þriðjudagur, júní 22, 2004

Mín fór að skúra í annað sinn í dag, alein !

Það gekk bara mjög vel og ég var svona í kannski 50 mínútur að öllu.
Ég verð nú samt að segja það að ég var eins og hálfviti þegar ég var að ryksuga. Þetta var nefnilega engin venjuleg ryksuga, - heldur svona ryksuga sem að maður setur á bakið ! Ég var alveg eins og einhver puttalingur eða eins og einhver á leið út í geiminn. Þeir sem þekkja mig vita það að mér leið ógeðslega illa og vonaðist til þess að akkúrat ENGINN sæi mig !

Annars er bara búið að vera frekar leiðinlegt veður. Það var spáð rigningu núna næstum út alla vikuna, en í dag og reyndar í gær líka, er búinn að koma einstöku skúr en annars svona sól - ský - sól - ský. Ekki beint sólbaðsveður,... en samt... alveg nógu hlýtt til að vera úti.. og ég fór út á línuskautana. Fór hérna nokkrar ferðir fram og til baka og var alveg verulega óörugg. Það gekk samt vel og ég datt ekki neitt. Finnst ég líka vera komin með aðeins betra jafnvægi, þ.e á auðveldara með að renna á einni löpp !

Í kvöld er Martin að fara heim til eins gamals vinar síns og horfa á fótboltaleikinn ( Danmörk - Svíþjóð ) og ég huxa að ég verði bara heima og horfi á "Philadelphia" - það er verið að sýna hana í kvöld.

Að öðru leyti, hef ég ekki mikið að segja
Yfir og út...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?