin skiptum liði, ég skoðaði og verslaði í klukkutíma og svo hittumst við og fengum okkur ís. Svo tókum við annan túr og hittumst eftir næstum 2 tíma og svo fengum við okkur kaffi.
Þar sem að ég fékk aðeins takmarkaða upphæð til að versla fyrir, þá var þetta ansi erfitt. Ég þurfti að skoða og skoða og mæla út hvað ég vildi frekar kaupa.
En þetta tókst að lokum og ég er mjög ánægð með það " litla " sem að ég keypti mér;
1 par sandalar, 1 par buxur, 2 bolir, 1 pils, 1 peysa, 1 nærfatasett og 1 klútur, og svo nokkrir skartgripir !!! Þetta er nefnilega ansi fljótt að rjúka upp í verði !

Við kíktum líka í nokkrar heimilisverslanir og fengum nokkrar GEÐVEIKAR og ódýrar hugmyndir fyrir íbúðina og erum orðin þvíííílíkt spennt að fara að byrja að innrétta.

Að lokinni verslunarferð tókum við lestina niður í miðbæinn, þ.e Strikið, en við ætluðum að hitta fjölskyldu Martins þar og borða með henni og fara svo í bíó.
Þar sem að Martin var ekkert sérstaklega vel að sér í lestamálum, þá lentum við í smá vandræðum til að byrja með, en fundum að lokum réttu lestina. Þar sem að við sáum fram á að þetta ætti eftir að taka ágætan tíma, þá sagði Martin foreldrum sínum bara að byrja að borða, við myndum aldrei ná þangað á réttum tíma.
OOoooog svo komumst við á Strikið og við gengum alla leiðina í annan endann, en þá fattaði Martin að þetta var vitlaus átt, þannig að við gengum ALLA LEIÐINA í hinn endann. Foreldrar hans svöruðu aldrei í símann og við vorum ekki alveg viss hvar veitingastaðurinn var. Þegar við loksins erum komin í hinn endann, þá náum við í foreldrana og þá kemur í ljós að veitingastaðurinn var eiginlega alveg í hinum endanum, aftur ! ( þ.e þeim enda sem við fórum í fyrst ). Þannig að við tókum okkur til og löbbuðum aftur til baka, keyptum okkur pulsu á leiðinni ( því við höfðum ekki tíma til að borða kvöldmat, því að myndin var að fara að byrja eftir innan við 20 mínútur ).
Þegar við loksins fundum veitingastaðinn, þá kom að SJÁLFSÖGÐU í ljós að bíóið var .. AFTUR TIL BAKA !!! Þannig að við þurftum að labba Strikið í 4. skiptið.
Ó MEEEeeennn, var ég pirruð ! Þeir sem að þekkja mig, myndu frekar kalla það að ég hafi verið BRJÁLUÐ. DÍSES !

Aaaallavegana,.. við fórum í bíóið, myndin var alveg ágæt, en Martin talaði um að endirinn ( og eiginlega öll myndin ) byggir soldið á næstu mynd ( þ.e Harry Potter #4) þannig að endirinn Á að vera soldið opinn.

Síðan keyrðum við alla leiðina í Holbæk ( tekur um klukkutíma ) og ég var nær svefni en vöku alla leiðina, enda VEL ÞREYTT EFTIR ALLT; var búin að vera STANSLAUST ( án djóks ! ) labbandi frá 12-18.30 !!! Takk fyrir - bless :)
Þegar við komum í Holbæk, þá fannst okkur vissara að ná í hjólin okkar á lestarstöðina svo þeim yrði ekki stolið yfir nóttina. Við fengum sem betur fer bílinn í þetta skiptið!

Eftir það var ég aaaaaalveg dauð og sofnaði um LEIÐ og við komum heim !

---

Í dag er bara búið að vera tjill í gangi, og á morgun byrja ég að skúra.

En nú er kominn matur...
yfir og út !
föstudagur, júní 18, 2004

Guuuð ! Ég hreinlega gleymi að segja; " Gleðilegan þjóðhátiðardag " í gær !
Puff! Svona lagað gerist þegar maður er ekki á landinu,... hlutirnir hreinlega gleymast ! ( *blikk* mamma ! )
Ég held að það sé eitthvað í sambandi við íslenska vatnið og íslenska frostið. Heilahimnan frýs og allar þær upplýsingar sem maður tekur inn, haldast inni !
Svo þegar maður kemur í hitann á Spáni ( *blikk* mamma ! ) eða ofurhlýja rigninguna í Danmörku,... þá mýkist himnan upp ... og hlutirnir streyyyyma út !!!

Vá ! Það er alveg greinilegt að ég fór í líffræði í háskólanum !!!

---

Við töluðum við þessa konu í gær útaf skúringunum. Þetta er voðalega almennileg kona, og þessi súringavinna sem ég kem til með að hafa ( þ.e.a.s þessi klukkutími á dag ) lítur rosalega vel út. Þetta er s.s stigagangur ( 5 hæðir minnir mig ) og á hverjum virkum degi skúra ég bara upp á 2. hæð, ryksuga eitthvað lítið teppi, þurrka af gluggakörmum, strýk yfir póstkassa, þríf klósett og skipti um rusl.
Á föstudögum geri ég nákvæmlega það sama, ... nema að auki skúra ég alla leiðina upp.

Þetta er AKKÚRAT eins vinna og ég hafði gjarnan viljað fá þegar við verðum byrjuð að lesa og læra í Árhúsum. Og ég get nokkurn veginn ráðið hvenær ég fer,... verður bara að vera á milli 7 og 19.

Síðan hin skúringavinnan sem að við tókum að okkur; hún er soldið langt fyrir utan bæinn,- t.d alltof langt að hjóla. Og það er s.s einhver lítill banki sem að við þrífum 3 í viku, og það tekur u.þ.b 1 og 1/2 tíma. En þar sem að þetta er svona langt fyrir utan bæinn og algjörlega ómögulegt að hjóla ( tæki svona klukkutíma hvora leið ), og þar sem að ég er ekki enn alveg farin að þekkja allar leiðir hérna Í bænum, hvað þá fyrir UTAN, þá munum við sjá um þessar bankaskúringar saman. ( Fáum lánaðan bíl pabba hans Martins ). Og þessar skúringar verða að fara fram einhvern tímann eftir klukkan 18.

Það leiðinlega er hins vegar það að við fáum þennan banka aðeins í 2 vikur, því að konan sem að er vön að þrífa þar er að fara í sumarfrí og kemur s.s aftur eftir hálfan mánuð. En það er svosum alltílæi. Þetta er líka alveg fjandi vel borgað. Miklu betur en ég hélt.

---

Svo fór ég í strípur í morgun.
Fyrst fékk ég sjokk, fannst hárið vera alltof dökkt. En svo þegar hún var búin að þurrka hárið, þá var ég mjög ánægð.
Hins vegar þegar ég kom heim og kíkti á hárið aftur, þá fannst mér það vera soldið gráleitt. En það eru allir á heimilinu sammála um að hárið sé flottara svona heldur en áður; það er meiri hreyfing í því núna, strípurnar eru miklu meira áberandi og í heildina lítur hárið ekki út fyrir að vera eins hvítt og það var áður. Og ætli öllum sé ekki nett sama !!! :)

Allavegana, mamma hans Martins kom með mér og lét klippa hárið sitt, og svo um leið og við vorum búnar, þá stakk hún upp á því að við færum niðrí bæ og fengjum okkur að borða.
Þar sem að pabbi hans Martins var á bílnum ( í vinnunni ) þá þurftum við s.s að fara hjólandi. Það er alls ekki svo slæmt, þar sem að það eru kannski 6 mínútur í hárgreiðslustofuna, og svona 10 niðrí bæ.
Þannig að við hjóluðum niðreftir og kíktum í búðir og fengum okkur kaffi og kíktum í fleiri búðir ( ég keypti mér 2 pils í H&M á 1000 kr til samans )
Og svo þegar við vorum að fara heim þá byrjaði svoleiðis að HELLIRIGNA, að það var ekki eðlilegt. Við fórum í smá skjól og fylgdust með stúdentum keyra um með hvítu húfurnar sínar ( það voru eiginlega allir framhaldsskólar að útskrifa í dag ), og svo fórum við inn í einhverja búð og löbbuðum um og biðum eftir að það myndi stytta upp,... en það gerði það sko alls ekki.
Mamma hans Martins var bara með eina regnhlíf ( hérna eru ALLIR með regnhlífar tilbúnar í töskunum sínum - ógeðslega fyndið ! ) og hún var eitthvað að hafa áhyggjur af því hvernig við myndum hafa þetta, þar sem að það var bara 1 regnhlíf. Ég sagði henni að mér væri alveg sama, hún gæti alveg hafa regnhlífina því að ég gæti alveg blotnað ( mamma hans er aaalgjör pentpía og gat ekki huxað sér að bleyta hárið sem var nýýýýbúið að klippa og þurrka ! :)
Þannig að við hjóluðum af stað.... og OH MIN GUUUDD !
Ég vil ekki vera með neina fordóma,... en ég var alveg eins og versta hóra ( það vantaði bara stutta pilsið, þannig að ég hefði eiginlega átt að klæða mig í annað af þeim sem ég keypti og þá hefði ég getað verið ein slík ! ) !!
Hárið var svo RENNNNNANDI blautt að það var farið að mynda svona litla dredda, maskarinn var kominn einhvert lengst.... niðrá bringu, buxurnar mínar límdust ( og þá meina ég LÍMDUST ) við lærið á mér og regndroparnir héngu í augabrúnunum á mér, af nefbroddinum, hökunni, eyrnasneplunum. Þetta hefur verið AAAAGALEG sjón !

En hvað get ég sagt,- þetta var bara ævintýri, lífsreynsla !

---

Já, ég ætlaði að segja frá stúdentunum. Það er, held ég, miklu skemmtilegra að útskrifast hér heldur en heima. Þetta er sko ekki bara einsdags-hátið eins og á Íslandi. Hérna er alveg fagnað í einhverja daga.
Og daginn sem að krakkarnir útskrifast, þá keyra þau um í svona einhverskonar vörubílum ( með þaki ), skreyttum með blómum og allskonar borðum sem krakkarnir gera sjálfir og eru þar uppáklæddir með húfurnar sínar ( og bliiiindfullir ) og keyra um allan bæinn, syngjandi og veifandi til vegfaranda ( og bílstjórinn LIGGUR á bílflautunni ). Svo keyra þau á milli heimila, frá foreldrum eins krakkans til foreldra annars, og allstaðar fá þau einhverjar veitingar. Svona gengur þetta fyrir sig ALLLLAN daginn. Á endanum eru þau nottla orðin alveg verulega drukkin.
Svo halda þau áfram að skemmta sér um helgina og eru alltaf með húfuna. Þau eru í alvörunni með húfuna í nokkra daga !
Við Martin fórum t.d áðan í Nettó, og stelpan bak við kassann var bara í góðu róli í NETTÓ-búningnum sínum með stúdentahúfuna !!!

---

Úff, nú er Danmörk að spila sinn annan leik á EM. Martin er sem límdur við sjónvarpið.
En ég er farin að fá mér eftirrétt
hafiði það gott,
over and out.....
fimmtudagur, júní 17, 2004

JIbbbbbíííí, - Ég er að fara til Köben eftir tvo daga !!! Ég get ekki hætt að huxa um það. Segir kannski eitthvað um það hversu einmanalegt líf mitt hefur verið seinustu daga.
Svo er ég að fara í strípur í fyrramálið,... og mér finnst það alveg rosalega spennandi líka !

Síðast en ekki síst, þá er ég að fara að tala við þessa konu í kvöld, útaf skúringavinnunni sem að ég gæti hugsanlega fengið. Það var annað hvort klukkan 8.30 eða 9.30, man ekki aaaaaalveg, en Martin hlýtur að vera með það á hreinu.
Um er að ræða, eins og ég sagði um daginn, ca. klukkustundar-skúringavinnu á dag ( sem er ekkert brjálæði, en skárra en að sitja heima og góna út í loftið ) fyrir utan það að það tekur um korter að hjóla fram og til baka,... þannig að þarna er maður strax búinn að eyða 1 og 1/2 tíma á dag.
Síðan vorum við líka að spá í að taka að okkur aðra skúringavinnu, sem er hérna soldið fyrir utan bæinn og þá þarf að skúra einhvern banka. VIð getum annað hvort farið annan hvern dag og verið í 2 tíma, eða farið á hverjum degi og verið í klukkutíma. Og þá förum við sko á kvöldin, þannig að við getum soldið ráðið okkur sjálf í þeirri vinnu.
Ohh well,.. það kemur allt í ljós í kvöld þegar við erum búin að tala við hana !

En að þessu sinni hef ég ekki mikið meira að segja,
verður örugglega eitthvað aðeins fréttnæmara á morgun
hasta la vista...bebe...

þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæks !

Þeir sem að hafa kvartað undan auglýsingahléunum á Skjá einum ættu að prófa að horfa á sjónvarpið hérna í Danmörku. Það eru ( á ákveðnum stöðvum ) endalausar auglýsingar; þær koma ekki bara oft,... heldur er hvert auglýsingahlé stundum upp í 3-4 mínútur.
Det er pisse-irreterende !!!!!

Í dag var ég úti undir berum himni, og það var svoldið mikill vindur. Eiginlega bara tíbískt íslenskt veður. Nú ...- þar sem ég er þarna djúpt sokkin í eigin huxanir,.. fýkur ekki bara framan í mig eitt stk. risa-hunangsfluga !
Ég hef alltaf verið hrædd við hunangsflugur ( þó svo að ég viti að þær séu ekki eins árásagjarnar og vespur ) og ég stóð þarna og hristi hausinn og fussaði og frussaði ! Sem betur fer var enginn nálægt, þar sem að ég virðist vera eina manneskjan Danmörku sem er hrædd við þessar flugur !
Ég var samt ekki stungin eða neitt, sem betur fer, því ef ég hefði fengið eitthvað svaka stungu-kýli í andlitið þá hefði ég ekki stigið fæti út úr húsi fyrr en það væri farið, - og hana nú og hopp og hí og trallalla ( eins og elskulegur faðir minn segir svo oft !!! )
Samt, ef maður pælir í því, þá eru hunangsflugur soldið krúttlegar,.. svona búttaðar og loðnar, eiginlega eins og mini-útgáfa af ketti !
Njahh,... kannski ekki alveg :)

---

Fjandinn hafi þetta blessaða EM !!! :)
Hér á þessu heimili er ekkert annað gert en að horfa á fótbolta.
Hver nennir, í alvöru, að eyða rúmum 90 mínútum á að horfa á gæjana sparka boltanum fram og til baka... ÞAÐ GERIST EKKERT !
Það væri annað ef að leikurinn væri kannski 2*15 mínútur,... en að eyða hátt í 2 tímum, og svo stundum er ekki einu sinni skorað mark... er algjörlega fyrir ofan minn skilning !
Kannski soldið annað ef að Ítalía er að spila ( humana humana ) !!!

---

Í gær fékk ég heimsins stærstu blöðru á aðra tánna! ( " Verdens største vabbel " eins og Danirnir myndu segja )! Ekkert sérstaklega skemmtilegar upplýsingar, ég veit. En mig langaði bara aðeins að deila þessu með ykkur, því að hún var álíka stór og 1/5 af tánni á mér.... og það er sko met á mínum bæ !
Það þarf nú vart að taka það fram að ég stútaði henni í gærkvöldi, svo að í dag er ég sem endurfædd manneskja. Skemmtilegt ( eða ekki ) að þetta skyldi hafa verið á sama fæti og ég snéri á mér ökklann um daginn.


Æjjj,.. ég er farin að múta Martini að slökkva á fótboltanum
yeah right... like that´s gonna happen ( Ég er svo ofurkúl þegar ég sletti svona á ensku!)

stay cool, my brothassss..

mánudagur, júní 14, 2004

Héðan af götunum heyrist ekki múkk ... ásæðan er sú að Danmörk er að spila sinn fyrsta landsleik á EM og mér skilst að ALLIR Danir með tölu, séu að horfa á leikinn.
Meira að segja ÉG settist niður fyrir framan sjónvarpið meðan við borðuðum og horfði með helmingnum af öðru auganu !!!

Lítið hefur gerst í dag, fréttnæmt þ.e.a.s
Við fórum í bankann og afgreiddum öll mál sem tengjast lánum og bankakortum og bankareikningum og tryggingum og slíku ! Það tók alveg slatta af tíma.

Síðan er ég huxanlega komin með vinnu. Tala við konuna á föstudag og þá verður það skýrara. En um er að ræða aðeins klukkutíma á dag, við að skúra einhversstaðar hérna í miðbænum. Tekur um 10 mín að hjóla þangað, og er svosum skárra en ekki neitt.

Ég er orðin einstaklega spennt fyrir því að fara til Köben næstu helgi. Förum í stærsta bíó Danmerkur að sjá Harry Potter um kvöldið, en ætlum samt að eyða öllum deginum þar, m.a fara á Strikið og svo út að borða um kvöldið.
Ég var svona líka sérstaklega dugleg og eyddi ekki neinu í Århus seinustu helgi, þó við höfum þrætt verslunargöturnar þar... og er þess vegna alveg drepast úr spenningi fyrir að fá að opna aðeins budduna mína. ( þ.e peningaveskið :))

Síðan er ég að fara í strípur á föstudaginn. Það verður spennandi. Stelpan sem setur í mig strípur heima á Íslandi var búin að skrifa niður heitin og númerin á litunum sem að ég fékk alltaf hjá henni, og mamma hans Martins fór með blaðið um daginn á hárgreiðslustofuna og spurði þær hvort að þær gætu notfært sér það eitthvað. Þá kom í ljós að þó svo að þær noti ekki liti frá sama framleiðanda og stofan á Íslandi, þá hjálpar það mjög mikið að hún hafi skrifað niður númer og nöfn á litunum, og hún ætlar að prófa einhverja samsvarandi liti í mig. Þannig að ég vona að ég verði ekki gráhærð á föstudagskvöldið, grænhærð eða bleikhærð.
Ekki það.... það myndi ekki stoppa mig á laugardeginum í að versla,- ég myndi bara setja á mig derhúfu og sólgleraugu og enginn myndi þekkja mig.
Þótt ég myndi óvart BRENNA öll fötin mín og þyrfti að fara nakin að versla, þá væri það í lagi. Það mun EKKERT stoppa mig !!!! Strikið - here I come ! :)

En jæja,... þetta er allt sem ég hef að segja í bili
adios.....
sunnudagur, júní 13, 2004

Ég er nú búin að afreka ýmislegt í dag. Kannski engin sérstök afrek útaf fyrir sig, en þó ...

Við vöknuðum frekar snemma í morgun, miðað við það að það er sunnudagur. Ætli klukkan hafi ekki verið korter í 9. ( Við sofnuðum líka ansi snemmaí gær, enda dauuuðþreytt eftir allan aksturinn ... en ætli klukkan hafi ekki verið rétt rúmlega 22 þegar við sofnuðum, og þess má geta að Martin sofnaði yfir fótbolta,... EM !!!! Og það er afrek í heilu lagi ! )
Allavegana, við drifum okkur á fætur og átum morgunverð á góðu róli, og svo fórum við á þessa stóru útsölu sem að ég talaði um í gær. Það er alveg hellingur af ógeðslega flottum húsgögnum og sum þeirra voru lækkuð niður alveg slatta. Við röltum þar um í 1 1/2 tíma fram og til baka og komum með hugmyndir um hitt og þetta, og að lokum komumst við að sameiginlegri lokaákvörðun um stofuinnréttingu. Við fengum svo þær upplýsingar að það þarf ekki endilega að taka vörurnar með sér heim samdægurs, um leið og maður kaupir, heldur er vel hægt að panta hluti og geyma þá inni í gámi ( eða á lager eða whatever )þar til að við viljum fá þá senda í íbúðina.
Nú,- þar sem að við komum til með að búa í Århus sem er á Jótlandi ( en þessi verslun sem við fórum í í dag er á Sjálandi ), þá þurftum við að hringja í þessa sömu verslun þarna hjá Århus og lesa upp vörunúmer og heiti á öllu því sem okkur langaði til að kaupa. Gæinn þar tók allt frá fyrir okkur og ætlar að senda okkur í byrjun ágúst - fyrir utan 2 sem ekki var til hjá þeim ( eldhúsborð og eldhússtóla ). Þannig að það keyptum við bara hérna og geymum núna inni í bílskúr hjá foreldrum Martins.

Þetta hljómar allt voðalega flókið, ég sé það núna þegar ég les þetta yfir. En það verður bara að hafa það.
Það sem mestu máli skiptir er það að stofan okkar á eftir að verða frábær !!! :)
Við erum búin að velja og/eða kaupa allt inn í hana, nema sófa, en það ætlum við að gera í annarri húsgagnaverslun sem er jafnvel ennþá ódýrari en sú sem við fórum í í dag.

Jæja. Allavegana. Þegar heim var komið var komið alveg magnað veður. Aaaalgjörlega heiðskýrt og logn. Ekkert kannski brjálæðislega heitt ( þ.e enginn Spánarfílingur ) en samt alveg töluvert heitara en maður á að venjast á Íslandi !!!
Þannig að ég fór inn í herbergi og lagði mig !!!
( Úff, ég veit ekki um eina einustu manneskju sem gæti hafa fallið fyrir þessu :)
Að sjálfsögðu skellti ég mér í bikiníið mitt og lagðist út í garð. Þá var klukkan orðin rétt rúmlega 13.

Þar lá ég í hægindum mínum og sleikti sólina þar til klukkan 5.30. Þá tókum við Martin okkur til og fórum út að hlaupa. Og men ó men, það er ekkert smáááá erfitt að hlaupa í svona miklum hita. Ég tala nú ekki um að ég var búin að liggja í sólbaði í ca. 4 1/2 tíma og ekki búin að borða neitt síðan um morguninn nema 2 mini-epli.
Þannig að ég átti sérstaklega erfitt með mig, aðallega seinustu hundrað metrana, því ég gat ekki hætt að huxa um ííííískalt ÍSLENSKT vatn. ( En það vill svo skemmtilega til að ég er farin að gera mér fulla grein fyrir því að íslenskt vatn er EKKI eins og annað vatn ! )

Jæja, svo í kvöld erum við búin að slappa af, ég horfði á sjónvarpið ( þátt um 4 konur sem allar eru að fara/eru búnar að ganga í gegnum kynskiptiaðgerð ) og við fine spiluðum rummikub 3 sinnum ( þess má til gamans geta að ég vann í öll skiptin ! :) Martin og pabbi hans horfðu á EM og eru enn að horfa.

Og hér með líkur upplestri á dagadrifum mínum !

---

Ég gleymdi að segja frá einu skemmtilegu atviki sem ég lenti í um daginn;

Þannig er að ég stóð inni í eldhúsi og var að hella upp á kaffi í fyrsta sinn á kaffivél foreldra hans Martins. Ég var eitthvað voðalega djúpt huxi og passaði mig að setja rétt magn af vatni á réttan stað og rétt magn af kaffi á réttan stað. Svo sný ég mér við og ætla að labba að vaskinum, en sparka í leiðinni í eitthvað sem þeytist eftir gólfinu.
Viti menn,... er þetta ekki bara kötturinn, hann var búinn að koma sér fyrir við lappirnar á mér, tilbúinn til þess að ég gæfi honum að borða kvöldmatinn. En þar sem að ég heyrði alls ekki í honum, þá sparkaði ég s.s ALVEG ÓVART í hann, og hann s.s flýgur eftir gólfinu svona 1 1/2 - 2 metra út í hitt hornið á eldhúsinu, meðan hann krafsar í parketið og reynir að bremsa !!!!!

Án djóks, þá titraði ég gjörsamlega ! Svo hljóp hann undir eldhúsborðið og sat þar bæði skelkaður og reiður og horfði á mig með pírðum augun ( sem ég túlkaði sem ofsatengda reiði ! )
Ég hef alltaf verið soldið hrædd við ketti ( síðan köttur einnar bestu vinkonu minnar beit tánna af uppáhaldsdúkkunni minni þegar ég var svona 6 ára )- en undanfarið verið að semja frið við þennan á heimilinu, er meira að segja farin að klappa honum í gríð og erg. En ég skal segja ykkur það, að eftir þetta atvik þá tók aftur smástund fyrir mig að klappa honum, ég bara beið eftir því að hann myndi bera kennsl á mig og bíta mig í handarbakið og alveg í gegn um lófann !!!

Að sjálfsögðu gerðist það ekki, kötturinn hefur algjörlega fyrirgefið mér og við erum aftur orðnir góðir vinir.
Til að tryggja það að hann sæi að ég er í raun og veru góð manneskja, þá gaf ég honum kvöldmat þetta sama kvöld !!!!!

Já, það er nú eitt og annað sem að gerist í tengslum við þennan kött hér á heimilinu !

En jæja, þetta er nú orðið ansi langt ( og ætli flestir séu ekki löngu hættir að nenna að lesa )
ég held ég fari að bursta tennurnar og gera mig klára fyrir bedda

until we meet again,....
laugardagur, júní 12, 2004

Heidilíhó !

Jæja, ég er nú aldeilis uppgefin kona í dag.
Við Martin fórum til Århus og kíktum á íbúðina okkar. Hún lítur alveg stórvel út, og sömuleiðis umhverfið,- það er ALLT þarna rétt við og stutt að fara í hvað sem er.
Það er að vísu ennþá langt í land með að klára íbúðina, en þegar hún verður til, þá verður þetta alveg frábært. Martin mældi helstu veggina og við erum komin með nokkrar hugmyndir hvernig best er að nýta plássið.
Það vill síðan svo skemmtilega til að á morgun er riiiisaútsala í IDE-möbler, sem er svona eins og Húsgagnahöllin heima, og við vitum um alveg helling af hlutum sem okkur langar í. Verst bara að það verður alveg örugglega pakkað af fólki, þannig að það verður pottþétt barist um allt saman.

Síðan keyrðum við framhjá skólanum mínum, tekur örugglega ekki meira en svona 5 mínútur ( í mesta lagi ) að hjóla þangað. Voðalega hentugt og flott.
Svo vorum við að leita að skólanum hans Martins og það var sko erfitt og tók á taugarnar. Villtumst og reyndum aftur og keyrðum of langt og keyrðum of stutt og fram og til baka. Það tókst samt á endanum. Skólinn hans er samt ca. 5 sinnum lengra í burtu frá íbúðinni en minn, þannig að það gæti tekið hann svona 20-30 mín að hjóla. Annars er lestarstöð ekki langt frá íbúðinni og hún stoppar ALVEG við skólann hans, þannig að hann hefur annan kost ef að hann nennir ekki að hjóla.

Men ó men, svo fórum við á verslunargötuna, fórum reyndar bara á hluta af henni, en það var nóg af búðum sem mig langaði að kíkja í ( gerði það reyndar, en keypti ekki neitt,- ætla að bíða með það þar til að við förum til Köben næstu helgi ) - en ég veit af öllum þessum búðum og á pottþétt eftir að nýta mér það í framtíðinni !!!!!

Þetta er allt voðalega spennandi og ég get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum aftur. Rosalega á það ekki við mig að vera bara að vinna og bora í nefið, takk fyrir - góðan daginn !

Annars hefur svosum ekkert mikið gerst síðan ég skrifaði seinast, þessi Århusa-ferð var eiginlega hápunkturinn núna í langan tíma, þannig að það er lítið annað sem ég get skrifað um.
Mikið svakalega getur maður samt orðið hryllilega þreyttur af að keyra svona langt. Að vísu vaknaði ég óvenju snemma í dag miðað við seinustu daga, og fór líka soldið seint að sofa, en samt.... 2 og hálfur tími hvora leið.... ég var sko aaaalveg búin á því þegar við komum heim klukkan 7.

En jæja,.. er að pissa á mig
og þið vitið hvað ég geri við því
adios......
fimmtudagur, júní 10, 2004

Langaði bara að ég er búin að setja inn nokkrar myndir héðan frá Danaveldi, hér til hliðar - undir DANMÖRK ( I ) !!!

Góða skemmtun,
adios
Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég vægt sjokk. Ég labbaði úr svefnherberginu og út ganginn og ætlaði að fara á klósettið, en þá sá ég soldið á gólfinu sem átti ekki að vera þar; hluti af rófu heimiliskattarins !!! Og þetta er ekki djók.
Málið er nefnilega það að kötturinn hér á heimilinu og köttur nágrannarins eru sérstaklega miklir óvinir. Mamma Martins hefur nokkrum sinnum þurft að ganga á milli þeirra og aðskilja þá í slagsmálum ( þá sérstaklega með því að hrekja nágrannaköttinn í burtu, með því að slá hann í hausinn með skó !!! )
Þannig að ég ályktaði að þeir hefðu farið að slást í gær, og heimiliskötturinn ( Nönne ) misst hluta af rófunni. Nú, þar sem að mamma Martins byrjar ekki að vinna fyrr en 3, þá er hún alltaf hérna á heimilinu og tekur til og svona þar til hún fer í vinnu, en ef að það er gott veður ( eins og í dag ) þá situr hún úti í garði og baðar sig í sól. Í morgun var hún ekki heima, og ég var alveg sannfærð um að hún hafi farið með köttinn til dýralæknis. Ég hringdi í Martin til að fá það staðfest að hún ætti að fara að vinna kl. 3 í dag, sem var bara heilagur sannleikur, þannig að þetta var allt saman að smella og ég orðin frekar óróleg !

Nei nei, ég veit ekki betur en að mamma hans Martins labbar inn í eldhúsið, nokkrum mínútum seinna, á náttfötunum. Þá hafði hún skutlað systur Martins í skólann og lagt sig aftur. Ég auðvitað rauk til hennar til að segja henni tíðindin, spurði hvort eitthvað hafi komið fyrir Nönne og hún varð soldið svona stressuð og spurði " af hverju ? " - og ég bendi henni á hlutann af rófunni sem lá þarna á gólfinu.

Hún ætlaði ekki að hætta að hlæja, þetta var víst bara eitthvað kattaleikfang eftir allt !!!
Skuggalega líkt samt rófunni á Nönne, sami litur og "munstur" og allt !
Frekar mikið ég samt að vera eitthvað búin að búa til sögu í hausnum á mér, búin að "ákveða" hvað gerðist, og það er alltaf það versta !!!!

---

Heyriði, haldiði ekki að ég hafi bara séð stærsta geitung sögunnar í dag. Hann var inni í stofu í stofuglugganum að reyna að komast út ( í gegnum glerið ! )
Ég skil ekki með þessar blessuðu flugur, ... kenna mæður þeirra þeim ekki neitt. Hefur mömmuflugan aldrei sagt við barnið sitt " að fara ekki inn um glugga eða dyr hjá mannfólkinu, því það er svo erfitt að komast út ! "
Þessi boðskapur hreinlega virðist ekki komast frá einni flugukynslóð til annarrar, því þær eru alltaf að gera sömu mistökin.
Og annað,... fyrst þær komust inn, - af hverju komast þær ekki út ? Nei ég meina það, give me a break, sko !
Allavegana, flugan sem ég sá í dag, hún var svo gígantískt stór að hún líktist helst páskaunga ! Og ég sem var að telja mér trú um að ég væri ekki lengur hrædd við vespur.... það sem ég hélt að væri vespur hér um daginn, voru það greinilega ekki !
Anni, mamma Martins, var nógu mikil hetja og ýtti henni út með dagblaði eins og ekkert væri eðlilegra meðan ég stóð inni í herbergi og skalf og beið eftir að allt væri yfirstaðið !

---

Það er ekkert að frétta í vinnumálum, ég býst ekki við að fá neitt, þar sem að ég get aðeins unnið út júlí, sem gera 6 vikur, og ég bind ekki miklar vonir við það að það sé einhver að leita sér að vinnuafli í aðeins 6 vikur !
En what the hell,.... maður verður bara að bíta í það súra epli.

En jæja, ég er farin í bili
see you later, aligater
( talandi um aligater, steve krókódílakall á discovery-channel er alveg geðveikur, hann er svo skemmtilegur og segir svo skemmtilega frá, og kemur sér í allskonar fáránlegar aðstöður bara til að geta sýnt áhorfendum eitthvað sem honum finnst spennandi, og reyndar er það oftast !!! Tjékkið á honum ef ykkur gefst færi á !!!! )

kærlig hilsen
Frú Larsen
miðvikudagur, júní 09, 2004

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, MAMMA !!!!!! 

Eins og sést hérna að ofan, þá á hún elskuleg móðir mín afmæli, - hún er 50 ára í dag, og ég ætla bara að nota tækifærið og opinberlega óska henni INNNNIIIILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN - kyss kyss og knús knús Hafðu það nú gott, mamma mín og ekki reyna og mikið á þig,.... þú ert nú orðin hálfrar aldar gömul !!!

Þar sem ég nú sit hérna við tölvuna og rita þessi orð, er eitt sem ég verð að segja að er ofar mínum skilningi; það er hrossaskítafýla inni í herberginu !!!
Við sváfum með gluggann opinn í alla nótt, frekar mikið opinn ( ég hef ekki viljað gera það hingað til útaf vespunum og vinum þeirra ! ) þannig að þetta væri skiljanlegt ef að við værum úti í sveit og rúmið okkar inni í fjósi,- en þannig standa málin bara alls ekki. Við búum í bæ ( svona svipað stórum og Hafnarfjörður ) og hér eru hvorki hestar, né kýr né lömb ! Hvað er að gerast !?!? Og þetta er sko frekar mikið sterk lykt.

En jæja,... veðurfréttir dagsins eru svohljóðandi; tíbískt íslenskt veður - alskýjað og rok með ágætis skítafýlu inn á milli !!!

Ég svaf til 12, eiginlega píndi mig til þess því ég nennti ekki að vakna klukkan 9 og hafa ennþá meiri tíma aflögu. Þannig að ég s.s reyndi eins og ég gat að sofa sem lengst, gafst upp klukkan 12 og fékk mér gott í gogginn og las blaðið. Nóg er nú geðveikin hérna í Danaveldi; endalaus morð og vesen !
Og talandi um vesen, ég er komin með svo mikið ógeð af þessum blessuðu krónprins-hjónum Friðrik og Mary; þau eru allstaðar !!!!!
Og Danir eru einhvern veginn ástfangnir af þeim, því að það eru greinar í hverju einasta blaði á hverjum einasta degi, það er búið að gefa út einhverja svaka bók, og jafnvel ennþá svakalegri disk. Og fólk er í alvörunni að kaupa þetta allt saman ( m.a mamma hans Martins ! ) Give me a break ! :)

Aaaallavegana, þegar ég var búin að lesa blaðið, þá tók ég mig til og endurskipulagði og -raðaði í fataskápnum okkar, setti það sem minnst er notað fyrir aftan og það sem er meira notað fyrir framan, hengdi upp skyrtur og jakka og braut allt voðalega pent saman. Og það fór alveg ágætur tími í þetta, rúmur klukkutími takk fyrir góðan daginn!
--

Já, og svo á laugardaginn erum við Martin að fara í Århus að skoða íbúðina okkar. Við eigum tíma með fasteignasalanum klukkan 14, en við ætlum að leggja af stað tímanlega til að við getum aðeins kynnt okkur hverfið og jafnvel verslað smá !!!! ( NOTA BENE, það voru HANS orð, en ekki mín !!!! :) JIBBÍÍÍÍ !
Fyrir þá sem ekki vita, þá liggur gata alveg rétt við íbúðina okkar sem er svona nokkurn veginn STRIK Århusa,- því þetta er víst alveg helljarinnar verslunargata ! :) Gaman gaman !

Svo er löppin á mér öll að koma til. Ég get nokkurn veginn labbað eðlilega en ekki snúið ökklanum alveg, þannig að vonandi á morgun get ég farið út að hlaupa létt,.. allavegana labbað.

En jæja, ég er farin að hringja í hana móður mína
kærlig hilsen
Erno


þriðjudagur, júní 08, 2004

Jæja, þá er þessi dagur senn á enda. Ég gerði nú ekki mikið, - en stóra verkefni dagsins tókst vel, þ.e.a.s maturinn sem ég eldaði fór vel í alla, og ég er afskaplega ánægð með hann !

Halldóra ! Hvaða e-mail addressu hefurðu sem að ég get skrifað þér ? Á ég bara að senda á fasteignasöluna, eða hvað ???

Jæja, ég ætlaði bara að varpa þessarri spurningu til Halldóru, skrifa meira á morgun,
hilsen
Erna
Úff, ég hef nákvæmlega ekkert við mig að gera!

Veðrið hér á bæ er ekkert sérstakt; það er alveg hellingur af skýjum og frekar mikill vindur, þannig að það er ekki hægt að liggja í sólbaði,- nema kannski í síðbuxum og peysu, með teygju í hárinu svo það fjúki ekki upp í mig !

Ég hafði huxað mér að fara út að hlaupa, stóran hring, en það er ekki að fara að gera sig, þar sem að ég get varla labbað sökum bólgu eftir fallið mikla í gær.
Ég hafði líka huxað mér að taka annan hring á skautunum, storka örlögunum, og reyna að komast þennan blessaða hring án þess að detta !

Ég er búin að setja í og taka úr vel, og setja í og taka úr þurrkara. Ég er búin að brjóta saman og ganga frá þvottinum. Svo er ég líka búin að taka aðeins til í herberginu okkar !

Ó men !

Það er í alvörunni EKKERT að gera.
Ástandið hefði kannski verið aaaaðeins skárra ef ég væri ekki fatlafól, en það er ég svo sannarlega í dag !

Ég er að fara að elda kvöldmatinn í kvöld, ætla að gera svona innpakkað nautahakk í brauðdeigi, ógeðslega gott en soldið mikið maus, segir mamma.
Það er ágætt, þá get ég gert eitthvað við tímann minn.
Ég þyrfti að vísu að hjóla út í Netto til að versla, en ég get það ekki heldur, svo að ég verð bara að bíða eftir Martini !

Ohhh, ég vildi óska að það væri komin aðeins meiri sól ! :( En maður getur víst ekki alltaf fengið allt sem maður vill.

En jæja, ég hef svo lítið að gera að ég hef hreinlega EKKERT að skrifa
geri það seinna
blæjó
mánudagur, júní 07, 2004

Hér er nú bara allt að fara til fjandans !

Ég var að komast að því að önnur stelpa fékk vinnuna sem ég átti að fá. Sú stelpa átti ekki að byrja að vinna fyrr en í haust, og ég átti að vera afleysingardama þangað til, en..... af einhverjum ástæðum er hún byrjuð að vinna. Konan ætlaði samt að halda áfram að reyna að finna vinnu handa mér. Annars eru foreldrar Martins að leita handa mér líka, þ.e pabbi hans er búinn að tala við einhvern mann sem hann þekkir sem ætlar að svipast um eftir einhverju, og ef hann finnur ekkert þá ætlar mamma hans Martins að fara með mér á einhverja vinnumiðlunarskrifstofu og leita þar. Ef ekkert er að fá á þeim bæ, þá verð ég bara að vera atvinnulaus í sumar !!! :(

Svo í öðru lagi, þá datt ég á rúlluskautunum í dag,... aftur !
Við Martin vorum nýbúin að kaupa okkur sitthvora skautana, og voru að testa þá,.. og ég datt og snéri ökklann. Ég var alls ekki á neinni ferð eða að gera neitt svakalegt áhættuatriði. Ég var bara að skauta á venjulegum hraða og missti jafnvægið og reyndi að bjarga mér frá því að detta og var vaggandi í smástund, þar til að ég loxins datt og......EF ÞÚ ERT YNGRI EN 16 - LÍTTU ÞÁ UNDAN,.... en djöfulsins helvítis andskotans... þetta var svo ógeðslega vont. Ég HATA að snúa ökklann !! :(
Svo að núna sit ég bara með stokkbólgin og pirruð !

Annars eru góðu fréttirnar þær að s.s við keyptum sitthvora skautana, og það er gleðiefni. En svo keyptum við líka 21" sjónvarp með innbyggðum DVD-spilara sem var á ansi góðu tilboði. Við erum búin að koma því fyrir hérna í svefnherberginu okkar, en Martin er að reyna að finna út hvernig allar þessar stillingar virka, þetta er víst eitthvað hálf-flókið.

En jæja, ég nenni ekki að skrifa meira, er hreinlega ekki í skapi til þess
adios y hasta la vista
ernos amiga
sunnudagur, júní 06, 2004

Ég hef ekki rassgat að segja, - hef ekki haft rassgat að gera í allan dag !

Það var ekkert sérstakt veður,.. á mínum mælikvarða. Það var um 20° hiti og alveg alskýjað þegar við vöknuðum, en svo þegar líða fór á daginn tók að birta til.

En eins og ég segi, þá gerði ég ekki mikið í dag. Hékk inni og horfði á sjónvarpið, lagði mig, horfði meira á sjónvarp, fór í sturtu.
Að vísu þá hjóluðum við Martin leiðina sem ég kem til með að hjóla í vinnuna mína, og það tók ekki nema rúmlega 10 mínútur, þannig að það er góðs viti.

Veit eiginlega bara ekki hvað ég get skrifað
þannig að ég held ég sleppi því bara alveg
over and out
laugardagur, júní 05, 2004

Ég er orðinn vespuvinur!

Ok, ég segi kannski ekki VINUR, en ég á allavegana miklu auðveldara með að þola dönsku vespurnar heldur en þær íslensku.
Þessar íslensku eru eitthvað svo ógeðslega horaðar, bara eins og þær séu bara einn broddur og ekkert meir, og þess vegna til þess gerðar að stinga og drepa !
Dönsku vespurnar eru meira fluffy, svona búttaðari, og ég veit ekki hvort ég á að segja það,.. en..... þær eru eiginlega soldið krúttlegri !!!!

Í dag var sko Spánarveður...aftur ! Það var geðveikur hiti og geðveikt logn, samt alveg hellingur af skýjum, en þau einhvern veginn fóru aldrei fyrir sólina ! Bara svona rétt stöku sinnum, sem var alveg fínt því það var sko algjör steik í orðsins fyllstu merkingu. Magga Sam var lof fyrir þau ský !!!

---

Ég er komin með vinnu; skúringar á slökkviliðsstöð og vinnutíminn er svohljóðandi; 5 á næturna til rúmlega 11 !!! EKKI leiðinlegt. Ég þarf að vísu að hjóla og það tekur einhverjar 15 mínútur, en eftir þetta, þá á maður bara frí það sem eftir lifir hvers dags. Mér finnst þetta alveg geggjaður vinnutími og ég vona að þetta sé fín vinna. Vinkona Anni ( mömmu Martins ) var að vinna þarna og hún sagði að þetta væri geðveikt vel borgað, skiljanlega þar sem að þetta er næturtaxti.
Ég veit samt ekki aaaalveg hvenær ég byrja að vinna, en það verður líklegast einhvern tímann í næstu viku.
Mér er sama þótt það verði ekki fyrr en í lok næstu viku, svo framarlega sem veðrið verður svona áfram.

Martin var reyndar að segja mér að mamma hans hefði sagt honum að það væri búið að spá 2 vikum af 30°hita einhvern tímann um miðjan júní. Ég slæ sko ekki hendinni á móti svoleiðis tilboði!!!!!

En jæja, ég verð víst að fara inn í stofu til Martins
þeir feðgarnir eru að horfa á fótbolta og Martin vill endilega að ég horfi með honum, einhver landsleikur Danmörk-Króatía.
Ekki það ... mér er alveg skítsama hverjir eru að spila! Beckham gæti þess vegna verið nakinn með Real Madrid og ég myndi ekki horfa !!!! Vóóóóó !!!

Kveðjur að handan
Ernos
föstudagur, júní 04, 2004

Ég sá lífi mínu bregða fyrir í heilu lagi í gær !

Við Martin fórum út á línuskauta, ákváðum að fara aðeins lengra en seinast. Þá vorum við bara hérna í garðinum og innkeyrslunni. Í gær vildum við fara svona einhvern hring og það varð úr að við fórum sama hring og ég hljóp í fyrradag.
Á leiðinni voru nokkrar litlar brekkur,... ekki einu sinni brekkur, bara svona...hvað get ég kallað þetta !?!? Jahh, þetta var eiginlega bara smá halli hér og þar, - ekki mikið mál fyrir flesta, en STÓRMÁL fyrir mig sem var á línuskautum í annað sinn.

Í fyrsta hallanum fór ég út á grasið og labbaði og svo lét ég mig renna til Martins þegar að versta var afstaðið og hann greip mig. Þetta hljómar voðalega asnalegt, en ég skal bara afsaka mig hér og nú, því að ég get nokkuð auðveldlega rennt mér á sléttum fleti og hef ekki lent í neinum vandræðum með það. Get meira að segja rennt mér á sléttum fleti og tekið smá skarpa beygju til að "stoppa mig".
Málið er líka það að þessir hallar á þessarri blessuðu leið eru ekki bara hallar .... þeir koma í svona beygju, þannig að maður getur ekki bara látið sig renna,- maður þarf að láta sig renna og passa sig að beygja með skautunum líka !

Allavegana, fyrsti hallinn gekk ágætlega og Martin greip mig, og halli númer 2 líka ( en hann var jafnvel ennþá minni en sá fyrri )
Síðan, seinna á leiðinni, þá komum við þriðja hallanum. Og ég fékk nottla vægan sting í magann, er ekkert ofsalega hrifin af þessum höllum ( en ég elska samt mömmu mína sem heitir Halla !!! ) og hikaði aðeins, en Martin sagði; ,, Þetta er ekkert mál, þetta er bara lítill halli.." og hann hélt áfram og renndi sér þarna "niður". Og ég fylgdi á eftir. Og... Ó MÆ GAT ! Lítill halli - my ass !
Hann var kannski lítill til að byrja með, en þvílíkur hraði sem maður komast á seinna meir, og þar að auki, þá lá hann í svona hálfhring líka. Og þegar ég var komin á þennan blessaða bölvans hraða, þá var ósköp erfitt fyrir mig að fara að stjórna skautunum líka og beygja. Ég var nú aðallega að huxa um að standa í fæturna !!!

Og það vildi ekki betur til en svo að ég náði ekki seinni hluta beygjunnar og ég fór beint útaf stígnum og inn í runnana !!!!!!!!!!!

Svo lá ég bara þar og fór að grenja eins og smákrakki, ekki af því að mér var illt, - heldur af því að ég var nú í svona smá sjokki ! Vissi ekki hverju ég var að fara að lenda á, en sem betur fer var það bara allt mjúkt !
Svo grét ég líka soldið af því að það kom grasgrænka í einn nýjasta bolinn minn !! :)

Martin greyið kom skautandi til baka og hjálpaði mér á fætur. Sagðist hafa orðið soldið hræddur, því að eina stundina var ég á fullrið ferð, og svo næst þegar hann leit á mig þá var ég horfin.
En við hlógum ekkert smá að þessu þegar ég var búin að jafna mig á sjokkinu. Þetta hefur í alvörunni verið alveg ógeðslega fyndið, alveg nákvæmlega eins og í bíómyndunum.

Eftir þetta var ég samt soldið mikið óörugg restina heim. Hafði verið mjög stolt fram að þessu, fannst bara ganga mjög vel miðað við annað skiptið mitt, en eins og ég segi,.. eftir þetta.. þorði ég varla neinu.
Og ég skal sko segja ykkur það að ég huxaði með mér að ég ætlaði sko ALDREI aftur að fara á svona helvítis skauta, takk fyrir það og amen !
En þegar ég vaknaði í morgun, þá langaði mig strax að fara aftur og æfa mig. Ég veit bara ekki hvernig er best að gera það....; á maður að fara strax og taka bara svona áhættur og læra af þeim, eða á maður að halda sig bara við flatar götur !?!? Maður spyr sig !

---

Svo gleymdi ég að segja frá einu stórskemmtilegu sem gerðist um daginn; Þegar pósturinn kom með töskurnar okkar sem við höfðum sent, þá tók Martin á móti þeim. Hann spjallaði eitthvað aðeins við gæjann og svo í lokinn segir kallin; ,, vær så god og tak for det!" Og Martin lítur á hann og segir;,, tak sömuleiðis !!!!!" Eins og ekkert væri sjálfsagðara !!! :) Svei mér þá ef að það er ekki bara farið að renna smá íslenskt blóð í honum.

---

Í dag er rigning og ég hef ekkert að gera ( eins og sést kannski á þessu langa bloggi mínu ). Ég er reyndar búin að plana að fara aftur að hlaupa, og mig langar að halda áfram að rifja upp spænskuna mína ( eins og ég var byrjuð að gera heima áður en við fluttum ) en það er bara spurning hvernig þetta endar allt saman.

Mig langar að senda honum elskulegum pabba mínu góðar kveðjur og óskir. Hann var nefnilega í aðgerð á öxlinni sem er búin að vera að hrjá hann svo mikið seinustu mánuðina. Láttu þér batna pabbi minn og hvíldu þig vel !

En jæja, ég er farin að gera eitthvað annað
DJöfulli er þetta orðið langt blogg hjá mér !!!
yfir og út
Erna
fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæks, segi ég nú bara !!!

Þvílíkur Spánarfílingur er búinn að vera hérna í dag. Aaaalveg heiðskýrt og þvílíkt logn. Það var töluvert heitara í dag en í gær og ég gæti ímyndað mér að mælarnir hafi verið í kringum 28°- 30° ... allavegana ekki fyrir neðan 28 !!!

Ég vaknaði klukkan 9.30 og fékk mér smá snarl. Var ein heima til hádegis, því allir voru hist og her að sinna einhverjum erindum.
Svo bara lagðist ég út, borðaði morgunmatinn minn og er búin að liggja úti í garði svona nokkun veginn stanslaust síðan þá.
Sólin hérna er samt nottla ekki næstum eins sterk og á Spáni þannig að það er óþarfi að taka andköf, ég er alls ekki brennd. Ég er samt búin að vera að huxa um útskriftarferðina í allan dag ( fyrir þá sem ekki vita, þá var hún á Spáni ! ) Djöfulsins snilld var það fyrirbæri !

Martin fór með systur sinni ( Fine ) hjólandi í Nettó að versla aðeins inn. Ég treysti mér ekki meðð, í fúlustu alvöru, því að ég er ennþá að dreeepast í rassinum eftir hjólatúrinn í gær! :(

Síðan er búið að spá rigningu á morgun, sem þýðir að ég hef ekki huuuugmynd um það hvað ég á að gera af mér. En það verður bara að koma í ljós.

En jæja, ég er farin að eta
hilsen
Erna

miðvikudagur, júní 02, 2004

Úff úff úff og aftur úff !

Hér í dag er búinn að vera geggjaður hiti. Ok, kannski ekkert Spánarveður, en hitinn var 25° og það var logn svona næstum allan daginn,...með heitum vindhviðum inn á milli.
Ég lagðist út í garð og lá þar í rúma 4 tíma, og fékk meira að segja píííínu bikinítoppafar.

Martin vaknaði klukkan 4 í nótt og fór að vinna sinn fyrsta vinnudag. Var kominn heim klukkan 14.30. Úff aftur !
Ég byrja að vinna í næstu viku, líklegast ! En það er reyndar ekki aaalveg ákveðið við hvað ég verð að vinna, ég veit að það verða einhverskonar þrif, en ég veit ekki nákvæmlega hvar og hvernig !

Svo fórum við Martin í smá test-drive á hjólunum okkar niðrí bæ..... bad mistake !
ÉG er gjörsamlega að drepast í rassinum núna. Seinustu kílómetrana heim varð ég að gretta mig alveg hryllilega til að reyna að draga úr sársaukanum. Ég finn meira að segja soldið fyrir þessu núna meðan ég sit í venjulegum stól. :(
Alveg merkilegt hvað ég var/er samt óörugg að hjóla hérna í Danmörku. Ég kann alveg að hjóla.... það erekki málið !! :) ÉG er bara eitthvað svo stressuð yfir að Danirnir eigi eftir að bíba á mig alveg brjálaðir á bílunum sínum af því að ég geri eitthvað vitlaust. Af því að hérna á maður annaðhvort að hjóla á sérstökum hjólastígum eða bara meðfram bílunum og maður verður að fara eftir bílljósunum.
Samt eitt gott við þetta allt saman; þó að ég geri eitthvað vitlaust og hjóli inn í einhvern bíl, þá er ég samt alltaf í rétti. Eða það sagði Martin allavegana.

En jæja, ég er að bíða eftir því að fara að borða salatpízzu
alveg uuuunaðslegt fyrirbæri
og hún er rétt ókomin

kveðjur að sunnan
yfir og út
þriðjudagur, júní 01, 2004

KLÚÐUR !! 

Afsakið !

Það varð víst eitthvað bölvans klúður hjá helvítis karlpungnum sem að gaf okkur símanúmerin. Númerið sem ég skrifaði áðan;

28-45-02-58 er númerið hans Martins
en eftirfarandi er númerið mitt;

28-44-02-58

Og þá er það komið á hreint
bless

Bara alveg nóg að gera hjá mér í dag !

Við vorum komin út úr húsinu klukkan 10 og fórum fram og til baka. Keyptum okkur sitthvort hjólið og ég er alveg ógeðslega stolt af mínu. Það er voðalega kvenlegt, svona eins og hjólið hennar Jessicu Fletcher ! ( Hver man ekki eftir henni !? )

Svo fengum við restina af töskunum okkar í dag,- fyrr en ég bjóst við. Vandamálið er bara það að það er ekki pláss í skápnum sem við fengum undir öll þessi föt. Og fyrir þá sem ekki vita, þá fer það aleg ÓHEYRILEGA í pirrurnar á mér þegar að fötin mín eru á óskipulögðum stað, eða ef ég þarf að troða þeim einhvern veginn ofan á hver önnur og get svo ekki séð hvað er bakvið !!! Ohhhh!

Ég fékk líka símanúmer í dag, fyrir þá sem vilja hringja í mig. Þannig er mál með vexti að hérna í Danmörku eru í gangi svona einhver rosaleg tilboð, þannig að ef að þú kaupir þér síma og númer með, þá kostar þetta eitthvað skid og ingenting. Og þar sem að Martin þurfti líka að fá bæði síma og númer, þá keyptum við bara 2 svoleiðis tilboð á 8000 kr. íslenskar, - og skilst mér alveg fjandi góðir símar líka.
Að vísu á ég alveg geðveikan síma sem ég fékk í jólagjöf, en þessi sem ég keypti í dag er þá barasvona til vara, - ef eitthvað kemur fyrir hinn !

En númerið er;

28 - 45 - 02 - 58

Það er að vísu ekki hægt að hringja alveg strax, síminn er að hlaða sig og svona,en það verður s.s hægt einhvern tímann á næstunni.

En jæja, Martin er úti að leggja lokahönd á hjólin, festa lásana á og skrúfa eitthvað sundur og saman.
Ætla að fara að hvetja hann
yfir og út
ernos
This page is powered by Blogger. Isn't yours?