miðvikudagur, júní 28, 2006

Við fjölskyldan skelltum okkur niðrí bæ um helgina, bara svona rétt til að fá ferskt loft og að njóta mannlífsins.
Þegar ég fékk svo fimmhundruðasta hnerrkastið mitt þann daginn, þá ákváðum við að drífa okkur inn í Matas (sem er eins og Lyfja) og kaupa svona alhliða ofnæmislyf.
Við s.s rúllum þarna inn; ég, Martin og Isabella í barnavagninum. Við biðjum um lyfið og afgreiðslustelpan labbar að læstum skáp og tekur út pakkann. Svo lítur hún á mig og segir: "En ég veit ekki hvernig það er... hvort það má taka þetta lyf ef að maður er ófrískur!!!!"

Ó BOJ! Það er ekki gott fyrir litlu mig, sem er með KONSTANT komplexa yfir óléttuaukakílóunum, að fá álíka komment!
Ég gældi við þá tilhugsun að svara: "Altså, jeg er ikke gravid,- min kære..!" en ég vissi ekki hvort það yrði óþægilegra fyrir hana eða mig, svo ég hreinlega sleppti því og greip um magann: Ekki til að gæla við ófætt barn mitt, heldur til að athuga hvort að vömbin stæði virkilega svona mikið út!!!
Martin vill reyndar meina að hún hafi litið á barnavagninn þegar hún sagði þetta og hafi verið að tala um þegar maður er með barn á brjósti,.. sem getur svosum vel verið, en það breytir því samt ekki að hún notaði orðið "GRAVID".

Í dag hef ég svelt mig!

---

Annars er skemmtilegt að sjá litla dýrið núna. Barnahárið er byrjað að hrynja af henni, eins og gerist víst svo oft með svona kríli. En í hennar tilviki hefur það ekki verið að fara af hinum algengasta stað: aftan á hnakkanum vegna núningsins þegar hún liggur, eins og kannski myndi meika mest sens. Í hennar tilviki, þá er bara búið að myndast kollvik dauðans, og hárið frá enni og aftur fyrir er gjörsamlega horfið eins og flugbraut,.... en restin er alveg bara working it og situr enn pikkfast! Það er meira að segja svo mikið af hári aftan á, að ég hugsa að ég geti sett í hana svona mini-tígó!
Eftir mikla íhugun og vangaveltur yfir því hvern hún minnir mig á, þá hef ég loksins áttað mig á því: Hún er NÁKVÆMLEGA eins og Dr. Phil.


Já, það er nú gott að maður er svona fullkominn sjálfur að maður getur sett út á aðra, og sérstaklega nýfætt barn sitt!

Og svo mörg voru þau orð
Bið að heilsa ykkur í bili
Tataaa




mánudagur, júní 26, 2006

Og þá hefur dimmt yfir Aarhus.
Ástæðan er sú að nú eru foreldrar mínir eru farnir aftur heim til Ísalandsins, eftir annars fruntalega æðislega heimsókn.
En ljósi punkturinn í því er nú samt að samkvæmt planinu þá mun ég hitta þau aftur eftir nákvæmlega mánuð, og leiðist mér það ei!

Af okkur er allt gott að frétta. Isabella er orðin svo feit að við Martin erum að íhuga að breyta nafninu: IsabOlla. Það birtist alveg hver undirhakan á fætur annarri, og við höfum ekki við að telja þær allar saman!
Annars er hún bara alveg yndislega yndisleg, og allt gengur eins og í sögu.

Síðan eru ekki nema 19 dagar þar til að við yfirgefum Jótlandið fyrir fullt og allt og setjumst að í Holbæk. Það eru nú blendnar tilfinningar í kringum það, og ég verð að viðurkenna að mér finnst það afskaplega sorglegt, því mér líður svo fruntalega vel hérna.
Í framhaldi af því, þá þurfum við að fara að byrja að pakka. Oh Lord,... það þykir mér svo leiðinlegt og ég hreinlega nenni ekki að standa í því.
En þannig er nú það!


Mikið afskaplega var þetta leiðinleg færsla hjá mér,
ég biðst afsökunar á því, en það er svöng dama inni í svefnherbergi sem að kallar ákaft á mig, og ég verð þess vegna að keep it short

bið að heilsa í bili, litli lömb
amen og turilú
p.s nýjar myndir hér til hliðar í "Isabella - fyrstu vikurnar"




sunnudagur, júní 18, 2006

Heidilíhó..!

Jæja folks, þá eru yndislegu foreldrar mínir mættir á svæðið og gleðin er allsráðandi!
Við erum búin að gera helling saman, en samt ekki. Einkunnarorðið er "afslöppun".
Þau eru í sumarbústað hérna rétt fyrir utan miðbæinn... eeeldgamalt hreysi, sem er samt alveg hrottaralega kósí og ekta sumarbústaðafílingur þar. Tekur ekki nema korter að keyra til okkar, svo að það er allt hið besta.

Síðan er það að frétta af Larsen familien að við erum nú búin að kaupa okkur bíl: dökkbláan Ford Escort, árgerð '99. Dýrið bara alveg fruntalega gott og lítur nokkuð vel út. Munum svo skella okkur til Þýskalands á morgun, kaupa bleyjur og kók og fara í léttan túr með mor og far.

Annars má ég eiginlega ekki vera að þessu,.. það er alveg nóg að gera og ég verð að fara að sinna öllu þessu liði.
Komnar nýjar myndir síðan úr útskriftinni minni og frá heimsókn mormor og morfar.

Bið að heilsa í bili,
tataaa




miðvikudagur, júní 14, 2006

Call me designer....MULTIMEDIADESIGNER!!!

Já, þið heyrðuð rétt! Haldiði ekki bara að daman hafi rúllað upp þessu lokaverkefni með danska 10 (íslensk 9) og er þess vegna formlega orðin margmiðlunarhönnuður!

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja ykkur hvað ég var stressuð í gærkvöldi og í morgun. Einhvern veginn vannst ekki tími til að gera allt eins og ég vildi, því sumir litlir vildu endalaust láta halda á sér, hvort sem hún var að borða eða ekki.
En sem sagt, allt fór þetta vel.. ég get ekki kvartað.. og á föstudaginn verður formleg útskrift. Þannig að núna get ég s.s hætt að stressa mig yfir þessu blessaða lokaverkefni og einbeitt mér að því að vera mamma og notið þess að eiga quality time með dóttur minni!
Jeeeeeeeeeeeeeha!!!

Næsti stóri hlutur sem mun eiga sér stað er að sjálfsögðu heimsókn mutti og putti, en þau mæta á svæðið eiginlega bara strax eftir útskriftina. Mikið rosalega hlakka ég til að hitta þau,.. enda komið hálft ár síðan að ég sá þau seinast!

Annars hef ég lítið að segja akkúrat núna,
langaði bara rétt að láta að vita að ég er enn á lífi og að ég mun vonandi geta haldið meiri lífi í þessari síðu núna frá og með deginum í dag.

Myndir frá viku 3
Bið að heilsa í bili
Erna a.k.a DA DESIGNAHH




föstudagur, júní 09, 2006

Það þýðir ekkert bölvað slen;.... ef mig langar að passa aftur í gömlu fötin mín sem allra fyrst, þá verð ég víst að gera eitthvað í því! Það eru 4 kíló eftir.. og ég vil þau BURT!

Í beinu framhaldi af því, þá stökk ég ofan í hlaupaskóna mína seinasta miðvikudag,... í fyrsta sinn í ca. hálft ár,.. og joggaði hérna stuttan hring. Ég sem á það stundum til að láta metnaðinn bera mig ofurliði og þess vegna ofreyna mig á æfingum, var búin að lofa Martini að fara ekki langt. Þar sem ég er kona orða minna, þá valdi ég hæfilega stuttan hring, sem sennilega hefur ekki mælst mikið meira en 2 km.
Well, allt gekk þetta furðulega vel og það kom mér á óvart hversu lítið þreytt og ónýt ég varð,... svona fyrir utan eitt: það hafði eitthvað klikkað hjá mér að gera ráð fyrir auknum þunganum sem nú liggur framan á mér, og fyrstu 700 metrarnir fóru í það að venjast þessu svaHAkalega hosseríi!
Já,.. það reyndist nefnilega þvílíkt maus að hlaupa með þessi kvikindi, og ég þurfti reglulega að kíkja niður og þreifa til að athuga hvort að það væri nokkuð farið að leka.
Blessunarlega gerðist það ekki (held ég!)... en merkilegt nok þá fékk ég engar harðsperrur eftir æfinguna. Aftur á móti er ég tiltölulega marin í efstu rifbeinunum,- sem er kannski ekki skrítið þegar tekið er tillit til alls álagsins sem þau þurftu að þola: "bojjnng.... bojjnngg.... bojjnnnggg..."

Ég hef verið reglulegur gestur á vigtinni síðan lillemús lét sjá sig fyrir 2 vikum og fylgist þétt með því hvernig hún sýnir breytingar til hins betra (eða ÆTTI að gera það!)
Þegar ég stóð hérna einn daginn og vældi yfir tölunni á skjánum, þá reyndi Martin ótt að hughreysta mig. Ekkert virtist þetta virka hjá honum,- fyrr en hann tók til þess ráðst að fleygja mér aftur upp á vigtina, og halda svo undir júllurnar.
Viti menn,.. tæp 2 kíló ruku af heildarþunganum og minns bara nokkuð sáttur við þetta framtak hjá kallinum!
Greinilegt að það vantar ekki í nestispakkann hennar Isabellu!

Spurning um slá þessu tvennu saman og skrá sig í Vettvangshlaup Mjólkurbús Flóamanna!!!

P.s KÆRAR KVEÐJUR til elsku mömmu sem á afmæli í dag,.. ég gef ekki upp aldurinn en hún er ung sem lamb. Við skulum bara orða það þannig, að andlega, þá er hún ekki enn komin yfir þrítugsaldurinn ;)




miðvikudagur, júní 07, 2006

Já já.. guten!

Jæja, þá lætur maður sig loksins hafa það að setjast hérna við tölvuna og hripa niður nokkur orð.

Allt gengur vel í Gebauersgötunni. Daman bara dafnar og dafnar, og fyrir um klukkutíma síðan var hérna sundhedsplejerske í heimsókn að vigta hana og mæla, og ég skal bara segja ykkur það að dýrið er búið að bæta á sig 300 grömmum og 3 cm síðan fyrir 13 dögum síðan! Ekki slæmt það,.. og greinilegt að mjólkin hennar mömmusinnar er EÐAL-mjöður mikill!!!

Hún sefur alveg eins og engill líka, og soldið skemmtilegt frá því að segja að það er eiginlega eins og það sé komin smá rútína á nætursvefninn hjá henni: Hún sefur til klukkan 11-1 á kvöldin og þá fær hún vel að borða. Svo sofnar hún og sefur til klukkan ca. 6 á næturna, vaknar til að drekka og sefur svo áfram til 8, fær meira að drekka, og vaknar svo um klukkan 10.
Svona er þetta allvegana búið að vera seinustu 4-5 daga, og ég kvarta ekki, enda fæ ég sjálf alveg ágætis svefn út úr þessu.

Síðan eru afi og amma frá Íslandi loksins loksins að koma í heimsókn á föstudaginn eftir rúma viku. Þá verður sko glatt á hjalla og allir eru rosa spenntir fyrir því! Jibbíjeij!

Myndir frá viku 2

En jæja, litlu lömb,.. ég verð víst að nýta tímann meðan daman sefur
bið að heilsa í bili
cheeeeers




fimmtudagur, júní 01, 2006

Fyrir áhugasama, þá kemur hérna smá fæðingasaga:

Það byrjaði allt á miðvikudagskvöldi, þar sem að mér fannst ég fá aðeins fleiri fyrir-hríðir en venjulega. Ég sat hérna inni í stofu, til klukkan 2 um nóttina, að vinna í lokaverkefninu mínu.
Síðan fer ég upp í rúm og sofna.. en vakna svo strax 4.30 með svakalega verki. Ég hélt ég væri bara að ímynda mér þetta,- að mig hafi verið að dreyma að ég væri með verki, því að ég var ennþá 16 dögum frá settum degi.
Nema hvað, að ég ákvað að bíða aðeins og athuga hvort þetta liði hjá. Tók svo tímann á milli verkjanna.. og þá kom í ljós að þeir með 5-6 mínútna millibili. Mér var sagt að þegar þetta yrði tíminn á milli hríða, þá ætti maður að skella sér upp á sjúkrahús.. en ég ákvað að bíða aðeins lengur.. því ég átti svo erfitt með að trúa að það væri komið að þessu,.. hélt í alvörunni að ég væri bara hálfvakandi og enn að dreyma.
Martin, sem er byrjaður að þrífa glugga, var enn steinsofandi.. enda ákvað ég að vekja hann ekki. Í tengslum við gluggaþvottinn hefur hann verið að vakna milli klukkan 5 og 5.30 allar nætur.. og ég hugsaði með mér að ég ætlaði bara að bíða þar til að vekjaraklukkan hans myndi hringja og þá myndi ég tilkynna honum fréttirnar.

Svo leið og beið, og klukkan 5.30 hringir skrattatólið hans. Hann slekkur á því og ég segi við hann:
"Martin! Það er eitthvað að.. ég held að fæðingin sé komin í gang, við verðum að hringja upp á sjúkrahús!"
Stráksgreyið alveg tekur andköf og lítur á mig með stórum augum: "Í ALVÖRU ??????" ...... snýr sér svo yfir á hina hliðina og heldur áfram að sofa!!!!!!!!!!!!

Ég vissi nú ekki hvað ég átti að halda,- og beið eftir að hann snéri sér aftur við og segð: "neiii djóóóók!" - en það gerðist ekki! Drengurinn gjörsamlega rotaðist aftur.. og kjéllan hans komin með hríðir!!!!!
Nema hvað, að 5 mínútum seinna, þá byrjar klukku-kvikindið að hringja aftur, og Martin vaknar til að slökkva á því. Þegar ég svo endurtek fyrri tilkynningu, þá getiði sko trúað því að drengurinn vaknaði,- góða stressið sem hann fékk: hann alveg hreint stökk á fætur og náði í símann og byrjaði að taka tímann og hringja upp á spítala og ég veit ekki hvað og hvað!

Jæja.. anywho! Mínar hríðir stóðu, á þessum tímapunkti, ekki yfir nema í 20 sek, og konan á spítalanum sagði mér að ég þyrfti ekki að mæta uppeftir fyrr en þær stæðu yfir í mínútu.
Allt varð þetta verra og verra,- ég prófaði að fara í heita sturtu til að lina sársaukann,.. það virkaði skammt!
Barðist svo við að blása á mér hárið, því að ekki gat ég mætt upp á spítala með það allt út í loftið! Gafst upp á endanum og prísaði mig sæla að hafa rakað mig undir höndunum kvöldið áður!!!

Rúmlega 7 hringir Martin á taxa og við erum svo mætt upp á spítalann um 7.30. Þar kom í ljós að ég var komin með 4 í útvíkkun og allt leit vel út, svo að það var ekkert annað eftir en að bíða.
Bölvans hríða-helvítin urðu verri og verri, og yndislegt nok, þá fékk ég alltaf svo mikla ógleði í hvert sinn sem þær létu sjá sig.. svo að Martin bara stóð með hvern ælupokann á fætur öðrum meðan ég kepptist við að fylla þá!
Um 9.30 fékk ég nálastungur í magann og fór í heitt bað til að prófa að deyfa kvalirnar,.. það virkaði nú alveg ágætlega... í svona 40 mínútur. Þá fór mér að líða illa í vatninu og vildi uppúr, og strax versnaði það aftur.. bölvans bölvans!

Í kringum 12 leið mér svo hryllilega illa, að ég get sagt það án þess að blikka augum að ég hef ALDREI upplifað annan eins sársauka og vanlíðan. Ljósan reyndi nálastundur á hendur og fætur til að minnka ógleðina, en ekkert virkaði. Loksins tilkynnti ég svo ljósunni að ég vildi fá mænudeyfingu, og hún fór í það að gera allt klárt og kallaði svo á svæfingalækninn.
My Lord,- þvílíkur munur!!!!
Það tók reyndar einhverjar 15 mínútur að virka,.. en það var líka ALLT ANNAÐ LÍF!
Ég fann ennþá smá fyrir hríðunum, en það er varla að tala um það.

Um klukkan 2 var ég komin með 7 í útvíkkun og allt leit vel út. Það gerist reyndar oft þegar maður fær mænudeyfingu að hún hægir á ferlinu,... svo að ég var undirbúin undir það. En ég sagði líka að mér væri alveg sama þótt þetta tæki lengri tíma, BARA ef ég myndi sleppa við hríðafjandann!
Í fyrstu virtist deyfingin ekki hafa áhrif á ganga mála, og útvíkkunin hélt áfram á réttu róli.
Rúmlega 5, þá var útvíkkunin komin í 9.... og síðan stoppaði hún!

Það endaði með því að ég fékk dropa til að koma hríðunum af stað klukkan 18 og svo 18.22 var daman mætt á svæðið!
Hún var ekki víkingurinn sem allir héldu að hún yrði, og mældist aðeins 3130 gr (12,5 mörk) og 48 cm.

Allt gengur vel og hún er vær og góð. Sefur mikið og borðar vel.
Var að vakna núna og kallar a brjóst.
Hef sett inn örfáar nýjar myndir - neðsta albúm!

Verð að skjótast,
cheers!




This page is powered by Blogger. Isn't yours?