föstudagur, júní 25, 2004

Úff !
Þvílíka brjálaða veðrið er búið að vera hérna í dag ! Grenjandi rigning og rok!
Þegar ég vaknaði í morgun voru svo geðveikt læti í regndropunum, að ég fékk illt í magann við að huxa um að þurfa að hjóla niðrí bæ og vera alveg ógeðslega rennandi blaut meðan ég myndi skúra. Þannig að ég fékk lánaðan regnjakkann hans Martins. Hann er riiisastór, meira að segja aðeins og stór á Martin... þannig að ég leit út eins og versti hálfviti í honum. Og það sem meira er... hann er svona merktur ISS ( sem er fyrirtækið sem að við vinnum bæði fyrir ) Ó boj ! Gæti ég VERIÐ hallærislegri ???

Að sjálfsögðu hætti að rigna um leið og ég fór af stað. Það var ekki nógu gott af því að sjálfsögðu fór ég að ímynda mér að fólk færi að gera grín af mér... stelpunni í sérmerkta, alltof stóra regnjakkanum þegar það var ekki einu sinni rigning. Þannig að ég var eiginlega farin að vonast til þess að það færi að rigna hjá mér á heimleiðinni.

Og það gerði það svo sannarlega. Þvílíkir hlussudropar. Og jakkinn stóð alveg fyrir sínu. Það var meira að segja smá þjóðhátíðarfílingur í gangi; ég var með derhúfu og í svo stórum jakka að það var eins og ég væri í tjaldi með skýli. Svo setti ég hettuna á og reimaði fast fyrir - þannig að ég var svona alveg í þessu fína skjóli ( allavegana efri hlutinn af mér... buxurnar urðu rennblautar ) og svo heyrði maður svona regnið duna utan á jakkanum. Alveg magnað, segi ég !

Svo því hraðar sem ég hjólaði þeim mun meiri vindur fór inn í hettuna mína og hausinn á mér var örugglega eins og blaðra, séð aftan frá. Það var mjög erfitt, af því að það kom svo mikil mótstaða ... og ég var alveg orðin rennsveitt þegar ég loksins komst heim !!!

Martin er sofandi núna....og ég er búin að vera að hanga í tölvunni í það sem virðist vera heil eilífð !
Það er alveg merkilegt hvað hann getur stundum, og oftast, sofnað hratt. Hann t.d vaknaði aðeins áðan,... baðaði út höndum og leitaði að fjarstýringunni ( því það var kveikt á sjónvarpinu ), skipti um stöð og sofnaði aftur.... BEINLÍNIS á sömu sekúndu og hann skipti um stöð. Svo að núna liggur hann bara steinsofandi með fjarstýringuna í hendi og það er einhver ömurlegur tennis í gangi,... sem ég nenni sko alls ekki að horfa á ! En ég vil ekki vera að rífa af honum fjarstýringuna, því þá vaknar hann !

Ekki það,.. hann myndi örugglega bara velta sér á hina hliðina og sofna aftur, 2 sekúndum seinna !

Ástæðan fyrir því að hann er svona þreyttur er sú að hann sofnaði svo seint í gær,.. óvenju seint. Hann var nefnilega að horfa á fótboltaleikinn ( England - Portúgal ) og gat ómögulega farið að sofa. Nú, fyrir þá sem ekki vita, þá var sá leikur framlengdur og endaði svo í vítaspyrnukeppni. Þannig að Martin kallinn var ekki farinn að sofa fyrr en rúmlega 12.. og átti svo að vakna rúmlega 4. Þannig að það er ekki furða að hann sé þreyttur núna,... litli kallinn !

En ég er farin í bili,..
kveðjur að handan
Ormur Ólason




This page is powered by Blogger. Isn't yours?