þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæks !

Þeir sem að hafa kvartað undan auglýsingahléunum á Skjá einum ættu að prófa að horfa á sjónvarpið hérna í Danmörku. Það eru ( á ákveðnum stöðvum ) endalausar auglýsingar; þær koma ekki bara oft,... heldur er hvert auglýsingahlé stundum upp í 3-4 mínútur.
Det er pisse-irreterende !!!!!

Í dag var ég úti undir berum himni, og það var svoldið mikill vindur. Eiginlega bara tíbískt íslenskt veður. Nú ...- þar sem ég er þarna djúpt sokkin í eigin huxanir,.. fýkur ekki bara framan í mig eitt stk. risa-hunangsfluga !
Ég hef alltaf verið hrædd við hunangsflugur ( þó svo að ég viti að þær séu ekki eins árásagjarnar og vespur ) og ég stóð þarna og hristi hausinn og fussaði og frussaði ! Sem betur fer var enginn nálægt, þar sem að ég virðist vera eina manneskjan Danmörku sem er hrædd við þessar flugur !
Ég var samt ekki stungin eða neitt, sem betur fer, því ef ég hefði fengið eitthvað svaka stungu-kýli í andlitið þá hefði ég ekki stigið fæti út úr húsi fyrr en það væri farið, - og hana nú og hopp og hí og trallalla ( eins og elskulegur faðir minn segir svo oft !!! )
Samt, ef maður pælir í því, þá eru hunangsflugur soldið krúttlegar,.. svona búttaðar og loðnar, eiginlega eins og mini-útgáfa af ketti !
Njahh,... kannski ekki alveg :)

---

Fjandinn hafi þetta blessaða EM !!! :)
Hér á þessu heimili er ekkert annað gert en að horfa á fótbolta.
Hver nennir, í alvöru, að eyða rúmum 90 mínútum á að horfa á gæjana sparka boltanum fram og til baka... ÞAÐ GERIST EKKERT !
Það væri annað ef að leikurinn væri kannski 2*15 mínútur,... en að eyða hátt í 2 tímum, og svo stundum er ekki einu sinni skorað mark... er algjörlega fyrir ofan minn skilning !
Kannski soldið annað ef að Ítalía er að spila ( humana humana ) !!!

---

Í gær fékk ég heimsins stærstu blöðru á aðra tánna! ( " Verdens største vabbel " eins og Danirnir myndu segja )! Ekkert sérstaklega skemmtilegar upplýsingar, ég veit. En mig langaði bara aðeins að deila þessu með ykkur, því að hún var álíka stór og 1/5 af tánni á mér.... og það er sko met á mínum bæ !
Það þarf nú vart að taka það fram að ég stútaði henni í gærkvöldi, svo að í dag er ég sem endurfædd manneskja. Skemmtilegt ( eða ekki ) að þetta skyldi hafa verið á sama fæti og ég snéri á mér ökklann um daginn.


Æjjj,.. ég er farin að múta Martini að slökkva á fótboltanum
yeah right... like that´s gonna happen ( Ég er svo ofurkúl þegar ég sletti svona á ensku!)

stay cool, my brothassss..





This page is powered by Blogger. Isn't yours?