sunnudagur, júní 20, 2004

Jæja ! Þá er maður búinn að versla. Engin gleði lengur framundan !!!

Neiii, ég segi svona.

En við fórum s.s til Köben í gær. Ætluðum að fara á Strikið, en þar sem að það var spáð rigningu þá ákváðum við að fara bara frekar í Field´s ( þ.e þessa nýju stóru verslanamiðstöð ).

Það voru nú blendnar tilfinningar hjá mér í gær, samt.
Þetta byrjaði þannig að við þurftum að hjóla á lestarstöðina hérna í bænum, þar sem að við gátum ekki fengið bílinn. Það tók svona 10-15 mínutur og allt í lagi með það - nema bara hvað að það rigndi alla leiðina. Ég var ekki sátt og dagurinn byrjaði í smá pirringi. Ekki það, mér finnst allt í lagi að hjóla í rigningu ... EF ÉG BARA VEIT AÐ ÉG GET SKIPT UM FÖT. En í gær var það auðvitað ekki möguleiki, þannig að við þurftum að sitja í lestinni alveg rennandi blaut.
Ok, allt í lagi með það. Þegar við vorum komin inn í lestina tók Martin eftir því að það var komin smá drulla á lærið á buxunum mínum, soldið miiikið áberandi, þar sem að ég var í ljósu Aladdin-buxunum mínum. Þar með bættist aðeins meiri pirringur og mig langaði að fara að grenja. Var ALLS EKKI að fíla það að ég þyrfti að ganga um og versla rennandi blaut með drullublett á buxunum mínum. Sem betur fer hafði ég ákveðið að setja á mig derhúfuna, þannig að hárið á mér og andlitið var að mestu leiti "óskemmt" eftir rigninguna !!
Jæja, síðan sitjum við þarna í lestinni, og þar sem að þetta var aðeins í annað skiptið sem ég prófa eina slíka, þá að sjálfsögðu fór ég að ímynda mér að lestin færi út af sporinu eða yrði sprengd upp ( eins og gerðist á Spáni fyrir ekki svo löngu ! )

Síðan þegar komið var á leiðarenda þá gengum við í 2 mínútur, og... tataaaa... vorum mætt á svæðið.
Þannig að við Martin skiptum liði, ég skoðaði og verslaði í klukkutíma og svo hittumst við og fengum okkur ís. Svo tókum við annan túr og hittumst eftir næstum 2 tíma og svo fengum við okkur kaffi.
Þar sem að ég fékk aðeins takmarkaða upphæð til að versla fyrir, þá var þetta ansi erfitt. Ég þurfti að skoða og skoða og mæla út hvað ég vildi frekar kaupa.
En þetta tókst að lokum og ég er mjög ánægð með það " litla " sem að ég keypti mér;
1 par sandalar, 1 par buxur, 2 bolir, 1 pils, 1 peysa, 1 nærfatasett og 1 klútur, og svo nokkrir skartgripir !!! Þetta er nefnilega ansi fljótt að rjúka upp í verði !

Við kíktum líka í nokkrar heimilisverslanir og fengum nokkrar GEÐVEIKAR og ódýrar hugmyndir fyrir íbúðina og erum orðin þvíííílíkt spennt að fara að byrja að innrétta.

Að lokinni verslunarferð tókum við lestina niður í miðbæinn, þ.e Strikið, en við ætluðum að hitta fjölskyldu Martins þar og borða með henni og fara svo í bíó.
Þar sem að Martin var ekkert sérstaklega vel að sér í lestamálum, þá lentum við í smá vandræðum til að byrja með, en fundum að lokum réttu lestina. Þar sem að við sáum fram á að þetta ætti eftir að taka ágætan tíma, þá sagði Martin foreldrum sínum bara að byrja að borða, við myndum aldrei ná þangað á réttum tíma.
OOoooog svo komumst við á Strikið og við gengum alla leiðina í annan endann, en þá fattaði Martin að þetta var vitlaus átt, þannig að við gengum ALLA LEIÐINA í hinn endann. Foreldrar hans svöruðu aldrei í símann og við vorum ekki alveg viss hvar veitingastaðurinn var. Þegar við loksins erum komin í hinn endann, þá náum við í foreldrana og þá kemur í ljós að veitingastaðurinn var eiginlega alveg í hinum endanum, aftur ! ( þ.e þeim enda sem við fórum í fyrst ). Þannig að við tókum okkur til og löbbuðum aftur til baka, keyptum okkur pulsu á leiðinni ( því við höfðum ekki tíma til að borða kvöldmat, því að myndin var að fara að byrja eftir innan við 20 mínútur ).
Þegar við loksins fundum veitingastaðinn, þá kom að SJÁLFSÖGÐU í ljós að bíóið var .. AFTUR TIL BAKA !!! Þannig að við þurftum að labba Strikið í 4. skiptið.
Ó MEEEeeennn, var ég pirruð ! Þeir sem að þekkja mig, myndu frekar kalla það að ég hafi verið BRJÁLUÐ. DÍSES !

Aaaallavegana,.. við fórum í bíóið, myndin var alveg ágæt, en Martin talaði um að endirinn ( og eiginlega öll myndin ) byggir soldið á næstu mynd ( þ.e Harry Potter #4) þannig að endirinn Á að vera soldið opinn.

Síðan keyrðum við alla leiðina í Holbæk ( tekur um klukkutíma ) og ég var nær svefni en vöku alla leiðina, enda VEL ÞREYTT EFTIR ALLT; var búin að vera STANSLAUST ( án djóks ! ) labbandi frá 12-18.30 !!! Takk fyrir - bless :)
Þegar við komum í Holbæk, þá fannst okkur vissara að ná í hjólin okkar á lestarstöðina svo þeim yrði ekki stolið yfir nóttina. Við fengum sem betur fer bílinn í þetta skiptið!

Eftir það var ég aaaaaalveg dauð og sofnaði um LEIÐ og við komum heim !

---

Í dag er bara búið að vera tjill í gangi, og á morgun byrja ég að skúra.

En nú er kominn matur...
yfir og út !




This page is powered by Blogger. Isn't yours?