föstudagur, september 30, 2005

Århus - Hollywood Danmerkur ???? 

Ég er ekki frá því að pabbi hans Jackie Chan hafi setið við hliðina á mér í strætó í dag !

Eftir gott star og augnagotur, þá byrjaði kallinn að naga á sér neglurnar eða stanga eitthvað út úr tönnunum ! Guð má vita hvort,.. en hann rak allavegana lúkurnar ALVEG inn í kjaftinn, myndaði einhvern krók við kinnbeinið og spyrnti,.. og svo kom svaka smellur, svona eins og ég gæti ímyndað mér að kæmi þegar maður bryti lærlegg !!!!
Ég var að brjálast, hann var gjörsamlega stilltur á replay og grínlaust gerði þetta svona kringum 30-40 sinnum. Ég fékk gæsahúð á rassinn við að hlusta á þetta hljóð og var á endanum orðið svona veeeel flökurt.
Og ekki skánaði það þegar mér fannst ég finna gamla aspaslykt af honum !!!

Meðan ég horfði út um gluggann og reyndi að dreifa huganum, þá fannst mér ég sjá Mr. Big úr Sex & the City ! Veit ekki hvað ég á að úrskurða með þá ofsjón, enda var ég klárlega undir áhrifum aspasfýlu og ekki alveg með fúlle femm. En stuttu seinna sá ég svo konu með minnstu banana sem ég hef séð, - þeir voru minni en litli puttinn á mér, og það var sko EKKI ofsjón.
Og Gunna sem að hló svo mikið að málverkinu mínu sem hékk uppi á vegg inni í eldhúsi hjá mömmu og pabba.;Þetta var mynd sem ég gerði í myndmennt í 5. bekk, þar sem við áttum að teikna ávexti í körfu, á borði. Í minni útgáfu voru bananarnir minni en eplin,.. og stúlkunni fannst það sérstakt aðhlátursefni, hún gat ekki litið á myndina án þess að skella uppúr ! Ég var orðin hætt að bjóða henni upp á mat þegar hún kom í heimsókn og bannaði henni að stíga fæti inn í eldhús.
Well,.. núna þarf ég ekki lengur að skammast mín,... og mamma getur náð í myndina niðrí geymslu og sett hana aftur upp á vegg !!!!!

---

HVAÐ ER Í GANGI ??? ... er að horfa á Britney Spears og CHAOTIC þáttinn og hann er svakalegur! Hva.... er gellan 9 ára, eða ??? Þetta er gjörsamlega GLATAÐ, hún hegðar sér eins og hún sé rétt að byrja á gelgjuskeiðinu,.. gjörsamlega misheppnuð. Og eins og ég hef ALLTAF SAGT þá er hún forljót og grútbólótt .. og ég skil ekki hvað fólk sér við hana !!!!

Vá ! pínu biturð hjá minni :)

En jæja.. er farin út í 7/11... kominn nammidagur.. jubbiiiiiiii!

Ciaoo amigos..




miðvikudagur, september 28, 2005

Jahá ! Lífið er nú bara svo íronískt, að sama dag og maður lofsamar það uppfyrir öll mörk, þá nær maður sér í eitt stykki góða flensu !

Er búin að vera heima seinustu 3 daga, með hita, hósta, hálsbólgu og hausverk, rúmliggjandi og sérstaklega sexý (eins og Phoebe þegar henni fannst hún svo flott með whiskýröddina sína !!!!)
Var svo slæm í hóstanum í gærkvöldi, að ég tók sængina mína og koddann og drattaðist inn í stofu til að Martin greyið gæti fengið smá svefn. Reyndi óspart að sofna en var næstum köfnuð í hálsaslími og munnvatni, gafst upp klukkan 2 og fór og hitaði mér te til að mýkja upp hálsinn. Það virkaði svona... la la.. en ég áttaði mig á því að ég hóstaði minna ef að ég stóð upprétt eða sat, frekar en að liggja. Þannig að ég barði í koddann minn og mótaði til sófapúðana, .. og eftir nokkuð margar örvæntingafullar mínútur náði ég að sofna .. sitjandi !
Vaknaði svo af og til í súrefnisleysi og kæfingu, þambaði vatn og hristi koddann. Fór svo á fætur þegar að vekjaraklukkan hans Martins hringdi 7, hitaði mér meira te og skreið upp í rúm.

Tsssshhh... en svona er nú það. Ég kvarta ekki, ... ekki enn allavegana !

---

Jámms, ég hef víst verið klukkuð af henni Sigrúnu Salamöndru. Það versta er víst að ég held að allir á mínum lista sé löngu búnir að vera klukkaðir, þannig að ég hugsa að þessi hefð verði að deyja á minni síðu.

En jæja, hérna kemur þetta:

#1 Ég er með svakalega eyrna-þrif-áráttu og hreinsa á mér blöðkurnar miklu MIKLU meira en góðu hófu gegnir.

#2 Ég nota aldrei venjulega sokka, nema þegar ég fer í ræktina,- ég á kannski 3 pör. Því má kenna að ég fæ svo mikla innilokunarkennd og mér líður eins og tærnar á mér kafni, ef að ég er of lengi í sokkum!

#3 Ég hef aldrei séð KillBill, ég hef enga löngun til þess og mun að öllum líkindum ekki gerast svo fræg næstu 5 árin.

#4 Ég hef ekkert vit á bílum og ég þekki ekki skoda frá bmw !!!

#5 Ég hata illa plokkaðar augabrúnir; people! skósniglarnir eiga heima úti í skógi !!!


Ohh well,.. þá er það komið og ég get andað léttar.
Oprah er komin á skjáinn og ég verð víst að fylgjast með. Ætla að hita mér meira te.

Bið að heilsa ykkur, litlu rabbabarar
ciaoooo




sunnudagur, september 25, 2005

What a wonderful wooooorld... 

Ég sit hérna, sveitt eftir útihlaup, með háralit í rótinni og kók á kantinum,- og ég get ekki að því gert að ég er soldið út úr heiminum.

Ég tók léttan rúnt í gegnum skóginn. Sólin skein eins og aldrei áður og hitinn fór upp í næstum 20 gráður. Mér leið eins og klippt úr einhverri "Life is great"-mynd; fólk var samansafnað undir eplatrjám og tíndi sér í gogginn, sumir stóðu við lækinn og reyndu við fiskinn og enn aðrir sátu á bekkjum, störðu á hina og nutu lífsins !

Þetta var allt saman soldið súrrealískt, og það eina sem vantaði var Frank Sinatra á fóninn: "What a wonderful world!"
Ég gat ekki að því gert að hugsa aðeins um lífið. Dramatísk klisja,- ég veit það,- en ég gerði það nú samt !

Í gegnum hraða hversdagsleikans, endurspeglast brenglaður veruleikinn. Miðlarnir, allstaðar, varpa ljósi fullkomna veröld, þarna hinumegin, og við tilbiðjum einstaklingana sem lifa í henni. Eftir stöðugan samanburð komumst við að því að við erum fjarri því að vera idealísk, og veslumst upp úr eilífri sjálfsvorkunn. Við erum endalaust upptekin af sjálfinu og þeirri staðreynd að heimurinn snúist um okkur ein, græðgin er að drepa okkur, og allir vilja eignast allt,- helst án nokkurrar fyrirhafnar!

Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið alveg ótrúlega heppin með lífið. Ég er fullkomlega heilbrigð, hef aldrei lent inni á sjúkrahúsi (nema til að heimsækja aðra), ég er ekki einu sinni með ofnæmi (kannski vægt frjóofnæmi), ég hef lokið grunnskóla og fékk að velja mér framhaldsskóla sem ég kláraði með ágætiseinkunn. Allir sem ég elska og þykir vænt um eru heilbrigðir, frískir og hamingjusamir, og ég hef blessunarlega aðeins einu sinni þurft að ganga í gegnum það að sjá ættingja deyja (þegar Snorri bróðir pabba lést úr krabbameini fyrir rúmum 2 árum). Ég var fædd inn í yndislegustu fjölskyldu í geimi, sem alltaf setur minn hag fyrstan, hún styður mig í einu og öllu og gefur mér allt sem ég þarf, og svo miklu miklu meira en það. Líf okkar hefur sannarlega verið dans á rósum og samband okkar er sterkara en stál. Ég á guðdómlegan kærasta sem vill allt fyrir mig gera, ég sé ekki fyrir honum ljósið og er að eilífu þakklát að hafa fundið hann, sálufélagi minn og gamall eiginmaður úr fyrra lífi!
Ég hef átt skítnóg af pening til að eignast allt nauðsynlegt, og alltaf átt afgang til að veita sjálfri mér þann munað að kaupa ákveðin eftirsóknarverð fríðindi. Ég ólst upp í frjálsu landi, ég má hafa mínar skoðanir á hlutunum og þær eru teknar gildar, ég hef endalausa framtíðarmöguleika og get orðið hvað sem ég vil. Ég get borðað allt sem mig listir til, má klæðast því sem ég vil og velja mér eiginn maka,- allt saman algjörlega eftir mínu höfði.

---

Þrátt fyrir það, þá er ég ekki alltaf algjörlega ánægð og get stöðugt fundið eitthvað sem ég myndi vilja breyta á sjálfri mér og lífi mínu! Mig langar að vera 10 kílóum léttari, fá sléttari og flottari húð, grennri og stinnari lappir, minna nef, stærri augu, smærri putta. Mig langar að vera ríkari, eiga bíl og alltaf geta keypt mér hvaða flík sem ég vil!

HVERNIG VOGA ÉG MÉR ?????

Ég er í góðu formi og get stundað þá íþrótt sem ég vil. Ég hef aldrei lent í bruna og aldrei þurft að ganga í gegnum húðígræðslu. Ég er með lappir sem virka og er ekki bundin við neitt apprat til að hjálpa mér að komast leiða minna. Ég get labbað allan fjandann og notið þess að heyra klikkið í háu hælunum mínum þegar ég fer eitthvað fínt. Ég get klætt mig í mínar eigin buxur, ég þarf ekki hjálp til að komast á klósettið og ég get algjörlega séð um mig sjálf. Ég hef aldrei upplifað það að einhver leggi á mig hendur (hvorki kunnugur né ókunnugur), ég nota kannski gleraugu, en ég sé allt og get notið þess að horfa á sjónvarpið og veit hvernig allir mínir fjölskyldumeðlimir líta út. Ég hef efni á að kaupa mér brauð og álegg þegar mér hentar, get pantað mér sukkmat svona 1 sinnum í viku, á nógan pening til að baka kökur og bollur um helgar, hef aldrei þurft að kveljast úr hungri og get fengið mér hreint vatn að drekka þegar ég er þyrst. Ég kemst alltaf á leiðarenda, hvort sem er fótgangandi eða í strætó, og svo á ég líka hjól og línu skauta,.. eða pening til að taka leigubíl!!! Ég á meira en 20 buxur til að velja úr, yfir 70 boli og 3 sinnum fleiri skó en vikudaga, bý í eigin íbúð, með hita og rafmagn og meira til !


Hvernig voga ég mér að óska eftir meiru, þegar ég á allt og svo miklu miklu meira en það ?!?! Hvernig dirfist ég að sitja fyrir framan sjónvarpið og öfundast út í annarra manna líf,- þegar það eru svo ótal ótal margir sem sitja og öfundast út í mitt???

Bara svona aðeins til að hugsa um,.......




sunnudagur, september 18, 2005

Úff !

Er ekki bara málið að fara að hætta þessari vitleysu ???

Fyrir það fyrsta, þá hef ég einhvern veginn aldrei tíma til blogga. Í öðru lagi, þegar ég hef tíma þá hreinlega nenni ég ekki að setjast niður og skrifa, - og í þriðja lagi, þá held ég að það séu allir löngu hættir að lesa þessa blessuðu síðu !

Þannig að ég hef ákveðið að taka mér smá hlé frá þessum skrifum, um óákveðinn tíma!

'til we meet again,
ciaaoooo
Ernos




fimmtudagur, september 08, 2005

Örvæntið ekki elskurnar mínar,... ég er komin aftur !

Já, bara komin vika síðan maður hripaði niður nokkur orð seinast !
Og það var þegar elskulega Guðrúnin mín yfirgaf svæðið. Þá var ég sko leið !!! :(

Seinna sama kvöld, fórum við Martin að skúra. Þá alltíeinu skall það á, og ég áttaði mig á því hvað ég sakna hennar í raun og veru,- svona almennt,- og ég grét svo mikið að ég var komin með ekka. Ein SÉRSTAKLEGA halló, með moppu í annarri, klósetthreinsi í hinni, rauð og bólgin augu, stíflaðar ennisholur, lekandi hor og bunandi tár !
Martin greyið spurði hvort ég vildi ekki bara fara heim, það gengi sko ekki að ég væri þarna skúrandi og grenjandi á sama tíma. Ég svaraði því, að ég vildi miklu frekar vera grenjandi í skúringum heldur en ein heima !!!

En já ! Flóðið bunaði í svona hálftíma,.. en að lokum náði ég að tappa fyrir og allt komst í sömu horfur !

---

Skólaskólinn byrjaður á fullu, og við komin í enn eitt verkefnið. En þaaað er bara spennandi. Líst líka vel á hópinn minn; er með Alberti bestaskinn, en drengurinn er BARA klassi. Svo er ég með Mads, en ég hef aldrei verið með honum í hóp, og það ætti að verða ágætt. Þriðji aðilinn (eða lofthænan eins og Albert svo SKEMMTILEGA kallaði hana !!! ) er kannski ekki sá sem ég hefði helst kosið sem þriðja aðila ( þ.e.a.s þegar kemur að verkefnavinnu) en þannig er nú það, og lítið við því að gera !!

---

Og talandi um verkefni, þá gleymdi ég líka alltaf að benda ykkur á þessa vefsíðu:

http://www.bolig-udlandet.dk

en þetta er síða sem að ég gerði fyrir Martiníó, útaf stóra verkefninu sem að hann er að gera núna í skólanum. Minnir að ég hafi verið búin að segja ykkur frá því verkefni, en ef ekki, þá getiði bara lesið um það á síðunni !

---

Man ekki eftir neinu fleiru merkilegu að segja, þessa stundina. Er að bíða eftir að Martin komi heim, svo að við getum farið að skúra.
Bið að heilsa í bili,
ciaoooo




fimmtudagur, september 01, 2005

Ég er leið ! :(

Guðrún er að fara aftur heim til Íslands og mér finnst það ömurlegt !

Það er frá helling að segja, en það er akkúrat EKKERT sem yfirgnæfir þá staðreynd að
GUÐRÚN ER KOMIN MEÐ GÖT Í EYRUN !!!!!!!

Já, ó já ! Stúlkan hefur LOKSINS látið verða af þessu, eftir rúma 23 ára bið !

En jæja, er að fara að fylgja henni út á lestarstöð, hvað úr hverju.
Skrifa betur seinna,
daprar kveðjur úr Baunalandi,
Mrs. Bean (ungfrú Baun, þið vitið.... Baunaland,... konan hans Mr. Bean !!!! )




This page is powered by Blogger. Isn't yours?