mánudagur, júní 28, 2004

Ha ha ha !

Í dag þegar ég hjólaði í vinnuna, var ég næstum dauð !
Buxurnar mínar flæktust í pedalanum, og ég festist !
Í alvörunni, ég festist og hjólið komst hvorki áfram né afturábak og ég gat ekki leyst flækjuna. Ég togaði og togaði, og buxurnar rifnuðu aðeins,... en þær hreinlega vildu ekki losna. ( Þetta voru sem betur fer bara svona gússí-buxur sem ég nota til að druslast í ).
Guði sé lof að þetta gerðist ekki einhversstaðar á miðri leið YFIR götu, ég var sem betur fer bara á fáförnum vegi. Að vísu var strætó-biðskýli við hliðna á mér og 5 manns inni í því. Og svo stoppaði bíll við hliðina á mér og kona skrúfaði niður gluggann. Ég hélt hún ætlaði að bjóðast til að hjálpa mér að losa buxurnar, en þá var hún bara að spurja um einhverja götu. Ég sagðist því miður ekki vera dönsk og vissi ekki neitt !!!

En ég held ég hafi eytt 2 mínútum í að losa buxurnar, reyna að vefja þeim aftur á bak yfor pedalana, fram og til baka, aftur á bak og áfram, meðan ég togaði og togaði, og á endanum tókst það. Hluti af buxunum varð samt eftir þarna við gangstéttina !!!
Svo var ég aleg að skíta á mig úr hræðslu á leiðinni heim, og tróð buxunum ofan í skónna svo að þetta myndi ekki gerast aftur !!!

Ég er að fara að hreinskrifa mataruppskriftirnar mínar. Nóg að gera hérna í Danaveldi.

See you when you get there
adios....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?