mánudagur, maí 29, 2006

Jæja, sælt veri fólkið!

Þá er maður kominn heim aftur, eftir stranga en YNDISLEGA helgi!

Ég vil byrja á því að þakka fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar. Það gerðist nefnilega að mitt í öllu stressinu, þá auðvitað gleymdist að pakka niður síma-hleðslutækinu, svo að áður en við náðum að senda skilaboðin á allt og alla í símaskránni okkar, þá dóu þeir! (þ.e.a.s minn sími,.. Martins er búinn að vera eitthvað sambandslaus í einhvern tíma!)

Við vorum að koma heim og erum að bíða eftir sendingunni okkar frá BabySam. Það varð að sjálfsögðu eitthvað klúður,- vantaði skiptiborð, rúmið var í vitlausum lit og svo vantaði líka statív undir bað,- svo að við þurftum að hringja og láta laga það. Tíbískt.. !
En þetta er nú vonandi allt að smella saman.

Annars held ég að ég láti þetta duga í bili.
Henti inn örfáum
myndum:
Kveðjur,
Familie Larsen




mánudagur, maí 22, 2006

18 dagar ... 

Halló!

Ég heiti Nellý, og ég er fíll!

---

Komiði annars sæl, aftur!
Já.. það mætti sko halda að ég væri komin í smá blogg-frí. En málið er bara það að ég er búin að sitja sveitt yfir þessu lokaverkefni, og svo þurftum við aftur að skjótast yfir á Sjálandið góða þessa helgi til að fara í aðra fermingu!

But I'm back, people!!!

Það verður nú reyndar að viðurkennast að ég er orðin alveg slatta þreytt. Ég þrái það eitt að leggjast upp í rúm og fara að sofa, og vakna ekki á neinum ákveðnum tíma til að gera neitt sérstakt; bara sofa þar til ég get ekki sofið lengur.
Um að gera að taka það út núna áður en dýrið lætur sjá sig,- býst ekki við að það verði mikið um svefn þá!
Og talandi um svefn og litla dýrið, þá skelltum við Martin okkur út í BABYSAM í dag og festum kaup á barnarúmi, skiptiborði og baði, sem og öllum öðrum aukahlutum.
Við skulum bara orða það þannig að það DanKortið fékk vægt fyrir brjóstið þegar því var rennt í gegnum posann,- en það kom okkur svosum ekkert á óvart.

Annars er alltaf gott að eiga góða að, og mömmur og pabbar á báðum heimshornum mega hljóta þakkir fyrir það!

Eeeníhú, ég þarf víst að halda áfram að læra
Komnar örfáar nýjar fíls-myndir í Lille Larsen albúmið
Until we meet again....




þriðjudagur, maí 16, 2006

24 dagar... 

Guuuuð! Það er fátt yndislegra en enskumælandi Indverji. Það hreinlega GETUR EKKI klikkað.
Við sátum fyrir framan tvo svoleiðis í rútunni á leið heim frá Holbæk. Það var snilldin ein. Ég er að segja ykkur það,- ég myndi aldrei nokkurn tímann geta tekið svona mann alvarlegan!

"Lúgg add de lannndsgeib... idd is dodally fladd.. jú gan sí oll óver dee pleis!"
("Look at the landscape, it is totally flat, you can see all over the place!")

Og talandi um furðufrík í rútunni, þá sat þar kona ein með tvö börn, og annað á brjósti. (Flott nafn á nýjan veitingastað, eins og TVEIR VINIR OG ANNAR Í FRÍI,....- TVÖ BÖRN OG ANNAÐ Á BRJÓSTI!!!)
Anywho,.. það er er ekki frásögum færandi, nema hvað að krakkinn var svo gamall að ég hélt ég myndi æla. Ef að barnið þitt hefur þroska í að fara út í sjoppu og panta kók og pulsu, þá er nok kominn tími á að sleppa brjóstinu!

Ok ok,- ég er kannski aðeins að ýkja,- og ég veit að móðurmjólkin er rosa holl og með öll réttu og bestu næringarefnin,- en ég get svo svariða: ég hélt ég myndi æla þegar konan.. trekk í trekk... þaggaði niður í dýrinu með því að troða júllunum upp í það !!!!


Jahérnahér...




sunnudagur, maí 14, 2006

26 dagar.... 

Sælt verið fólkið!

Þá er flóðhesturinn aftur kominn upp á meginlandið, eftir stutt stopp í Holbæk.
Skelltum okkur í eitt stykki fermingu, og það var nú bara eins og það var... mikið sungið.. OF MIKIÐ sungið, slatti étinn, ræðuhöld og skál!
Sjálf sat ég eins og límd við heimsins óþægilegasta stól, og þegar fólk spurði mig hvernig ég hafði það, þá varð ég bara því miður að segja þeim að ég væri að drepast í "røvbenet"! (orð sem að kannski ekki fyrirfinnst í dönskunni, frekar en íslenskunni... en ég meina.. hver veit ekki hvar rassbeinið er !?!?!?!?)

Annars var helgin í heildina alveg ágæt. Kíktum á leiguíbúðina sem við verðum í þar til húsið verður reddí. Ekki kannski heimsins flottasta húsnæði, en það verður að hafa það.. enda líka aðeins hugsað sem tímabundin lausn. Staðsetning er hinsvegar hin fínasta, alveg við miðbæinn, stutt í næstu verslun og svo eru ekki nema um 10-12 metrar að vinnu mömmu hans Martins, svo að það er þægilegt ef að eitthvað kemur uppá og mann vantar hjálp með hitt og þetta, þá getur kellan bara stokkuð út og skokkað yfir á sokkaleistunum!!!

Síðan kíktum við líka á húsið okkar, s.s húsið sem við erum að kaupa. Það er búið að setja alla veggi upp, svo að það er komin aðeins meiri mynd á þetta. Martin tók myndir hér og þar,- en ég skildi samt ekki tilganginn; Þegar allt kom til alls og maður skoðaði þetta í myndavélinni, þá sá maður ekkert nema helling af gráum, steyptum flötum, og maður gat engan veginn gert greinamun á milli herbergja!
En drengurinn vildi endilega festa þetta allt á filmu, svo að það fékk hann að gera.
Ég hendi inn nokkrum af þessum "steinsteypumyndum" í Lille Larsen albúmið, sem og örfáum bumbumyndum!

Annars finnst mér einstaklega æðislegt að tilkynna ykkur það að ég er nú formlega búin með ritgerðina mína,- og hana nú og hopp og hí og trallallaaa!!
Hún er að vísu ekki tilbúin til afhendingar,.. en allir kaflar eru skrifaðir, og það sem ég á svo eftir að gera er bara að lesa hana yfir, fínpússa textana, kaflaheiti og annað eins,.. og reyna að taka út svona smá hér og þar, þar sem að ég skrifaði 2 blaðsíðum meira en ég má.
Síðan þarf ég bara að vinda mér í heimasíðugerð, og ef að planið mitt stendst, þá mun ég geta klárað þetta verkefni allavegana svona viku fyrir skiladag! Dejligt !!!!

En þetta mun vera allt sem ég hef að segja í bili,
bless bless, litlu lömb
Larsen OUT!




miðvikudagur, maí 10, 2006

30 dagar... 

Æj æj!
Ég sit hérna uppi í rúmi og vinn að lokaverkefninu mínu, þegar ég heyri alltíeinu að það er eins og það sé bankað á gluggann. Ég sný mér við til að athuga hver er þar á ferð, og við mér blasir þá bosandi maður sem var að dusta mottuna sína. Ég brosi bara tilbaka og sný mér aftur við og held áfram að læra.

Það kom í ljós að þetta var fasteignasalinn okkar að koma með einhverja pappíra. Hann hafði reynt að hringja dyrabjöllunni en fattaði ekki hvernig hún virkaði. Tók þess vegna til þess örþrifaráðs að reyna að ná til okkar með öðrum hætti!
Karlgreyið hefur ekki vitað betur og hélt að hann væri búinn að ná sambandi þegar hann bankaði á gluggann hjá umhyggjusamri húsmóðurinni!!! Alltaf jafn kurteis hún Erna!

Breytir því svosum ekki að ég hefði aldrei farið til dyra þó svo að ég hefði fattað þetta. Það er nefnilega sjón að sjá mig akkúrat núna, og ég líkist einna helst stærsta Vals-fan sögunnar. Það er búið að vera svo GLIMMMMMRANDI veður í dag: 25 stig í skugga og lítill vindur. Svo að ég tók mig til og fór í smá göngutúr, fann mér bekk og sat þar í einn og hálfan tíma að lesa slúðurblöð.
Er þarafleiðandi hvít/rauð/hvít/rauð frá toppi og niður á tær!


Eníhú....ætla að setja smá hraðferð á þennan lærdóm,
tataa
Ernaa




mánudagur, maí 08, 2006

31 dagur... 

Mjólk í kaffið????

---

Martin vill nú meina það að hann þoli mikið. Hann er kannski ekki naturally born víkingur eins og ég,- en í honum rennur eðalblóð!
En eftir hálft ár íklædd í buxur úr stroffi sem ná uppundir höku, gúmmí-boli sem hægt er að toga niður fyrir rass,.. eftir að handleggirnir á mér breyttust í pönnukökur, fingurnir á mér í sundfit og rassgatið á mér í jellygraut eins og voru tíðir í gömlu parketauglýsingunum,- þá er kannski ekki furða að hann líti undan og segi að "nú sé nóg" þegar ég ligg við hliðina á honum uppi í rúmi rétt fyrir svefninn og sýni honum stolt hvernig dömurnar mínar eru miskunnsamlega farnar að framleiða hinar ágætustu mjólkurafurðir!

Já, það rennur kannski í honum eðalblóð,- en þessa seinustu daga og vikur, þá virðist sérmeðhöndlun mín á dömunum tveimur ekki vilja beina þessu eðalblóði yfir á hans eðalstaði!!!




laugardagur, maí 06, 2006

34 dagar.... 

Jæja, þá erum við komin með íbúð í Holbæk!

Það er nefnilega þannig,- svona til að liðka upp á minnið ykkar,- að við erum s.s búin að kaupa raðhús í Holbæk (rétt fyrir utan Köben). Það hús er svona "andelsbolig" sem þýðir að við eigum hlut í húsinu en borgun samt áfram leigu í hverjum mánuði.
Þetta hús er glænýtt og það er verið að byggja það í þessum töluðu orðum. Áætlaður afhendingadagur var gefinn 1. nóv.... en ég trúi því nú þegar að ég sé það, og er þess vegna alveg búin að búa mig undir það að flytja ekki inn á réttum tíma! Það er ALLTAF þannig með svona ný hús!

Aaaannywhooo... af ýmsum ástæðum langaði okkur að flytja til Holbæk strax í sumar (m.a það að foreldrar hans búa þar og það er gott að hafa einhverja fjölskyldu nálægt þegar lilleBolla verður mætt/ur á svæðið, það er miklu styttra á flugvöllinn í tengslum við það þegar að mitt fólk kemur út til að heimsækja okkur, og svo er Martin svona í því að sækja um vinnu í Köben og það er náttúrulega erfitt að vera að vinna þar en búa í Aarhus, og taka lest 3 og hálfan tíma hvora leið á hverjum degi!!!!)

Neeeemmma hvað, að við skráðum okkur á einhvern svona biðlista fyrir leiguíbúðir í sumar, og síðan í gær var hringt í okkur og okkur formlega tilkynnt það að við erum komin með eina slíka, á besta stað, frá og með 15. júlí!! Jubbbiiiii!!!
Þannig að, að öllum líkindum munum við kveðja yndislega Aarhus þarna strax um miðjan júlí og skutlast yfir á Sjálandið, og búa þar í leiguíbúð þar til næsta haust(eða vetur) þegar húsið okkar verður reddí!

Og þar hafiði það! Bara smá uppdate on my existences!

---

Já, og svo eru ekki nema akkúrat 2 vikur í Eurovision! Jibbíkóla!
Verst bara að ég er orðin svo højgravid að ekki mun ég geta skellt mér í eitt stykki Eurovision-party, hvað þá fengið mér í glas!
Reyndar erum við að fara yfir í Holbæk þá helgina í fermingu,... veit nú ekki hvernig það mun enda, því að þessi ákveðna ferming er hjá móðursystur Martins og hún er þekkt fyrir svaðalegar veislur, svo að... að öllum líkindum fer þessi fermingarveisla fram með pompi og prakt; mikið dansað, mikið drukkið, mikil læti !!!!!!
Ég býst þess vegna við því að skutlast heim í hús foreldra Martins um leið og maturinn hefur verið innbyrgður,- og hanga þar ein og styðja Silvíu Nótt, meðan restin af genginu skemmtir sér! Dejligt !

En jæja.. ég held ég þurfi að taka mér smá blund. Það er helvíti ærgeligt því að það er svo fruntalega gott veður úti,- en aftur á móti eru plathríðir og samdrættir (plukveer) byrjað hjá mér á fullu, og mér skilst að það sé merki líkamans um að ég eigi að slappa af. Ég lofaði þess vegna Martini í gær að reyna að vera duglegri að leggja mig yfir daginn... og það loforð mun ég uppfylla hér og nú!

Turilú í bili
Erna (og lilleBolla)




fimmtudagur, maí 04, 2006

36 dagar.... 

"My doctor says I am overweight for a reason,- it is because I have a disease: I have alzheimers AND bulimia.....
...... I eat and eat, but then I forget to throw up!!!!!!!"




miðvikudagur, maí 03, 2006

37 dagar.... 

MMMmmm.. það er fátt yndislegra en góður sumardagur: blessuð sólin, steikjandi hitinn, lyktin af nýslegnu grasi og brennheit mölin.
Urmull af fáklæddu fólki, allsráðandi sandalar, ökklabönd, snípsíð gallapils, og hlírabolir. Sólgleraugun á lofti, rauðar bringur, brenndar kinnar, biðröð í ísbúðina, pökkuð útisæti kaffihúsanna og gleðihlátur í leikskólabörnum.

..... en skyndilega fölnar þessi fagra mynd,- þegar hunangsfluga flýgur hjá!!!!!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?