fimmtudagur, júní 10, 2004

Þegar ég vaknaði í morgun fékk ég vægt sjokk. Ég labbaði úr svefnherberginu og út ganginn og ætlaði að fara á klósettið, en þá sá ég soldið á gólfinu sem átti ekki að vera þar; hluti af rófu heimiliskattarins !!! Og þetta er ekki djók.
Málið er nefnilega það að kötturinn hér á heimilinu og köttur nágrannarins eru sérstaklega miklir óvinir. Mamma Martins hefur nokkrum sinnum þurft að ganga á milli þeirra og aðskilja þá í slagsmálum ( þá sérstaklega með því að hrekja nágrannaköttinn í burtu, með því að slá hann í hausinn með skó !!! )
Þannig að ég ályktaði að þeir hefðu farið að slást í gær, og heimiliskötturinn ( Nönne ) misst hluta af rófunni. Nú, þar sem að mamma Martins byrjar ekki að vinna fyrr en 3, þá er hún alltaf hérna á heimilinu og tekur til og svona þar til hún fer í vinnu, en ef að það er gott veður ( eins og í dag ) þá situr hún úti í garði og baðar sig í sól. Í morgun var hún ekki heima, og ég var alveg sannfærð um að hún hafi farið með köttinn til dýralæknis. Ég hringdi í Martin til að fá það staðfest að hún ætti að fara að vinna kl. 3 í dag, sem var bara heilagur sannleikur, þannig að þetta var allt saman að smella og ég orðin frekar óróleg !

Nei nei, ég veit ekki betur en að mamma hans Martins labbar inn í eldhúsið, nokkrum mínútum seinna, á náttfötunum. Þá hafði hún skutlað systur Martins í skólann og lagt sig aftur. Ég auðvitað rauk til hennar til að segja henni tíðindin, spurði hvort eitthvað hafi komið fyrir Nönne og hún varð soldið svona stressuð og spurði " af hverju ? " - og ég bendi henni á hlutann af rófunni sem lá þarna á gólfinu.

Hún ætlaði ekki að hætta að hlæja, þetta var víst bara eitthvað kattaleikfang eftir allt !!!
Skuggalega líkt samt rófunni á Nönne, sami litur og "munstur" og allt !
Frekar mikið ég samt að vera eitthvað búin að búa til sögu í hausnum á mér, búin að "ákveða" hvað gerðist, og það er alltaf það versta !!!!

---

Heyriði, haldiði ekki að ég hafi bara séð stærsta geitung sögunnar í dag. Hann var inni í stofu í stofuglugganum að reyna að komast út ( í gegnum glerið ! )
Ég skil ekki með þessar blessuðu flugur, ... kenna mæður þeirra þeim ekki neitt. Hefur mömmuflugan aldrei sagt við barnið sitt " að fara ekki inn um glugga eða dyr hjá mannfólkinu, því það er svo erfitt að komast út ! "
Þessi boðskapur hreinlega virðist ekki komast frá einni flugukynslóð til annarrar, því þær eru alltaf að gera sömu mistökin.
Og annað,... fyrst þær komust inn, - af hverju komast þær ekki út ? Nei ég meina það, give me a break, sko !
Allavegana, flugan sem ég sá í dag, hún var svo gígantískt stór að hún líktist helst páskaunga ! Og ég sem var að telja mér trú um að ég væri ekki lengur hrædd við vespur.... það sem ég hélt að væri vespur hér um daginn, voru það greinilega ekki !
Anni, mamma Martins, var nógu mikil hetja og ýtti henni út með dagblaði eins og ekkert væri eðlilegra meðan ég stóð inni í herbergi og skalf og beið eftir að allt væri yfirstaðið !

---

Það er ekkert að frétta í vinnumálum, ég býst ekki við að fá neitt, þar sem að ég get aðeins unnið út júlí, sem gera 6 vikur, og ég bind ekki miklar vonir við það að það sé einhver að leita sér að vinnuafli í aðeins 6 vikur !
En what the hell,.... maður verður bara að bíta í það súra epli.

En jæja, ég er farin í bili
see you later, aligater
( talandi um aligater, steve krókódílakall á discovery-channel er alveg geðveikur, hann er svo skemmtilegur og segir svo skemmtilega frá, og kemur sér í allskonar fáránlegar aðstöður bara til að geta sýnt áhorfendum eitthvað sem honum finnst spennandi, og reyndar er það oftast !!! Tjékkið á honum ef ykkur gefst færi á !!!! )

kærlig hilsen
Frú Larsen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?