laugardagur, júlí 31, 2004

Jæja, kæru felagar !

Nuna er fra nogu ad segja, en eg ætla ad reyna ad hafa thad eins stutt og eg møgulega get;

Ok ! S.s í gær var mikill spenningur í mønnum, vid vorum buin ad pakka øllu nidur og gera allt reddí og Martin fór nidrí bæ til ad kaupa vindsæng fyrir okkur til ad sofa á fyrstu nóttina/næturnar ( thar sem ad vid gátum ekki fengid rúmid okkar afhent alveg strax ).
Medan Martin er nidrí bæ og ég ligg úti í gardi í sólbadi, thá hringir síminn og pabbi hans Martins svarar og er eitthvad frekar alvarlegur og ég heyri ad hann minnist á Martin og heimilisfangid okkar í Århus. Nema hvad, ad thegar hann er búinn ad tala í símann, thá kemur hann til mín og færir mér thær HRYLLILEGA ÓGEDSLEGA ØMURLEGU fréttir ad thad hafi ordid vatnsleki í íbúdinni og ad vid gátum ekki flutt inn strax !!!
SHIT,- ég veit ad mamma og pabbi vilja ekki ad ég blóti hérna inniá svo ad ég ætla ad segja thetta eins pent og ég get,- en SJITT MADUR hvad ég vard ÓGEDSLEGA pirrud. Og Martin var ekki heima, og ekki med gemmsann á sér, thannig ad vid thurftum ad bída thar til ad hann kom heim til ad geta fært honum fréttirnar.
Svo kemur hann, med vindsængina, sem nú var óthørf, og allt hrundi !
Vid vorum svo pirrud ad vid bara vissum ekki hvad vid áttum vid okkur ad gera.
Pabbi hans Martins hafdi tekid nidur númerid hjá kallinum sem ad hafdi hringt, og Martins hringdi svo i hann thegar hann kom heim og fékk nánari upplýsingar;

Málid er nefnilega that, ad alltaf thegar thad eru byggd ný hús, thá er vatn látid renna í gegnum leidslurnar til ad athuga hvort ad allt virki ekki eins og thad á ad gera. Næstum allir adrir í húsinu eru fluttir inn í sínar íbúdir, svo ad adrir tóku eftir thví thegar ad vatn fór ad streyma inn, en thar sem ad vid erum ekki flutt í okkar íbúd og hún búin ad standa mannlaus í einhvern tíma, thá nottla fór hún frekar illa útúr thessu. Svo ad thad tharf ad rífa allt útúr henni ( parket og eldhúsinnréttingu adallega ) og láta allt thorna, ádur en ad thar er hægt ad setja allt upp aftur.

Nú - vid áttum pantada lestarmida til Århus í gærkvøldi, áttum von á húsgøgnum sem vid vorum búin ad panta í dag, húsgøgnunum okkar frá Íslandi á mánudag og svo átti Martin ad byrja ad vinna a thridjudag. Thannig ad allt var í klessu, og eiginlega NAUDSYNLEGT fyrir okkur ad komast til Århus, hvort sem ad vid gætum búid í okkar íbúd eda ekki.
Thannig ad kallinn reddadi fyrir okkur gistingu á hóteli hérna í Århus, sem er í 5 min. gøngufjarlægd frá íbúdinni, og svo er hann búinn ad redda okkur gám líka, sem ad liggur fyrir utan íbúdina undir húsgøgnin.

Thannig ad vid s.s tókum lestina í gær, og núna stend ég hérna inni í 1 rúmmetra stóru tølvuherbergi á hótelinu og updeita bloggid mitt !

---

Vid erum búin ad vera ad labba um bæinn, ég er ÓGEDSLEGA spennt, thetta lítur allt svo svaaaaakalega vel út, mikid og gott mannlíf, nóg af búdum og allt aaalveg vid íbúdina okkar, vid thurfum eiginlega ekkert ad labba til ad komast svona á thessa helstu stadi; líkamsræktarstød, súpermarkadur, vídjóleiga, sjoppa, hárgreidslustofur, veitingastadir, barir.... og sídast en EKKI síst PÍZZA HUT !!!!! :)
Ég hlakka svo til ad fara ad flytja inn núna og byrja ad finnast eins og ég eigi heima hérna, læra á umhverfid og byrja ad innrétta, ad thad er ekki edlilegt. En thad tharf thví midur adeins ad bída,.. vid fáum hugsanlega íbúdina á midvikudag,.. kannski ekki fyrr en á fimmtu- eda føstudag.

Thannig ad thrátt fyrir thetta mikla bakslag, thá er ég ÓGEDSLEGA ánægd og glød, thví ad thetta lítur svo vel út og framtídin lofar gódu.
Eins og Stína frænka sagdi vid mig ádan; " Fall er fararheill ! "
---

Og thid verdid ad afsaka, thví ad ég kemst ekki inn á netid mitt, svo ad thad lídur kannski soldid lengra á milli blogga en hefur gert hingad til.
Vid erum búin ad sækja um internettengingu, en hún verdur ekki sett í gang fyrr en 11. ágúst. Thannig ad thangad til verd ég ad nota tølvuna hérna á hótelinu - vid eigum bókad herbergi fram a fimmtudag - og svo eftir thad verd ég bara ad finna netcafé.

En ég er búin ad vera hérna nógu lengi
thad tekur allt of langan tíma ad skrifa á svona danskt lyklabord
see you later
ernos




föstudagur, júlí 30, 2004

Á MORGUN.... !!!!! 

Leidís end Jeinkúlmen !

STÓRKOSTLEGAR FRÉTTIR úr landi hinna rauðu og hvítu;
MARTIN KOMST INN Í SKÓLANN Í ÅRHUS - þannig að núna erum við FORMLEGA "Verðandi fátækir námsmenn !! "
En mér er nett sama ( akkúrat núna ! ) - ég er svo hryllilega ánægð fyrir hans hönd að mér er meira að segja sama þótt ég geti ekki keypt mér nýja flík fyrr en á næsta ári af því að við höfum ekki efni því af við erum BÆÐI í skóla ! Jihúúúú !

---

Í gær fórum við í mat til Kim Larsens - og ég get svo svarið fyrir það - uppá allt sem ég á!
Það er nú samt skemmst frá því að segja að þetta var ekki HINN EINI SANNI Kim Larsen - heldur bróðir pabba hans Martins.
Veit ekki af hverju ég er að segja frá þessu,.. óttalega ómerkilegt eitthvað. Sorrí ! :)
Ég fékk samt ógeðslega góðan mat, ef að það gerir söguna eitthvað betri !?!?

---

Hérna í dag var hryllilega gott veður, með tilheyrandi sumarskordýrum og ógeðslegheitum.
Ég fór að skúra klukkan 5.30 í morgun, og þegar ég kom heim klukkan rúmlega 8, þá fór ég ekki og lagði mig, heldur fór ég að taka til í íbúðinni, vegna þess að foreldrar Martins eru að koma heim á morgun og maður verður víst að skila íbúðinni eins og þau vilja fá hana ( og maður sjálfur ! )
Allavegana... ég stóð inni í eldhúsi og var að smyrja mér brauð, þegar ég heyri þetta líka ógeðslega suuuð. Og þegar ég leit í stofugluggann þá sá ég lífs míns STÆRSTU OG ÓGEÐSLEGUSTU FLUGU ! Þetta var einhverskonar blanda af hunangsflugu og vespu, og hún var svo stór að ég hefði örugglega geta fleygð snöru utan um hálsinn á henni og dregið hana út. Sjitt ! Ojj.. ég fæ fiðring niðrí rass bara við að hugsa um hana núna.
Sem betur fer var hún ekki á sveimi inni í stofunni, heldur bara í glugganum og reyndi ákaft að komast í gegn, eins og allar aðrar flugur.
Ég íhugaði að henda pappaglasi yfir hana og henda henni út, en sökum stærðar var ég ALLS EKKI að leggja í það. Ég hringdi skelkuð í Martin sem manaði mig upp í það, og sagði mér að hún myndi sko ekkert stinga mig.
Þannig að ég náði í glasið og stífan pappír og færði mig rólega til hennar,.. tekur hún ekki bara á rás og breytir um átt og stefnir á mig - óðfluga  !!!  ( Úff, ein ömurleg að nota sama brandarann og um daginn ! :)
Þannig að ég hljóp með glasið og pappírinn fram á gangi og lokaði millihurðinni. Svo var ég bara þar að taka til og pakka niður í rúmar 20 mín, þar til ég tók mig á og opnaði smá rifu á hurðina og gægðist út og inn í stofu.
Heimska flugan var nú aftur komin út í gluggann, og hélt áfram að reyna að troða sér út. Svo að ég ákvað að drífa í þessu áður en hún færi aftur að sveima um húsið, gekk rösklega til hennar, henti glasinu yfir hana, lokaði fyrir með pappírnum og gekk með glasið út í garð, hallaði hurðinni eins mikið og ég gat - en þó þannig að það væri pláss fyrir handlegginn á mér, náði í skó og kastaði honum í glasið svo að það valt og flugan flaug út, meðan ég lokaði svalahurðinni með hinni hendinni !!!! Þvílíkur snillingur !
Jahh, ég segi það fyrir þá sem að aldrei höfðu trú á hermannaskólanum sem ég fór í seinasta sumar,... hérna kemur allt sem ég lærði að þörfum. Akkúrat í svona stöðu, þegar maður þarf að henda 3 -4 cm langri leðurblöku út í garð, án þess að eiga það á hættu að verða stunginn..... þá er sko gott að hafa tamið sér góðan aga, mikinn styrk og snerpu og gott úthald !!!!

Einhverju seinna, þegar ég lá í sólbaði á maganum, þá fann ég fyrir einhverju kitli á höndinni. Tók því sem svo að þetta væri ein af þessum hundrað þúsund milljón 1 mm flugum sem eru hérna pikkfastar við mann allan daginn, drukknandi í svitadropum, svo að ég settist upp og gerði mig tilbúna til að þurrka hana burt - dettur þá ekki bara þetta viðbjóðslega ógeðslega kvikindi niður úr undirhandakrikanum á mér ( ég var alveg rökuð samt, þannig að það hékk ekki í neinu !! ) og niður á dýnuna.
Ég hef aldrei séð svona dýr áður, .. það var ekket sérstaklega stórt.. en alveg sérstaklega skrýtið, og með halann svona sveigðan upp eins og maður sér stundum sporðdreka ! Ojjjj... mér er sama þó að 1 mm flugur séu að skríða í undirhandakrikanum á mér,... mér er meira að segja næstum því sama þó að þær skríði inn í rassinn á mér ( gæti samt tekið þær heila lífstíð,.. svo löng er leiðin ( og stór er rassinn )) - en nei takk og kærlig hilsen fyrir því að eitthvert skordýr með uppbrettan halann sé að væflast þar ! Ojjj - ég fæ aftur fiðring niðrí rass !
( Kannski ER ég með 1 mm flugu í rassinum, sem skýrir þennan endalausa fiðring !!! ) :)

---

Soldið fyndið að segja frá því, að... það er sama hvað við Martin reynum,.. það eru alltaf ákveðin orð í ensku sem að við berum mismunandi fram.
Don´t take me wrong, Martin talar ROOOOSALEGA góða ensku, og sem betur fer ekki með þessum hryllilega leiðinlega danska hreim.
Eftirfarandi samtal átti sér stað um daginn;
Martin; " Ojjj, have you heard the news, about the boss in Germany that drove over a traintrack?"
 
Erna; " Ojj,.. that´s terrible. What happened ? " ( En hugsaði samt mér mér hvað væri svona merkilegt við það - með fullri virðingu fyrir manninum - en bara það að það eru daglega bílslys hérna í Danmörku, hvað þá í stærri löndum eins og Þýskalandi. Fannst samt alveg tíbískt fyrir þjóðfélagið að gera mál úr þessu af því að þetta var einhver frægur boss.. einhver yfirmaður, sem var ríkur og þá varð hann að komast í fréttirnar !! )

Martin; " I don´t know, .. didn´t hear the rest of the story ! " En hann sá að mér var svona nett sama um þessa frétt - þannig lagað -, virtist hafa meiri áhuga á kartöflunum sem ég var að éta.

Martin; " You don´t think this is horrible ? You know, it was a danish boss !?! "
 
Erna; " Yes, of course, it is always horrible when people die,.. but I just don´t understand why it matters if this man was a boss or not ! "
 
Martin; " Ohhhh, Erna ! I said a BUS ! "
 
Hahahaha - mér finnst þetta alltaf jafn fyndið þegar ég hugsa um þetta. Martin vill meina það að ég heyri illa, en málið er það ( vil ÉG meina ) að Danir og Íslendingar bera alla sérhljóðana allt öðruvísi fram. Þannig að einstöku sinnum ber ég ensk orð fram með "íslenskum sérhljóðaframburði" og hann með dönskum.
Merkilegt - ekki satt ;)
Málið er bara að þetta er ALLTAF að gerast, ... þetta er sko ekki fyrsta og eina dæmið um það að við séum að misskilja hvort annað !

Líka fyndið að segja frá því, að eitt einfaldasta orð í dönsku,.. orðið "og" ( sem þýðir "og" á íslensku ! :) hef ég  alltaf borði fram OG, eftir því sem mér var kennt í barnaskóla.
En Martin tók sér það bessaleyfi um daginn að leiðrétta mig, maður segir ekki OG.. heldur segir maður Ó -> " Mig og dig " = " Mæ ó dæ " !!!!!

---

Jæja, þá er dönskuhornið búið í dag. Takk fyrir, takk !
Og stóra stundin er runnin upp;... eftir rétt rúman sólarhring verðum við stödd í íbúðinni okkar í Árhúsum. Merkilegur áfangi í lífi okkar er rétt handan við hornið.. búúúú .. spúkí !

Annars, þá er ég svo hryyyyyllilega þreytt núna,.. enda búin að vera vakandi síðan rúmlega 5 í nótt, að ég hreinlega verð að fara að sofa, enda get ég varla skrifað mikið meira með annað auga lokað og hitt rangeygt !

Búin með Da Vinci (  ÞVÍLÍK SNILLD, MAÐUR ! ) - en það er ekki það, ég VEIT ég á eftir að ROTTTTAST um leið og ég legst undir sæng.
Bið að heilsa, og skrifa líklegast ekki aftur fyrr en um eða eftir helgi.

Wish me luck
knús knús
Erna Maccavelli ( a.k.a Inspector Mac )

 





miðvikudagur, júlí 28, 2004

3 DAGAR ..... 

 
Ég sakna íslensks skyrs.is.
Ég hef aldrei verið brjálaður fan, ég meina, ég borða það nokkuð oft og finnst það ógeðslega gott. En eins og ég segi,.. þá er það ekki neitt sem ég get ekki lifað án - hélt ég !
En þessa dagana langar mig svo hryllilega mikið í eins og eina, tvær dollur, að það er ekki eðlilegt.
Það er margur maturinn sem ég sakna hryllilega, eins og kókómjólk, matarkex, ópal. Svo var ég að skoða gamlar myndir hérna í tölvunni, og ein er af mér liggjandi uppi í rúmi í bölvaðri þynnku með risa RISA RISA nammipoka úr Nammilandi í Hagkaup. Jamms jamms. Ef einhver vill gleðja mig og senda mér eitthvað "óvænt" .... *blikk* !

---

Skemmtilegt frá því að segja, að í dag heyrði ég auglýsingu í útvarpinu; verið var að kynna allskonar nám hérna í Roskilde, eins og einhverskonar alþjóðlegt nám,  viðskiptafræði, að læra til kokks og að læra að verða slátrari !!!!!!
Hef ekki heyrt annað eins, en örugglega skemmtileg að mæta gömlum vini á Laugaveginum;
,, ... Og hvað ert þú svo að gera þessa dagana ? "
- ,, Jahh, er komin með masterspróf í slátrun !!! "

---

Við skötuhjúin fórum út að hlaupa saman í kvöld og vorum eins hallærisleg og mögulegt var, vegna þess að þegar við vorum rétt nýlögð af stað, þá áttaði ég mig á því að við vorum NÁKVÆMLEGA eins; bæði í hvítum stuttbuxum og svörtum hlírabol !! Hljómar kannski ekkert rosalega asnalegt, en mér fannst það samt. Sérstaklega vegna þess ég veit ekkert hallærislegra en hjón úti að labba, eða hjóla eða whatever, í nákvæmlega eins fötum! Held við séum hálfnuð þá leið, eftir ár verðum við örugglega joggandi um Århus í appelsínugulum göllum, haldandi í hendur ! :)
Tjahh... fyrst verðum við nú að gifta okkur !

Talandi um skötuhjú.. hvaðan er þetta eiginlega komið þetta orð -> skötuhjú ?
Hef aldrei pælt neitt sérstaklega í því hvað þetta orð er fáránlegt, en mér finnst nefnilega skötur frekar ógeðsleg dýr. Ég heiti því hérmeð að ég er formlega hætt að nota þetta orð ( allavegana um okkur Martin ),.. ætla að taka upp eitthvað annað sætara, tengt dýri sem mér finnst krúttleg,.... eins og t.d mýs.
Músahjú ! Múslur !

Æjjj.. voðalega er þetta eitthvað ómerkilegt hjá mér í dag,.. það er misjafnt hvað maður hefur að segja hér frá Danaveldi
En jæja, mín ætlar að skella sér í sturtu
bless bless litlu lömbin mín - bless bless




mánudagur, júlí 26, 2004

4 DAGAR ..... 

Eftirfarandi eru afrek dagsins í dag;

* Vaknaði klukkan 5 og fór að skúra á tveimur stöðum ( lagði mig reyndar í klst eftir að ég kom heim - en það vegur ekki eins stórt og sú staðreynd að ég vaknaði KLUKKAN 5 )
* Bakaði brauð, sem tókst fjandi vel.
* Fór út að hlaupa.... 16 km !
* Veifaði nokkrum beljum út á engi, 2 sinnum... fékk engin viðbrögð !
* Mætti kalli á mótorhjóli þegar ég veifaði og leið eins og ég væri 3 ára og þroskaheft
* Bjargaði fuglslífi
* Fór að versla og keypti EKKERT óhollt. Guð einn veit þó, að freistingin var svo sannarlega til staðar
* Bjó til eðal-kokkteilsósu sem vakti mikla lukku. Hún fer í framleiðslu strax í næsta mánuði. 

---

Jámms.. ég bjargaði svo sannarlega fuglslífi í dag - allavegana hálfu lífi.( Dýravinafélagsmeðlimurinn aftur mættur á svæðið ). Þannig var að ég sat úti í garð að jafna mig eftir hlaupin og gera magaæfingar. Svo heyri ég geðveik læti og lít við og þá sé ég Nynne labba inni í stofu með spýtu í munninum.
Ha ? Spýtu ????
Nema hvað að ég áttaði mig skyndilega á því að Nynne er ekki hundur ( eins og Martin er alltaf að benda mér á, þegar ég fer í fýlu þegar Nynne vill ekki leika við mig og grípa bolta !! ) þannig að ég stóð á fætur og elti hana inn, og sé hana þar sem að hún situr í forstofunni með lítinn lítinn, pííínulítinn fugl í kjaftinum. Ég hrópaði á hana; " NYNNE !" og henni brá og leit upp og sleppti fuglinum. Hann nottla notað augnablikið og ætlaði að fljúga út í frelsið,... en flaug á gluggann ( greinilega ekki mikið gáfaðari en flugurnar ) og datt á gólfið og Nynne var ekki lengi að skjótast þangað og grípa fuglinn aftur.
Ég hljóp inn til Martins, sem var að reyna að leggja sig, og hann stökk á fætur og bjargaði fuglinum, meðan ég stóð með titrandi hendur inni í svefnherbergi og beið eftir að allt yrði yfirstaðið.
Fuglinn var sem betur fer ennþá á lífi eftir ófarirnar, en Martin hélt að hann hafi verið í svolitlu sjokki, því að hann bara stóð á grasinu en flaug ekkert burt ( blakaði samt vængjunum svo að hann var greinilega ekki vængbrotinn ).
Mér fannst Nynne ekkert rosalega sæt í dag, verð nú bara að viðurkenna það, eins og hún getur nú verið aaaaalgjör mús þegar að hún er að eltast við flugur. Ha ha ha.
Ég veit samt ekki hvor var meira eftir sig eftir þetta atvik, fuglinn eða ég !?!

--- 

Ég var að koma heim, úr 3. skúringunum í dag. Mín bara búin að vera MEGA dugleg. Þannig að núna standa plönin þannig; ég ætla að fara í sturtu ( sorrí sorrí.. ég veit ég er ógeðsleg, er ekki enn búin að fara eftir hlaupin, en fannst það ekki verðugur tími, þar sem ég átti enn eftir að fara að skúra og það tekur venjulega á ), ætla að prófa að hringja í foreldra mína í gegnum eitthvað nýtt dót hérna í tölvunni, hita mér te og fá mér mjólkurkex, leggjast upp í rúm og lesa DA VINCI!

Talandi um foreldra mína.. þau eru að koma og heimsækja okkur eftir 18 daga.. jibbííí, ég er ÓGEÐSLEGA spennt.. og get ekki beðið eftir því heldur. Ég ætla að elda GEÐVEIKT góðan mat handa þeim. VUhúúú !
Það er allt of mikið fyrir mig til að hlakka til.

Anyway,
Over and out,
Seacrest out.......





sunnudagur, júlí 25, 2004

5 DAGAR ..... 

Úff !

Martin greyið er búinn að vera að vinna alla helgina.. 12 tíma hvorn dag. Hann er alveg búinn, og hefur íka góða afsökun !!!!
Hann s.s var að vinna frá 06 - 18.30 í dag og þegar hann kom heim langaði hann svo svaaaakalega mikið í diet kók,.. þannig að elskan hún ég, elskan hans, tók fram hjólið og hjólaði á næstu bensínstöð og keypti handa honum kókið.
Nema hvað, að á leiðinni heim þá hjóla ég fram hjá gömlu pari sem eru úti að labba kvöldgönguna sína,.. ekkert að því,.. en eru þau ekki bara með 2 geitur í fararbroddi. Ég get svo svarið fyrir það. Ég hef nefnilega séð þetta par áður, með geiturnar 2, og ég ætlaði alltaf að skrifa um það hérna á bloggið, en ég gleymdi því.

Ég veit ekki með ykkur, en ég er allavegana ekki vön því að sjá geitur á vappi í 30 þúsund manna bæ !!!

Annars er ég bara búin að vera einstaklega húsmóðurleg í dag; búin að ryksuga og skúra allt húsið, setja í og taka úr uppþvottavélinni og þvottavélinni ( nokkrum sinnum ), ganga frá þvotti, þrífa klósettið, taka til í ísskápnum, fara út með rusl......
Og svo eldaði ég líka þess dýrindismáltíð handa kallinum, sem var alveg glæný og tilbúin þegar hann kom heim eftir allt erfiðið.
Svo er ég að fara að vakna klukkan rúmlega 5 á morgun.. þ.e í nótt. Málið er nefnilega það að ein sú skúringavinna sem ég var með hérna áður í 2 vikur.. er aftur í boði. Og þar sem að við erum að reyna að vinna okkur inn eins mikinn pening og mögulegt er, þá tókum við henni fegins hendi. Þannig að í staðinn fyrir að fara að skúra 1 á morgnana niðri bæ og svo 2 eftir kl. 6 á kvöldin ( þar af á öðrum staðnum niðrí bæ líka ) þá ákvað ég að gera þetta bara akkúrat öfugt, og taka 2 vinnurnar fyrir kl. 8 á morgnana og þá þriðju um kvöldið. Hentar okkur líka best hvað varðar flutningana.. því að við eigum pantaða lest klukkan 21 á föstudagskvöld...

En ég hef ekkert rosalega mikið að segja í dag,.. er bara búin að vera að hanga inni í tölvunni og að taka til.
Held ég hendi mér upp í rúm, gefi Martin RIIIISAKNÚS fyrir að vera svona duglegur og góður, steli mér einu glasi af diet kóki, og haldi svo áfram að lesa DA VINCI

until we meet again.....





laugardagur, júlí 24, 2004

6 DAGAR ..... 

Góðan daginn fuglar kátir ....

Já hérna hér - ég er nú meiri dýravinurinn ! Meðan ég lá í sólbaði í dag, reyndi sko aldeilis á; fyrst sá ég tvær óðar flugur inni í stofuglugganum að reyna að komast út  - í gegnum glerið ( alveg óðfluga !!! ). Þessa dagana er ég eitthvað farin að finna soldið til með flugum sem að reyna og reyna en komast bara ekki alla leið,.... ég ímynda mér bara mig sjálfa.. með móðursýkiskast og innilokunarkennd en samt nógu þrjóska til að halda alltaf áfram. En þar sem að það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir flugurnar komast í gegn, sama hveru lengi þær reyna, þá sá ég að þessi orrusta var töpuð ( nokkuð greinilegt að ég er með stúdentspróf af stærðfræðibraut,- því það eru ekki allir sem að geta áttað sig á öðru eins ), svo að ég náði í plastglas og pappírsblað og bjargaði þeim báður úr stofufangelsinu.

Stuttu seinna sá ég litla bjöllu, - eða litla.. þetta var reyndar stærsta bjalla sem ég hef séð, örugglega einhverjir 2 cm, - en hún lá á bakinu á stofugólfinu og spriklaði. Af einhverjum ástæðum náði hún ekki að sveifla sér yfir á magann og halda áfram sinni ferð,.. svo að ég í minni einskærri dýragóðmennsku smeygði mér í TAR-ofurbolinn minn ( THE ANIMAL RESCUER) veiddi hana upp úr gólfinu og fleygði henni út. Ég tók reyndar eftir því að það vantaði löpp,.. sem hefur kannski verið ástæðan fyrir því að hún gat ekki labbað,... en fjandinn hafi það, hún var með 5 aðrar.. hún hlýtur að hafa getað reddað sér.

Fékk reyndar smá samviskubit yfir því að hafa hent henni í grasið,.. ef að hún gat ekki labbað inni á sléttu stofugólfinu af hverju ætti hún þá frekar að geta labbað í grasinu ?? Var svona að spá í hvort að ég ætti að fara og bjarga henni aftur og bara binda enda á þessar þjáningar hennar, en þá heyrði ég einstaklega hátt hviss - kattahviss  og væl - svo að ég stökk út í garð og sá 3 ketti hlaupa úti á götu.. og nokkrum sekúndum seinna kemur Nynne spretthlaupandi inn í garð og í gegnum garðhurðina. Og þar sem að ég stóð þarna í mínu mesta sakleysi með appelsínudjús í glasi að reyna að átta mig á því hvað var í gangi, þá hljóp hún á mig... Á MIG.. svo að um 1/4 af djúsinu flaug úr glasinu. Á sömu sekúndu sé ég einhvern viðbjóðslegan óvinarkött, gráan og loðinn og hrottaralega stóran, koma inn í garðinn okkar,.. leitandi að Nynne. Þannig að ég þrammaði yfir grasið til hans og ygldi augabrúnirnar og gaf frá mér besta mögulega feik-urr sem ég mögulega gat, til að sýna honum að enginn abbaðist upp á litlu Nynne músímúss ! Kötturinn flúði að sjálfsögðu ( enda örugglega aldrei jafn ófrýnilega manneskju með jafn rautt og sólbrennt nef - og stóran rass !! ) en Nynne stóð skelfd inni á gangi og gægðist fram til að athuga hvort að ekki færi að verða allt í lagi að koma aftur fram.
Ég skal viðurkenna það að það tók mig smá stund að jafna mig á þessum atburði, sérstaklega með tilliti til þess að djúsið var andskoti gott og nú þurfti ég að fara aftur inn í eldhús og fylla á!

Ohh well,.. ég leggst aftur til sólarrekkju og nýt mín í nokkrar mínútur.. þar til að ég heyri "bzzzzzzz " og svo lágan dynk. Þetta hljóð heyri ég iðulega þegar að ég er úti í garði, og er þá um að ræða flugur sem að reyna að komast í gegnum gluggann utanfrá, eða fljúga á gluggann á opinni svalahurðinni.
Ég veit ekki af hverju ég leit upp í þetta skiptið sérstaklega, þar sem að ég hef þónokkuð oft heyrt þetta hljóð og veit fyrir víst að þetta eru flugur að fljúga á ! En ég allavegana.. leit upp og til hliðar, .. og í stólnum við hliðina á mér, undir glugganum, lá einhverskonar dönsk fluga á bakinu, fluga sem hafði ekki legið þar fyrir nokkrum mínútum. Ég horfði á hana í smá stund, en hún lá alveg hreyfingarlaus...  ( "Holbæk, we have a problem.. ! " ). Þannig að ég prófaði að pota aðeins í hana, og þá fór hún að hreyfa lappirnar og svo að lokum velti hún sér yfir á magann og lappirnar. Og svo stóð hún bara kjurr í einhvern tíma. Veit ekki hversu lengi, því ég lokaði augunum og hélt áfram fyrri iðju, en svo kannski 5 mínútum seinna, þá leit ég á stólinn aftur og hún var farin.
Ég held ég geti fullyrt það að þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég hef séð flugu fá heilahristing !!!

Það var ekki að spyrja að því,.. nokkrum mínútum seinna fékk ég símtal frá drottningunni; hún vill sæma mig heiðursorðu fyrir gott framlag í þágu dýranna. Athöfnin er á morgun !

---

Langar að taka það fram að konan sem ég talaði um á blogginu í gær er örugglega EKKI AÐ ELTA MIG  ( fyrir þá sem að föttuðu ekki að þetta var djók ). Elskuleg móðir mín fékk nefnilega nett fyrir hjartað og spurði mig í gærkvöldi; " ... En Erna ! Er þessi kona virkilega að elta þig ??? " Hahahhaha.. alveg kostuleg, hún mamma ! :)

---

Ég fór út að hlaupa í morgun. Ætlaði að prófa einhvern nýjan hring sem að Martin sagði mér frá.. átti að vera 11 km. Ég er nú búin að vera fjandi dugleg að hlaupa undanfarið og hef reglulega hlaupið í kringum 9-11 km,.. en alltaf sömu leiðina. Svo að ég tók fagnandi á móti nýjum uppástungum og ákvað að prófa þessa leið sem Martin minntist á.
Það er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað að ég fór ekki alveg rétta leið og endaði með að hlaupa aðeins meira en 11 km.. Martin heldur að það hafi kannski verið í kringum 13. En það sem er hinsvegar fréttnæmt er það að það tók mig ekki nema 1 klst og 5 mín - og ÞAÐ er met hjá mér. Svei mér þá.. ég held bara að ég sé í besta hlaupaformi sem ég hef á ævi minni verið í. Amen og húbba húlla fyrir því !

En jæja,.. ég er farin í sturtu
ég þarf svo að finna kjól fyrir morgundaginn
wish me luck
adios y hasta luego...

 




föstudagur, júlí 23, 2004

7 DAGAR ..... 

Það er soldið fyndið, að ég er alltaf að mæta einni ákveðinni konu hérna í bænum. Í dag, á leið í vinnuna, hjólaði ég framhjá henni í 8. skiptið síðan ég flutti hingað, sem er alveg merkilegt þegar tekið er tillit til þess að þetta er rúmlega 30 þús. manna bær, og við mætumst alltaf á nýjum og nýjum stað í bænum, á mismunandi tíma.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er farin að halda að hún sé að elta mig !

---

Í dag lét sólin loksins sjá sig.. eftir hádegi. Þannig að ég sat úti, sem límd ofan í sólstólinn, þar til klukkan hálf-sex. Ég fékk meira að segja smá bikinífar ! Jibbbí og húrrra fyrir því !

---

Svo var ég að frétta að Harrisdon Ford hafi verið á Íslandi,... í hvaða erindagjörðum, ég bara spyr ?? Ætli Calista hafi verið með honum ? Það hefur samt enginn minnst á það. Það er örugglega bara af því að hún er svo ógeðslega lítil og horuð að það hefur enginn tekið eftir henni ! Hahaha - góóóóður !!

---

Ekki nema vika þar til að við flytjum í höllina okkar. Það verður reyndar eitt vandamál fyrstu nóttina; við höfum ekkert rúm til að sofa á, engar sængur til að sofa undir og enga kodda til að hvíla lúin höfuð ! Þar sem að við tökum lestina klukkan 21 frá Holbæk, þá verðum við mætt til Århus klukkan 00, og því miður eru engar húsgagnavöruverslarnir opnar á miðnætti.
Þannig að við ákváðum að líta bara á þetta sem ævintýri - fjandinn hafi það, við getum alveg sofið eina nótt á gólfinu, hugsuðum við með okkur. Svo að Martin hringdi og pantaði rúm, og bað um að fá það sent á laugardaginn,.. en þá er ekki keyrt út á laugardögum. Þannig að þá eru góð ráð dýr og aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að sofa á gólfinu alla helgina, eða hreinlega leigja okkur bílaleigubíl og keyra sjálf um og ná í húsgögnin ( Ég veit ÉG er massi,... en ég treysti ekki Martini fyrir því að halda undir hinn endann á rúminu meðan við hjólum með það í gegnum bæinn !!!! ) Þannig að ég hugsa að bílaleigubíllinn verði fyrir valinu ! En annars kemur þetta bara allt saman í ljós þegar nær dregur. ( Þegar nær dregur ?? Þetta er nú þegar komið alveg skuggalega nálægt !!! :)

Ohh well ohh well litlu lömbin mín
ek mun nú matreiða og eta
kveðjur að handan,....

 






fimmtudagur, júlí 22, 2004

8 DAGAR ... 

 

Ætli það sé hægt að kæra veðurfræðinga ???
Fyrir að vekja upp falskar vonir, lofa manni einu og færa manni annað ???
Ég þori næstum því að hengja mig uppá það, að ef ég væri í Bandaríkjunum núna, þá væri ég með gott mál og sterkar líkur á að ég ynni. Annað eins heimskulegra hefur verið kært og unnið þar fyrir vestan !!!

Það sem ég er að fara hérna er einfaldlega það, að þessir bansans veðurfræðingar í Danmörku eru hver ofan í annan búnir að lofa sumrinu í þessari viku,... og enn sem komið er, er það ekki búið að láta sjá sig ! Martin segist ekki muna eftir öðru eins í mörg mörg MÖRG ár.
Svo á Íslandi er bara blessuð blíða ! Ég get svo svariða,.. eru einhverjir aðrir að sjá munstur hérna ?? Eru þetta skilaboð að ofan.. til mín ?? " Erna.. hættu í sólbaði !!! "??

---

Nýjustu fréttir af the mistery insect bite; það er allt annað í dag, örugglega svona 3 sinnum minna og ekki næstum eins aumt,.. þannig að ég held ég þurfi ekki að fara til læknis. Guði sé lof fyrir það !

---

Sjitt hvað mig langar að sjá myndina; SUPERSIZE ME !
DJöfulsins viðbjóður,.. hvernig gat maðurinn borðað skyndibitamat 3 sinnum á dag í mánuð ?
Hann hlýtur að hafa farið að pína þetta ofan í sig undir rest.
Ætli það sé byrjað að sýna hana á Íslandi ?

 
Úff.. ég hef eiginlega ekki mikið að segja í dag´
þetta verður að vera voðalega ómerkilegt blogg,
Jeg beklager,..

adios...





miðvikudagur, júlí 21, 2004

9 DAGAR ..... 

Ég er með einhvern óbjóðins viðbjóð á löppinni.
Mig klæjaði og klæjaði í fyrrinótt, og svo þegar ég vaknaði í gær var ég komin með einhverja risablöðru á sköflunginn, sem var svo alveg eldrauð í kring. Martin, með sýna þekkingu og kunnáttu á skordýraummerkjum, greindi þetta sem móskítóbit. Ojjjj ! Ég var ekki sátt - sérstaklega þar sem að ég varð aldrei vör við einhverja slíka flugu sucking on my legs !

Í dag er staðan önnur.
Bitið er orðið 2 ef ekki 3 sinnum stærra og allt aumt viðkomu. Þetta er hreinasti viðbjóður. Svo þegar ég sýndi Martini það í dag og spurði; " Ertu alveg viss um að þetta sé móskítóbit ? " þá leit hann á það og sagði; " Nei vá ! Þetta er ekki móskítóbit. Það er orðið miklu stærra en í gær !!!! "

Og ég... móðursjúka manneskjan sem ég er, fór nottla í panikk og rauk á yahoo.com og stimplaði inn "insect bites" - fékk alveg helling af síðum og myndum af hryllilega óaðlaðandi kvikindum, nokkrar myndir af bitum, en samt engar sem að líktust mínu.
Martin er samt búinn að lofa mér að þetta sé bit,.. en ekki eitthvað annað og verra. Ennnn, ef þetta verður ekki orðið betra á morgun þá förum við til læknis.


---

Ég er skyndilega komin með svolitla bakþanka tengda náminu, ... þetta er allt farið að færast svo mikið nær að ég hugsa að ég þurfi að fara að anda reglulega í bréfpoka.
Auðvitað ætla ég að slá til og prófa - vona bara innilega að námið sé eins og ég ímynda mér að það sé.

En jæja, ég ætla að hafa það stutt í dag
er farin að hjóla út í búð
hasta la vista,.. bebe....





þriðjudagur, júlí 20, 2004

10 DAGAR .... 

Ég hef aðeins eitt að segja um Tour de France;
          " Shoot me,- shoot me now ! "
 
Ég ber fulla virðingu fyrir þessum mönnum og mér finnst meira en lítið merkilegt að þeir skuli hjóla 3000 kílómetra á 21 keppnisdegi, og aðeins fá 2 daga frí.
Og ég neita því ekki, að það er voðalega gaman að hjóla :)
En ég bara hreinlega skiiiiiiiil ekki hvernig nokkur maður nennir að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á þetta, daginn inn og út.
Rétt eins og ég skil ekki hvernig fólk nennir að horfa á formúluna, golf og hestaíþróttir !
 
En þetta er bara mín persónuleg skoðun, og hún þarf á engan hátt að endurspegla álit þjóðarinnar !
 
---
 
Ojjjj, það varð alveg ógeðslegt rútuslys núna í Þýskalandi, og meirihlutinn ( ef ekki allur hlutinn ) voru danskir krakkar á leið heim úr fríi frá Llorte de Mar á Spáni. Þetta var svona 2 hæða rúta og bílstjórinn var eitthvað í ruglinu ( veit ekki hvort hann sofnaði eða hvað ) því að hann keyrði yfir á lestarteina og útaf veginum og niður einhverja brú. Það eru 2 látnir og nokkrir enn alvarlega slasaðir. Þetta er óbjóður !
Það er stöðugt eitthvað að gerast hérna í Danaveldi, - ég held ég geti svo svariða að það fer að verða þannig ástatt að ég þori ekki útúr húsi lengur því ég er farin að óttast svo um líf mitt. Ég verð örugglega ein af þessum kolrugluðu hellisbúum, les yfir mig, verð geðveik og dey í eigin skít.
 
---
 
Ég fór út að hlaupa í gær, sem er kannski ekki frásögum færandi,.. nema hvað að þau voru nú naumast ólm skordýrin að fljúga á mig. Svona frá 10-15 sinnum fékk ég eitthvað upp í augun, eyrun, nefið eða munninn. Og ég get sko sagt það, fyrir þá sem ekki hafa prófað að fá flugu í nefið, að það er ekki það allra skemmtilegasta sem að maður prófar. Sérstaklega þegar að maður er að hlaupa og pústa.
Nú - það skemmtilega gerðist svo einhversstaðar á miðri leið, að það flaug eitthvað frekar stórt upp í nefið á mér og alla leiðina upp í nefgöngin. Þar sem að ég var ekki með klósettpappír, þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að snýta mér,... ég reyndi að gera svona eins og fótboltakallarnir gera alltaf.. snýta sér út í loftið.. en þar sem að ég er of mikil pjattrófa og ekki viss um að það tækist, þá hætti ég við ( vildi ekki hlaupa um allan bæinn með hor hangandi á bakinu og ekki vitandi af því ). Þannig að ég ræskti mig og ræskti og hóstaði eins og brjálaður maður,.. hristi hausinn og beyglaði nefið ( var sem betur fer að hlaupa úti á einhverju engi þar sem lítið er af bílum, .. en kýrnar horfðu samt alveg nógu undarlega á mig ! )
Skyndilega fann ég alveg svakalega ilmlykt.. og ekki bara lykt.. heldur bragð. Og þá áttaði ég mig á því að þetta var svona frjókorn ( svona eins og er svo mikið í loftinu núna, - og ég held að ég sé með ofnæmi fyrir ).
Og að sjálfsögðu byrjaði ég að hnerra og hnerra.
 
Þannig að þarna var ég á meðal kúa og hesta, hóstandi og ræskjandi mig milli þess sem ég hnerraði og grenjaði ( ég fæ alltaf tár í augun þegar ég hnerra ), örugglega með smá hor í annarri nösinni og skyrp-afganga í öðru munnvikinu og á öxlinni ( því það var vindur og ég kann ekki að reikna út árekstur vindáttar og skyrps), frjókorn í nefholunum og flugu í munninum, og með það eitt að leiðarljósi  að HÆTTA ALLS EKKI að hlaupa !!!!!
 
Það vildi nú svo skemmtilega til að bansans frjókornið rataði niður úr nefholunum og lenti aftast á tungunni á mér.. einhverjum 2-3 mínútum síðar. Það þarf ekki að taka það fram að það tók ekki nema sekúndubrot fyrir frjóið að rata út úr munninum á mér og út á engi !!!
Skemmtilegt ferðalag fyrir litla frjókornið. Svona eins og fólk sem að tekur spagettí ( eða það sem er verra... ORMA ) og treður því í gegnum nasirnar á sér og dregur það svo út um munninn. Jaccchhh !
En þetta hljómar nú soldið ljóðrænt... litla frjókornið.... ég ætti kannski að gefa út barnabók; LITLA FRJÓKORNIÐ OG NASAGÖNGIN.
 
Talandi um orma og aðskotahluti í líkamanum... þá sá ég einhvern tímann í sjónvarpinu frétt um konu sem að af einhverjum ástæðum fór til læknis ( minnir að hún hafi haft svo svakalegan hausverk ) og þegar það var tekin röntgenmynd af hausnum á henni, þá kom í ljós að hún var með einhvern VIÐURSTYGGILEGAN orm í heilanum !!!!!!!!!!! Og eins og það sé ekki nógu ógeðslegt... hann var ennþá LIFANDI  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Og þegar læknarnir fóru að grafast aðeins fyrir um astæðu þess að hún væri með þennan viðbjóð í hausnum ( þetta var samt enginn venjulegur ormur,.. þ.e.a.s ekki ánamaðkur !! :) þá kom það í ljós að þegar þessi sama kona hafði farið á kínverskan veitingastað og fengið sér að eta, þá var þessi ormur í einhverri máltíðinni. Og eftir að hún hafði étið hann og hann endað í maganum... þá tók hann sig bara til og skreið alla leiðina upp.. eins langt og hann komst. Svo var hann bara þarna uppi - einhversstaðar milli heilahvela - í nokkur ár !!!
 
Hversu ÓGEÐSLEGT er þetta ? Ég á ALDREI ALDREI eftir að gleyma þessu.
 
Ihhhh.. nú er ég komin með gæsahúð niðrí rass !!!
 
Það væri nú skemmtilegt ef að ég hefði í raun og veru ekki skyrpt frjókorninu út.. heldur hefði það mjakað sér upp eftir líka.. og svo eftir nokkur ár.. færi ég til læknis útaf brjáluðum hausverk.. og þá kæmi í ljós að ég væri bara komin með blóm í heilann !!!
 
Svona er nú lífið ekkert nema ormar og frjókorn...
until we meet again...




mánudagur, júlí 19, 2004

11 DAGAR ÞAR TIL VIÐ FLYTJUM TIL ÅRHUS.. 

Hola mi amigos y amigas !
 
Kellingin er alveg að springa úr gleði í dag. Ég eiginlega veit ekki af hverju,..  mér finnst bara allt alveg yndislegt og gaman að lifa. Og það furðulega er.... að það er ekki sól !!! :)
 
Ég er búin að vera á netinu núna í kannski klukkutíma að skoða síðuna hans dr. Phils. Hvað er í gangi - gæti maður spurt sig !?!
En ég skal bara viðurkenna það að þessi síða er alveg ágætis afþreying, kallinn veit hvað hann segir.
Æjj, mér finnst samt soldið fyndið að fólk geti komið og sest í stólinn hjá honum, hann talað við það í 10 mínútur, og fólkið frelsast og allt verður betra eftir það !
Bara svona svipað og hann þarna Benny Hinn, ( ekki hinn .. heldur hinn BENNY hinn.. ahahaha )kallinn sem stóð með míkrafón uppi á sviði, lagði höndina á ennið á t.d lömuðu fólki, það féll í yfirlið, hann mumlaði eitthvað í fóninn og nokkrum sekúndum seinna stóð það upp og labbaði af svipinu hágrenjandi af því að hann hafði læknað það.
Ég á eitthvað svo erfitt með að trúa þessu, - en samt... fólk vill nú ólmt halda því fram að þetta sé satt !
Af hverju ekki bara að borga kallinum dágóða upphæð, senda hann frá einu landi yfir í annað og lækna alla og laga,.. fyrst að þetta er að virka !?!? Ég meina  - fjandinn hafi það,.. ef hann getur sett höndina ofan á hausinn á mér ( og ekki skemmt hárgreiðsluna mína ) og minnkað á mér rassinn...... fine by me!!

 
---
 
Ohhh, hún Nynne (  kötturinn ) er svo sæt. Mamma Martins var búin að segja mér að þegar við förum að sofa á kvöldin, að þá þyrftum við helst að skilja hurðina eftir aðeins opna, því að Nynne finnst svo gott að stökkva upp í rúm til hennar og liggja í fanginu á henni og láta klappa sér og klóra rétt fyrir svefninn.
Og það er hún búin að vera að gera seinustu nætur síðan að foreldrar Martins fóru til Ítalíu. Og í gær var hún svo OFFFFURSÆT að mig langaði að kreista hana alveg í gegn. Hún bara lá svo saklaus ofan á lærunum á mér og malaði og malaði ( eða hvað hljóðið nú kallast sem að kettir gefa frá sér þegar að þeim líður vel ) meðan ég klappaði henni í 20 mínútur. Ég var nú orðin soldið þreytt á þessu í endann og langaði að fara að sofa, en af því að hún var svo megasæt þá þráaðist ég við og hélt áfram, þar til að hún gaf mér leyfi til að hætta.
 
Ég hugsa að ég verði að kaupa mér kött þegar ég verð eldri.
Langar samt pínu meira í hund, af því að ég held að maður verði svona aðeins meira tilfinningalega tengdur hundum en köttum. Svo skilja hundar miklu betur svona skipanir en kettir.
Ekki það að ég hafi reynsluna, en hún Nynne er bara eitthvað svo rosalega vitlaus. Skilur ekkert og getur ekkert. Ég veit ekki, kannski er það bara af því að hún er ennþá "kettlingur" - ekki nema 1 árs.
Ihhh, hún er svoooo sæt :)
 
---
 
Þetta var daglegt dýrainnskot, .. skemmtilegt að vanda !!
 
Hvað er í gangi með mig ? Ég var einmitt að segja Lindu systur að það er eitthvað að. Ég er farin að segja svo hryllilega leiðinlegar sögur að það er bara ekki mönnum bjóðandi. Ég lái fólki það ekki þó að sé löngu hætt að lesa bloggið mitt. Ég er bara alveg búin að missa allan húmorinn minn, og ekki bara hérna á blogginu, heldur líka í virkeligheden. Ég get svariða, ég held að Martin hljóti að fara að hætta með mér. Svona 3 sinnum á dag eyði ég kannski 5-10 mínútum í að segja sögur, sem allar hafa bæði inngang, forgang, aðalatburð, ris og fall,.. og svo þegar ég er búin að klára, þá horfir Martin á mig svona eins og hann langi til að segja; " OOooooog ?? " eða " and your point ??? " en af því að hann er svo elskulegur þá gerir hann það aldrei. Og til þess að ég líti ekki eins hallærislega út, þá enda ég alltaf á því að segja eins kaldhæðnislega og ég get; " þetta var nú skemmtileg saga !! ".. svona rétt til að bjarga mér úr skítnum. Lofa sjálfri mér því að hugsa mig tvisvar um næst þegar ég ætla að segja sögu, jafnvel að prófa að skrifa hana niður á blað og lesa hann upphátt til að athuga hvort að hún sé þess virði,.. en... ég læri ekkert af mistökunum !
 
Kannski ég ætti að skrifa Dr. Phil;
 
" Dr. Phil. I tell so uninteresting stories. I´m afraid my boyfriend is gonna break up with me. What can I do ?? "
 
---
 
Ohh well ohh well,
langar samt að biðjast afsökunar ef að það koma einhverjar MEIDJÖR stafsetningavillur hérna hjá mér á blogginu. Er stundum löglega afsökuð, þar sem að einhver hluti eru innsláttarvillur. En sannleikurinn er hreinlega sá að ég er farin að ryðga allsvakalega í íslenskunni. Ég veit nákvæmlega hvað mig langar að segja á ensku, en svo þegar kemur að því að segja það á íslensku,.. þá stend ég á gati. Þarf í alvörunni stundum að stoppa og prófa að skrifa orðið á tvenna vegu,.. vega og meta.. og svo taka lokaákvörðun. Stundum er ég alveg 100 % viss,.. stundum verð ég að taka sjénsinn. Allar ábendingar eru vel þegnar !! :(
Merkilegt samt,.. vegna þess að ég er bara búin að vera hérna í rúman mánuð. Að vísu erum við Martin nottla búin að vera að samskipta ( hahaha.... communiceit-a ) á ensku síðan við byrjuðum saman,.. en samt. Hvernig ætli staðan verði eftir 2 ár ?
 
En ég er allavegana farin
það kemur ykkur ekkert við hvert,..
neiiii, ég segi svona,.. ég er enn glöð :)
víhaaaa.. flyt til Århus eftir 11 daga
adios mi amigos y amigas
chi .. chiiiing !
 






sunnudagur, júlí 18, 2004

13 DAGAR ÞAR TIL VIÐ FLYTJUM TIL ÅRHUS 

SUMARIÐ ER KOMIÐ HÉRNA Í DANMÖRKU !!
 
Loksins loksins loksins er sólin farin að láta sjá sig. Í gær var hérna alveg glimrandi gott veður, heiðskýrt og 25° hiti og sagan endurtók sig svo í dag. Veðurfræðingarnir eru nú allir búnir að lofa GÓÐU veðri í næstu viku og ég hef bara ekkert út á það að setja.
 
---
 
Í dag kíktum við Martin niðrí miðbæinn. Það var allt morandi í fólki, enda brjálæðislega gott veður, svo að við settumst niður og fengum okkur gott í gogginn. Ég pantaði mér ommelettu með kjúklingi sem var GEÐVEIKT.. sem ég svo skolaði með einu vægast sagt HJÚMANGUS bjórglasi; fyrsti bjórinn sem ég hef drukkið síðan að við komum til Danmerkur. Og ég get svo svariða ég fann á mér eftir hann. Nota bene,.. þetta bjórglas var mjög stór,...kannski álíka og 1 og hálfur Tuborg í dós,.. og ef ég hefði ekki étið á mig gat af ommelettunni, þá hefði ég örugglega gert aðeins meira en að finna á mér ! ;)
 
---
 
Ég er byrjuð að pakka niður.
Ég held ég verði að éta það ofan í mig að ég tók með mér ALLT ALLT ALLT of mikið af fötum hingað til Danmerkur í fyrstu ferð ( það eru ennþá eftir 2-3 kassar heima á Íslandi sem verða sendir í næstu viku !! )
Málið er það að ég bjóst við að það yrði meira í gangi hjá okkur MArtini hérna í Holbæk. En þar sem að karlanginn er allaf svo hryllilega þreyttur eftir hvern vinnudag að þá hefur hann ekki mikla orku í að gera neitt annað en að sofa. ( Fyrir utan það að það er ekkert sérstaklega mikið í gangi í þessum litla bæ :)
Þannig að ég tók þá gífurlega erfiðu ákvörðun áðan, að aðskilja sum fötin frá öðrum, og pakka þeim niður sem ég hef lítið eða ekkert notað.  Það er nú búið og gert en mér líður samt illa í hjartanu,.. finnst erfitt að vita af fötunum mínum krumpuðum og samanþjöppuðum í tösku frammi á gangi. EInhvern veginn meikar meira sens að öll fötin séu saman, þó svo að ég noti þau ekki.
En spara spara spara... ég spara mér tíma með þessum undirbúningi þannig að ég verð bara að sætta mig við stöðuna eins og hún er !
 
---
 
Jæks ! Í fyrrakvöld fór ég á klósettið til að gera mig klára fyrir svefninn. Ég tók af mér gleraugun og lagði þau frá mér á vaskinn og settist svo niður til að pissa.
Skyndilega sá ég útundan mér eitthvað
grænt hoppa til og frá á gólfinu, en þar sem að ég var ekki með gleraugun á mér var ég engan veginn að átta mig á því nákvæmlega hvað þetta var ( fyrir þá sem ekki vita, þá er ég blindur maður ef ég er hvorki með gleraugun né linsurnar ) ( örugglega líka ef ég er með bæði í einu !!! ). Það læddist samt að mér sterkur grunur að þetta væri froskur. Þannig að ég flýtti mér  að pissa ( rembdist eins hratt og ég gat ) en dýrið kom ískyggilega nálægt mér og ég var ekki langt frá því að hoppa af klósettinu og bara láta bununa ganga ofan í brækurnar mínar. ( Rétt náði að klára að tappa af ofan í klósettið sjálft ! )
Þannig að ég teygði mig í gleraugun til að líta kvikindið augum í fókus... og viti menn.. þetta var bara saklaust fiðrildi.
Eða, ég veit ekki alveg hvort það var saklaust,.. því það  flögraði eins og brjálaður maður útum allt og á allt ( meðal annars mig ).  En það var ógeðslega flott þetta fiðrildi og hefur örugglega verið eitthvað verðlaunafiðrildi, því að ég hef aldrei séð annan eins lit á einu slíku.
Þannig að dýravinurinn sem ég er náði í einhverja plastkrús og dömubindi ( ónotað !),  beið eftir að fiðrildið róaðist aðeins, lagði krúsina yfir það, og dömubindið fyrir gatið og hleypti því svo út um gluggann.
En þegar ég hélt að það væri flogið út í nóttina og dró að mér hendina til að skila plastkrúsinni, þá var það ennþá inni í glasinu. Það brjálaðist aftur og flaug um allt baðherbergið en ég hreinlega nennti ekki að eltast við það meira,.. þannig að ég lét það eiga sig.
Veit ekki sögunnar meir,.. kannski er það ennþá inni á klósetti, finnst það samt ólíklegt því að heimiliskötturinn væri sennilega búinn að éta það :)
 
Ok ok,.. þetta var kannski ekki besta sagan sem ég hef sagt hingað til, en hún hefði pottþétt verið í topp 10 ef ég hefði pissað í brækurnar !!!
 
---
 
Jæja,.. ég er farin að horfa á Miss Matc og Strong Medicine sem mamma sendi mér
until we meet again,..
turilú.....
 
 
 
 
 







fimmtudagur, júlí 15, 2004

SHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIITTTTTTTTTT !!!

Íbúðin okkar í Århús er alveg GEÐVEIK !

---

Vöknuðum ansi snemma í morgun og keyrðum yfir á Jótland.
Vorum mætt á svæðið rétt fyrir 11, og húsið sjálft leit miklu betur út heldur en seinast þegar við komum,.. allt á réttri leið, en samt alls ekki tilbúið ( enda allt morandi í verkamönnum og lyfturum og gröfum .. )
Við fórum rakleiðis að lyklaafhendingunni, Martin þurfti að sýna persónuskilríki, skrifa undir, og svo FENGUM VIÐ AFHENTA LYKLANA AF ÍBÚÐINNI OKKAR !!!!!
Og þá var ekkert eftir en að vígja lyklana, og það gerði Martin og ég tók mynd.

Íbúðin er svo GEÐVEIKT, að það er ekki eðlilegt. Eldhúsið er bara súper og allt álveg glænýjasta hönnun. Ísskápurinn er hjúmangus og eldavélin er voðalega tæknileg eitthvað. Nóg skápapláss og frábær lýsing.
Parketið á gólfunum er mjög flott, svefnherbergið var stærra en mig minnti og klósettið er rúmt og gott með SVAÐALEGUM spegli og borðplötu, risa-sturtu og flottu plássi fyrir þvottavél.

Við Martin vorum svo æst að við töluðum og töluðum ofan í hvort annað, komum með hugmyndur og uppástungur. Við vorum að vísu nokkurn veginn búin að taka svona stærtu ákvaðanirnar fyrir nokkrum vikum síðan,.. en þetta er allt saman að smella svo fullkomlega að við bara getum ekki haldið vatni.

Það var allt morandi af fólki að ná í lyklana sína og flestir byrjuðu að flytja inn strax í dag. Lang lang laaaaang mesti hlutinn voru krakkar á okkar aldri, og ef þetta var eldra fólk, þá var það held ég flest í sendiferð fyrir börnin sín sem áttu að fá íbúðirnar en gátu ekki mætt á staðinn sjálf.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa tilfinningunni þegar við komum þarna inn. Ég var næstum þvíin farin að grenja ég var svo ánægð; íbúðin er svo fullkomin og allt umhverfið er svo flott. Það er ALLT í innan við 10 mínútna hjólafjarlægð ! :) vííííhaaaaaaaaaaaa !!!!

Eftir að hafa kíkt á íbúðina, tjékkað hvort að flest allt virkaði og mælt ALLA veggi, þá fórum við í nokkrar húsgagnaverslanir til að setja svona punktinn yfir i-ið í hugmyndasöfnun.
En svo þurftum við að keyra frá Århus klukkan hálf 5, þar sem að það tekur tæpa 3 tíma að keyra þaðan og hingað, og foreldrar Martins eru að fara til Ítalíu í fyrramálið, svo að þau þurftu að fara að hlaða bílinn sem fyrst í kvöld.

---

Þannig að staðan í dag er svona; ÉG ER ALVEG AÐ PISSA Í BRÆKURNAR AF SPENNINGI OG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ MÁNUÐURINN LÍÐI OG VIÐ FÖRUM AÐ FLYTJA BÚSLÓÐINA YFIR TIL ÁRHÚSA. ÉG HREINLEGA GET EKKKKKI BEÐIÐ !!!!
JÆKS ! ;)

Ég ætla að setja nokkrar myndir hérna til hliðar, undir DANMÖRK II

En ég er alveg útkeyrð eftir sérstaklega annasaman dag,
bið að heilsa
sæjonaraaaa....




miðvikudagur, júlí 14, 2004

Eftirtaldir hlutir fara EINSTAKLEGA mikið í pirrurnar á mér;

* að klæða mig í gallabuxur þegar ég er nýkomin úr sturtu og nýbúin að þurrka mér ( en er ennþá soldið þvöl )
* smyrja nýtt og mjúkt brauð með ísköldu smjöri ( þannig að brauðið rifnar ! )
* þvo upp ostaskera þegar osturinn er harðnaður og pikkfastur á skeranum....

Ég er samt alls ekkert bitur, áttaði mig bara á þessu þegar ég kom úr sturtu í dag og fór að smeygja mér í þröngu gallabuxurnar mínar, og það tók nokkrar hífingar og hopp til að koma þeim á réttan stað. Og þetta tók þvílíkt á, að ég þurfti að byrja á því að þurrka svitann úr andlitinu á mér áður en lengra var haldið !
Langaði bara að koma þessu á framfæri, því að ég held að það séu einhverjir þarna úti sem að eru að kljást við samskonar pirring :)

Svo ætlaði ég formlega að biðjast afsögunar á þessari niðurrökkun sem átt hefur sér stað í garð krónprinshjónanna ! Það fer víst eitthvað fyrir brjóstið á sumum sem lesa þessa síðu, hvesu ósátt ég er við þau. Þau eru örugglega alveg ágæt.
( Tek það samt fram að mér líkar ekkert betur við þau :)

---

Dagurinn í dag er búinn að fljúga frá mér, og búið að vera alveg nóg að gera. Það er skemmtilegt frá því að segja að ég þurfti 3 sinnum að hjóla nákvæmlega sömu leiðina og heim aftur í dag,- og ég get ekki sagt að það sé það skemmtilegasta sem ég geri.
Málið er nefnilega það að ég hjólaði niðrí bæ í morgun til að skúra, og svo aftur heim. Síðan fór Martin í klippingu og hársnyrtistofan er staðsett niðrí bæ og ég ákvað að skella mér með honum, þannig að um 4 tímum seinna hjóluðum við aftur niðrí bæ, og svo heim.
Og svo í þriðja skiptið þurfti ég hjóla nnúna rétt áðan þegar að ég fór í hina skúringavinnuna, þar sem að pabbi hans Martins er úti að spila golf, og þess vegna enginn bíll á heimilinu !

En ætli maður hafi ekki bara gott af þessu.

Ohh well ohh well.. ég er að fara að horfa á EXTREME MAKEOVER - HOME EDITION ( geðveikt skemmtilegur þáttur þar sem útvaldar fjölskyldur fá allt húsið endurinnréttað. Alveg magnaðir þættir, segi ég ! )

kveðjur að handan,...




þriðjudagur, júlí 13, 2004

Seinasta helgi var einstaklega annasöm hérna á flugvellinum i Kaupmannahöfn; 45 þúsund manneskjur tóku af stað FRÁ Danmörku - á einni helgi !!!!! ( Og örugglega um 95% voru á leiðinni suður í sólina!) Og búist er við því að næsta helgi verði sú allra annasamasta í sögu Kastrup-flugvallar, enda eru flugvallarstarfsmenn í óðaönn að undirbúa sig fyrir þá helgi ( örugglega mest sálrænt samt )! Þetta er brjálæði !!! Þetta sumar hérna í Danmörku er búið að vera svo ógeðslega skítt að það er ekki eðlilegt. Og það lítur ekki út fyrir að það sé neitt að fara að breytast, spáð rigningu næstu dagana !

Og meðal þeirra sem eru að halda suður á bóginn eru foreldrar Martins og systir - þau eru öll á leiðinni til Ítalíu núna á föstudaginn. Jæks hvað ég er öfundsjúk !

---

Milljónamæringar fara ÓGEÐSLEGA í pirrurnar á mér; þ.e fólk sem að á ekki skilið að vera ríkt en er það samt !
Eins og t.d með kóngafjölskylduna hérna í Danmörku.. ég er nú búin að hella úr skálum reiði minnar varðandi þau ALLTOF háu laun sem að Friðrik krónprins fær ( fyrir að gera ekki neitt ).
Nú er öll fjölskyldan farin að græða á því að selja gamla muni; gamlir bangsar og bílar sem að Friðrik lék sér með þegar að hann var lítill. Eins og þau eigi ekki nógu mikinn pening fyrir ???

Svo var ég að sjá þátt í Opruh ( Oprah my hero ! ) þar sem að hún var með svona opið hús og fólk gat komið með hvaða mun sem er til að fá hann metinn.
Það var alveg merkilegt hvað fáránlegustu hlutir voru metnir hátt. Fólk varð alveg milljón krónum ríkara... bara fyrir að koma með eina skitna grísastyttu eða blómavasa!!!
Spurningin að fara að gramsa í gegnum geymsluna sína.. aldrei að vita hvað leynist þar.

Hvað ætli maður myndi gera ef að maður yrði skyndilega milljónamæringur ? Bara fríka út og eyða og eyða og eyða ?
Ég veit að ég myndi alveg missa mig... sjitt hvað það er mikið sem mig langar að kaupa mér! :)

En jæja, ætla að fara að horfa á restina af Romy and Michelle´s High Scool Reunion
hasta la vista..






mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja ! Ekki mikið ævintýralegt búið að gerast hérna seinustu dagana, allavegana ekki miðað við hérna á tímabili, þá var alltaf eitthvað frásagnarvert. Ekki núna !

Helgin fór bara í algjöra afslöppun og í hnotskurn var hún þannig að við lágum uppi rúmi eða sófa og horfðum á sjónvarpið ! Ég reyndar fór yfir 2. kafla í spænskunni minni. Ætlaði reyndar að vera búin að vera miklu duglegri,- en það verður bara að hafa það.
Svo leigðum við RUNAWAY JURY á laugardaginn og Martin sofnaði yfir henni,... líka ! Karlanginn, hann er svo afskaplega þreyttur að hann bara hreinlega er að hniga niður. Ég held að hann sé kominn með langþreytu eða eitthvað svoleiðis, án djóks. Hann er algjörlega búinn að keyra sig út, en það sem meira er, er það að hann bara heldur áfram. Hann er alltaf að hugsa um þessa blessuðu íbúð; " verð að vinna mikið svo að við fáum pening fyrir íbúðina !!! " Guð blessi hann !!

Og talandi um íbúðina,.. það eru ekki nema 4 dagar þar til að við fáum afhentan lykilinn. Gaman gaman !

Alveg hreint merkilegt hvað sumarið er búið að líða hratt - það er hálfnað. Og svo eftir 3 vikur þá verðum við alfarið flutt til Århus-ar. Og þá verður maður að fara að kynnast nýrri borg og læra inn á allt saman.. þar á meðal tungumálið. Já ! Danskan sem er töluð á Jótlandi er nefnilega töluvert mikið öðruvísi en sú danska sem er töluð á Sjálandi, og töluvert ljótari og hallærislegri ( finnst öllum sem búa hérna á Sjálandi! ). Systir hans Martins er margbúin að láta mig lofa sér að ég fari ekki að tala jysk-u. Ég reyni að lofa því. Held samt að það séu ekki miklar líkur á því. Ég hugsa að ég muni bara alltaf tala dönskuna mína með íslenska hreimnum mínum.
Merkilegt samt, .. að ég hef 2 sinnum lent í því að vera spurð hvort að ég sé sænsk þegar ég hef verið að tala dönsku ! Þannig að kannski er ég ekki með eins íslenskan hreim og ég held !

En jæja.. ég er farin út að hlaupa
kveð að sinni,..
aidos...





laugardagur, júlí 10, 2004

Úff ! Vesen og aftur vesen !

Þannig standa málin, að Arna Eir og Sjöfn Eva vinkonur mínar eru staddar hérna í Danmörku að heimsækja fyrrverandi bekkjarfélaga sína og kærasta Örnu ( allir sem eru eitthvað búa nefnilega í Danmörku ! :) og við höfðum planað fund.
Ég ætlaði að taka lest ( með hjálp Martins ) til Köben og hitta þær einhvern daginn.
Nú - þar sem að ég er komin með aðra skúringavinnu þá flæktust málin aðeins, vegna þess að önnur skúringavinnan þarf helst að vera unnin um hádegisbil og hin um kvöldmatarleitið. Og af því að það tekur um 1 klst hvora leið frá Holbæk og til Köben, þá fannst mér soldið bjánalegt að skúra, taka svo lest til Köben, hitta þær í 2 klukkustundur og taka svo lest heim til að geta farið að skúra í hinni vinnunni !

Þannig að það var eiginlega bókað mál að ég gat ekki hitt þær á virkum degi, og þar sem að þær voru að fara heim á sunnudegi þá var eiginlega eina lausnin laugardagur ( í dag ! )
En af því að ég kann ekki á lestarkerfið og Martin var að vinna í dag, þá var það eiginlega út úr myndinni.
Eina mögulega lausnin var sú að Martin myndi skutla mér þegar hann væri búinn að vinna, og það valt allt á því hvort að hann gæti fengið bílinn ( en pabbi hans Martins er MJÖÖÖÖG oft í golfi, og þá er enginn bíll á heimilinu, - bara hjól !!! )

Svo heyrði ég í örnu upp úr hádegi í dag, og þá var Martin enn að vinna og foreldrar hans úti á bílnum !
Þannig að planið fór allt í mauk og ég gat ekki hitt þær :(
Vonandi bara þegar Arna kemur næst ( sem verður í byrjun næsta árs ) ( veit ekki hvort Sjöfn kemur með henni ) - og þá er eins gott að vera búin að plana þetta aðeins betur !

Þannig að nú er ég bara einmana sál á leiðinni út í búð til að kaupa nammi til að drekkja sorgum mínum ! :(

Annars hef ég ekki mikið meira að segja í bili,
.. hasta la vista...bebe...




fimmtudagur, júlí 08, 2004

Ég er s.s komin með nýja skúringavinnu og þetta er einhverskonar glæpa-réttur sem ég á að skúra. Þetta er risasvæði með helling af skrifstofum á 2. hæð í einhverju stóru verslunarhúsnæði. Og alltaf þegar ég labba upp tröppurnar þá þyrpast að minningar frá útskriftarferðinni; lyktin þarna á ganginum er NÁKVÆMLEGA eins og lyktin var inni í AQUAMARINA hótelinu sem við gistum á. ´

Alveg merkilegt hvernig maður getur tengt allskonar mismunandi lyktir við mismunandi atburði. Rétt eins og þegar ég finn prumpufýlu, þá hugsa ég alltaf um Martin :)Skemmtilegt hvernig þessi blessaði heili virkar !

Neiii, ég segi svona !

---

Ég er orðin alveg veik fyrir því að fá mér tattú. Hefur lengi langað í eitt stykki, en núna seinasta árið er ég búin að vera sérstaklega æst. Svo í gær var Trausti brothahh að fá sér.. og maður lifandi.. það er GEÐVEIKT ! Þetta er svona tribal tattú á handlegginn á honum og fer honum GEÐVEIKT vel. Þannig að vonandi vonandi fæ ég að splæsa á sjálfa mig einu litlu um næstu mánaðarmót. ( Ef fjárhagurinn leyfir ! )

But that´s all for now, my kids
see you when you get there
adios...





miðvikudagur, júlí 07, 2004

Það hvílir yfir mér einhver bölvun; ég er búin að vera með MARSBÚARNIR með "Bogomil Font og Milljónamæringunum" á heilanum í allan dag. Hvað er málið ???

Annars er dagurinn í dag búinn að vera alveg ágætur. Sólin lét sjá sig í.. það voru reyndar ský inn á milli.. en ég gat samt legið í garðinu í smástund og það er fyrir öllu.
Svo fór ég að skúra og Fine, systir hans Martins, kom með mér. Það tók ekki nema 30 mínútur.. ekki slæmt þar sem að ég fæ borgað fyrir 1 og hálfa klukkustund.

Ég skil ekki eitt við Danina; þegar að þeir tala um frí þá tala þeir alltaf um vikur. Það er ÓÞOLANDI, því að ég þarf alltaf að fara að reikna til baka.
,, Hvenær ferð þú í frí ? "
- " Ég fer í frí í viku 28. og 29. "
Hvað á þetta að þýða!?! Og það nota allir þetta system. Meira að segja búðareigendur skrifa þetta á miða og hengja í gluggann á búðunum sínum.
" VI HOLDER FERIE I UGE 29 OG 30 "

En allavegana,.. ég er dauðþreytt, vaknað langt fyrir aldur fram í morgun, af því að nágranninn var að klippa runnana ( 7.45 !!!!! )
Og hef þess vegna ákveðið að leggjast snemma til rekkju.

" Marsbúarnir, þeir lentu í gær,
á gulum diski með ljósin skær.
Þeir reyndu að kenna okkur, smá rokk og ska
en samt kunna þeir best cha cha cha.

Og þeir keyra um sólkerfin kátir,
koma við þar sem þeirra er þörf.
Þeir eru bæði kúl og eftirlátir
og kenna okkur góð og gagnleg störf,..
.. til dæmis.. að drekka súkkulaði
borga gamlar skuldir
slappa af í baði..
.. og ALLT !!!
durururururururuu........................




þriðjudagur, júlí 06, 2004

Jæja ! Ég er sem sagt komin með aðra skúringavinnu.

Við Martin fórum þarna saman í gær og hittum konuna. Hún fór yfir allt saman og sýndi okkur hvað skal gera á hverjum degi. Þetta er ógeðslega stórt svæði og miklu meira heldur en hitt ( bæði skúringavinnan sem ég er með niðrí bæ og hin skúringavinnan sem að var hérna soldið langt fyrir utan ( sem að ég er ekki lengur með, því að við gátum bara fengið hana í 2 vikur !! ))
Við gleymdum reyndar að spurja konuna hvort að við gætum sameinað báðar vinnurnar og unnið þær báðar á kvöldin... en svona við nánar umhugsun, þá hreinlega held ég að ég nenni því ekki. Ég nenni ekki að eyða 3 klst á kvöldin í að skúra.. því það er oftast soldið mikið í sjónvarpinu. Fjandinn hafi það,.. ég hjóla bara 2 á dag !

Þannig að við byrjuðum í gær og unnum þetta saman. En frá og með kvöldinu í kvöld ætla ég að fara ein. Martin bauðst til að koma með mér á hverjum degi,.. en mér finnst það ekki sanngjarnt þar sem að hann er að vinna 10-12 tíma á hverjum degi. Hann ítrekaði það aftur að það væri ekkert mál, hann gæti alveg komið með mér. Á endanum komumst við að því samkomulagi að hann kæmi með mér á föstudögum. En ég veit ekki hvort ég ætla að standa við það,.. mér finnst hann eiga skilið að hvíla sig.

---

Mig langar svo til sólarlanda. Það eru ALLIR Danir að flýja þetta lortevejr ( skítaveður ). Það er frétt liggur við á hverjum degi í mogganum af fólki sem að fékk nóg of fór suður á bóg.

Og annað sem að er búið að vera í fréttum hérna í Danaveldi;
Það eru svo ótrúlega margar nauðganir í gangi þessa dagana að það er skömm. Um daginn var 13 ára stelpu nauðgað á klósetti í lest af 21 árs strák. Svo er byrjað að nauðga á Hróarskeldu. Einhver ógeðslegur handboltaþjálfari er sakaður um að hafa nauðgað NOKKRUM stelpum sem að hann kynntist í gegnum internetið..... Djöfulsins viðbjóður !!

Svo var 10 ára strákur sem að hengdi sig í tré fyrir helgi !!!

Hvað gengur eiginlega á, maður spyr sig. 10 ára !!!! Kann hann að reima skóna sína.. ? Búa til hnút ??

Og svo í gær var 36 ára maður sem hrapaði til bana eftir að hafa verið í svona svifdreka sem var hengdur aftan á bíl. Ég las ekki alla greinina en ég held að þetta hafi verið einhverskonar steggjun, því að hann átti að fara að gifta sig núna á laugardaginn !!!

Mikið er nú gott að búa á Íslandi. Það er ekki svona svakaleg dramatík í gangi allan tímann. Og á Íslandi er hægt að kaupa Smarties.. það er ekki hægt hér. Ég hef allavegana ekki séð það hingað til,.. nema kannski helst mini-smarties.. en það er ekki það sama ! Og á Íslandi er hægt að kaupa kókómjólk. MMMmmm... gæfi mikið fyrir eina fernu. Eða Trópí. Jæks ! Það er svo margt sem ég sakna af klakanum.. sem ég held að sé ekkert voðalega sniðugt að senda til mín. ( Sem dæmi túnfisksalat og rækjusalat !! )

En maður verður víst að bíta í það súra epli.
Og talandi um...... þá er heldur ekki hægt að kaupa almennileg súr epli í þessum bæ ! Hef allavegana ekki rekist á nein slík ennþá !

En þannig er nú það
langar að senda Trausta bróður kraftakveðjur... hann er að fara að fá sér GEGGJAÐ tattú á morgun... hann verður sko MEGA flottur og ég get ekki beðið eftir að fá senda mynd. Vííííhaaaaaaaaa...........




mánudagur, júlí 05, 2004

Ég er búin að átta mig á því að Drew Barrymore er í miklu uppáhaldi hjá mér !
Ég hef aldrei haft neina sérstaka skoðun á henni, hvorki slæma né góða.
En svo sá ég hana einhvern tímann í Jay Leno,.. og fannst hún alveg fjandi skemmtileg. Hún var rosalega mikið niðri á jörðinni, alls engir stjörnustælar og lét bara eins og henni langaði að láta, ropaði og sagði skemmtilega brandara.
Svo eftir það, þá hefur álit mitt á henni farið sívaxandi. Hún er alltaf rosalega náttúruleg, og bara hún sjálf og er ógeðslega skemmtileg í hverju einasta viðtali sem ég hef séð.
Svo í gær.. þá endanlega sprengdi hún allar tölur. Ég var að horfa á einhverja mynd með henni, sem var í sjónvarpinu. Hef aldrei heyrt um hana áður og veit ekki til þess að hún hafi verið sýnd í bíói. En allavegana, þá hét hún RIDING IN CAR WITH BOYS og var bara alveg ágætis-mynd. En Drew fór á kostum og ég fékk góða kastið yfir henni nokkrum sinnum.

Ég er nú samt enginn brjálaður fan,... langaði bara að benda á þetta, því að mér finnst miklu meira varið í hana heldur en margar aðrar leikkonur.

---

Ég er komin með aðra skúringavinnu, einn og hálfur tími á dag. Það eina slæma við hana er að hún þarf að vera unnin á kvöldin... helst eftir 7. Það góða við hana er að hún er hérna rétt hjá, þannig að ég get bara hjólað.
Svona til að vera nákvæm, þá er hún niðri í bæ, aðeins styttra heldur en hin vinnan mín. Þannig að það sem að er soldið leiðinlegt við þetta allt saman er það að þessar vinnur eru á næstum sama stað en eiga að fara fram á sitthvorum tímanum; önnur helst fyrir hádegi og hin eftir kl. 19. Þannig að ég þarf að hjóla niðrí bæ og aftur heim, og svo hjóla niðrí bæ og aftur heim ! Ekkert voðalega spennandi. En við ætlum nú að tala við konuna og athuga hvort að það sé möguleiki á að ég megi sameina þetta og skúra á báðum stöðum eftir klukkan 19 !
En það kemur allt í ljós,.. þegar að við tölum við hana á eftir.

Annars bið ég bara að heilsa
adios...




laugardagur, júlí 03, 2004

Ohh, men ! Eggjastokkarnir á mér eru FORMLEGA farnir að klingja. Heldur betur og gott betur ! Eins og jólabjöllur. Það eru nú reyndar soldið síðan að þeir byrjuðu, en seinustu vikurnar hafa þeir sko heldur betur verið á fullu !!
Ég er nefnilega alltaf inni á barnaland.is - það er alveg ótrúlegt hvað maður finnur marga sem maður kannast við eða þekkir sem eru komnir með börn.
Og það er alveg ÓTRÚLEGT hvað maður finnur mikið af hryllilega fallegum börnum. Það er nú orðið þannig ástatt hjá mér að ég bara prófa að stimpla inn eitthvað nafn og skoða síðuna hjá einhverjum og einhverjum ( svo framarlega sem að barnið er krúttlegt og sætt og ennþá lítið og bollulegt,... nenni ekki að vera að skoða síður hjá 6 ára börnum... með fullri virðingu fyrir öllum 6 ára börnum... ! )

Ég elska blönduð börn, svona börn með dökka húð, svart hár og kolbrún augu !!! :)
Ihhhh, þau eru svo sæææææt.
Ef ég get, af einhverjum ástæðum ekki eignast börn ( GUð forði mér frá því 7,9,13 ! ) þá ætla ég að ættleiða barn frá Spáni. Það er svo hreinlega á hreinu, og Martin fær ekki einu sinni að hafa skoðun á því máli, takk fyrir bless !

En að öðru leiti er bara allt gott að frétta,..
ég held,... HELD... að sumarið sé að fara að láta sjá sig hérna í Danmörku. Ég finn það á lyktinni.
Svo er rigningin aðeins farin að láta á sér standa og hitinn farinn að rjúka upp aftur. Seinustu 2 daga er meira að segja búið að sjást til sólar !!!!!

Guð ! Ég er orðin svo spennt að fara að byrja í skólanum, að það er ekki eðlilegt. Ég hugsa um það á hverjum degi. Og bara tilhugsunin um fáránlegustu hluti... eins og að sortera bækurnar mínar eða raða ofan í pennaveskið mitt gefur mér fiðring í magann ! vííííí !

En jæja, ég er farin að leggjast til hvílu
see you in a gran slaaaam
later... my homies....





föstudagur, júlí 02, 2004

Ég hreinlega verð að segja æstum blogg-lesendum mínum frá því hvað ég er búin að vera óheyrilega dugleg að hlaupa seinustu dagana.
En svo er nú mál með vexti, að seinustu 19 daga er ég búin að hlaupa sem samsvarar tæpum 100 km !!! Ég er alveg ÓGEÐSLEGA stolt og þið verðið að afsaka að ég sé að flagga þessu hérna á netinu,.. ég bara hreinlega VERÐ að fá að monta mig.

Fyrstu tvær vikurnar hljóp ég á hverjum virkum degi, 2 sinnum á dag. Fyrstu vikuna hljóp ég oftast 2* 3,5 km. Næstu vikuna hljóp ég 3,5 + 5,5 á hverjum virkum degi ( fyrir utan fimmtudaginn og föstudaginn þegar ég lá í flensu, svo að ég tók bara góðan hring á laugardeginum í staðinn ) og svo þessa vikuna hef ég farið út að hlaupa líka á hverjum degi einn stóran hring ( á milli 5,5 og 8 km )!

Ég er reyndar ekki búin að grennast neitt, sem ég skil reyndar ekki alveg vegna þess að ég er alveg að borða eins og ég er vön að gera; hvorki meira né minna. Að vísu fengum við sent þarna íslenskt sælgæti, en það breytir því ekki að ég er búin að vera að borða hollt líka, auk þess sem að mamma hans Martins huxar mikið um það hvernig hún eldar matinn og hefur sjaldan eða aldrei sósur og eldar allt eins fitusnautt og hún getur.
Þrátt fyrir það að ég hafi ekki misst nein kíló, þá er ég komin í alveg fanta-gott form. Og mér líður rosalega vel svona sálrænt af því að ég VEIT að ég er að hreyfa mig mikið. Ég vona bara að kílóin fari að fjúka núna bráðum !

---

Annars er bara allt gott að frétta. Ég var að lesa það í mogganum að danska sumarið eigi væntanlega að koma með stæl um miðjan júlí,... áætluð dagsetning er þann 11. !
Ég hreinlega biiiiiiiiiið til Guðs um að svo verði !
Og ég legg til að ALLIR Íslendingar leggist á bæn með mér !!!

Fyrir utan það,.. hef ég ekki mikið að segja og ætla bara að skella mér í sturtu núna og skola af mér hlaupsvitann.

Kveðjur að handan,...
Hermóður Lafmóður




fimmtudagur, júlí 01, 2004

Hvað er málið ????

Ég vaknaði í nótt klukkan 5 vegna þessa að það var svo ausandi hellandi demba að ég hef bara sjaldan á ævinni heyrt í þvílíku regni. Þetta var allavegana á topp 3 ! Við erum að tala um það að ég vaknaði ÚTAF RIGNINGUNNI !!!

Það er líka varla talað um neitt annað í dönskum fjölmiðlum ( fyrir utan hana blessuðu Mary Donaldsson ) en hversu ööööömurlegt þetta danska sumar er. Það er verið að grafa mörg ár aftur til baka til að sjá aðrar eins rigningatölur. Þetta er svakalegt. Og alveg sérstaklega tíbískt. Að sjálfsögðu er ekki gott veður í Danmörku þegar ég eyði heilu sumri þar. En öll hin árin, þegar ég er heima á Íslandi í grenjandi rigningu þá eru slegin hitamet í Danmörku. Þetta er svindl og ekkert nema bölvað svindl !!!
Ég las einhvern tímann, fyrir tveimur vikum minnir mig, í dönsku blaði að einhver danskur veðurfræðingur hafi spáð sumrinu í ár einhvern veginn svona;

* júní = rigning og leiðindaveður
* júlí = sól og danskt sumar
* ágúst = einstaklega extra sólríkt og hlýtt

Og so far, þá hefur hann haft rétt fyrir sér. En júlímánuðurinn byrjar svosum ekkert vel. En þetta kemur allt í ljós. Það er meira varið í Danmörk en bara sól og sólbað ( yeah right !!! :)

En annars að ALVÖRU sólskinsfréttum, þá á litla lambarassgatið mitt afmæli í dag, eins og ég sagði frá í gær. Fer að nálgast ellilífeyrinn. Suss suss !
Þannig að maður verður víst að fara að skella sér í sturtu og vera allur ilmandi og fínn þegar hann kemur heim úr vinnunni og tekur upp alla pakkana sína.
jIbbíííí - pakkar pakkar pakkar.......

Verð að fara að baðast
see you when you get there....






This page is powered by Blogger. Isn't yours?