sunnudagur, júní 13, 2004

Ég er nú búin að afreka ýmislegt í dag. Kannski engin sérstök afrek útaf fyrir sig, en þó ...

Við vöknuðum frekar snemma í morgun, miðað við það að það er sunnudagur. Ætli klukkan hafi ekki verið korter í 9. ( Við sofnuðum líka ansi snemmaí gær, enda dauuuðþreytt eftir allan aksturinn ... en ætli klukkan hafi ekki verið rétt rúmlega 22 þegar við sofnuðum, og þess má geta að Martin sofnaði yfir fótbolta,... EM !!!! Og það er afrek í heilu lagi ! )
Allavegana, við drifum okkur á fætur og átum morgunverð á góðu róli, og svo fórum við á þessa stóru útsölu sem að ég talaði um í gær. Það er alveg hellingur af ógeðslega flottum húsgögnum og sum þeirra voru lækkuð niður alveg slatta. Við röltum þar um í 1 1/2 tíma fram og til baka og komum með hugmyndir um hitt og þetta, og að lokum komumst við að sameiginlegri lokaákvörðun um stofuinnréttingu. Við fengum svo þær upplýsingar að það þarf ekki endilega að taka vörurnar með sér heim samdægurs, um leið og maður kaupir, heldur er vel hægt að panta hluti og geyma þá inni í gámi ( eða á lager eða whatever )þar til að við viljum fá þá senda í íbúðina.
Nú,- þar sem að við komum til með að búa í Århus sem er á Jótlandi ( en þessi verslun sem við fórum í í dag er á Sjálandi ), þá þurftum við að hringja í þessa sömu verslun þarna hjá Århus og lesa upp vörunúmer og heiti á öllu því sem okkur langaði til að kaupa. Gæinn þar tók allt frá fyrir okkur og ætlar að senda okkur í byrjun ágúst - fyrir utan 2 sem ekki var til hjá þeim ( eldhúsborð og eldhússtóla ). Þannig að það keyptum við bara hérna og geymum núna inni í bílskúr hjá foreldrum Martins.

Þetta hljómar allt voðalega flókið, ég sé það núna þegar ég les þetta yfir. En það verður bara að hafa það.
Það sem mestu máli skiptir er það að stofan okkar á eftir að verða frábær !!! :)
Við erum búin að velja og/eða kaupa allt inn í hana, nema sófa, en það ætlum við að gera í annarri húsgagnaverslun sem er jafnvel ennþá ódýrari en sú sem við fórum í í dag.

Jæja. Allavegana. Þegar heim var komið var komið alveg magnað veður. Aaaalgjörlega heiðskýrt og logn. Ekkert kannski brjálæðislega heitt ( þ.e enginn Spánarfílingur ) en samt alveg töluvert heitara en maður á að venjast á Íslandi !!!
Þannig að ég fór inn í herbergi og lagði mig !!!
( Úff, ég veit ekki um eina einustu manneskju sem gæti hafa fallið fyrir þessu :)
Að sjálfsögðu skellti ég mér í bikiníið mitt og lagðist út í garð. Þá var klukkan orðin rétt rúmlega 13.

Þar lá ég í hægindum mínum og sleikti sólina þar til klukkan 5.30. Þá tókum við Martin okkur til og fórum út að hlaupa. Og men ó men, það er ekkert smáááá erfitt að hlaupa í svona miklum hita. Ég tala nú ekki um að ég var búin að liggja í sólbaði í ca. 4 1/2 tíma og ekki búin að borða neitt síðan um morguninn nema 2 mini-epli.
Þannig að ég átti sérstaklega erfitt með mig, aðallega seinustu hundrað metrana, því ég gat ekki hætt að huxa um ííííískalt ÍSLENSKT vatn. ( En það vill svo skemmtilega til að ég er farin að gera mér fulla grein fyrir því að íslenskt vatn er EKKI eins og annað vatn ! )

Jæja, svo í kvöld erum við búin að slappa af, ég horfði á sjónvarpið ( þátt um 4 konur sem allar eru að fara/eru búnar að ganga í gegnum kynskiptiaðgerð ) og við fine spiluðum rummikub 3 sinnum ( þess má til gamans geta að ég vann í öll skiptin ! :) Martin og pabbi hans horfðu á EM og eru enn að horfa.

Og hér með líkur upplestri á dagadrifum mínum !

---

Ég gleymdi að segja frá einu skemmtilegu atviki sem ég lenti í um daginn;

Þannig er að ég stóð inni í eldhúsi og var að hella upp á kaffi í fyrsta sinn á kaffivél foreldra hans Martins. Ég var eitthvað voðalega djúpt huxi og passaði mig að setja rétt magn af vatni á réttan stað og rétt magn af kaffi á réttan stað. Svo sný ég mér við og ætla að labba að vaskinum, en sparka í leiðinni í eitthvað sem þeytist eftir gólfinu.
Viti menn,... er þetta ekki bara kötturinn, hann var búinn að koma sér fyrir við lappirnar á mér, tilbúinn til þess að ég gæfi honum að borða kvöldmatinn. En þar sem að ég heyrði alls ekki í honum, þá sparkaði ég s.s ALVEG ÓVART í hann, og hann s.s flýgur eftir gólfinu svona 1 1/2 - 2 metra út í hitt hornið á eldhúsinu, meðan hann krafsar í parketið og reynir að bremsa !!!!!

Án djóks, þá titraði ég gjörsamlega ! Svo hljóp hann undir eldhúsborðið og sat þar bæði skelkaður og reiður og horfði á mig með pírðum augun ( sem ég túlkaði sem ofsatengda reiði ! )
Ég hef alltaf verið soldið hrædd við ketti ( síðan köttur einnar bestu vinkonu minnar beit tánna af uppáhaldsdúkkunni minni þegar ég var svona 6 ára )- en undanfarið verið að semja frið við þennan á heimilinu, er meira að segja farin að klappa honum í gríð og erg. En ég skal segja ykkur það, að eftir þetta atvik þá tók aftur smástund fyrir mig að klappa honum, ég bara beið eftir því að hann myndi bera kennsl á mig og bíta mig í handarbakið og alveg í gegn um lófann !!!

Að sjálfsögðu gerðist það ekki, kötturinn hefur algjörlega fyrirgefið mér og við erum aftur orðnir góðir vinir.
Til að tryggja það að hann sæi að ég er í raun og veru góð manneskja, þá gaf ég honum kvöldmat þetta sama kvöld !!!!!

Já, það er nú eitt og annað sem að gerist í tengslum við þennan kött hér á heimilinu !

En jæja, þetta er nú orðið ansi langt ( og ætli flestir séu ekki löngu hættir að nenna að lesa )
ég held ég fari að bursta tennurnar og gera mig klára fyrir bedda

until we meet again,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?