sunnudagur, febrúar 27, 2005

Úff ! Aaaalllir í stuðiiiii !!

Jæja.. ég ætla að byrja á því að óska henni Gunnu Dóru vinkonu minni til hamingju með daginn í gær. Hún Gunna er nú meiri selurinn, og henni er margt til lista lagt. Stúlkan atarna er einstaklega viljasterk, og það sannaðist aðeins í því að hana langaði svo mikið að verða læknir, að þegar hún RÉEÉÉÉTT svvoo komst ekki inn í lækninn hérna heima á Íslandi, þá ákvað hún að skella sér yfir sjó og land, og læra hið sama í Ungverjalandi. ( Hvar er nú það, segja sumir !? )
Gunna Dóra er algjört greppitrýni og snillingur með meirua, og var alveg sérstaklega gaman að vera með henni í framhaldsskóla. Stúlkukindin tók alltaf upp á einhverju nýju, og má til dæmis nefna:
- Þegar hún klæddi sig úr brjóstarhaldaranum í þýsku-tíma af því að henni leiddist. Svo henti hún honum á borðið hennar Halldóru sem að sat fyrir framan. Greyið Halldóra fékk oft að kenna á því, af því að hún var í "sjónlínunni".
- Eðlisfræðikennarinn okkar var einu sinni með stæla við Gunnu, af því að hún sat ekki í stólnum sínum, vegna þess að hún var með svo mikla verki í bakinu. Þannig að hún stóð uppi, aftast í kennslustofunni og fylgdist með. Kennarinn varð s.s ekki sáttur og fór eitthvað að ögra henni: " Af hverju ferðu bara ekki niður í Sambúð ( skólasjoppuna ) og nærð þér í barborð og stendur við það !!! "
Gunna gellan stekkur út úr stofunni og skellir hurðinni á nefið á honum. Áfram heldur kennslan. Stuttu seinna opnast hurðin, og þar stendur GUnna, móð og másandi, með barborðið á öxlinni.
! ! ! ( þess má til gamans geta að þessi borð eru þyngri en andskotinn... örugglega svona 30 kg ! )Mama Mia !
- Gunna stal jólahúfunni hennar Halldóru og fór svo í eltingaleik við hana útum allan skóla!
- Hún keyrði við hliðina á útvarpsbílnum ( RÚV bíl ), skrúfaði niður gluggann og öskraði á bílstjórann: " MEiiggumm við fá okkar eiiiiginn úúúútvarpsþátttt ??? "
- Gunna var er metnaðarsöm með meiru, og gerðist hún módel í rauðu bikiníi í jólaskreytingakeppninni okkar í Versló, og sat í kjöltunni á Danna meðan allur skólinn ( svona 1000 nemendur eða svo ! ) komu og kíktu á stofurnar! Því miður, þá lentum við aðeins í 2. sæti !!! :( ... veit ekki hvar orsökin liggur, en við hefðu POTTÞÉTT unnið ef hún hefði farið úr að ofan !!!
- Gunna át einu sinni ísinn minn... hún heyrði eitthvað vitlaust, því ég bað hana að halda á honum fyrir mig í smástund.. meðan ég var að gera eitthvað ( man ekki hvað ). Svo þegar ég bað um að fá ísinn aftur,.. þá var hann horfinn ! " Úbbs ! átti ég ekki að klára hann fyrir þig ??? "

Ohh well.. margar eru minningarnar, og hefðuð þið örugglega þurft að vera þar. Þeir sem að þekkja Gunnu vita NÁKVÆMLEGA hvað ég er að tala um, en þeir sem að þekkja hana ekki, verða bara að drífa í að hringja í hana og hitta hana, og verða vitni af einhverju góðu flippi !!!
Hérna er linkur yfir á síðuna hennar:
http://www.selurinn.blogspot.com

---

Leidís end Jeinkúlmen...!
Mér er það sannur heiður að tilkynna ykkur hinar yndislegu fréttir, að ég er að fara til erlendis í sumar í 2 vikur !!! Vuuuhúúúúúúú !

Málið er nefnilega það, að ég, Linda syss og mamma erum búnar að vera að spá í að fara erlendis saman í sumar. Mamma vildi endilega fara á þetta góða gamla ( Costa Del Sol ) en Linda systir vildi prófa eitthvað annað. Mér, hinsvegar, var nokkuð sama.. svo framarlega sem ég fengi sól, strönd og sand !!
Nema hvað,.. að við erum búnar að vera að spá í þessu,.. og svo vorum við nokkurn veginn búnar að ákveða stað: Calpe á Spáni ( sem er víst eitthvað nýtt ).
Ohh well ohh well.. síðan á fimmtudeginum, þá kemur frænka hans Martins í heimsókn. Og hún situr hérna með manninum sínum og þau eru að tala um sumarfríið þeirra. Þá voru þau víst að panta sér miða til Búlgaríu. Hún fer þangað á hverju einasta sumri og hreinlega ELSKAR pleisið. Það er svo hrottaralega ódýrt að lifa þarna: full máltíð fyrir 2 kostar 500 kall íslenskar, rauðvínsflaska kostar 90 kr íslenskar .. og svo framvegis ! Þannig að.. ég fer s.s inn á netið og kíki á hótelið sem þau voru að fara að dvelja á. EKKERT SMÁÁÁÁ flott og ótrúlega girnilegt ! Og eitthvað totally öðruvísi en Íslendingar eru vanir að fara !
Þannig að ég festist í að skoða hótel á Búlgaríu,.. ógeðslega girnilegt og flott ! Fyrir þá sem ekki vita, þá liggur Búlgaría við hliðina á Grikklandi og Tyrklandi ! Þannig að sólarland er það með meiru !
Ég hringdi í Lindu og mömmu og sagði þeim frá, sendi þeim link í gegnum msn.. og Linda ætlaði svoleiðis að missa sig !!!! ( af því að hún var svo spennt fyrir því að fara á einhvern "öðruvísi stað" )

Þaaaannnig aaaaðð.. það endaði þannig, að við pöntuðum 3 miða seinna um kvöldið, 28. júlí fyrir 3 manneskjur í 2 vikur, morgunverður innifalinn, og allt í allt kostaði þetta innan við 50 þús á mann !!!!!!!

Leidddíííís and Jeinkúllmen.. ÉG ER AÐ FARA TIL BÚLGARÍÍÍÍUUUU ! VUUUHÚÚÚÚ !

Af því að ég get ekki sett myndir inn á bloggið mitt, þá ætla ég að setja link yfir á bloggið hennar lindu syss, af því að hún er búin að setja 2 girnilega GIRNILEGAR myndir af hótelinu okkar.

http://www.blog.central.is/lindasig

Magnaður ANDSKOTI !!!!

Já, litlu lömbin mín ! Það er sko gaman að þessu !
En ég ætla að halda áfram að læra,
hasta la vista....




miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Úff ! Hversu yndislegt er að vakna á undan vekjaraklukkunni, og átta sig á því að maður getur sofið lengur !? Það er sko ekkert dásamlegra !...
... jú.. nema það þegar að maður kemur inn úr ÍSAkulda, og skellir sér í undursamlega hlýja ullarsokka.
.. eða þegar að maður loksins klæðir sig úr ÓGEÐSLEGA sveittum og klístruðum íþróttafötum, sem hafa verið að loða við mann.
... og líka.. þegar maður finnur óvænt pening í töskum og úlpuvösum, sem maður var búinn að gleyma að maður ætti !
... þegar það kemur helgi og nammidagur !
... þegar mann langar í nammi á virkum degi,... og stenst freistinguna !!!!!!!
...........

Ó JÁ ! Það er sko ýmsilegt sem gleður hjartað í þessu lífi !

---

Ef að Bjarni Fel og Flosi Ólafs myndu eignast saman afkvæmi, þá veit ég NÁKVÆMLEGA hvernig það myndi líta út:
Sá nefnilega mann í ræktinni í gær sem að var örugglega með nokkur gen frá báðum aðilum. Og þó svo að það sé eiginlega ekki fræðilegur möguleiki að hann hafi verið sonur þeirra, líffræðilega séð,- þá var það ennþá minni möguleiki, aftur líffræðilega séð, þegar tekið er tillit til þess að þessi maður var örugglega jafn gamall og Bjarni og Flosi til samans !!!!
Held að hann hafi haldið,.. svona undir það síðasta.. að ég væri eitthvað heit fyrir honum,.. ég var nefnilega alltaf að horfa á hann !

---

Minns tók sig til í gær og bakaði gerbollur. MMmm MMmmm MMmmmm, þær voru SVAÐALEGAR !!!! Ég hef aðeins eitt að segja: Ef að grafíski hönnunarbransinn er ekki að gera sig, þá er ég komin með backup-plan; bollugerðarmaður,... þó ekki bolludagsbollugerðamaður !!! ( nema ég fái að gera bolludagsbolluköku!!!)

---

En jæja.. ég ætla að fara að taka aðeins til í fataskápnum. Martin rústaði nefnilega skipulaginu um daginn þegar að hann var að leita að ISS-gluggaþvottavinnubuxunum.
Bið að heilsa,..
Erna.. OUT !




þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæks !
Ég sá, í gær, einn alstinnasta kvenmansrass sem ég hef á ævi minn séð ! Ég get svo svariða. Hún var á hjóli og strætóinn minn keyrði framhjá henni. Ég hélt að þetta hlyti að vera karlmaður, svo að ég barðist við að líta betur. En... þetta reyndist í vera kvenkyns. Ég get svo svariða ! Þetta er örugglega ein af þeim týpum sem að að geta brotið hnetu á milli rasskinnanna !

---

Jamm og Já !
Í gær átti sér stað merkur atburður; við Martin stigum yfir 3 ára múrinn ! Gaman gaman !
Jamm.. 21. febrúar 2005 voru liðin þrjú ár síðan að leiðir okkar lágu saman. Við áttum rosalega kósí dag. Ætluðum að fara út að borða, en ákváðum að spara peninginn og elda eitthvað gott heima og hafa það rómó.
Við vorum fórum bæði að æfa, og svo þegar ég kom heim þá fór ég beint í að elda, og getiði nú hvað ég eldaði !? Innbakaðan urriða í smjördeigi !! Bwahhhh ! Hann reyndist mjög góður, og allt það sem var með = salat, bakaðar kartöflur og sósa.. og svo yndislegur karamelluís í eftirrétt, með Mars-sósu og jarðaberjum.
Síðan spiluðum við Friends spilið og horfðum aðeins á sjónvarpið,.. aðallega The Swan ( sem er Extreme Makeover þátturinn sem er í gangi hérna ).

Þetta var yndislegur dagur og við vorum mjög sátt. Martin gaf mér alveg rosalega fallegt hálsmen, sem er svona hjarta þakið í demöntum !
Ég gaf honum bara ilmvatn; hann var nefnilega búinn að harðbanna mér að kaupa eitthvað handa sér, en ef að ég endilega vildi þá mátti það ekki vera dýrara en 200 dkr. Ég fór reyndar 80 dkr yfir,.. en hann þarf ekkert að vita það ! Upphaflega hafði ég ákveðið að gefa honum Playstation 2,.. en ég mátti ekki,.. þannig að hann verður bara að bíta í það súra epli ! :)

---

Er að horfa á Danmarks Next Top Model,.. úff ! Það er ein gella sem er svo hryllilega falleg að maður liggur hérna í abbókasti. Ég er eiginlega að vona að hún verði send heim, svo að ég þurfi ekki að vera að horfa á hana meir.
Síðan um leið og það er búið þarf ég að drífa mig að skúra. Við tókum það nefnilega að okkur að skúra fyrir hina gelluna í dag. Og af því að Martin er á æfingu, og verður ekki kominn heim fyrr en hálf ellefu,.. þá ætla ég að leggja af stað á undan honum og byrja.

Daaaadddarraaaa,.. úrslitin að koma í þættinum og ég ætla að fara að horfa
Tsjuss...




sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ohh well,... núna veit ég hvað þeir eiga við þegar þeir tala um "rólega helgi".

Mín er bara búin að vera sitjandi hérna á náttfötunum síðan á föstudagseftirmiðdag, búin að hanga í tölvunni og læra eins og brjáluð kjérling, milli þess sem ég ét einhvern óbjóð og horfi á sjónvarpið. Voða næs og gaman að vera heill heilsu heila helgi ( vá ! mörg H ! ). Þannig að ég s.s kláraði á laugardagskvöldi hina stóru ritgerð sem mér var falið að rita fyrir mánudaginn.

Það þýðir að í dag ( sunnudag ) get ég bara slappað af og haft áhyggjur af... engu !

Við erum núna í skólanum að vinna að soldið stóru verkefni, sem er skipt niður í 4 áfanga, og snýst um að setja upp heimasíðu fyrir Ferðaskrifstofu. Við ráðum okkur alveg sjálf, fáum að búa til nafn á fyrirtækið, lógó, allt sem kemur að viðskiptastrategíum og markaðshegðun. Rosalega gaman og spennandi ! Í lok hvers áfanga eigum við að svo skila einhverju; fyrstu 3 áfangana eigum við að skila skjölum og ritgerðum og analysis af hinu og þessu varðandi fyrirtækið og viðskiptavini, en í lok 4. eigum við að skila heimasíðunni.

Annar áfangi er á morgun, og eftir að hann er í höfn, þá getum við farið að einbeita okkur að útlitshönnuninni á síðunni og hvernig þetta er allt byggt upp. Ohhh rosalega gaman.. einmitt svona sem ég get verið að dúttla mér við að gera í tíma og ótíma.
Þannig að ég er að spá í að fara í það í dag að setja niður mínar hugmyndir á blað, vafra um á netinu og fá smá inspiration frá öðrum síðum. Jibbíííí.. gaman gaman !

Alveg ynnnnnndislegt að vera búin að finna sér eitthvað svona nám sem að maður fílar sig í. Því að þó að sumt af þessu fræðilega sé ekkert sérstakt, þá er ég í heildina alveg að njóta þess í botn og hlakka rosalega mikið til að geta farið að sérhæfa mig í grafískri hönnun eftir þetta nám.

---

Ohh well.. held að ykkur sé nú flest öllum sama um þessar náms-hugleiðingar, en því miður þá eru þær mínar einu hugleiðingar þessa dagana, því eins og ég sagði hérna að ofan, þá get ég ekki beint sagt að þessi helgi hafi verið hin atburðamesta.

Ég lofa að koma með einhverja meira krassandi færslu næst,... eða.. ég REYNI að lofa !

Martin er að fara að keppa núna á eftir, þannig að ég ætla að henda mér í ræktina á meðan.
En áður en ég held þangað, ætla ég að klára morgunmatinn minn, sem samanstendur af kaffi og 2 gulrótum. Yummmieeee !

Until we meet again,......




miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Jaa jaaa,... Guten Tag !

Ég skrópaði í skólanum í dag !
Vaknaði í morgun, hrottaralega þreytt og sybbin, og hreinlega nennti ekki að fara í tíma til leiðindakallsins sem átti að kenna: Svona fyrir það fyrsta, þá er hann virkilega lélegur kennari, í öðru lagi, þá talar hann svo slæma ensku, og í þriðja lagi .. þá er ég 2 sinnum búin að lesa yfir það sem að hann var að fara að fara yfir í dag, og ég skil það þokkalega vel. Er meira að segja búin að gera mínar eigin glósur. Þannig að ég tók þá ákvörðun að halda mig heima.
En þó að ég hafi ekki farið í skólann, er ekki þar með sagt að ég hafi ekki gert neitt í dag. Ohh nej, ohh nej !
Minns fór á fætur klukkan korter yfir 10, eftir að hafa ítrekað reynt að sofa lengur. Ég fékk mér smá að borða, og klæddi mig svo í ofurgallann minn: tók til í húsinu, þreif klósettið, ryksugaði, setti í 2 vélar, tók úr 2 vélum, gekk frá hreinum þvotti, setti í uppþvottavélina, tók til í 2 eldhússkápum, fór út með 4 poka af rusli og lét svo LOKSINS LOKSINS verða af því að hendast niður í geymslu með fötin sem ég var að hreinsa úr fataskápnum mínum um daginn ( 2 pokar ), handboltaboli sem að Martin notar ekki lengur ( 1 poki ), sængurver, rúmlök og gluggaþvottafatnað frá því í sumar. Allt í allt voru þetta s.s 4 ruslapokar, 1 ruslakassi, 3 fatapokar og 1 stór íþróttataska. Jedúddamía !

Síðan fór ég í ræktina og svitnaði þar ærlega í 2 klukkustundir, kom heim og áttaði mig svo á því að mig vantaði hárnæringu. Henti mér í Fötex með 3 fulla poka af dósum og flöskum sem ég "seldi" og festi svo kaup á einum góðum hárkúr, keypti kjúklingabringur og kökumix, og Barbie tyggjóið sem mig er búið að langa svo í síðan ég fór í Nettó í gær !
Svo kom ég heim, henti mér í sturtu og eldaði þetta líka SVAAAAHAAAAÐALEGA góða kjúklingapasta fyrir okkur skötuhjúin ( kannski svona í snemmmmmasta laginu.. eða klukkan 17. En ég meina... hver segir að kvöldmatur verði að vera tekinn inn klukkan 7 ??? ).
Meðan við átum horfðum við á Opruh og ég sleppti lausum nokkrum tárum,... réttarkerfið í Bandaríkjunum alveg að skíta á sig og saklaust fólk þarf að sitja inni fyrir fáránlega "milda" glæpi !!!!

Martin kallinn lagði sig eftir matinn ( enda búinn að vera á fótum síðan klukkan 4.30 í nótt,- var að þrífa glugga því að hann er í fríi í skólanum þessa vikuna ) og ég notaði tækifærið og skellti Brownies kökumixinu í form og inn í ofn, gekk frá eftir matinn og byrjaði að læra.
Ég vakti manninn minn svo rúmlega 7, og við gæddum okkur á ÞOKKALEGA VEL heppnaðri fyrirfram tilbúinni köku ( á reyndar heiðurinn af því að sett 1 dl af vatni útí ).

Síðan þá er ég búin að vera að læra, eins og brjáluð kú, og ekki sér fyrir endann á þessari vitleysu ennþá !

---

Langaði að segja ykkur frá þvottagrindinni minni.
Hún móðir mín festi kaup á einni slíkri fyrir okkur þegar hún og pabbi komu hérna í heimsókn í sumar. Grindin var vægast sagt vafasamt ódýr, en hvað um það,.. okkur var svona nett sama og vil vildum ekki vera að eyða of miklum pening í eitthvað sem að er í 4. neðsta þrepi virðingastiga heimilisverkfæranna! ( á eftir klósettpappír, klósettbursta og tannbursta )

Svona frá degi til dags, þá höfum við martin séð annars líka þessar skemmtilegu útlitsbreytingar á grindar-greyinu; alltaf virðist hún vera að bogna meira og meira og grindarbotninn alveg að gefa sig ! ( Pahh.. grindarbotninn !!! )
Og svo, að óspurðum fréttum, þá kom loksins að því í dag að stakkels lille grindin var jöfnuð við jörðu eins og twin towers þann 11. september, þegar ég átti eftir að hengja upp nákvæmlega 3 nærbrækur og 1 stakan sokk !!!!! ( Nokkuð ljóst að sumir eru ekki búnir að vera að gera grindabotnsæfingarnar sínar,... bwahahahah !!! )
Ég vil ekki vera að koma með neinar óraunverulegar staðhæfingar, en ég vil samt meina að sú staðreynd að ofan á hafi legið fatnaður úr 2 stútfullum þvottavélum dagsins, hafi eitthvað með þennan óhugnalega atburð að gera !

Svona til þess að reyna að bjarga öllu nýþvegna og rennblauta klabbinu sem hékk þarna listilega ofan á í viðringu og þurrkun, þá stökk Martin til og hélt uppi grindinni, meðan ég skreið undir helvítið og reyndi að laga. En þvottagrindin var greinilega dauð svo að við þurftum að taka til 2 af þeim 3 stólum sem til eru á þessu heimili, og henda þeim undir ... svona allavegana þar til að þvotturinn er orðinn þurr !
Já.. life is full of surprises, og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þetta kennir manni bara að maður á að njóta þess sem maður hefur, meðan maður hefur það,- því að maður veit aldrei hvenær það dettur í gólfið !!!
Í beinu framhaldi er ég byrjuð á því sem mun verða mín 3. metsölubók...."Þvottagrindin og Dauðinn !!! "

En ég má ekki vera að þessu, ég verð að halda áfram að læra
Over and out,...
Erna K. Rowling




þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja,... þannig að það kyngdi niður snjó um helgina,- and all hell broke loose !

Já já.. Danirnir vissu bara ekki hvað þeir áttu að gera, strætóar hættu að ganga, það tók 2-3 tíma að fá leigubíl, það var ekki sála úti á götunum og allt fór í lamasess.
Þetta var einmitt kvöldið sem að við ætluðum að fara í partý til Jóns. Það endaði allt saman þannig að við vorum bara róleg, það komust nefnilega svo fári af því að hann býr svo langt í burtu. Það var rosa kósí og við sátum bara og spjölluðum. Ég var svo komin heim aftur um klukkan 12, horfði smá á ICE AGE og át nammi, og sofnaði svo hálftíma seinna,... aaalveg búin á því.

Merkilegir þessir Danir ! Þetta hefði nú bara talist til ósköp venjulegs snjódags á Íslandi, og ekkert til að gera veður útaf !
Ha ha.. get it ? Gera veður útaf ????
Magnað hvernig maður getur leikið sér svona með orðin!

---

Ojjjj,... það voru 4 ÓGEÐSLEGAR manneskjur með mér í strætó í dag; 2 spassalingar sem voru að tala saman og töluðu svo hátt að maður var að ærast. Ég þurfti því miður að standa alla leiðina og eina plássið sem var laust var við hliðina á þeim. Þeir voru bæði ógeðslegir og skítugir og viðbjóðslegir.
Svo var gamall skeggjaður alki sem sagði " hæ " við alla sem að gengu framhjá. Hann var bæði ógeðslegur og skítugur og viðbjóðslegur.
Svo var einn ungur og creepy strákur,... sem var líka ógeðslegur og viðbjóðslegur, en kannski minna skítugur en hinir !

Þegar ég steig út úr strætónum fannst mér ég var svo hrottalega lúsug eftir að hafa deilt með þeim súrefni, að mig langaði helst að henda mér í sprittbað. Ojj bara !

---

Minns fór í ræktina í gær, sem er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað að ég ákvað að einbeita mér að því að fara á skíða,- og stigtækin í staðinn fyrir að hlaupa. Þannig að ég fór hálftíma á hvort um sig,.. og þá var ég samtals búin að brenna 770 kaloríum. Mér fannst það ekki nógu góð tala, þannig að ég hljóp rúma 3 í viðbót til þess að fá þetta upp í sléttar 1000 kaloríur. Þá var ég búin að vera að hreyfa mig í rúman klukkutíma og 20 mínútur. Það þarf ekki að taka það fram að ég var ALVEG búin í gærkvöldi.
Svo asnaðist ég til að festast í að skipuleggja og leika mér að hanna vefsíðu fyrir eitt verkefni sem við eigum að skila í lok mars. Fór svo ekki að sofa fyrr en rúmlega 2 í nótt og vaknaði hálf 8 í morgun... búin á limminu.

Svona til að setja punktinn yfir i-in, þá var svo HROTTAFENGINN tíminn í skólanum í dag að okkur Hrönn langaði frekar til að hoppa ofan af The Empire State byggingunni og lenda á hjóli með engum hnakki !!!
Lentum síðan í hláturskasti vegna svefnleysis, hungurs og leiða meðan við vorum að vinna verkefni eftir hádegi.

Núna sit ég hérna klukkan 18.15, með verki í löppum, þurr og þreytt augu, svangan maga og full af sjálfsvorkunn ! Ó,.. ég á svo bágt ! Ég veit ekki hvað ég á að gera,.. ég hreinlega NENNI ekki í ræktina, en ég veit að ef að ég fer ekki, þá á ég eftir að sofna.

---

Ég get svo svariða, þessi færsla er nú frá djöflinum komin. Undskyld !

Verð að fara að fá mér kaffibolla, áður en ég endanlega leggst undir feld,
sjibb - o - hojjj........




laugardagur, febrúar 12, 2005

Jibbíííííí !
Hann Jónsi kallinn úr bekknum átti afmæli í gær. " Til hamingju með það, litla klettasalat ! "

Af því tilefni, ætlar drengurinn að bjóða til afmælisveislu einnar í aften; kökuboð og með því ( og þá meina ég veigar og vínandi ).

Nú,...
....Þar sem að okkur kvenmönnunum hættir oft til að eiga í vandræðum þegar kemur að því að velja outfit kvöldsins, þá hef ég oft tekið til þess að ákveða það bara kvöldið áður.
Það var akkúrat það sem ég gerði í gær, nema hvað að ég átti alveg svaðalega erfitt með að finna eitthvað sem passaði saman eða gæti mögulega verið " hið útvalda dress " !

Málið er nefnilega það, að maður verður fyrst og fremst að velja eitthvað sem að maður er ekki nýbúinn að vera í. Síðan verður maður nottla að fíla sig í viðkomandi klæðnaði, líða vel og ekki hafa áhyggjur af stöðugt pressaðri fitu hér og þar. Llitir og form verða að vera í samræmi, hár og förðun verða að passa og allt heildarlúkkið verður að vera hannað fyrir viðeigandi gerð af partýi. ( Fínt fyrir fínt partý, venjulegt fyrir venjulegt partý og so on ! )
Og svo svona einhversstaðar alveg seinast, þá kemur veðrið inn,.. því eins og flestir vita; þá er betra að manni sé kalt heldur en að maður sé hallærislegur !!!! ( I'd rather be cold than look stupid ! )

Ohh well ohh well,.. mín var komin í smá dilemmu, .. búin að rífa út og máta og mæla og prófa og prufa,.. komin í pirring og ekkert að ganga. Martin búinn að banna mér að fara í pils, af því að það er nú einu sinni búið að vera tiltölulega kalt hérna seinustu dagana. Aftur á móti vildi hann endilega að ég færi í gallabuxum. Af einhverjum ástæðum hlustaði ég á hann og mátaði bara "buxna-átfitt"
Aaaaahhh, stress og læti,... blóðþrýstingurinn kominn upp fyrir öll mörk og mín aaaalveg komin að því að hringja og afboða.
Tók svo til þess ráðs, bara svona að ganni, að skella mér í pils. Og allt í einu small þetta allt ! Kjéllingin bara búin að taka gleði sína aftur, og í beinu framhaldi ákvað hún bol, eyrnalokka, hálsmen, skó, hár og förðun ! Sýndi Martini og honum fannst þetta mjög flott, en var hræddur um að ég myndi frjósa. Spurði mig hvort að ég vildi ekki frekar fara bara í gallabuxum, eins og hann stakk upp á áður ?
Tssshh ! Ef ég skipti yfir í gallabuxur, þá er ALLT planið ónýtt.
Fyrir utan það, að ég er ekki Íslendingur fyrir ekki neitt; það rennur í mér kalt blóð, á milli víkingaættaðra vöðva og stálbarinna beina ! ! ! Sagði honum að myndi líka bara dúða mig vel að ofan, fara í dúnúlpuna mína með trefil og vettlinga,.. það hlyti að jafna þetta aðeins út; Ofurheitt að ofan, skítkalt að neðan = sæmilega passlega heitt um allan kroppinn !!!

Stuttu seinna kallaði hann á mig; það var komin stormviðvörun inn á textavarpið fyrir kvöldið í kvöld: SNJÓSTORMVIÐVÖRUN !

Obbobbobb ! Hvað gera Danir nú ? ? ?
Martin benti enn einu sinni á að skipta út gallapilsinu fyrir gallabuxur. Ég var ekki á sömu nótunum, hef nú upplifað annað eins á Ísalandinu góða, hef djammað í snípsíðu pilsi í snjóhúsi úti á ísilögðu vatni ! Þakkaði Martini pent fyrir góða innlögn en sagðist halda mig við fyrri áætlun: pils skyldi það vera !!!

---

Ég vaknaði í morgun, fékk mér að éta og leit út. Hló að veðurspá fyrri dags... dagurinn leit, svei mér þá, bara út fyrir að vera hannaður utan um pilsið mitt. Sól og blíða !
Stökk inn í herbergi, klæddi mig í íþróttafötin, henti mér í inniskónna og trítlaði yfir í rækt. Joggaði nokkra kílómetra og leit út um gluggan... sá hvernig snjórinn barðist utan í gluggana.
Bíddu, bíddu.. hold your horses,-.... SNJÓRINN ????????
Jább,.. það var byrjað að snjóa !
Og á leiðinni heim, 2 klukkustundum seinna, óð ég rigningu, snjó, slyddu, rok og OFSAVEÐUR,... á inniskónum mínum !!!!!

Ó mig auma !
Er að fara inn í herbergi og máta gallabuxur,......




fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Tjellúúúú !

Ég sit hérna klukkan 8 um morgun með kaffi og.... já ! bara kaffi ! Við eigum nefnilega ekki neitt til að éta með því :(
Ég fer að fara að fara að tygja mig í skólann, vaknaði aðeins of snemma í morgun og hef þess vegna smá auka tíma. Er búin að lesa fréttirnar inni á mbl.is og ákvað að skella inn einni stuttri færslu,- bara svona upp á góðsemdina eina !

En við Martin tókum s.s til í gær; en ekki get ég sagt að þar hafi verið maraþon-þrif á ferð. Málið er nefnilega það að við vorum ekki komin heim úr ræktinni fyrr en klukkan 8, og þá var landsleikur í fótbolta í sjónvarpinu sem Martin varð að sjá. Og svo áttum við eftir að elda, borða og læra smá. Þannig að þrifnaðurinn hófst um klukkan 11 og stóð í klukkustund. Svo að ég get ekki beint sagt að húsið sé TANDUR-hreint, en hreinna er það. Restin af rykinu verður drepin á föstudaginn.
Ég sagði það; það er ALLTAF eitthvað sem kemur uppá ! Ég ætla sko ekki að láta það koma mér á óvart þó að planið standist ekki á föstudaginn !

---

Ég fór allt í einu að spá í því í fyrradag, hvað það er eitthvað krúttlegt að ímynda sér fólk að tannbursta sig í náttfötum ! Ég veit ekki af hverju,.. mér finnst þetta bara krúsaraleg athöfn !

---

Obbobbobb ! Þegar ég fór útúr húsinu í gærmorgun á leið í skólann, þá var sko skítaveður í orðsins fyllstu merkingu: jaccch.. þvílík skítafýla sem lá hérna yfir öllu. Hélt ekki að svona lagað gæti gerst þegar að maður er kominn í stórborgina,... en svona er það. Stórborgarhestar verða víst að skíta eins og sveitabæjahestar !
Svaaaaahaaaakalega var þetta merkilegt innskot hjá mér !!

---

Hey já ! Gleymdi alltaf að segja ykkur frá óhugnalegri staðreynd sem ríkir hérna í Baunalandi: um 73% af öllum þeim sem að koma fyrir dómara í Danmörku ( s.s fyrir að hafa framið glæp ) eru útlendingar ! Þetta er alveg magnað, með tilliti til þess að ég bý hérna mitt í allri iðunni, fyrir neðan Samtök Sómalíubúa og svartra Sambóa, með Tyrki á öllum hornum og jafnvel Tæjur í nágrenninu.
Þannig að, ef að það líður einhvern tímann skuggalega langt á milli færslna hjá mér,... þá vitiði hvern til eigið að tala við;... einhvern af ofannefndum !

Oh well, ég er farin að henda mér í skóna,
Hrottafenginn tími framundan. Ef að útlendingarnir drepa mig ekki, - þá gerir þessi tími það. Jæks !

Túttala frúttí......




þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Já, ég mun nú seint teljast bollugerðarmaður !

Það var þannig að ég tók mig til í gær og bjó til bollur. Heppnaðist ekki betur en svo, en að fyrri skammturinn varð svo vökvakenndur að ég varð að hella honum í mót og búa til "bolluköku". Var samt alveg ágæt á bragðið, bara bjánalegt að skera sér sneið og setja glassúr og rjóma ofan á!

Seinni skammturinn varð alveg ágætur, ekki alveg eins þunnur. Það er verst bara að við eigum ekki handþeytara, sem er eiginlega nauðsyn í bollubakstri.
En úr komu bollur,- reyndar ekki eins góðar og þegar mamma gerir,- en ætar samt !

---

Það er skemmst frá því að segja að ég sofnaði klukkan korter í 9 í gærkvöldi,- já 20:45 !!!!
Ekki veit ég hvernig stendur á því, en ég hugsa að horbjóðins bókin sem ég var að lesa hafi eitthvað með það að gera.
Ég vaknaði svo klukkan hálf ellefu, fór á fætur, fór í sturtu, tók til skólabækurnar og svona, og sofnaði svo aftur rúmlega tólf.
En hvað er málið ? Hversu leiðinleg er þessi blessaða bók ? Og við erum að tala um það að ég var ekki bara þreytt,... ég var í alvörunni að BERJAST við að halda mér vakandi seinustu 6 blaðsíðurnar !

---

Jæja ! Á morgun er maraþon-þrifdagur í Gebauersgötunni.
Við Martin höfum lengi ætlað okkur að taka þessa íbúð í gegn, en alltaf hefur eitthvað komið uppá. Núna er hinsvegar engin undankomuleið; það er engin æfing hjá Martini á morgun og við erum ekki að skúra, þannig að við ætlum að drífa þetta af. Hvert einasta rykkorn getur kysst þessa tilveru bless, því á morgun verður "slátrun skítsins" !!!

En jæja, ég er farin í sturtu
ætla svo að taka smá forskot á sæluna og ganga frá þvotti,
turilúúúúú.......






sunnudagur, febrúar 06, 2005

Uff Puff og Ubbalingur !

Maður finnur það alveg svona greinilega hvernig skólinn er kominn á fullt. Og maður er ekki fyrr búinn að skila stóra 1. annar lokaverkefninu þegar að maður er kominn í annað stórt verkefni. En svona er það nú, og það er bara ágætt að hafa eitthvað að gera !

---

Við Martin áttum smá kósí kvöld í gær, fórum út að borða saman og svona.. krúsíkrús. Hvert við fórum ?? Hmmm... hvert annað en Pízza Hut ! ! ! !
Jááá,.. Guð blessi manninn sem fattaði upp á Pízza Hut, ég segi ekki annað !

Mitt í öllum æsingnum, meðan við sátum og biðum eftir matnum, þá biður Martin mig um að segja sér brandara. Og svona eins og hendi væri veifað, þá kom ég upp með minn allra ALLRA besta brandara hingað til:
" Einu sinni var vorlaukur,-..... og svo kom sumar,... - og þá vissi hann ekki hvað hann átti að gera !!!! " :)

Ahahahaha.. goooooood stuff !!!

---

Svo er víst bolludagur á morgun. Kjéllingin ætlar að reyna fyrir sér í bollubakstri,.. svona í fyrsta sinn aaaalveg ein. Ég ætlaði upphaflega að baka í dag, en af því að ég á ekki efni í glassúrinn, þá verður það víst að bíða til morgundagsins.

Annars held ég að ég verði að halda áfram að lesa í blessuðu skíta Markaðsfræðinni. Þvílíkur horbjóður ! En það er vissara að klára þetta svo að ég geti aðeins slappað af í kvöld.

Svo að... í þeim töluðu orðum...
Erna .. OUT !




föstudagur, febrúar 04, 2005

Sælinú !

Það er erna ofurhárgreiðslumeistari, calling from Denmark!

Svona til að gera langa sögu stutta, þá var ég að reyna að setja í mig dökkar strípur í gær. Fannst ég nefnilega vera orðin alltof ljóshærð og langaði í smá hreyfinu í kvikindið. Hafði upprunalega hugsað mér að fara til nágrannakonu Hrannar, sem að vann sem hárgreiðslukona á Íslandi og á allar tilheyrandi græjur. Hún tekur aðeins 150 dkr fyrir ísetningu, sem er bara skid og ingenting. Eeeen, afturámóti þá vildi hún setja í mig 3 mismunandi liti, hafði eitthvað með það að gera að hún var hrædd um að brúnu strípurnar yrðu grænar ( gerist víst þegar maður er oft búinn að lita sig sjálfur ljóshærðan ) þannig að til að tryggja að það gerðist ekki, þá vildi hún s.s að ég keypti einhverja 2 pakka ( 3 mismunandi litir ). Það myndi gera heildarkostnaðinn örugglega yfir 400 dkr, sem er alveg jafndýrt og að fara á stofu. Þannig að mín ákvað bara að prófa þetta sjálf í gær,.. hélt þetta gæti nú ekki verið svo erfitt. Gerði þetta meira að segja við Lindu siss á Íslandi um jólin og það gekk ágætlega. Nema bara að í því tilviki vorum við með svona strípuhettu, í gær var ég ekki með neitt hjálpartól

Ohh well,... sagan er nú aftur orðin löng og ég er bara ekkert búin að stytta hana. Puff !

Jæja, jæja ! Mín dreif sig í að skipta hárinu í búta og renndi svo hendinni í gegnum nokkra lokka í einu. Þetta leit allt saman ágætlega út og eftir tiltekinn tíma, þá skolaði ég litinn út.
Það er skemmst frá því að segja að annar helmingurinn á hárinu lítur mjög vel út, en hinumegin er ég eins og hlébarði,... doppótt og dalmatíuleg !!!!

Þannig að.. ég þurfti s.s að fara ENN EINU SINNI og kaupa mér háralit í dag, ljósan,.. og núna er ég að setja hann í þau svæði sem fóru verst út úr hörmungunum !!

Held ég verði bara að sætta mig við það að ég get ekki verið að vesenast með einhverjar strípur, þegar ég er svona fátæk. Verð bara að lifa með þessu ljósa hári, og hana nú !!!

---

Martin liggur sofandi inni í rúmi. Við lögðum okkur smá. Ég fékk hinsvegar svo mikinn sammara að ég dreif mig á fætur núna rúmlega fimm ( búin að sofa í einn og hálfan ) en kallinn liggur enn og hrýtur.

Ég veit ekki alveg hvert helgarplanið er. Það er eitthvað í gangi hjá okkar bekk og nýju nemendunum í skólanum ( s.s þeim sem eru að byrja á fyrstu önn núna í ár ), eitthvað partý niðrí skóla, welcome veisla og læti. Svo verður farið niðrí bæ. Ég hreinlega veit ekki hvort ég nenni. Ætla að sjá til seinna í kvöld.

Hinsvegar erum við skötuhjúin að fara út að borða á morgun,.. jibbí og jeiii jeii ! Ég veit ekki hvert, sem er eiginlega bara aukaatriði, því að við höfum ekki farið svona á "deit" síðan fyrir hrun kínamúrsins !!!

En ég ætla að fara að tjékka á prufulokknum mínum og skella þessum ljósa lit í restina af hárinu mínu,
so long my darlings,.... so long.....




þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jahérnahér !

Það byrjaði þannig, að Martin er að keppa í kvöld, og spurði mig hvort að ég gæti farið ein að skúra í kvöld, því að hann yrði kominn heim svo seint. Ef ég myndi gera það, þá myndi hann fara einn næst þegar við ættum að skúra, á föstudaginn ! Ég ákvað að slá til !

Nú,- glöggir lesendur sjá það að þegar ég tala um næstu skúringar, þá skrifa ég FÖSTUDAGINN. Það er nefnilega þannig að það er komin gella að skúra á móti okkur, og hún tekur morgundaginn og fimmtudaginn. Og af því að ég ákvað að taka þessum hljómfagra samning hans Martins, þá fór ég s.s ein að skúra í kvöld og kláraði allt heila klabbið á aðeins einum og hálfum tíma !!!!! Sko, ef það er ekki ólympíumet, þá vet ég ekki hvað. Þetta er allavegana personal best !

Þannig að.. nú er ég komin í skúringarfrí, þar til næsta fimmtudag, þar sem að gellan góða mun skúra mán, þri og mið í næstu viku, og martin á fös. í þessari viku !

Aaaahhhh.... er ekki lífið yndislegt !?! La vita E Bella !

Oh well.. engan æsing ! Síðan sló ég nýtt 10 km hlaupamet í gær; 57:10. Þetta er allt að koma og ég færist óðfluga að takmarkinu mínu,... að ná þessu undir 55 !
Það er líka skemmtilegt að segja frá því, að samfara þessum hlaupum mínum hefur runnið af mér rúmt kíló, og má það renna út í sjó ... mín vegna, og aldrei koma aftur! Svona svo að ég vitni nú í flotta æfingabolinn hennar Þóreyjar: " Ef ég missi kíló,.... EKKI taka það upp ! "

---

Eftirfarandi eru staðreyndir dagsins:

* Appelsínur eru ekkert nema eintómt yndi og æði, og mér finnst að það ætti að breyta sögunni um Adam og Evu og gefa þeim eina góða appelsínu í staðinn fyrir eplið !

* Ég held, að þegar fólk tali um draum í dós, þá sé verið að tala um diet pepsi í dós ! Hvað get ég sagt !?! Sweet heavens of pleasure !

* Kvöldmaturinn í dag samanstóð af hálfri skál af kornflexi ásamt 2 hrökkbrauðum ( þurrum, því smjörið er búið ) og einum "draum" í dós ! Þarf varla að taka það fram, að hungri mínu hefur ekki verið eytt ! ( En ætli þetta sé ekki bara liður í að halda kílóinu í burtu !! )

* Mér er illt í tönninni, en ég skil ekki af hverju,.. því að ég hélt að tannlæknirinn væri búinn að grúska blessuðu taugina í burtu og útiloka allan frekar sársauka í framtíðinni !

* Fataskápurinn minn er tómur ! ! ! Ég tók mig til um daginn og hreinsaði út það sem lítið er notað og bíður það nú í poka hérna frammi. Áætlunarstaður: Rauði Krossinn.
Já ! Það eru víst margir sem eiga engin föt, og ég ætla að vera góður norðurlandabúi og gefa þeim gullið mitt.
Kæmi mér samt ekki á óvart þótt ég stæði sjálf niðri á skrifstofu Rauða Krossins að biðja um einhverjar flíkur,.... það er EKKERT eftir inni í skápnum mínum !! :(

Og svo mörg voru þau orð,.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?