sunnudagur, desember 26, 2004

Heeellúúúú, kæru félagar, lífs eða liðnir... !

GLEÐILEG JÓL allir saman og ég vona að þið hafið það sem allra best.

Hér í Safamýrinni eru aukakílóin farin að hrannast utan á mann eins og mý í skít. Ahhh,.. en svona er víst það, maður verður bara að taka því. Það fylgir jólunum að bæta utan á sig, en ég ætla nú samt að taka ofan af fyrir mönnum eins og honum karli föður mínum, sem er búinn að setja sér það takmark - já TAKMARK, að þyngjast um heil 6 kíló !!!!

Ég er í svo mikilli afslöppun að ég er ALLTAF þreytt, magnaður andskoti ! Hvernig stendur á þessu ? Ég sef út og er komin á fætur svona um hádegi og svo geri ég svona mest lítið allan daginn, svakalegasta hreyfingin mín kemur í formi göngu að frystikistunni þar sem að ég fylli upp lófann af smákökum, og svo aftur upp í rúm ! Nema hvað, að svo um klukkan 21 á kvöldin, þá er ég aftur byrjuð að geispa !?!

Annars er planið eftirfarandi:
* Í dag ( kvöld ) verður örugglega kíkt í svaðalegt jólapartý til Maju
* Í fyrramálið er ég að fara að taka viðtal við mennina á Morgunblaðinu, útaf 1. annar verkefninu mínu
* Á morgun kemur Martiníó sæti til landsins, jubbbbííííí.
* Á þriðjudaginn er ég að fara í viðtal til tannlæknis og tannmeistara mikils sem ætlar að fara að skella í mig nokkrum gervitönnum. Jú jú,.. maður tekur bara ellina með stæl, byrjaður að missa nokkrar tennur og svona. Alltaf á undan !

Skýringin er nú reyndar sú að ég var með 2 barnatennur í neðri gómi ( sama tönnin, sitthvor staður ) alveg þar til að tannlæknirinn minn tók eftir því þegar ég var eitthvað um 17 ára, og ekki glytti í eina einustu fullorðins tönn undir. Þannig að þegar barnatennurnar loksins duttu ( þegar maður var kominn yfir tvítugsaldurinn !!! ) þá varð ég bara tannlaus!
Ooooog, nú á s.s að fara að negla einhverja nagla ofan í kjálkann á mér og láta þá gróa, og svo einhverjum mánuðum seinna á svo að græða gervitennur í þennan blessaða kjaft minn !

Pfff... nenni ekki að standa í þessu. Ég þoooooli ekki tannlækna. Ég skal frekar fara í 50 sprautur hjá venjulegum lækni heldur en að sitja í tannlæknastólnum ! Ojj Ojj Ojj !

Nema hvað,... ég held ég sé farin að bursta í mér tennurnar
forvarnarstarfsemin alveg í hæstu gráðu
hafiði það gott
stay tuned....




mánudagur, desember 20, 2004

Ahhh welll.. helluuuu !

Þá er maður bara kominn á heimaslóðir; þar sem allt er fljótandi í skyri, hangiáleggi, mjúku rúgbrauði, flatkökum, soðinni ýsu og ýmsum öðrum annars líka ágætum íslenskum veigum.

Aaaalveg hreint magnað að vera kominn heim,- samt skrýtið hvað það er ekki skrýtið, og allt og allir virðast vera nákvæmlega eins og ég skyldi við það og þá !

Nema kannski Sonja Ýr, sem er orðin mamma: HJARTANLEGA TIL LUKKU !

---

Það er nú búið að vera alveg nóg að gera síðan maður kom heim; ég get ekki sagt að ég sé byrjuð í fríi,.. if you know what I mean - know what I mean ?

Aaaalveg yndislegt líka hvað mér hefur tekist að sofa hryllilega vel núna í hjónarúminu við hliðina á mömmu. Það er líka myrkur hérna næstum þvíin alveg fram á hádegi. Það er nottla orðið bjart í Baunalandi klukkan 8.30, ... svo að ég segi bara party on, dude !

Jólagjafakaupin eru alveg að renna sitt skeið, aðeins ein eftir - ekki leiðinlegt það. Fór með Guðrúnu núna áðan að festa kaup á einu stykki handa henni Gunnu.
Ef þú ert að lesa, Guðrún Dóra, þá er ég aðeins búin að vera að svipast um eftir einhverju handa Inga og ég finn hvorki legg né sporð !? Geturðu ekki bara keypt eitthvað handa honum þarna úti og fært honum það þegar þú kemur heim ? S.s á sama tíma og þú færir okkur og við færum þér ?
Ég hreinlega hef ENGA hugmynd um gjöf og ég þori ekki að taka sjénsinn og kaupa bara eitthvað og eitthvað. Ég meina.. after all, þá er nú Ingi maðurinn sem gaf ÞÉR typpabolla í jólagjöf forðum daga !?!?

Ohh well, þú varst víst að hringja.... magnaður andskoti ! Varst einmitt að tala um jólagjöfina hans Inga..... - "Korinsorins" ... eða hvað ?!?
( eins og ein stelpa sem var að vinna með mér sagði alltaf því að hún gat ekki sagt "coincidence" )

Æjj æjj,.. þetta er nú óttalega ómerkilegt blogg hjá mér í dag,.. þið verðið að fyrirgefa !

En jæja jæja,... ég þarf að fara að hjálpa móður að klára að skreyta húsið
svo langar mig að klára að pakka inn
ætla líka að hringja í Sonju og panta hjá henni tíma til að koma í heimsókn og kíkja á músumúsu,.. gaman gaman :)

Anywayyzzz,.. litlu lömbin mín,..
turílú...........







miðvikudagur, desember 15, 2004

" Íslanda, fagra Ísland, ástkær fósturjörð......."

Þá er bara komið að því, stóra stundin runnin upp og allt að verða brjálað.
Ég er á fullu að pakka,... en svo eigum við Martiníó líka eftir að þrífa þessa blessuðu íbúð okkar. Tssshh.. stress og aftur stress !

En ég má eiginlega ekki vera að þessarri vitleysu,
verð að halda áfram, svo ég nái nú örugglega fluginu á morgun.
Næst þegar ég mun setjast við lyklaborðið, þá verð ég andandi íslensku súrefni. Can´t wait !

Turílú.....




mánudagur, desember 13, 2004

3 DAGAR ... 

Tjéllúúú.. allir dindlar, rindlar og kúbverskir vindlar !

Ég sit hérna í náttsloppnum hans Martins að borða hrökkbrauð og kaffi, klukkan 20 mín í 8 að morgni til. Já ! AÐ MORGNI TIL !

Málið er nefnilega það að ég þarf venjulegast ekki að mæta í skólann fyrr en 9, en Martin hinsvegar mætir klukkan 8, þannig að hann vaknar alltaf á undan mér. Í morgun, var einn af þeim dögum !
Jæja, jæja... þegar að vekjaraklukkan hans hringdi, þá vaknaði ég við lætin... eins og oftast ! Nema hvað, að í morgun gat ég ekki sofnað aftur !!! Og þess vegna var ég komin á fætur, klukkutíma fyrr en vanalega ! Pfff... greinilegt ellimerki - og það myndi hann faðir minn sko taka undir !

Ég er orðin svo hrottaralega spennt fyrir að fara heim,.. að það kemst bara ekkert annað að hjá mér. Ég ætla að fara niðrí geymslu í dag og ná í ferðatöskuna mína og byrja að pakka. Í þetta sinn ætla ég sko ekki að taka með mér of mikið. Ég ÆTLA EKKI; ég get, ég vil, ég skal, ég ætla !

Tssshh...Ég veit samt hvernig þetta endar.. history repeats itself.

---

Veit einhver hvort að Sonja Ýr er búin að eiga ? Hún var nefnilega sett seinasta föstudag .. !?

---

Við Martin fengum smá svefn/vöku/þreytu-galsa í morgun. Hann sofnaði nefnilega ekki fyrr en 3 í nótt ( þarf, held ég, að fara að kíkja til læknis. Hefur nefnilega undanfarið átt í vandræðum með að sofna ) og ég s.s vaknaði á undan áætlun.
Hann var svo þreyttur að hann spurði mig hvort að við ættum ekki bara að taka höndum saman og vera heima, bæði tvö !?
Ég sagði honum að ég gæti það nú eiginlega ekki, af því að við værum að fara að byrja á þessu stóra 1. annar verkefni í dag, og ég þyrfti að mæta,... " because we need some supervision in the beginning of the project ! "
- " Supervision ????? That is what Superman has ! "

Og síðan byrjaði svaka umræða, og við hlógum og hlógum, enda alveg að mygla úr þreytu. Martin vildi meina það að SUPERVISION væri svona OFURSJÓN,... en hann var samt alveg sammála því að SUPERVISOR væri til.. og það þýddi s.s EFTIRLITSMAÐUR.
Nafnorðið af því, væri hinsvegar SUPERVISING !

Pfff... ég var 99 % viss um að ég hafði rétt fyrir mér, og hann var 99% viss um að hann hefði rétt fyrir sér. Umræðan endaði síðan ekki fyrr en ég henti mér í tölvuna, opnaði tölvuorðabókina og fletti þessu upp.

Niðurstaða:
SUPERVISOR = EFTIRLITSMAÐUR
SUPERVISION = EFTIRLIT
SUPERVISING = Engin þýðing fannst !

HA haaaaa !
Don´t mess with the best !

úff í bala,.. ég þarf víst að fara að klæða mig
turilú og tsjúss !






laugardagur, desember 11, 2004

5 DAGAR ... 

Holy Mother !

Ég er bara ekki að trúa því að ég sé að fara heim núna á fimmtudaginn. Ótrúlegt hvað þetta er búið að líða hratt.. finnst svo stutt síðan að ég var að telja niður: 6 vikur...... 35 dagar..... 27 dagar... ! Ég get svo svariða !

Við Martin vorum að klára að búa til konfekt, svona jólakonfekt úr marsipani, núggati og bræddu súkkulaði. MMMmmmm, yndislegt.
Ég var að segja Tönju frá því að við værum að fara að gera svona.. og þar sem að hún er ensk, þá að sjálfsögðu talaði ég ensku. Ég sagði henni: " we are going to make confetti " .. mundi nefnilega eftir að hafa séð þetta orð notað fyrir "konfekt" einhversstaðar í einhverri mynd. Var samt ekki alveg 100 % viss um að þetta væri rétt,.. en hún skyldi mig. Og hún svaraði:
" Cool,.. why are you going to do that ? "
ég: " Because Martin makes it every christmas,.. it is a tradition in his family ! "
tanja: " So, what is he then gonna do with it ? "
ég: " What ? He is going to eat it, naturally ! "
tanja: " WHAT !? "

Þá kom á daginn að CONFETTI þýðir í raun og veru pappírsskraut, svona skraut sem að fólk býr oft til fyrir veislur og svoleiðis, og það var þessi líka svakalegi misskilningur í gangi. Fyndið samt hvað það hafði ekki áhrif á byrjun samræðanna.
Pfff.. alltaf sama vitleysan í gangi, hérna í Baunalandi.

---

Það var verið að sýna HOME ALONE í sjónvarpinu: Þessi mynd er nottla bara algjört æði ! Ég veit ekki hvað ég er búin að sjá hana oft,.. en það er eitthvað yfir 10 sinnum.
Og Maculay Culkin ( eða hvernig sem nafnið hans er skrifað ) er svo hryllilega sætur í henni.
Síðan næsta föstudag á að sýna HOME ALONE 2. Og Martin heldur svo að #3 verði sýnd á föstudeginum eftir 2 vikur. Þær eru víst alltaf sýndar á jólunum hérna í Danmörku, sem að mér finnst bara magnað. Minnir reyndar að þær séu oft sýndar á jólunum heima á Klakanum líka.
Annars man ég lítið eftir myndum númer 2 og 3, hef ekki séð þær eins oft.
Þannig að ég spurði Martin: " What about HOME ALONE 2 and 3 ? What happens then ? "
og hann svaraði því djúpa svari: " Well.. he´s home alone,... again ! "

Frejkar augljóst ! Eins gott að ég hef Martin í þvílíkum tvísýnis vafastundum sem þessari !

En jæja.. ég ætla að henda mér fyrir framan imbann
njóta þess að vera til
until next time...




fimmtudagur, desember 09, 2004

7 DAGAR .... 

Jæja, er ekki bara búið að bjóða okkur meiri vinnu !!!

Við fengum símtal í dag, þarsem að yfirmaður okkar í skúringunum hrósaði okkur fyrir vel unnin störf og sagði okkur svo að þau væru svo hryllilega óánægð með stelpuna sem skúrar á móti okkur, að nú á bara að fara að senda hana um lönd og leið, og hann s.s bauð okkur að taka hennar tíma líka.

Við verðum því miður að afþakka, af því að 10 dagar í mánuði er sko meira en nóg fyrir okkur, fyrir utan það að núna í næstu viku bætist við 1 klst við heildarskúringatímann, þannig að við förum upp í 4 klst á dag í staðinn fyrir 2 klst og 45 mín, .. þannig að .. við sögðum bara pent nei !

Þannig að kallinn bað okkur um að athuga hvort að við þekktum einhvern sem að gæti tekið hennar starf, og martin er s.s að reyna að redda einhverjum. Eru, því miður, bara ansi fáir sem koma til greina.

Verst bara, af því að stelpan var búin að samþykkja að vinna fyrir okkur á milli jóla og nýárs, meðan við verðum ekki í bænum. Þannig að ef hún verður rekin, þá erum við ekki í góðum málum !

En þaaaaað reddast !

---

Ohh well, .. ekki nema vika þar til að ég mun standa á Íslandi ! Ekki leiðinlegt !
Og það er alveg nóg að gera fyrir mig áður en ég fer, og ég finn það núna að ég er að byrja að verða soldið stressuð. Ég þarf að klára að kaupa jólagjafir, og pakka þeim inn. Við Martin ætluðum að taka ærlega jólahreingerningu og svo þarf ég að tína til öll föt sem ég ætla að taka með mér, þvo þau og pakka niður. Pfffff.... stress í bala !

En jæja.. kæru félagar
ég held ég fari að skella mér í sturtu,
kynningin okkar á verkefninu er á morgun, .. glúbb !!!
ég bið að heilsa,.. að handan ....












miðvikudagur, desember 08, 2004

8 DAGAR ... 

Jæja !

Þá er maður bara kominn á samning hjá Disney og Paramount Pictures.
Erum nefnilega búin að vera að búa til "teiknimynd" í skólanum í stóra hópverkefninu okkar. Var í skólanum frá 10-18 í gær ( og hélt svo áfram að æfa mig þegar ég kom heim ) og svo var ég í skólanum í dag frá 9-19.30 og er svona nokkurn veginn nýkomin heim.

Þetta er samt alveg hryllilega skemmtilegt og þetta er NÁKVÆMLEGA það sem ég get verið að dúttla mér við lengi lengi, án þess að leiðast.
Það er til dæmis gaman frá því að segja að ég "gleymdi" að borða í dag, af því að ég var svo upptekin af þessu öllu saman !

Merkilegt og skemmtilegt frá því að segja, að við erum s.s búin að vera að vinna í 2 daga ( erum 4 saman í hóp,.. þó að verkefnaskipaninni hafi kannski ekki verið nákvæmlega skipt á milli okkar allra - nefni engin nöfn ! ) og afraksturinn er KANNSKI 1 mínútna mynd.
Frekar leiðinlegt topic samt sem við erum með: Globalization.
Okkar hópur tók ADIDAS sem er nú orðið þekkt um allan heim og frekar mikið globalized company, og svo notum við DAVID BECKHAM til að markaðssetja hana og hjálpa þeim að ná frama, af því að það þekkja hann nú einu sinni ALLIR - ALLSTAÐAR !

En við erum s.s að fara að kynna þetta núna á föstudaginn, og þá verður þetta sett inn á netið, og þá get ég vonandi sett inn link á þetta fyrir ykkur, dúllurnar mínar !

---

Að öðru leyti hefur lítið gerst. VIð Martin erum bæði svo hryllilega þreytt, enda þér óhætt að segja að þessi vika hafi verið ein sú brjálaðasta síðan við fluttum hingað,
Sem dæmi má minnast á það að það var fótboltaleikur í sjónvarpinu áðan, og ég gekk framhjá sjónvarpinu. Sé ég ekki bara Martin liggja með lokuð augun, sem gerist ALDREI hjá honum þegar fótbolti er annars vegar.
Svo segi ég: " neihh.. hva.. ertu sofandi ??? "
" Nei.. ég er bara að hlusta !!! "
- því að í því felst fótbolti,... að hlusta !!!
hahaha ... góóóóóður !

ó jæja.. ég þarf víst að lesa eitthvað fyrir morgundaginn,
best að byrja á því
reeeeebenúúúúííí....




mánudagur, desember 06, 2004

10 DAGAR... 

JÆja !

Og þá er enn eitt stóra hópverkefnið byrjað og allt að verða brjálað. Þannig að þið verðið bara að afsaka,.. en ég ætla ekki að skrifa mikið í dag.

Jólainnkaupin eru að sigla í land,... eða þ.e.a.s.. ég er AAAAaalveg að verða búin. Mögnuð tilfinning að þurfa ekki að vera að stressa sig yfir þessu.
Ég fór í dag og gerði góð kaup: fjárfesti í gjöf handa MArtini frá mér, og frá systkinum mínum. Ég er MEGA ánægð með afraksturinn og ég held að hann verði það líka, litli hottinntottinn minn !!!

Svo var Hrönn að ákveða að fara til Íslands yfir jólin. Ætlaði upphaflega ekki að gera það, en Halli maðurinn hennar fer heim 15. des og kemur svo aftur hingað út þann 24.
Hana langaði samt alveg hryllilega mikið til að fara, og í dag ákvað hún loksins að slá til.
Viti menn,.. fer hún ekki bara sama dag og ég,.. og það sem meira er.. með sömu vél.
Hún náði meira að segja að taka frá sæti BEINT við hliðina á mér, en henti síðan syni sínum í sæti einhversstaðar aftar í vélinni. Svo ætlar hún að biðja viðkomandi mann.. s.s sem situ í 3. sætinu við hliðina á mér og henni að skipta við son sinn ! SNillingur !!!!
Gaman gaman.. ég verð ekki ein !

En jæja.. ég ætla að láta þetta gott heita í dag
búin að setja inn myndir síðan úr jólahlaðborðinu hjá bekknum, og djamminu okkar tönju á laugardaginn, daginn eftir:
http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=5895949&uid=2147534&members=1
Enjoy,
smell you later....




sunnudagur, desember 05, 2004

11 DAGAR ... 

... and still counting !

Jæja litlu lömbin mín. Það er nú orðið langt síðan að ég skrifaði seinast, og allt að gerast !

Á föstudaginn fékk Martin heimsendingaþjónustu í klippingu. Halli ( maðurinn hennar Hrannar ) skutlaði mér heim eftir skólann og tók með sér klippigræjurnar og vann sitt verk á kollinum á Martini. Afraksturinn er svona líka svakalega góður !

Á föstudagskvöldið var svo jólahlaðborð hjá bekknum mínum. Það heppnaðist alveg rosalega vel og það var virkilega gaman. Ég át hins vegar svo mikið að það rann af mér frekar snemma ( og eiginlega af flestum öðrum ) og ég fór ekki niðrí bæ, heldur var komin heim að verða 3.
Martin kom með mér í partýið og hann skemmti sér líka mjög vel. Var reyndar bara rólegur af því að hann þurfti að spila handboltaleik, en hann átti samt góðar stundir þarna í mannamergðinni.
Haqyar tók MAGNAÐAN Michael Jackson dans ( hann var GEÐVEIKUR ) og Sherzod spilaði á gítar. Hrönn fór á kostum þegar hún bað um óskalag og Annette dansaði eins og spassi. Jón sló í gegn með leiðsögumannahúfunni sinni með blikkandi ljósinu og Mads sló jafnvel enn meira í gegn í Tuborg-Jólaöl G-strengnum. Ég hélt á slöngu og Martin gat ekki verið minni maður og þurfti að prófa líka. Það var brilliant og alls ekkert eins og ég var búin að ímynda mér, soldið svona svipað og að halda á handbolta !!!
En hápunktur kvöldsins var samt þegar að ég borðaði súkkulaðikökuna hennar Hrannar ! Humana Humana Humana... !
Ég tók nokkrar myndir og ég set þær inn seinna í kvöld.

Í gær vaknaði ég um 1 leitið, tók til í bælinu, horfði á Friends ( óborganlegir ) og slappaði af. Henti heilum kassa af bjór inn í ísskápinn, því að Martin og handboltavinir hans voru að fara að djamma í fyrsta sinn ( það er nefnilega alltaf leikur hjá þeim á sunnudögum þannig að þeir geta svo lítið gert um helgar,.. en þessa helgina var s.s leikur á laugardegi ) og þeir ætluðu að koma hingað og vera hér að skemmta sér. Það plan fór síðan útum þúfur og þeir voru í staðinn heima hjá einum öðrum strák sem býr hérna rétt hjá.
Tanja kom hinsvegar til mín og við fengum okkur pízzu frá Pízza Hut og byrjuðum svo að drekka. Við skemmtum okkur virkilega vel þó að við höfum bara verið tvær.
Síðan trítluðum við niðrí bæ, en við vorum ekki búnar að vera þar lengi þegar að töskunni hennar var stolið !!! Great !
Þannig að hún leitaði og leitaði og svo var einhver strákur sem að hjálpaði henni að hringja á lögregluna og láta þá vita og hringja í bankann og láta loka kortinu. Á meðan lenti ég á trúnó með dvergi !!
Já já.. með dvergi !
Það var s.s "lítill maður" sem tyllti sér við hliðina á mér, og meðan ég sat og passaði hitt dótið okkar þá byrjuðum við að spjalla. Greyið, samt ! Ég vorkenndi honum soldið mikið. En hann var voða fínn !
Ég var eitthvað að reyna að slá honum gullhamra.. sagði honum að hann væri mjög myndarlegur og eitthvað bla bla bla... var að reyna að bæta honum upp líkams-stærðina með því að hrósa honum. Alltaf er maður jafn góður.

Nema hvað að Tanja fór heim örugglega um 4 leitið og ég var áfram á staðnum þar til að það lokaði; ég og dvergurinn ( man ekki hvað hann heitir ! )

Á leiðinni heim stoppaði ég og keypti svona "shawarma" sem er svona einhverskonar tyrknes rúlla með kjöti og grænmeti í. Ég keypti s.s tvær svoleiðis, fyrir okkur Martin að éta þegar ég kæmi heim. ( Hann hafði by the way komið heim úr sínu partýi klukkan um 12 og drapst uppi í rúmi !!!!! )
Oh well,... svo kom ég heim,.. soldið mikið íðí. Byrjaði að éta shawarmað mitt og átt pappírinn með. Fattaði svo ekki af hverju brauðið var svona helvíti þurrt.
" Erna, þú ert að éta pappírinn ! " sagði Martin.
" Nei,.. það er ekki rétt, " svaraði ég
En það var ekki að ræða þetta neitt meira,.. því að það vantaði alveg HUGE bita í bréfið, og þar var greinilegt munnafar.
Síðan sofnaði ég nakin í stígvélunum, með shawarmað í annari hendinni og lá þvert yfir rúmið OFANá sængunum með iljarnar í gólfinu! Martin greyið var að krókna. Hann klæddi mig úr stígvélunum, sem ég skil ekki hvernig hann gat gert, því að það er erfitt fyrir mig sjálfa að tosa þau af mér... !
En hann s.s hamaðist og hamaðist og ég hvatti hann - man ekkert eftir því ( þetta má nú misskilja !!! )
Loksins þegar það tókst þá reyndi hann að snúa mér í rúminu og færa mig til svo að hann gæti líka sofnað, og svo hann gæti legið ALMENNILEGA... en það tókst ekki. Ég var gjörsamlega sTEINsofandi.
Svo vaknaði ég kl. 10 til að pissa og þá lá ég ennþá í sömu stellingu, og Martin stökk á tækifærið og henti sér undir sængina !

Ástandið hefur nú verið betra,.. en ég kvarta ekki. Þetta var alveg helvíti skemmtilegt kvöld, þrátt fyrir þetta leiðindaatvik hjá greyið Tönju !

En jæja.. við erum víst farin að eta
svo þarf ég að fara að skúra
ég bið að heilsa, að handan....





fimmtudagur, desember 02, 2004

14 DAGAR ... 

Já, og ekki nema tæpar tvær vikur þar til að ég stíg fæti á ísakalda Frónið !
Aaallveg magnað fyrirbæri, þessi tími. Hann bara svoleiðis hleypur frá manni.

---

Það er búið að vera alveg spinnegal að gera hjá mér. Í skólanum er allt búið að snúast um soldið stórt verkefni sem við vorum að vinna að. Í gær héldum við svo fyrirlestur og það gekk bara fjandi vel. Síðan á mánudaginn í næstu viku tekur við annað stórt, ef ekki stærra verkefni sem við fáum bara nokkra daga að vinna, og svo daginn áður en ég flýg heim, þá byrjum við á lokaverkefni 1. annar, sem er hópverkefni líka ( eins og eiginlega flest okkar verkefni hingað til ) og það er MEGA stórt og maður þarf eiginlega að vera að vinna að því í jólafríinu. Samt fáum við reyndar alveg 3 vikur í janúar til að vinna að því í skólanum, þannig að það verður engin kennsla, bara kennararnir verða til staðar ef okkur vantar hjálp.

Svo erum við enn að skúra og skrúbba og taka að okkur smá auka.
Martin er þar að auki byrjarður að vinna hjá ISS, svona skrifstofuvinnu. Hann ræður svona nokkurn veginn hvernig hann vinur, má eiginlega koma hvenær sem hann vill og vinna eins lengi og hann vill. Hann var í dag frá 8-4 og var mjög ánægður. Þetta er víst ágætis vinna og vel borguð.

Oooooog, svo erum við byrjuð að versla jólagjafirnar. Það gengur svona... tjahh.. frekar rólega ! En ég veit samt hvað ég ætla að gefa í 90 % tilvika, þannig að það ætti að flýta fyrir.

---

Annars hefur ekkert krassandi gerst.
Eða jú ! Það var nú eitt;... í gær fórum við Martin s.s niðrí bæ að versla jólagjafirnar og vorum stödd inni í DRESSMAN að leita að skyrtu handa pabba hans.
Síðan er svona stallur á miðju gólfinu með skyrtum og peysum á, og Martin stendur þarna og skoðar og veltir þessu fyrir sér. Það standa líka 2 kallar að skoða úrvalið á stallinum og þeir eru svona frekar hávaðasamir og töluðu soldið svona eins og þeir væru fullir, og það var ÓGEÐSLEG (reykinga)lykt af þeim. Í fyrstu datt mér í hug að þeir væru alkahólistar, eins og er soldið mikið um hérna í Baunalandi. En síðan tók ég eftir því að þeir voru alls ekkert skítugir eða í ógeðslegum fötum, eins og gjarnan er með þetta blessaða fólk.

Nema hvað, að þeir voru frekar svona "dónalegir"... stóðu bara þarna á sama stað allan tímann, og Martin var að reyna að kíkja á einhverja skyrtu sem var þarna, en þeir voru búnir að leggja bunka af peysum ofaná og voru sko ekkert að færa sig !
Svo fer annar þeirra að máta peysu og gerir það bara þarna á miðju gólfi; klæðir sig úr jakkanum og peysunni og bolurinn sem hann er í innanundir lyftist svona upp með og buxurnar hans svoleiðis hanga einhversstaðar fyrir neðan allar hellur !
Jæja.. missir ekki bara gæinn peysuna á gólfið og beygir sig niður eftir henni og MEN Ó MEN... við sáum sko PLÖMMARA og gott betur en það !
Ég er EKKI að grínast... við sáum svo mikið af rassinum á honum, að ég er ekki frá því að það hafi sést í rassGATIÐ sjálft ! Við sáum eiginlega allan hringinn: rassinn, rassgatið og upp að framan !!!!

Og hahahahah.. það sem að var svo fyndið var að Martin stóð BEINT fyrir aftan hann,.. ahahaha.. kannski svona 20 cm frá honum, og greyið Martin, greyið.. hann er scared for life !
Hann svona sjálfkrafa kipp til hliðar,.. svona eins og honum hafi brugðið, og kom með þennan líka óborganlega svip í framan....hahaha ... og ég þurfti nottla að labba í burtu til að hlæja.

Því meira sem ég fylgdist með þeim ( og rassaborunni ) því sannfærðari varð ég að þeir væru alkahólistar. Svona aðallega fyrir þær sakir að þvi nær sem maður færði sig að þeim, þeim mun betur fann maður hvað þeir ÖÖÖÖNGUÐU þeir af áfengislykt

En eins og ég segi,.. þá hefur Martin bara legið uppi í rúmi í dag, með hita og ælupest.... eftir öll ósköpin ! :)

neiiiiii..... bara dóka !
En þetta er kannsk svona móment þar sem að " þið hefðuð þurft að vera þarna ! "
Það var bara best að sjá viðbrögðin hjá Martini :) hahahahah !

--

En jæja.. ég er farin í sturtu, og svo þarf ég að lesa aðeins fyrir morgundaginn.

P.s Hvaða Begga var það sem kommentaði á bloggið mitt um daginn ?? :)

Until we meet again,..




This page is powered by Blogger. Isn't yours?