föstudagur, júní 04, 2004

Ég sá lífi mínu bregða fyrir í heilu lagi í gær !

Við Martin fórum út á línuskauta, ákváðum að fara aðeins lengra en seinast. Þá vorum við bara hérna í garðinum og innkeyrslunni. Í gær vildum við fara svona einhvern hring og það varð úr að við fórum sama hring og ég hljóp í fyrradag.
Á leiðinni voru nokkrar litlar brekkur,... ekki einu sinni brekkur, bara svona...hvað get ég kallað þetta !?!? Jahh, þetta var eiginlega bara smá halli hér og þar, - ekki mikið mál fyrir flesta, en STÓRMÁL fyrir mig sem var á línuskautum í annað sinn.

Í fyrsta hallanum fór ég út á grasið og labbaði og svo lét ég mig renna til Martins þegar að versta var afstaðið og hann greip mig. Þetta hljómar voðalega asnalegt, en ég skal bara afsaka mig hér og nú, því að ég get nokkuð auðveldlega rennt mér á sléttum fleti og hef ekki lent í neinum vandræðum með það. Get meira að segja rennt mér á sléttum fleti og tekið smá skarpa beygju til að "stoppa mig".
Málið er líka það að þessir hallar á þessarri blessuðu leið eru ekki bara hallar .... þeir koma í svona beygju, þannig að maður getur ekki bara látið sig renna,- maður þarf að láta sig renna og passa sig að beygja með skautunum líka !

Allavegana, fyrsti hallinn gekk ágætlega og Martin greip mig, og halli númer 2 líka ( en hann var jafnvel ennþá minni en sá fyrri )
Síðan, seinna á leiðinni, þá komum við þriðja hallanum. Og ég fékk nottla vægan sting í magann, er ekkert ofsalega hrifin af þessum höllum ( en ég elska samt mömmu mína sem heitir Halla !!! ) og hikaði aðeins, en Martin sagði; ,, Þetta er ekkert mál, þetta er bara lítill halli.." og hann hélt áfram og renndi sér þarna "niður". Og ég fylgdi á eftir. Og... Ó MÆ GAT ! Lítill halli - my ass !
Hann var kannski lítill til að byrja með, en þvílíkur hraði sem maður komast á seinna meir, og þar að auki, þá lá hann í svona hálfhring líka. Og þegar ég var komin á þennan blessaða bölvans hraða, þá var ósköp erfitt fyrir mig að fara að stjórna skautunum líka og beygja. Ég var nú aðallega að huxa um að standa í fæturna !!!

Og það vildi ekki betur til en svo að ég náði ekki seinni hluta beygjunnar og ég fór beint útaf stígnum og inn í runnana !!!!!!!!!!!

Svo lá ég bara þar og fór að grenja eins og smákrakki, ekki af því að mér var illt, - heldur af því að ég var nú í svona smá sjokki ! Vissi ekki hverju ég var að fara að lenda á, en sem betur fer var það bara allt mjúkt !
Svo grét ég líka soldið af því að það kom grasgrænka í einn nýjasta bolinn minn !! :)

Martin greyið kom skautandi til baka og hjálpaði mér á fætur. Sagðist hafa orðið soldið hræddur, því að eina stundina var ég á fullrið ferð, og svo næst þegar hann leit á mig þá var ég horfin.
En við hlógum ekkert smá að þessu þegar ég var búin að jafna mig á sjokkinu. Þetta hefur í alvörunni verið alveg ógeðslega fyndið, alveg nákvæmlega eins og í bíómyndunum.

Eftir þetta var ég samt soldið mikið óörugg restina heim. Hafði verið mjög stolt fram að þessu, fannst bara ganga mjög vel miðað við annað skiptið mitt, en eins og ég segi,.. eftir þetta.. þorði ég varla neinu.
Og ég skal sko segja ykkur það að ég huxaði með mér að ég ætlaði sko ALDREI aftur að fara á svona helvítis skauta, takk fyrir það og amen !
En þegar ég vaknaði í morgun, þá langaði mig strax að fara aftur og æfa mig. Ég veit bara ekki hvernig er best að gera það....; á maður að fara strax og taka bara svona áhættur og læra af þeim, eða á maður að halda sig bara við flatar götur !?!? Maður spyr sig !

---

Svo gleymdi ég að segja frá einu stórskemmtilegu sem gerðist um daginn; Þegar pósturinn kom með töskurnar okkar sem við höfðum sent, þá tók Martin á móti þeim. Hann spjallaði eitthvað aðeins við gæjann og svo í lokinn segir kallin; ,, vær så god og tak for det!" Og Martin lítur á hann og segir;,, tak sömuleiðis !!!!!" Eins og ekkert væri sjálfsagðara !!! :) Svei mér þá ef að það er ekki bara farið að renna smá íslenskt blóð í honum.

---

Í dag er rigning og ég hef ekkert að gera ( eins og sést kannski á þessu langa bloggi mínu ). Ég er reyndar búin að plana að fara aftur að hlaupa, og mig langar að halda áfram að rifja upp spænskuna mína ( eins og ég var byrjuð að gera heima áður en við fluttum ) en það er bara spurning hvernig þetta endar allt saman.

Mig langar að senda honum elskulegum pabba mínu góðar kveðjur og óskir. Hann var nefnilega í aðgerð á öxlinni sem er búin að vera að hrjá hann svo mikið seinustu mánuðina. Láttu þér batna pabbi minn og hvíldu þig vel !

En jæja, ég er farin að gera eitthvað annað
DJöfulli er þetta orðið langt blogg hjá mér !!!
yfir og út
Erna




This page is powered by Blogger. Isn't yours?