laugardagur, júní 26, 2004

Kjellingin bara búin að fara í keilu.

Jámms ! Við Martin skelltum okkur núna í kvöld og það var helvíti skemmtilegt. Maður borgar fyrir klukkutíma og má s.s spila eins margar umferðir og maður getur á þeim tíma. Ég var nú alltaf nokkuð góð í keilu hérna áður fyrir, en það eru komin nokkur ár síðan að ég höndlaði eina kúla, þannig að hjartslátturinn sló nokkur aukaslög þegar að við gengum inn í salinn. Ég var að sjálfsögðu hrædd um að það yrði mikið af fólki sem færi að hlæja að mér þegar að kúlan mín myndi skjótast yfir á brautina hjá einhverjum öðrum !

En það gerðist nú bara alls ekki og ég stóð mig nokkuð vel. Svona miðað við "byrjanda".
Við spiluðum tæpar 5 umferðir á þessum klukkutíma og lokastaðan var.

Martin 659 stig
Erna 432 stig

Við vorum bæði orðin afskaplega vel þreytt í höndunum og öxlunum að loknum þessum klukkutíma, og ég meira að segja farin að titra létt.

Á brautinni við hliðina á okkur var par,.. í kringum þrítugt. Þau voru gjersamlega óþolandi; alltaf að kyssast ( sko með tungurnar út ! ) og knúsast og kyssast og faðmast og læti. Og þau voru alltaf að nota kúlurnar okkar.
Svo einu sinni, þá fann ég ekki kúluna mína, og áleit að kallasninn hafi "stolið" henni, þannig að ég ákvað að nota bara kúluna hans Martins.
Ég var samt smá í vafa fyrst, vegna þess að kúlan hans var aðeins þyngri og götin ( sem að maður stingur puttunum í ) voru töluvert mikið stærri. En ég ákvað að slá bara til, fjandinn hafi það, það gat nú ekki verið það mikill munur !!!!

En men ó men, was I wrong - því munurinn var mikill og þegar ég tók tilhlaupið og sveiflaði hendinn svona afturábak, þá skaust kúlan úr lófanum á mér og afturfyrir mig. Götin voru hreinlega ALLTOF STÓR, og kúlan svona aaaððeins of þung !!!!!!!
Það var ÓGEÐSLEGA skammarlegt og að sögn Martins, þá EEEEELLLDROÐNAÐI ÉG ! Ég fann það líka, því að það var hellingur af fólki að spila og mér fannst allir vera að horfa á mig. En ég reyndi bara að gera gott úr þessu og hlæja aðeins að sjálfri mér !!! EKki bara aðeins,.. ég hreinlega gat ekki hætt að hlæja og var sífellt að huxa um þetta í hvert sinn sem ég kastaði.

Og áfram hélt parið að kyssast og slummast. Svo þegar spilinu okkar Martins lauk og við vorum að klæða okkur í skóna,.. þá litum við á hvort annað og sögðum á NÁKVÆMLEGA SÖMU SEKÚNDU; " Get a room !!! "
Voðalega erum við eitthvað samstillt !! jibbí jeijj !

Ohh welll.. that´s all for now
until we meet again.....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?