sunnudagur, janúar 30, 2005

Jæja !

Þá er maður kominn aftur í Gebauersgötuna.

Við fórum snemma á föstudagsmorgun yfir á Sjálandið í heimsókn til tengdó. Það var mjög fínt, afslappandi og rólegt.. og lítið annað gert en að spila, borða, horfa á sjónvarpið og sofa !
Við komum svo aftur hingað í bæinn núna rétt fyrir 9 og fórum beint að skúra ! Great !
Erum nýkomin þaðan, erum að fara í sturtu og beint upp í rúm, því að svo á morgun byrjar 2. önn svona for real hjá okkur báðum !

Á fimmtudeginum komst hún Kolbrún Franklín í hóp frægra manna er stigið hafa fæti inn á heimilið okkar fagra. Svo skemmtilega vill til að stúlkan býr bara hérna rétt hjá, svo að vonandi verður margt um heimsóknir í framtíðinni. Ég er allavegana búin að lofa henni kvöldverði og pöbbarölti,.. og er svona strax farin að spá hvað ég get töfrað handa henni í eldhúsinu góða !

Annars hef ég lítið að segja núna, lömbin mín !
Er aðallega þreytt núna og langar að henda mér upp í rúm.
Verð líka að vera vel undirbúin fyrir morgundaginn: langur skóladagur og mikið púl í ræktinni ( til að brenna öllu ógeðinu sem rataði ofan í magann á mér um helgina ) og svo býst ég við að við þurfum að fara að skúra aftur á morgun, því að kerlingartruntan er ekki búin að redda neinum á móti okkur ennþá !
Annars var Kolla að segja mér frá einni íslenskri stelpu sem að gæti kannski hugsað sér að vinna á móti okkur, þannig að það er spurning um að negla það bara niður svo að við getum farið að slaka aðeins á í þrifunum !

Ohh well... ég er farin í sturtulíus
kveðjur að handan......




miðvikudagur, janúar 26, 2005

Halló allir saman; samlands- og ósamlandsmenn !

Hvað syngur í hópnum !?
Hérna sitjum við Martin og horfum á Frakkland - Túnis á HM. Voða spennandi,.. og ég vona að Túnis taki þetta. Baaaara svona svo að það séu ekki alltaf sömu liðin sem eru að vinna þessi blessuðu mót !

Hvað er annars í gangi með Íslendingana ? Hvernig fóru þeir að því að tapa í gær á móti Slóvenum ? Sérstaklega eftir að hafa verið yfir allan leikinn !?! Pufff,... Það þarf nú einhver að fara og taka í hnakkadrömbin á þeim, og einhver enn annar þarf að fara og slá Óla litla í rassinn ! ( Pant ég Pant ég !!!!! )

Úff ! Vonum bara að þeir taki Kúvæt í nefið núna í kvöld.

---

Ég vaknaði nokkrum sinnum nótt, og alltaf var slef á kodda því mig hafði verið að dreyma mat: Fyrir það fyrsta var ég að borða Nóa Kropp og Egils Appelsín. MMMMM !
Síðan vaknaði ég við að hafa verið að borða djúpsteiktar rækjur í boði Jóa Fel ( sem var by the way bara með einhverja bölvaða stæla við mig og einhver fjandans læti, af því að maður mátti víst ekki borða af þessum mat ! Skyldist að hann hafi verið að geyma hann handa Margréti Danadrottningu ! )
Síðan dreymdi mig að ég væri að borða hamborgarahrygg í jólamat,.. og í fjórða sinnið vaknað ég við þann draum að hafa verið að borða köku.

Þarf kannski ekki að taka það fram að ég fékk ristað brauð og kakó í kvöldmat í gær... kannski hefur eitthvað með þess matardrauma að gera !

Síðan vaknaði ég í fimmta skiptið,.. en það var af því að ég hafði verið að drepa snák !

---

Svo er tjééééllingin bara komin í 10 km hlaupapakkann aftur. Ég fór í gær og hljóp þá á 58 mín og 46 sek. Ég man ekki hvað gamla metið var, en takmarkið er að ná þessu undir 55 fyrir sumarið ! We'll seee.... we'll see... !

---

Það er gaman að því hvað það er búið að vera að sýna marga gamla þætti hérna í Baunalandi. Einn af þeim er Ally MacBeal. Ég er svona aðeins búin að vera að glugga í þá,.. en ekki mikið,.. því að ég verð bara að viðurkenna það að hún Calista Flockhart fer alveg HROTTARALEGA mikið í pirrurnar á mér. Ég hreinlega get ekki horft framan í hana: Hún ofleikur alltaf allt svo mikið,.. stamar í hverri senu, og svo beyglar hún alltaf muninn svo óhóflega !
Jesús minn almáttugur, woman,... get a grip !

Langaði bara að deila þessu með ykkur !

---

Við skötuhjúin fórum í gær niðrí bæ. Það er skemmst frá því að segja að það var DAUÐAKULDI úti ! Við áttum nefnilega inneignarnótu í búð sem heitir Inspiration, og okkur langaði að kaupa okkur nýja pönnu. Það fór nú samt ekki betur en svo að við hættum við að kaupa pönnuna ( ætlum bara að finna eina til tvær slíkar í Ikea ) en við fjárfestum í einum hitamæli.
Og ég skal nú bara segja ykkur það, litlu lömbin mín, að núna er 0,8 stiga hiti í plús,... en ég get svo svariða upp á allt sem ég á.. að ef að við værum stödd á Íslandi í nákvæmlega sama kulda.. þá myndi standa allavegana svona -6 !!!

Brrrrr ! Hvaða hvaða... !

En jæja.. ég ætla að henda mér undir sæng,.. sjæse hvað það er kalt hérna inni!
Until we meet again....





mánudagur, janúar 24, 2005

Úff !

Af öllu því sem mér finnst leiðinlegt að gera,.. þá er fátt sem að vekur upp jafn mikla löngun til að drekka blásýru, og að þurrka af !

Ó meeeeen,... ég get svarið fyrir það.. þvílíkur horbjóður ! Ég skal frekar þrífa 50 klósett en að þurrka af ! Og það er ekki grín !
Mér finnst hreinlega svo hrottaralega leiðinlegt að lyfta upp hlutum, renna tuskunni yfir yfirborðið og setja hlutinn niður aftur, að ég myndi skjóta á og veðja góðri summu á þá staðreynd að afþurrkun væri afkvæmi djöfulsins !

---

Ég var að koma heim úr skúringum, fór ein í þetta skiptið.
Martin var nefnilega á æfingu og átti að vera kominn heim um klukkan 7. En svo hringir hann í mig rétt fyrir það, og segist vera á leiðinni upp á sjúkrahús: fékk víst olnboga í augað og það kom einhver sprunga, þannig að hann varð víst að fara og láta sauma. Sagðist verða kominn heim eftir kannski svona klukkutíma.

Þannig að ég hélt áfram að elda og horfði á sjónvarpið: nánar tiltekið EXTREME MAKEOVER - HOME EDITION ! Fjúffff.. talandi um góða þætti maður ! :)
Nema hvað, að svo hringir Martin aftur.. og þá var hann ekki enn farinn inn til að láta lappa upp á sig, svo að ég ákvað að fara bara ein að skúra og svo ætlaði hann að koma og hjálpa mér þegar hann yrði kominn heim.

Kallanginn hringir og var kominn heim rétt eftir að ég var komin uppeftir og byrjuð að skúra,- en ég... öðlingurinn sem ég er, sagðist bara klára þetta sjálf !
Hljóp um eins og villt ella og brjáluð gella... ryksugaði svo hratt að gólfteppið þarna er nú orðið ekkert nema frumeindir ! Var aðeins tæpa 2 tíma að öllu saman,- hefði líka getað gert þetta aðeins betur, en hreinlega nennti því ekki. Það er BARA mannskemmandi að vera þarna einn á kvöldin. Mannskemmandi og spúkí !

Jæja.. svo kom ég heim og Martin liggur uppi í rúmi. Ekkert að honum.. smá skeina ! Furðulegt samt, en satt,... þá má hann eiginlega ekkert gera.. bara uppá það að það komi engin sýking í þetta. Hann var nefnilega ekki saumaður saman, heldur límdur !!!!

Hefði ekki verið leiðinlegt ef að það hefði dottið smá límdropi af auganum og niður á varirnar á honum ! hahaha ! Þá væri sko einræðisstefna á þessu heimili, og hann fengi ekkert að segja við einu eða neinu ! :)

En jæja,.. ég er farin að fá mér smá vatnsglas og ætla svo að henda mér upp í rúm
Góða nótt, litlu músamúsur,... góða nótt !





sunnudagur, janúar 23, 2005

Sveiattan !

Ef ég vissi ekki betur, þá myndi ég segja að Ísöld væri að skella á ! Eða heimsendir ! Úff ! Þvílíkur óbjóðins þroskafatlaði kuldi er hérna í Baunalandi. Eins gott að ég er búin að koma mér upp góðum vetrarforða af innanhúða-spiki til að halda á mér hita á öðrum eins örlagastundum sem þessari.
Svona miðað við aldur og fyrri störf, þá myndi ég segja að þetta væri um -12 til -15 stiga frost, og svo blæs eins og í helvíti !

Hvers á maður að gjalda !?

---

Jæja.. ég fór s.s í bekkjarpartý á föstudeginum. Það var rosalega gaman, góð mæting, góð stemning, "migi gaman.. migi grín " !
Ég tók því miður engar myndir, enda veit ég ekkert hvað varð um hleðslutækið fyrir myndavélina. En það er aldrei að vita nema að maður fái að kópera frá einhverjum öðrum.

---

Og já ! Ekki verra að tilkynna það að við náðum 1. önninni,.. tókum þetta verkefni í nefið og núna erum við s.s formlega komin yfir á 2. önn.
Næsta vika fer bara í frí,... enginn skóli, bara leti. Maaaagnað !

---

Er að bíða eftir pízzu. Martin er heima hjá handboltastrákunum að horfa á HM. Ég er ein heima og það er ekkert til að éta, nema þurrt brauð. Og ég nenni því sko ekki ( át það í kvöldmat í gærkveldi ) þannig að mín er bara að bíða eftir undrinu góða er kallast Pízza Hut.
Ætla svo að skella einni Friends í tækið og hafa það náðugt þar til að Martin kemur heim í kvöld um klukkan 11, en þá þurfum við að fara að skúra ! :(

Ohhh well... ég ætla að ganga frá þvotti,
bið að heilsa að handan
turilú...







fimmtudagur, janúar 20, 2005

HÚN Á AFMÆLI Í DAG.. HÚN Á AFMÆLI Í DAG.. HÚN Á AFMÆLI HÚN SIGRÚNNNNNN.. HÚN Á AFMÆLI Í DAG !!!!!

Til hamingju með afmælið, elsku Sigrún ! Hafðu það gott !

---

Jæja, núna erum við búin að skila verkefninu og fá dóm frá 2 kennurum núna í dag. Við náðum báðum þeim fögum og fengum bara mjög góða dóma. Mætum síðan 2 öðrum á morgun,... en ég er ekki með neinar áhyggjur, býst fastlega við að við náum þeim líka !

---

Svo er partý heima hjá Jóni og Marie á morgun og allir eiga að koma með einhvern mat. Ég ætla að gera hrískökur og eitthvað annað ( er ekki alveg búin að ákveða hvað það verður ) !
Ég fór strax eftir skóla í dag og keypti í hrískökurnar,... og men ó men.. ég er alveg að berjast við að búa þær ekki til núna, því að ég veit að ég myndi ekki geta hætt að narta í þær ! ( Og það er bannað samkvæmt samningnum okkar Lindu ).
Puffff ! Það er bara fúlt að vera í " megrun " !

Mikið rosalega hlakka ég til að fara aðeins út á lífið. Ég get nú ekki annað sagt en að við eigum það skilið, eftir alla þessa vinnu sem hefur fylgt þessu 1. annar verkefni.
En núna þegar að ég fer að sjá fyrir endann á því... þá lofa ég að hætta að tala um það hérna á blogginu !

---

Ég er með einhvern bansettan og slæman hósta.. og búin að vera með hann í fleiri fleiri daga ! Ég er farin að hósta svo mikið að ég fæ hausverk annað slagið útaf þrýstingnum sem myndast. Martin er ekki nógu sáttur við þetta hjá mér, og vill að ég kíki til læknis á morgun, held hann ætli að panta tíma fyrir mig. Kannski er best að láta kíka á þetta,.. þá er maður búinn að því !

En jæja kæru félagar,..þetta var nú óttalega tíðindalaust blogg !
Aldrei að vita nema að maður komi með eitthvað krassandi á laugardaginn... og einhverjar myndir síðan kvöldið áður !
Ég er hinsvegar farin í ræktina.. - hóst hóst -
until we meet again.....







þriðjudagur, janúar 18, 2005

Hæ hó... hæ hó !!

Jæja, þá erum við loksins búin að skila fystu annar verkefninu. En það er ekki alveg búið samt; við þurfum nefnilega að "verja" verkefnið og svara spurningum varðandi það. Síðan eigum við að gagnrýna annan hóp sjálf, og að lokum eigum við að hlusta á komment frá kennurum. Svo fáum við að vita hvort við höfum staðist önnina, eður ei !!!

Jámm.. við klárum s.s ekki fyrr en í lok þessarar viku,.. og eftir það fáum við viku í frí. Það verður alveg ágætt.. enda er maður búinn að vera stressið eitt núna undanfarið. Síðan erum við að fara í heimsókn til tengdó þarnæstu helgi ( s.s eftir 10 daga ), bara svona uppá gamlar stundir !

---

Það er soldið fyndið með gangbrautirnar hérna í Danmörku. Af því að við búum svona eiginlega í "stórborg" þá er einmitt mikið um þær og það er ekki sjéns að maður komist yfir götuna nema með því að nota gangbrautarljósin.
Það er nú bara alls ekki frásögum færandi nema bara aðeins fyrir þær sakir að ég held ég hafi sjaldan eða aldrei náð að labba yfir alla gangbrautina á einu grænu ljósi. Það stoppar alltaf svo snemma, að maður þarf að gera þetta í hollum. Annað hvort það.. eða virkilega spretta úr spori, með viðeigandi mjaðmahreyfingum og handasveifli, og helst þarf maður að þjófstarta rétt áður en grænt ljós kemur. Hef aldrei upplifað þetta fyrr en ég flutti hingað út og fannst alveg við hæfi að deila þessu með ykkur. Held ég skrifi svona eins og eitt gott kvartmeil til umferðarráðuneytis Danamanna og biðji þá um að bæta við, svona eins og 5 sekúndum við græna kallinn !!!

---

Helst í fréttum af Gebauersgade: Martin er ennþá veikur í maganum, og ekki bara ennþá veikur,.. heldur ennþá veikarI heldur en hann var þarna um daginn. Hann er búinn að vera non-stop í allan dag og ég veit ekki hvar ég á að geyma mig, ég er hvergi hult.

Húsið er í rúst. Við erum nýbúin að taka til, en við höfum engan tíma til að halda þessu við, svo að það er fljótt að hrannast upp. Ég hafði lofað honum að fara aðeins yfir pleisið áður en hann kemur heim af æfingu í kvöld ( sem verður um klukkan 22 ) , sem þýðir að ég hef rætt tæpan klukkutíma til stefnu.
Síðan erum við að fara að skúra líka. God bless the skúringar, en ég verð nú samt að viðurkenna að við erum orðin aaaansi þreytt. Þetta er einfaldlega of mikið, sérstaklega þegar að það er svona mikið að gera hjá okkur báðum !

Ohh.. væl væl væl og aftur væl ! Ég geri ekkert annað en að væla, sorrí !

Ætli það sé þá ekki bara best að fara að taka fram moppuna. Annars eru komnar inn myndir síðan af Ísalandi.. hérna til hliðar undir: " Jól - Ísland 2004 "

Bless litlu dúllurnar mínar,- bless bless !




laugardagur, janúar 15, 2005

Díses kræst ! Nú fær Baunalandið smá útreið:

Ég verð nú að fá að lýsa hneykslun minni á einu: Hérna í Danmörku, í Kaupmannahöfn réttara sagt, er verið að opna nýtt Óperuhús. Þetta er búið að vera svakalega í sjónvarpinu, beinar útsendingar og þvílíkar auglýsingar og alles.

OK ! Í fyrsta lagi skil ég ekki þetta óperu concept. Hvernig fólk nennir að sitja og hlusta á annað eins gól og rugl ! Ég hef aldrei heyrt neina sómasamlega laglínu koma út úr þeim fáu óperum sem að ég hef orðið vitni af, og ég get ekki séð neitt samræmi í "laginu", þema sem að rennur allt í gegn um það.
Í öðru lagi, þá skil ég ekki þetta ballet concept. Ég skal alveg viðurkenna það að ég tek hattinn ofan af fyrir fólki sem getur staðið á táberginu svona lengi, en allar aðrar hliðar af ballet eru einfaldlega leiðinlegar.
Nema hvað, að það er verið að byggja þetta blessaða Óperuhús hérna í Kóngsins Köben, - og getiði hvernig var borgað fyrir það ? Með dönskum skattapeningum !!!

Bað ég um að leggja í púkkið !??!? ÖÖÖÖ - NEI !!!
OOOoohhh, svona lagað gerir mig svo brjálaða. Það er ekki eins og það sé þörf fyrir annan eins óbjóð í dönsku samfélagi. Það er þegar til nóg af flottum húsum sem þau geta sungið, hoppað og teygt sig í - og svona fyrir utan það, þá er þessi menningargrein hreint og beint mannskemmandi og þunglyndisvaldandi...... og svona rétt rúmlega það.

Sko, fyrir það fyrsta þá finnst mér bara sérstaklega ósanngjarnt að vera að taka af launum mínum, eins fátæk og ég er. En fyrst það á annað borð þarf að gerast, væri þá ekki betra að eyða peningnum í eitthvað sem vit er í ? Eins og heilbrigðiskerfið ? Þróun lyfja gegn ógeðslegum sjúkdómum ? Opnun Dominos eða Álfheimaútibús í miðbænum ????? Ég bara spyr !!!
Því ég get svo svariða.... mér finnst þetta óréttlætið eitt og ég gef Danmörkunni 7 skítaprik fyrir þetta framlag,- af 5 mögulegum!

---

Og svona annað hérna úr landinu að handan: Hefur einhver tekið eftir því hvað Mary Donaldsson ( danska krónsprinsessan ) er lík Mel C úr Spice Girls !?!?! Ég get svo svariða, þær hljóta að hafa verið aðskildar í æsku !
Eða það sem meira er......, hver hefur séð eða heyrt af Mel síðan að grúppan hætti, fyrir einhverjum árum síðan ?? Einhver ?? Engin ??? Er ekki bara eins og hún hafi gufað upp ? Know where I am going here ????

Hér er Mary: http://www.hkhkronprinsen.dk/ac000c

Og hér er Mel C: http://www.melanie-c-news.com/images/melaniecmay2002c.jpg

Now.....segiði mér að að ég sé með gott case í höndunum !!!
---

Úff ! Bráðum fer þessari færslu að ljúka... ekki að eigin ósk....en einfaldlega vegna súrefnisskorts ! Cause: Martin er búin að vera sérstaklega slæmur í maganum núna í kvöld og duftaði ærlega yfir pleisið núna fyrir 5 mínútum. Það er svoleiðis mökkur hérna inni, að ég held ég þurfi að nota þokuljós til að komast inn á klósett !
Var rétt í þessu að fá símtal frá Al Queda samtökunum,- þeir buðu í gasið væna summu,... ætla varpa því yfir Bandaríkin. Ég sagði þeim að hér væri sko gereyðingarvopn í lagi.
Hringdi í Bubba og hann getur staðfest það, að þetta var sko bomba,......B-O-B-A !
What goes around comes around; ég ætla að fara inn í eldhús og éta heilan pakka af rúsínum,- he will never know what hit him !

Muhahhahaha
Meigi sá besti sigra,....
... og hinn kafna !

p.s Martin varpaði annarri sprengju núna rétt í þessu og sagði: " I can just FEEL how bad they are gonna smell.... cause they are so hot when they come out of my ass !!!!!!!!!!!!! "
YYyyummmmmiieeee.....What did marry into !?!!?!?!?

Until we meet again.....





miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ég hef hræðilegar fréttir að færa:........
.....Fataskápurinn minn er orðinn svo illa troðinn, að ég gæti ekki einu sinni komið fyrir einum eyrnapinna í viðbót !!!

Ég fór í gær að klára að ganga frá restinni af fötunum síðan af Íslandi,.. þurfti í flestum tilvikum að taka gommu af fötum út sem fyrir voru í skápnum, og brjóta þau öll upp á nýtt, eins fullkomið og mögulegt var. S.s rearranga öllu heila klabbinu. Það hafðist á endanum, en það er svo troðið þarna inni að það er ekki eðlilegt.
Var nottla búin að steingleyma öllum fötunum í óhreinatauinu og í þvottavélinni OG á þvottasnúrunni sem ekki eru enn komin inn,... býst við að þau eigi sér engan samastað eftir þetta!

Við vitum öll hvað þetta þýðir:..... ég verð að kaupa mér annan fataskáp !!!

Ég ætlaði að taka mynd af öllum ósköpunum, en batteríin í myndavélinni eru búin og ég finn ekki hleðslutækið. Hún kemur bara seinna.. með öllum Íslandsmyndunum.

---

Fór í ræktina í dag, í annað sinn eftir að ég kom heim. Jæks hvað maður er fljótur að tapa sér í formi. Alveg hreint fáránlegt.

En núna þýðir ekkert "elsku mamma", enda erum við Linda systir búnar að leggja niður nokkrar grundvallareglur í upptöku okkar á nýjum lífsstíl - EKKI megrun,.. heldur nýr LÍFSSTÍLL !!! :) ( sem vonandi leiðir af sér tap á nokkrum aukakílóum. )
Ég er meira að segja svo bjartsýn á að í þetta sinn náist árangur, að ég er fyrirfram búin að skrá mig inn á sjúkrahúsið í lok apríl, í meðferð við anorexíu.

En jæja litlu lömbin mín,.. ég er farin að lesa smá
lag dagsins ( bara til að vera nasty asssss ): " Aukakílóin .. aukakílóin.. útum allt á mér.... Innan og utan á.. ofan og neðan á...! "
tschüss.....






þriðjudagur, janúar 11, 2005

Jæja.. kæru félagar og fræðimenn !

Núna er maður bara lentur í Árhúsinni miklu og lífið komið í fastar skorður aftur.
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það bæði skemmtilegt og leiðinlegt: Það er leiðinlegt af því að ég átti alveg yndislegar rúmar 3 vikur á Ísalandinu góða með fólki sem ég á kannski ekki eftir að sjá aftur fyrr en eftir hálft ár, en kannski skemmtilegt að því leitinu til að það er gott að komast inn í rútínuna aftur. Ekki beint brjáluð rútina, en rútína samt; skólinn, ræktin, heimilið !

Erum núna bara á fullu að vinna í þessu 1. annar verkefni sem á að skila næsta þriðjudag eftir nákvæmlega viku. Soldið stress í gangi, en við komumst yfir það.


---

Mér sýndist ég sá nunnu á hjóli í dag. Það reyndist svo vera einstaklega dökkhærð kona, með mikið blásið hár og svartan klút á höfðinu !

---

Ég tók sjálf úr saumana úr tannholdinu mínu áðan, sem hafa verið þar í góðu yfirlæti síðan úr kjálkaaðgerðinni minni frægu og góðu. Stóð eins og illa gerður maður með nefið ofan í speglinum, skærin í annarri og augnbrúnaplokkarann í hinni. Barðist við að halda munnvatnsflæðinu innan skynsamlegra marka ( og þá meina ég "uppi í munninum á mér" ) og pírði augun til að sjá betur hvar átti að klippa. Hitti ekki alltaf á réttan þráð, eða þráð yfir höfuð- en ég lifi !
Þetta er allt annað líf, enda var ég alltaf að renna tungunni yfir þessa blessuðu sauma í tíma og ótíma, og þeir farnir að trufla venjulegan hugsanagang og meðalgreind. Alveg að fara með mig !

En frelsið er yndislegt, og ég geri það sem ég vil !

---

Magnaður andskoti ! Hvaða mynd haldiði að sé í sjónvarpinu hérna núna ?
Sister Act,.. sem fjallar einmitt um nunnu ! ! !
- Vora korinsorins ( sem útlegst víst einhvern veginn svona á frummálinu: " What a coincedence " )

---

Ohhh, við Martin erum víst að fara að skúra. Stráksfjandinn úr bekknum hans sem ætlaði að taka það að sér að skúra á móti okkur hætti við, svo að núna þurfum við að gera það alla daga þar til að búið er að ráða nýjan aðila.
En þetta er víst peningur í vasann og ég býst við að okkur veiti af ekki af honum.

Daddaraaaaaa, held ég fari að setja inn myndir bráðlega síðan af Klakanum góða
en það tekur alveg smá tíma og verður örugglega ekki komið inn fyrr en í lok vikunnar.
Ooooorrr.... !? Maður veit aldrei, held ég fari bara í það að byrja núna meðan ég bíð eftir að Martiníus komi heim af æfingu.

Og ekki varð það lengra í bili.......










miðvikudagur, janúar 05, 2005

Ó mig auma !

Jæja,.. þá er öðrum helming betrunar kjaftsins míns lokið: er loksins búin að fara í fyrstu ferð til tann- og kjálkasmiðsins - mission: troða skrúfufjöndum ofan í kjálkann á mér.

Ohh well... ég mætti þarna til hans upp úr hádegi, og hann bara henti mér beinustu leið í stólinn og sprautaði líka þessu svakalega magni af deyfingu í munnholdið. Ég get svo svariða; ég hef ALDREI verið jafn dofin í andlitinu á ævinni,- mér leið eins og ég væri Jim Carrey í THE MASK: með teygjanlegasta munn í algeymi.
Svo fór ég nú svona að prófa að narta í þetta, bíta í vörina og svona... ALVEG DEAD ! Maður fékk það svona hálfpartinn á tilfinninguna að maður væri gerður úr jelly-i, ég var allavegana meira hlaupkennd en ég man nokkurn tímann eftir mér. My oh My !

En jæja.. áfram með smjörið: og ég var s.s klædd inn í sótthreinsaðar pappírsábreiður, þannig að það sást ekki í neitt nema andlitið á mér og tærnar ! Og svona án frekari bollalenginga þá gekk þessi aðgerð bara alveg ágætlega - allavegana miklu betur en ég var fyrirfram búin að ákveða að myndi ganga. Hún var svona tiltölulega sársaukalaus, enda engin furða,.. ég var nánast HIGH af öllum lyfjunum, og hann hélt áfram að bæta á deyfinguna af því að hann var alltaf áð bora svo skugglega nálægt einhverri taug sem að liggur fyrir neðan kjálkann á mér og út í varir ( fékk að vita það seinna meir ).

Aðgerðin tók ekki nema rétt rúman klukkutíma og allt gott um það að segja.
Fékk smá 70-mínútna fíling þegar að ég átti að fá mér vatnssopa í lokin og skyrpa: var ennþá svo lömuð í andlitinu að ég gat ekki "fleygt" vatninu frá mér almennilega svo að ég lét það bara leka út um munnvikin á mér og reyndi eftir bestu getu að hitta ofan í vaskinn.

Nema hvað,.. að stuttu eftir þetta allt saman fór deyfingin að fara úr.. og men Ó MEN .. þá leið mér illa. Sat hágrenjandi inni í bíl með mömmu, og gaf svo í þegar ég var komin heim og grenjaði ennþá meira. Mamma hentist út í apótek með lyfseðilinn minn og tók út einhverjar verkjatöflur og pencillin. Svo um klukkan 3-4 fór sársaukinn að dofna og ég hef það bara andskoti gott núna - svona miðað við aðstæður !

---

Svo er þetta blessaða jólafrí bara senn á enda, því miður ! Það er búið að vera alveg sérstaklega yndislegt og ég er búin að hafa það mergjað og ofsalega gott. Ég vil helst ekki fara út til Danmerkur aftur,.. langar bara að vera hérna heima og láta dekra við mig, éta ógeðsmat og spila hitt og þetta daginn út og inn.

Ég skutlaði Martini út á flugvöll fyrir tann-tímann minn. Sat með tárin í augunum alla leiðina til Keflavíkur, sem er svosum ekki merkilegt nema aðeins fyrir þær sakir að ég er að fara að hitta Martin aftur eftir aðeins 4 daga !!!!!!
En það er nú ekki bara það; ég er líka kvíðin fyrir að fara frá öllum á Íslandi.. huxa að það verði erfitt því að flest þeirra á ég ekki eftir að sjá fyrr en næsta sumar. Og það eru heilir 6 mánuðir.. sem mér finnst bara vera allt of mikið.
En jæja.. ég var s.s að berjast við að halda aftur af tárunum alla leiðina á flugvöllinn, fylgdi Martini inn og kyssti hann bless,.. og svo fór ég út og um leið og dyrnar lokuðust fyrir aftan mig þá fór ég að grenja. Og ekki batnaði það svo þegar ég flaug á rassinn í hálkunni og krapinu ... sko FLAUG.. þarna á bílastæðinu og varð rennandi blaut á æðri endanum og allri hægri hliðinni, fékk snjó undir aðra úlpuermina og missti veskið mitt :( BUhúúúúú

Já,.. það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér í dag.. en svona er nú það !

En ég held ég fari að halda áfram að vinna í þessu blessaða 1. annar verkefni sem á að skila eftir 2 vikur.
Svei mér þá,.. ég veit ekki betur en svo að ég skrifi bara næst þegar ég verð komin á danska grundu.

Kveðjur að handan,
Erna skrúfukjaftur og stálkvendi !




sunnudagur, janúar 02, 2005

Hæ hó, hæ hó....

Gleðilegt ár, allir saman, og takk fyrir allt liðið og gott !

Merkilegt, en ég fer bara að fara heim aftur ( " heim til Danmerkur ! " ) Sko.... díses kræst, erum við ekki að grínast ? Ég er nýkomin !
Martin er að fara núna á miðvikudaginn og ég á sunnudagsmorgun. Mér líst nú ekki alveg nógu vel á þetta, tíminn er alltof fljótur að líða. Þannig að ég mun ekkert sjá ættingja mína, vini og vandamenn aftur fyrr en eftir hálft ár í viðbót ! Þetta er ótrúlegt, og eiginlega alveg hryllilega erfitt að vera alltaf svona langt í burtu frá þeim, sérstaklega þegar að fólk býr yfir annarri eins tilfinningasemi og ég; alltaf einhver aumingjaháttur.

Annars er þetta bara búið að vera magnað hérna á Ísalandi. Ég er bara búin að slappa af með meiru og hef reynt af hafa lítið áhyggjur af öllu öðru. Er bara búin að éta og éta, og merkilegt nok, þá er ég ekki búin að þyngjast ( miðað við vigtina ) heldur aftur á móti léttast um einhver grömm ! Pabbi hélt að það væri kannski vöðvamassi sem ég væri búin að missa, af því að ég var búin að vera svo dugleg að lyfta í Danmörku, og ég held það hljóti bara að vera. Því ekki er það fita, og svo mikið er víst ! ( Miðað við allt það magn af fitu sem ég er búin að vera að innbyrða )

Jólin voru æðisleg og yndisleg eins og alltaf og við höfðum það rosa gott.
Ég fékk Martin minn til mín þann 27. og þá bara gat það ekki orðið betra. Hann er búinn að vera að duglegur að hitta vini sína en á milli þess þá liggjum við bara uppi í rúmi og lesum, étum og horfum á sjónvarpið.
Gamlárskvöldið var líka vel heppnað: Byrjuðum heima hjá Stínu frænku og fjölskyldunni hennar. Átum EÐAL mat ( humar í forrét, magnaðan hamborgarahrygg með svakalegu meðlæti og svo ís og Mars-sósu í eftirrétt ), horfðum á skaupið, skutum nokkrum flugeldum, spiluðum og bara svona.. fjölskylduvænt allt saman ! Ég drakk ekki nema hálft freyðivínsglas, enda hélt ég að ég ætti að keyra heim. Annað kom svo á daginn; Trausti bróðir settist við stýrið, þannig að ég hefði vel geta drukkið meira. Ohhh well,.. ég vann það svo bara upp eftir að við vorum komin heim aftur í Safamýrina.
Við vorum búin að bjóða nokkrum vinum, ekkert partý, en bara svona.. samkomustaður fyrir fólk áður en haldið yrði niðrí bæ. Maggi kom fyrstur, svo Guðrún og Þorri, Linda systir kom snemma heim úr misheppnuðu partýi sem hún fór í, og svo Jón, Raymond og Brian úr skólanum mínum úti. Liðið hellti í sig allskonar gerðum af áfengi og svo um 5 leitið hentumst við niðrí bæ.
Þar var byrjað á NASA þar sem Palli þeytti skífum og það var bara fjandi gaman, allavegana skemmtilegra en ég var fyrirfram búin að ákveða. Síðan þegar lokaði þar, fórum við á HRESSÓ. Þar var líka svona mikið stuð. Við sáum óbjóðins og HORbjóðins mann standa í röðinni, hann var svoleiðis aaaaaaaaaalblóðugur í framan og á höndunum og það láku alveg droparnir. Ojjj ! Hann var blindfullur og ógeðslegur og honum var ekki hleypt inn.
Síðan var einhver dópistagella að sleikja á honum puttana, og honum fannst það svaka sexí. Nema hvað, að hún kemur að alblóðugum vísiputtanum og stingur honum upp í sig, hann hélt áfram að segja hvað honum þætti þetta sexí; " ....en bíddu bíddu.... þetta er allt úti í blóði !!! "
Og þá svaraði hún: " Ég er ekki svona stelpa sem er hrædd við að verða skítug !!!! "

Ojjjj... þvílíkt ógeð, maður !

Guðrúnu fannst allt kvöldið eins og hún væri með blóðslettur af kallinum í andlitinu, enda hafði hann nuddast upp við hana á einhverjum punkti. Hún slapp, blessunarlega, við það !

Inni var allt troðið, en við náðum samt borði þar sem allir gátu sest. Við Þorri komum með magnað atriði þegar að við ætluðum að fara að kaupa bjóra handa liðinu. Vildi ekki betur til en svo, að kallinn sem stóð við hliðina á mér var alveg blindfullur og hafði verið nýbúinn að kaupa sér bjór sjálfur. Síðan, af einhverjum ástæðum, dettur hann niður á gólfið og liggur bara þar í eigin vínanda, starir framfyrir sig, eins og hann viti hvorki upp né niður og ég alveg: " Þorri... FLJÓTUR ! " og bendi á bjórinn sem kallinn hafði verið að kaupa sér. Þorri stökk til, eins og hann hafði verið að hugsa það sama, grípur glasið og við löbbum svo bæði aftur að borðinu okkar, í mesta sakleysi. Þegar við vorum komin þangað, þá leit ég aftur upp á barinn, og þar stóð greyið maðurinn og baðaði út höndunum og leitaði að bjórglasinu sem gufaði upp !!!
Bwahahah... magnað !

Við vorum svo ekki komin heim fyrr en rúmlega 8 um morguninn og vöknuðum um hálf 4. Gærdagurinn fór svo í slor og slen. Ég var alls ekki þunn, en alveg hryllilega "bleehhh"- eitthvað og lá bara uppi í rúmi, meirihluta dagsins.
Ég hafði verið búin að ákveða að hitta Sigrúnu og Maju og fara með þeim niðrí bæ um kvöldið, en ég lagði ekki í það sökum ástands. Við Linda systir ætluðum að horfa á einhverja mynd og ég fór út til að kaupa ostapopp handa okkur. Í leiðinni kíkti ég í stutt stopp til þeirra stúlkna og þar var allt að springa af ást og kærleik. Rosa gaman !
Svo kom ég heim til Lindu aftur og við horfðum sjónvarpið, þar til ég gat ekki meir ! Sofnaði eins og selur um klukkan 2 og svaf svona líka rosalega vel þar til núna klukkan 12.30.

Veit ekki hvað planið er í dag, sjálfsagt eitthvað rólegt áfram.

Ohhh... ég trúi ekki að ég sé að fara að fara út aftur. Ég hreinlega trúi því ekki ! Það er eins gott að maður nýti þessa viku, sem eftir er.

Veit nú samt ekki hvernig það fer, er nefnilega að fara til tann- og kjálkasmiðs á miðvikudaginn, hann er að fara að bora einhverja skrúfufjanda í kjálkann á mér. Fari það bölvað ! Ætli maður verði svo ekki bara handónýtur það sem eftir lifir þá viku !

En svona er nú það,
ég er farin að vekja Martin með kossi
við verðum að fara gera eitthvað almennilegt. Kannski maður skelli sér bara í bakaríið og fái sér smá sukkmat

until we meet again....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?