föstudagur, júní 18, 2004

Guuuð ! Ég hreinlega gleymi að segja; " Gleðilegan þjóðhátiðardag " í gær !
Puff! Svona lagað gerist þegar maður er ekki á landinu,... hlutirnir hreinlega gleymast ! ( *blikk* mamma ! )
Ég held að það sé eitthvað í sambandi við íslenska vatnið og íslenska frostið. Heilahimnan frýs og allar þær upplýsingar sem maður tekur inn, haldast inni !
Svo þegar maður kemur í hitann á Spáni ( *blikk* mamma ! ) eða ofurhlýja rigninguna í Danmörku,... þá mýkist himnan upp ... og hlutirnir streyyyyma út !!!

Vá ! Það er alveg greinilegt að ég fór í líffræði í háskólanum !!!

---

Við töluðum við þessa konu í gær útaf skúringunum. Þetta er voðalega almennileg kona, og þessi súringavinna sem ég kem til með að hafa ( þ.e.a.s þessi klukkutími á dag ) lítur rosalega vel út. Þetta er s.s stigagangur ( 5 hæðir minnir mig ) og á hverjum virkum degi skúra ég bara upp á 2. hæð, ryksuga eitthvað lítið teppi, þurrka af gluggakörmum, strýk yfir póstkassa, þríf klósett og skipti um rusl.
Á föstudögum geri ég nákvæmlega það sama, ... nema að auki skúra ég alla leiðina upp.

Þetta er AKKÚRAT eins vinna og ég hafði gjarnan viljað fá þegar við verðum byrjuð að lesa og læra í Árhúsum. Og ég get nokkurn veginn ráðið hvenær ég fer,... verður bara að vera á milli 7 og 19.

Síðan hin skúringavinnan sem að við tókum að okkur; hún er soldið langt fyrir utan bæinn,- t.d alltof langt að hjóla. Og það er s.s einhver lítill banki sem að við þrífum 3 í viku, og það tekur u.þ.b 1 og 1/2 tíma. En þar sem að þetta er svona langt fyrir utan bæinn og algjörlega ómögulegt að hjóla ( tæki svona klukkutíma hvora leið ), og þar sem að ég er ekki enn alveg farin að þekkja allar leiðir hérna Í bænum, hvað þá fyrir UTAN, þá munum við sjá um þessar bankaskúringar saman. ( Fáum lánaðan bíl pabba hans Martins ). Og þessar skúringar verða að fara fram einhvern tímann eftir klukkan 18.

Það leiðinlega er hins vegar það að við fáum þennan banka aðeins í 2 vikur, því að konan sem að er vön að þrífa þar er að fara í sumarfrí og kemur s.s aftur eftir hálfan mánuð. En það er svosum alltílæi. Þetta er líka alveg fjandi vel borgað. Miklu betur en ég hélt.

---

Svo fór ég í strípur í morgun.
Fyrst fékk ég sjokk, fannst hárið vera alltof dökkt. En svo þegar hún var búin að þurrka hárið, þá var ég mjög ánægð.
Hins vegar þegar ég kom heim og kíkti á hárið aftur, þá fannst mér það vera soldið gráleitt. En það eru allir á heimilinu sammála um að hárið sé flottara svona heldur en áður; það er meiri hreyfing í því núna, strípurnar eru miklu meira áberandi og í heildina lítur hárið ekki út fyrir að vera eins hvítt og það var áður. Og ætli öllum sé ekki nett sama !!! :)

Allavegana, mamma hans Martins kom með mér og lét klippa hárið sitt, og svo um leið og við vorum búnar, þá stakk hún upp á því að við færum niðrí bæ og fengjum okkur að borða.
Þar sem að pabbi hans Martins var á bílnum ( í vinnunni ) þá þurftum við s.s að fara hjólandi. Það er alls ekki svo slæmt, þar sem að það eru kannski 6 mínútur í hárgreiðslustofuna, og svona 10 niðrí bæ.
Þannig að við hjóluðum niðreftir og kíktum í búðir og fengum okkur kaffi og kíktum í fleiri búðir ( ég keypti mér 2 pils í H&M á 1000 kr til samans )
Og svo þegar við vorum að fara heim þá byrjaði svoleiðis að HELLIRIGNA, að það var ekki eðlilegt. Við fórum í smá skjól og fylgdust með stúdentum keyra um með hvítu húfurnar sínar ( það voru eiginlega allir framhaldsskólar að útskrifa í dag ), og svo fórum við inn í einhverja búð og löbbuðum um og biðum eftir að það myndi stytta upp,... en það gerði það sko alls ekki.
Mamma hans Martins var bara með eina regnhlíf ( hérna eru ALLIR með regnhlífar tilbúnar í töskunum sínum - ógeðslega fyndið ! ) og hún var eitthvað að hafa áhyggjur af því hvernig við myndum hafa þetta, þar sem að það var bara 1 regnhlíf. Ég sagði henni að mér væri alveg sama, hún gæti alveg hafa regnhlífina því að ég gæti alveg blotnað ( mamma hans er aaalgjör pentpía og gat ekki huxað sér að bleyta hárið sem var nýýýýbúið að klippa og þurrka ! :)
Þannig að við hjóluðum af stað.... og OH MIN GUUUDD !
Ég vil ekki vera með neina fordóma,... en ég var alveg eins og versta hóra ( það vantaði bara stutta pilsið, þannig að ég hefði eiginlega átt að klæða mig í annað af þeim sem ég keypti og þá hefði ég getað verið ein slík ! ) !!
Hárið var svo RENNNNNANDI blautt að það var farið að mynda svona litla dredda, maskarinn var kominn einhvert lengst.... niðrá bringu, buxurnar mínar límdust ( og þá meina ég LÍMDUST ) við lærið á mér og regndroparnir héngu í augabrúnunum á mér, af nefbroddinum, hökunni, eyrnasneplunum. Þetta hefur verið AAAAGALEG sjón !

En hvað get ég sagt,- þetta var bara ævintýri, lífsreynsla !

---

Já, ég ætlaði að segja frá stúdentunum. Það er, held ég, miklu skemmtilegra að útskrifast hér heldur en heima. Þetta er sko ekki bara einsdags-hátið eins og á Íslandi. Hérna er alveg fagnað í einhverja daga.
Og daginn sem að krakkarnir útskrifast, þá keyra þau um í svona einhverskonar vörubílum ( með þaki ), skreyttum með blómum og allskonar borðum sem krakkarnir gera sjálfir og eru þar uppáklæddir með húfurnar sínar ( og bliiiindfullir ) og keyra um allan bæinn, syngjandi og veifandi til vegfaranda ( og bílstjórinn LIGGUR á bílflautunni ). Svo keyra þau á milli heimila, frá foreldrum eins krakkans til foreldra annars, og allstaðar fá þau einhverjar veitingar. Svona gengur þetta fyrir sig ALLLLAN daginn. Á endanum eru þau nottla orðin alveg verulega drukkin.
Svo halda þau áfram að skemmta sér um helgina og eru alltaf með húfuna. Þau eru í alvörunni með húfuna í nokkra daga !
Við Martin fórum t.d áðan í Nettó, og stelpan bak við kassann var bara í góðu róli í NETTÓ-búningnum sínum með stúdentahúfuna !!!

---

Úff, nú er Danmörk að spila sinn annan leik á EM. Martin er sem límdur við sjónvarpið.
En ég er farin að fá mér eftirrétt
hafiði það gott,
over and out.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?