þriðjudagur, júní 08, 2004

Úff, ég hef nákvæmlega ekkert við mig að gera!

Veðrið hér á bæ er ekkert sérstakt; það er alveg hellingur af skýjum og frekar mikill vindur, þannig að það er ekki hægt að liggja í sólbaði,- nema kannski í síðbuxum og peysu, með teygju í hárinu svo það fjúki ekki upp í mig !

Ég hafði huxað mér að fara út að hlaupa, stóran hring, en það er ekki að fara að gera sig, þar sem að ég get varla labbað sökum bólgu eftir fallið mikla í gær.
Ég hafði líka huxað mér að taka annan hring á skautunum, storka örlögunum, og reyna að komast þennan blessaða hring án þess að detta !

Ég er búin að setja í og taka úr vel, og setja í og taka úr þurrkara. Ég er búin að brjóta saman og ganga frá þvottinum. Svo er ég líka búin að taka aðeins til í herberginu okkar !

Ó men !

Það er í alvörunni EKKERT að gera.
Ástandið hefði kannski verið aaaaðeins skárra ef ég væri ekki fatlafól, en það er ég svo sannarlega í dag !

Ég er að fara að elda kvöldmatinn í kvöld, ætla að gera svona innpakkað nautahakk í brauðdeigi, ógeðslega gott en soldið mikið maus, segir mamma.
Það er ágætt, þá get ég gert eitthvað við tímann minn.
Ég þyrfti að vísu að hjóla út í Netto til að versla, en ég get það ekki heldur, svo að ég verð bara að bíða eftir Martini !

Ohhh, ég vildi óska að það væri komin aðeins meiri sól ! :( En maður getur víst ekki alltaf fengið allt sem maður vill.

En jæja, ég hef svo lítið að gera að ég hef hreinlega EKKERT að skrifa
geri það seinna
blæjó




This page is powered by Blogger. Isn't yours?