þriðjudagur, júní 28, 2005

jAHÉRNA HÉR !!!

Ég veit ekki hvað á að segjast,... það eiga greinilega ekki að gerast gleðitíðindi með hárið á mér :(
Þið vitið það nú að ég var búin að vera sjálf að lita og lita úti í Danmörkunni. Var á endanum næstum þvíin orðin hvíthærð og alls ekki sátt. Gat ekki beðið eftir að komast í hárgreiðslu hérna á klakanum, og mamma pantaði tíma fyrir mig, kl 10 á föstudagsmorgni.
Jibbíkóla !

Nema hvað, að hárið varð aðeins of ljóst, og sumir sögðu að það væri gult í ákveðinni birtu !!! :S
Ekki leist mér vel á það, og hef þvegið hárið, grínlaust, 2-3 á dag til að reyna að ná gula litnum úr. Það var nú orðið svona nokkuð gott og í morgun fannst mér það vera alveg þolanlegt, nema kannski ferkar ljóst, svona overall !

Þannig að ég ákvað að fara í stofuna hérna fyrir ofan hjá mér, og athuga hvort að kellingin gæti hent í mig bara örfáum dökkum strípum efst ofan á hárið. Kellingin gerði það, og þetta er svo AGALEGA illa gert hjá henni að ég hef aldrei séð annað eins. Sumar strípurnar ná ofan í rót, aðrar byrja svona 1 cm frá. Sumar eru í þyrpingu, aðrar eru vel dreifðar. Þegar ég tek toppinn upp og spenni hann aftur, þá er ég ljóshærð öðrumegin, en mjög dökkhærð hinumegin !!!!!

Hvað skal segja !?!?!

Ég veit ekki hvað ég ætla að gera, en ég veit það þó að ég þori ekki að fara að kvarta, enda hef ég aldrei verið kvart-týpan.
Ég ætla að bíða eftir að mamma komi heim úr vinnunni og ætla að ráðfærða mig við hana.
Ég hentist meira að segja út í Lyfju og ætlaði að kaupa mér ljósan lit til að henda í sjálf, en það var ekkert til sem mér leist á, svo að ég lét það eiga sig.

En ég get svo svariða, ég held að þetta endi með því, að ég verði hreinlega að lita mig dökkhærða til að losna út úr þessum vítahring !
Díses kræst maður,.. er orðin ÓGEÐSLEGA pirruð, vildi óska að ég hefði ekki farið núna í dag, af því að það var alveg ásættanlegt í morgun, þó svo að það hafi verið ógeðslega ljóst.
Alltaf er þetta svona hjá mér,.. alltaf þarf eitthvað að klúðrast ! Helvítis !!!

En ég er farin að líta á hárið á mér í speglinum,.. jafnvel þvo það einu sinni í viðbót í dag, með von um að strípurnar taki upp á að verða fallegri ( er þegar búin að þvo það 2 og veit ég á eftir að þvo það einu sinni seinna í kvöld, af því að ég er að fara út að hlaupa! )
turilú....




laugardagur, júní 25, 2005

..... ALLIR sem þekkja mig að koma á Hverfisbarinn í kvöld !!!

Ekkert væl, just be there !!!

sjáumst,
tschussss




föstudagur, júní 24, 2005

Jæja,.. félagar !

Langt er nú síðan ég bloggaði seinast, og kennir tveggja orsakna um (ef hægt er að segja svo):
1. ég hef verið horpussu busy, á hundrað og tíu að læra undir blessaða lokaprófið, sem átti að fara fram þann 22. júní 2005
2. internetið hjá mér hefur verið í bölvans fokki, tölvan slekkur á sér og restartar sér sjálf, bara þegar henni hentar, eilífir pop-up windows og auglýsingar og ég að verða brjáluð. Málið er nefnilega það að það er greinilega einhver vírus í tölvunni, það eru alltaf að koma einhverjar kynningar um það: "Warning ! We have detected a harmful spyware in your computer... " og Martin kallinn barðist við að leita að blessaða vírusnum, en ekkert gekk !

Síðan var víst einhver ógreiddur reikningur, símareikningur fyrir símann minn, sem að hvorugt okkar vissi af,.. og allt í einu er bara búið að loka fyrir helvítið, og ég vissi ekki í hvort fótinn ég átti að stíga ! Þaaaannig aaaað,... ég var s.s eins og einhver hellisbúi, með ekkert internet og engann síma, Martin á Íslandi og allt í volli !
En það reddaðist samt; ég borgaði reikninginn og sambandið var opnað aftur rúmri viku seinna, og svo fann ég smá leið til að svindla á vírusnum annað slagið !

Og núna er ég komin heim á klakann, og það er ótrúlega furðulegt að skrifa á venjulegt lyklaborð, þegar að maður er vanur lap-top !

---

Ég sá kött í dag, og það vantaði á hann eina löppina. Nokkuð ljóst að hann vissi í hvaða fót hann átti að stíga,...- hann hafði ekkert val, greyið !!!

---

Úff ! Það er kannski skemmst frá því að segja, leidís end jeinkúlmen, að við fórum í þetta blessaða munnlega próf þann 22. júní,.. núna á miðvikudeginum.
Svona til að gera langa sögu stutta, þá tókum við þetta í nefið, þétt á kantinum, útitekin á hliðarlínunni og rúlluðum þessu upp, .... fengum 11 !!!!!

Fyrir alla þá sem ekki vita, og reyndar líka þá sem vita, þá skal ég bara segja það, að þessi danska einkunn samsvarar íslenskri 10 !!!

Takk fyrir, amen !

Og núna langar mig að gæða mér á dýrindis DOMINOS sem ég er ekki búin að éta í meira en hálft ár !
Verði mér að góðu, og öllum ykkur hinum líka
ciaoooooo amigos...




miðvikudagur, júní 15, 2005

Ojjj...sá óbjóðins maríubjöllu um daginn.
Nú hugsa flestir: Hvurs vegna kallar daman litla maríubjöllu óbjóð, þær eru svo sætar og krúsaralegar !??!!??
Já ! Venjulega finnst mér það,.. en ekki þegar ég finn eina inni í eldúsinu mínu,.... labbandi um á salatskálinni minni ..... eftir að hafa verið nýbúin að dýfa hendinni ofan í og fá mér einn gúrkubita !!!!!!

Ojjjj.. fékk þvílíka klígju maður og var alveg komin að því að henda matnum sem var ofan í. Lét það eiga sig, og hrærði frekar vel öllu saman og leitaði að fleiri maríu-drullupussum.
Veiddi hina með skeið og hljóp með hana að glugganum og henti henni út.
Fleygði svo skeiðinni í uppþvottavélina og barðist við að æla ekki !

Nokkuð ljóst að ég gæti ALDREI farið í Fear Factor að éta svínatungu og megalirfur,.. !!!

---

Er að fara í strand-grill-17.júní partý á föstudaginn. Það verður nú eitthvaaaaððð skondið, held ég, ef að ég þekki þennan bekk rétt ! ! ! :S
Niihhh.. best að vera jákvæður. Það er þó allavegana búið að sá ágætis veðri !

Nokkrir strákar í bekknum eru búnir að "kanna" ströndina hérna í Árhúsum, finna heppilegt svæði, taka það frá ( eða þannig.. ) og eru svo að fara á morgun að versla fyrir heila klabbið.
Nánari útlistun á þessum degi er ekki komin í hendurnar á mér, býst við að hún sé ekki tilbúin, en eg vona bara að þetta heppnist ágætlega.

Verst bara að ég veit ekki hverju ég á að vera í !? Hvernig klæðir maður sig fyrir seinniparts-strandapartý ? Ekki gengur að vera í háum hælum, maður sekkur ! Ekki gengur að vera í opnum sandölum, maður drepst úr sandapirringu !Slæmt er að vera í pilsi, af sömu ástæðum ! Illa gengur að vera í ljósum fötum, maður gæti fengið hættulega mixtúru af sjávarvatni og dökkum sandi ! ......

Æjjj mig auma ! Hverju á ég að vera í !? Uppástungur !? anyone ?!?!?

---

Jæja jæja !

Þá erum við búin að skila inn verkefninu og ekkert nema gleði varðandi það ! Náðum meira að segja að prenta út og klára allt sólarhring áður en skilafrestur rann út ! Og enn meiri gleði varðandi það !

Núna tekur bara við ein vika af bókalestri,- undirbúningur fyrir munnlega prófið.
Mitt próf er á miðvikudaginn í næstu viku, klukkan 13. Gaman að því !
Smá stress í gangi fyrir það, enda myndi ég miklu frekar vilja fara í skriflegt próf,...
en svona er nú það !

En, allavegana...hérna er linkur yfir á verkefnið okkar:
( langar að benda á það að aðalatriðið í þessu verkefni var Flash-ið. Heimasíðan er algjörlega ókláruð og átti bara að vera svona til að fylgja með conceptinu. Æjj.. þetta er allt voðalega flókið og leiðinlegt,.. en allavegana.. aðal productið var flashið !!!)

http://graf-users.edu.ats.dk/dhomoha/examproject.htm

Verði ykkur að því !

Og kæru félagar,.. núna ætla ég að halda áfram að lesa.klukkan er að ganga 1 um nótt og ég er svona við það að sofna.
En það þýðir ekkert væl, harkan 6 á þetta,... jibbítsjóla !

Biden zu heilsen í bilen,
ciaoooo amigos....




laugardagur, júní 11, 2005

Hmmm... skil ekki af hverju orðið "sofa" hérna fyrir neðan verður allaf að einhverjum link.... :S

Nota bene, það er ekki viljandi !

Ciao




Díses kræst, maður !

Ég hef sjaldan, eða aldrei, verið jafn andlega þreytt eftir skólatörn.
Hef, í seinustu vikur, eytt að meðaltali um 14 tímum á dag í að læra; var mætt upp í skóla klukkan 9 og var stundum til 21, kom heim og skúraði, kom heim og borðaði, lærði meira og fór að sofa ! Scheise !
Enda sést það kannski vel á blogginu að ekki hefur gefist tími til þess að henda inni einni einustu færslu.

Annríkið sést samt hvergi jafn vel og á þessari blessuðu íbúð minni; hún er hreinlega í rúst, uppþvottavélin hýsir ennþá meira en viku gömul óhrein ílát, hreinn þvottur sem varð þurr fyrir seinustu helgi liggur ennþá þurr, en óbrotinn á rúminu mínu ( og á næturna er honum hent á stóla eða teppi á gólfinu ).

Mér er það samt sannur heiður að tilkynna ykkur það, landsmenn góðir, að verkefninu er hér með lokið. Það eina sem er eftir er að mæta í skólann á þriðjudag, prenta út ritgerðina, uploada vefsíðunni og verkefni, og skila inn á skrifstofu !
HAAAAAAAAAAAAAAAALELÚJA !!!!!!
Linkur yfir á afraksturinn verður settur inn við tækifæri,.. bíðiði bara !

Mitt í öllu brjálæðinu átti elskuleg elskuleg ELSKULEG móðir mín afmæli:
TIL HAMINGJU ELSKU BESTA MAMMA Í HEIMI OG GEIMI!

Síðan er Martin farin til Ísalandsins, fór fyrst til Holbæk til foreldra sinna í gær, og flýgur svo yfir á Klakann annað kvöld.
Ég læt svo ekki sjá mig fyrr en þann 23.,.. eftir tæpar 2 vikur ! Magnað !

En ég læt þetta duga í dag,.. er búin á limminu og þarf að fara að sofa úr mér alla bölvans þreytuna.

Vi ses om 12 dage,
indtil,...
hej hej





föstudagur, júní 03, 2005

MMmm, er með dýrindis kókosköku í ofninum, kaffið á könnunni og kremið að malla í potti. Martin situr inni í herbergi og bíður eftir að allt verði klárt, og svo ætlum við að henda einni góðri mynd í tækið. Dejligt !

Verkefnið skotgengur og ég er rosa glöð. Á þess vegna alveg skilið að slappa aðeins af um helgina. Býst samt ekki við að ég fari í ALGERA afslöppun, því að við eigum aðeins eftir rúma viku, og mér finnst eiginlega synd að eyða 2 dögum í ekki neitt.

---

Vorum að koma neðan úr bæ. Það er einhver hátíð í gangi, svona eiginlega eins og 17. júní; allar búðir opnar til miðnættis, fullt af tilboðum, bjórsölubásar hér og þar, allt morandi af fólki og að sjálfsögðu.. HELLIRIGNING !!!
Já, s.s NÁKVÆMLEGA eins og 17. júní á Íslandi !

Við tókum bara stutt labb. Það er alveg óþolandi að labba um þegar það er svona mikið af fólki, og sérstaklega þegar að það rignir og allir labba um með stórhætturlegar regnhlífar í augnahæð !

---

Er búin að upplifa ansi "merkilega" atburði, í mínu annars rútínu/leiðinlega lífi, þessa dagana ! Í fyrradag mætti ég í hvítum buxum í skólann, svona til þess að heiðra sumarið. Góður var dagurinn, mikið var lært og afrekað og allir sáttir og glaðir.
Síðan stendur mín upp, og ætlar að henda ruslinu sínu í rulsið, á leiðinni út og heim. Held hendinni svona fyrir ofan ruslatunnuna og sleppi skrallinu,.. hitti ekki betur en svo en að kaffibollinn minn lenti á kantinum á tunnunni og öll restin yfir mig.. og HVÍTU BUXURNAR !!!!!
Þeir sem þekkja mig, vita að ég fer nottla ekki svona út á meðal manna, í strætó í 20 mín og labba heim í 10 mín. Þannig að.. desperate, hringdi ég í martin og bað hann vinsamlegast um að koma upp í skóla með nýjar buxur !
Ekki var hann alveg að taka í það, þar sem að hann var að vinna í einhverju verkefni og nennti ómögulega að spilla klukkutíma í að fara fram og til baka.
Ég alveg brjáluð, hentist inn á klósettið í skólanum, skrúbbaði og skrúbbaði með sápubleyttu tissjúi og nuddaði eins og brjáluð manneskja. Bætti sko ALLS ekki betur, því að núna leit ég út fyrir að hafa migið á mig,.. alveg alla hægri skálmina !
Fór aftur inn í stofu, og faldi herlegheitin bak við töskuna mína, sem ég lét hanga þannig að hún næði að hylja stærsta og versta blettinn. Leyfði óbjóðnum að þorna og skellti mér svo í strætóinn heim,... á LIMMINU !!!!!

Í gær sá ég STÆRSTA MANN SEM ÉG HEF Á ÆVI MINN SÉÐ ! Hann var svo ÓGEÐSLEGA hávaxinn, að ef martin er rétt tæpur 190 cm, þá hefur þessi maður sko EKKI verið minni en 220.... örugglega nær 230.... eða jafnvel meira ! Og það besta var,.. að... hann var ekki svona langur og horaður, með independent lafandi-langa útlimi eins og margt svona ofurhávaxið fólk, heldur var drengurinn mjög kraftalega byggður ! Datt þess vegna í hug að þetta væri einhver körfuboltagæi, en þar sem að ég hef aldrei verið inni í því sporti, þá hefur það ekki og verður aldrei staðfest !

Í dag sá ég mest lesbíska par sem ég hef lengi séð ! Þær létu ekki vel að hvorri annari, leiddust ekki eða neitt sem gaf til kynna að þær væru samkynhneigðar,.. en ég skal HUNDUR HEITA ef að þær eru það ekki, því að sumt er nú bara skrifað á ennið á manni !

Já, það er nokkuð greinilegt að æsingurinn er í hávegum hafður hérna í landi bauna og bavíana, og fátt sem ekki gerist ! Og gerist það þó !

---

Núna er ég komin út í ruglið, kakan er tilbúin og ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi,... er svo lokkandiiiii, er svo lokkandiiii....

Tata og turilú,
tatalú.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?