þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Eins og í sögu...

Já ! Það gekk sko eins og í sögu í strætónum í dag. Tók hann réttu meginn og á réttum tíma og alles. Get meira að segja - í versta falli - tekið næsta strætó á eftir þessum og SAMT náð í skólann á réttum tíma,.. en ég er samt að spá í að reyna að venja mig ekki á það. Betra að vera kominn frekar aaaaðeins fyrr en seint !

Og dagurinn í dag var mjög fínn. Vorum aðallega bara að halda áfram að fá svona kynningar frá kennurum og eldri nemendum og svona... betri innsýn inn í það hvernig veturinn verður.
Svo í lok dagsins vorum við sett í það að hanna bæklinga. Ekkert sérstakt svosum, en það var alveg ÓGEÐSLEGA gaman og mínum hóp gekk ekkert smá vel. Það eru 4 hópar og í lok vikunnar verður valinn besti bæklingurinn og hann verður settur í prentun - 50 eintök !
Ég VEIT að við eigum eftir að vinna !!!

Annars lenti ég nú í því að ég nennti ekki að smyrja mér nesti í morgun,.. áleit að ég yrði ekki svo lengi í skólanum og þar af leiðandi gæti ég bara étið þegar ég kæmi heim.
En annað kom á daginn og upp úr hádegi var ég aaaalveg að morkna úr hungri.
Nema hvað - að ég var aðeins með 14 krónur í veskinu mínu, og það dugði hvorki fyrir mat, né strætómiða heim... hvað þá hvoru tveggja. Þannig að þá var að velja og hafna. Og ég ákvað að kaupa mér bara kaffibolla og láta svo strætóvandamálið bíða betri tíma.
En þegar ég ætlaði að opna klink-hólfið á veskinu, þá datt rennilásinn sjálfur af.. og ég gat s.s ekki opnað hólfið. Þannig að ég eyddi hádegishléinu mínu í að rífa upp veskið, og svo loksins...6 mínútum áður en því lauk.. þá náði ég að smjúga mér ofan í, safna saman 6,5 krónum og splæsa á sjálfa mig einum góðum kaffibolla.

Síðan leið og beið, og það kom að heimferðinni. Og greyið, ég, átti bara 7 krónur.. en strætóferðin kostar 17 !!
Aaaað vísu er strætó-kerfið hérna í Danmörkunni byggt á trausti; það er gengið inn að aftan og út að framan... þannig að þú getur alveg, þannig lagað, svindlað og farið alla leið án þess að borga krónu.
Síðan annað slagið gengur einhver inn á milli og tjékkar á fólki, og ef að það kemur í ljós að þú hefur ekki borgað miðann, eða ert ekki með neinskonar strætó-kort, þá færðu 500 króna sekt ( 6000 íslenskar ) !!!!
Og ég var ekki alveg að þora því, því ég hef ekki beint efni á því.

Svo að þá voru góð ráð dýr, og töluvert dýrari en þessi sekt !!!

Þannig að ég ákvað að labba bara aðeins heim á leið.. og finna mér einhvern hraðbanka, því það er enginn svoleiðis staðsettur í skólanum sjálfum.
Ég veit ekki af hverju ég hélt áfram að labba, því ég áttaði mig á því frekar snemma að ég yrði í ár og aldir að koma mér heim,.. en samt hélt ég áfram.
Svo gekk ég framhjá einhverjum múslima eða araba eða einhverskonar álíka kvikindi,... Khamir Al Naqar.... ( segi svona..veit ekkert hvað hann hét ), sem að var alltaf að reyna að stoppa alla bílana sem keyrðu framhjá honum. Og sama með mig,.. s.s þegar ég nálgaðist hann þá sagði hann;
" HEELLlooo " og potaði í mig. Ég hrökk við og leit á hann og hann benti á hendina á sér eins og hann væri að spurja hvað klukkan væri.
Ég varð svona soldið hrædd.. enda virkaði hann .. vægast sagt.. léttgeggjaður.
" Twenty to three " sagði ég.. á ensku ( veit ekki alveg af hverju, var örugglega ennþá föst í henni síðan úr skólanum, því við tölum bara ensku þar inni )
" Ha ha ha... dvendí dú drí... " apaði hann eftir mér með svona inverskum hreim, eins og Ban Jabi.. eða hvað hann heitir Indverjinn í Bart Simpson. " Ha ha ha " heyrði ég hann hlæja fyrir aftan mig. Verður að viðurkennast að ég var soldið hrædd, en örugglega ekki eins hrædd og mamma verður þegar að hún les þetta !! :)
Og þetta var s.s fyrsti geðveiki maðurinn sem ég hef hitt hérna í Danmörku.
Og reyndar fyrsti geðveiki Indverjinn sem ég hef hitt á ævinni,....

Og þá skyndilega mundi ég, mér til mikillar ánægju, að það eru seld strætókort í skólanum, í bókasölunni. Jibbíííí !

Og það sem eftir lifði dags hefur bara farið í dútl og tiltektir. Og ég er búin að búa til dýrindis pastasalat handa okkur Martini til að taka með í skólann á morgun sem nesti. Dúúúúleg - eða hvað ??

---

Nú - ég ætla bara að biðjast forláts á því hvað ég læt stundum dæluna ganga hérna á blogginu, hef heyrt óánægjuraddir útundan mér kvarta undan mikilli lesningu.... þannig að frá og með deginum á morgun,.. verður ekki jafn mikið um baul hér á þessari blessuðu síðu !

En kæru vinir og vandamenn, ég er farin í sturtu
hver veit nema ég pissi líka ( hef fengið ábendingu um að ég nefni það iðulega að ég sé að fara að pissa þegar ég blogga,.. þannig að það er eins gott að ég haldi í þá hefð.. og leyfi ykkur að fylgjast vel með klósettferðum undirskrifaðrar !!! )
Amen !




mánudagur, ágúst 30, 2004

Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn senn á enda runninn, - þvílíkt og annað eins !!!

Ég átti s.s að mæta klukkan 10 í skólann, og var að fara að taka strætó ein í fyrsta sinn síðan við vorum í skólasundi í Álftamýrarskóla, fyrir góðum 8-10 árum, eða svo.
Nema hvað að ég vildi vera mjög tímanlega að öllu og vildi taka strætó frekar í fyrra lagi heldur en seinna. Þannig að ég ákvað að taka hann klukkan 09:08 í staðinn fyrir 09:23, því þó svo að hann sé ekki nema ca. korter að keyra, þá vildi ég hafa varann á, og ná mér í gott sæti í skólanum ! :)
Allavegana, ég vaknaði rétt rúmlega hálf átta,- ætlaði að vísu ekki að fara svona snemma á fætur, en Martin vaknaði á undan mér og fór í sturtu og svona, og ég var soldið spennt, þannig að ég ákvað að skella mér bara á lappir.
Og við fengum okkur góðan morgunverð og kaffi og sátum þarna í hægindum okkar í dágóða stund. Erum ekki áskrifendur af morgunblaðinu hérna í Århus þannig að Martin blaðaði í gegnum textavarpið - góóóóóðður !!

En jæja. Ég yfirgef íbúðina klukkan 5 í 9 og labba niður á Banegårdspladsen, sem er svona eins og Hlemmur á Íslandi, allir aðalstrætóarnir stoppa þar.
Ég var nú reyndar ekki alveg 100 hvoru megin ég átti að taka strætóinn, hef aldrei verið sérstakelega dugleg að lesa á svona strætókort og -leiðir, sem er örugglega eitthvað tengt því að ég hef örugglega sjaldnar en 10 sinnum á ævinni tekið strætó til að komast á milli staða ( þ.e fyrir utan fyrrnefnt skólasund ).
Hvað um það,- mér fannst eitthvað hálfbogið við kortið sem ég var að lesa, og mér datt í hug að ég þyrfti að taka sama strætó, bara hinumegin við götuna ( þ.e í hina áttina ).
En það var ekki alveg að gera sig, vegna þess að sá strætó keyrði í áttina FRÁ skólanum mínum, meðan aftur á móti sá strætó sem ég ætlaði að taka keyrði í átt AÐ honum.
Þannig að með því að setja þetta upp í smá formúlu, beita cos og sin og pýþagóras, þá komst ég s.s að þeirri niðurstöðu að það væri best að keyra AÐ skólanum mínum !!!

Svo kemur strætóinn og ég hoppa inn, rosa spennt og stolt af sjálfri mér,- og soldið svona eins og lítill krakki í pollagalla í leikskólaferð !
Jæja,.... allt í einu sé ég að ég er komin út í heilagt rassgat Århus-bæjar. Kannaðist hvorki við staðsetninguna né búðirnar, en þorði nú ekki að gefast upp alveg strax !
Ég hafði hugsað mér að prófa að taka strætóinn í seinustu viku upp í skólann, svona svo að ég myndi vita nákvæmlega hvað ég ætti að gera þegar dómsdagur kæmi, en lét aldrei verða af því,.. og ég iðraðist þess svo sannarlega í þessari strætóferð.
Því til að gera langa sögu .. ekki alveg eins langa,... þá byrjaði fólk að tínast út, og fyrr en varði var ég ein eftir í strætó, í næstaftasta sæti, úti í bala ( örugglega nær Þýskalandi en nokkurn tímann skólanum mínum ) !
Þannig að ég hljóp frammí og spurði bílstjórann, og þá s.s var ég ekki í réttum bíl, en hann benti mér á strætóinn sem var á leið upp í skólann, stoppaði bílinn, flautaði á hinn strætóinn að bíða eftir mér, og ég hljóp á milli og skalf eins og lítið lamb á leið til slátrunar !

Síðan leið og beið,.. og allt í einu er ég komin aftur á Banegårdspladsen,- þar sem ég í upphafi tók strætóinn kl. 09:08,- og klukkan þá var orðin 09:58 !!
Og ég var orðin alveg ringluð, vissi ekki hvort ég ætti að taka sjénsinn og sitja áfram í strætónum og gá hvort að hann endaði í skólanum, hvort ég ætti að fara út og reyna aftur, eða hvort ég ætti bara að fara heim og henda mér upp í rúm og grenja úr pirringi.
Ég stökk út, big mistake,... því að það kom svo í ljós að ég var í réttum strætó, og þurfti nú að eyða ca. 10 mínútum í að bíða eftir að sami strætó kæmi aftur ( þ.e sama leið.. ekki nákvæmlega sami strætó ) sem svo loksins keyrði mér upp í skóla.
( Gaman samt að segja frá því að meðan ég stóð og beið eftir bussinum, þá kemur annar stætó og stoppar þarna á sömu stoppistöð og mér fannst ég kannast alveg rooosalega við eina stelpuna sem sat þar inni,- en pældi svosum ekki meira í því, .. er orðin alveg rugl í haus því mér finnst ég alltaf vera að sjá einhvern hérna sem ég þekki !
En bíddu bíddu,.. fer ekki bara stelpan að vinka, og viti menn.. þetta var Ína gamli skólafélagi frá Íslandi, sem bæði var með mér í Álftamýrarskóla og í Versló ( samt aldrei í sama bekk ) !! Ég vissi að hún væri hérna í Danmörku, og ég vissi að hún væri að læra í Århus,.. en kommon.. hversu fyndið er þetta !?! Talandi um tilviljun ! )
( Og hún er s.s 3. gamli skólafélaginn sem ég mæti hérna í Århus.. lítill heimur ! )

Allavegana,...þegar ég LOKSINS komst á leiðarenda,... þá komst ég ekki inn í skólann,.. aðalhurðirnar voru lokaðar og læstar og ég hamaðist þarna á þeim öllum 3, en þær vildu ekki opnast.
Þannig að ég þurfti s.s að bíða eftir að einhver sem væri á leiðinni út, færi út,.. svo að ég gæti notað tækifærið og stokkið inn.
Og út kom einhver blindur maður,.. ekki það að það skipti neinu máli, nema bara að hann sveiflaði blindrastafnum í löppina á mér. Fann svosum ekki mikið fyrir því, var alveg dofin af pirringu.

En jæja,.. þannig að ég hljóp upp á 3. hæð- átti að mæta í stofu 327. Og ég gekk fram og aftur, fram og aftur, fram og aftur um ganginn, og ég sá bara stofu 326 og svo BÚIÐ ! No more ! Gangurinn endaði !
Hversu tíbísssskt var það !?!

Þannig að ég labbaði niðrá 2. hæð og ætlaði að tala við kellingarnar á skrifstofunni, en þá kom einhver kona sem sá ég var rugluð og hún sagði mér að ég ætti - indeed- að mæta í stofu 327.
" But it isn't there ! There is no such thing as Room 327 ! " Svaraði ég eins og hálfviti ! Hvað var ég nú að véfengja hana; það var hún sem vann þarna, en ekki ég.
" What ? Suuuuure. It´s in the end of the hallway.. ! There´s bunch of people there, drinking coffee and talking ! "
" Ok ! I´ll try again ! "

En jæja.. ég s.s fann stofuna Á endanum,- hún var þarna Í endanum ! ( haha )
Veit ekki af hverju ég fann hana ekki áður,...hvort það var stressið að spila,.. eða hvað...!?
En sem betur fer var engin kennsla í gangi, heldur sat fólk saman í hópum við nokkur borð, drakk kaffi, borðaði rúnnstykki og spjallaði. Og klukkan var s.s 10:45 þegar ég loksins settist niður.
Fjúff !!!
Og ég fékk sæti við hliðina á Hrönn, sem að ég talaði svo mikið við seinasta mánudag, þannig að það var nú alveg ágætt.

En restin af deginum var bara nokkuð fín. Og þetta leggst bara mjög vel í mig. Vona að þetta verði jafn skemmtilegt og það lítur út fyrir að verða !

---

En svona er nú það ! Það er gaman að þessari bölvuðu vitleysu.
En ég hef þó allavegana eitthvað að skrifa um hérna á þessu blessaða bloggi, og það eitt og sér er nú saga til næsta bæjar !

Og svo fórum við Martin í dag eftir skóla ( Jibbíííí.. langt síðan að ég hef sagt " eftir skóla " .. :) og keyptum skólatösku ( ógeðslega flott NIKE ) og pennaveski og penna og möppur og alles. Þannig að nú er ég bara klar og klabbet for skolen.

Og svo fór ég út að hlaupa líka, langaði bara að koma því að....

Og svo fékk ég nýja blöðru á tánna.... The balloon season is back ! :)

Og svo talaði ég við Sonju gömlu vinkonu á MSN-inu,.. jibbííí...ekkert smá gaman, hef ekki heyrt í henni í háa herrans tíð.

Og svo ....

En jæja.. litlu kálfarnir mínir
( " ég þjálfur.. litli kálfur.. " )
ég er farin að endurskipuleggja bókhaldið og setja í eina af nýju möppunum sem við keyptum okkur í dag,

jibbbííí

hasta la vista,.. bebe...





sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég var að pæla,...
.. eitt af því sem ég óttast mest í lífi mínu, er að verða étin af ljóni eða hákarli !!!

Skemmtilega rökréttur ótti, þar sem að það eru ljón á hverju horni hérna í Århus, og sérstaklega hættulegt að vera einn úti eftir klukkan 21 á kvöldin, en þá er matartími hjá þeim !!!

En þetta er ekki grín - ég er alveg dauðhrædd um að verða étin af ljóni eða klippt í sundur af hákarli í saklausri sundferð !
Og í örugglega helming tilfella sem ég fæ martröð, þá er það eitthvað tengt þessum kvikindum.
Hvernig stendur á þessari vitleysu ? Hvenær á ég eftir að standa face to face á móti ljóni úti í eyðimörkum Afríku, með ekkert nema eyrnalokka til að verja sjálfa mig ?!?!?

Í hinum helming tilfella þegar ég fæ martröð er hún tengd því að ég missi einhvern sem ég elska. Og þá erum við komin að stærsta ótta mínum í öllu lífinu; ég er svo HRYLLILEGA hrædd um að missa fjölskyldumeðlim eða góða vin, að það er ekki eðlilegt. Ég hugsa í alvörunni um það á hverjum degi, - HVERJUM DEGI ! Og ÞAÐ er ekki heilbrigt. Í hvert sinn sem ég heyri í sjúkrabíl, þá er ég alveg HANDVISS um að það sé eitthvað tengt þeim sem ég þekki !
Gerði það reglulega á Íslandi að hringja í pabba, þegar ég heyrði í sírenum, svona bara til að tjékka að hann hafi ekki dottið af þaki ! Held hann hafi grætt allavegana nokkur grá hár á þessum áhyggjum og símtölum !

En ef ég á að vera aaaalveg hreinskilin, þá held ég að ég myndi frekar vilja vera étin af ljóni, heldur en að missa loved one !

Man alltaf eftir frétt sem ég heyrði um feðga sem fóru í dýragarð ( einhversstaðar í útlandinu ) og þeir voru að skoða ljónabúr. Litli strákurinn gekk alveg upp að rimlunum og fylgdist með þar, ljónið rak loppurnar út á milli rimlanna og greip í strákinn og át hann !!!! Og pabbinn bara horfði á, gat ekkert gert - ljónið nottla 1000 sinnum sterkari en hann !

Jæææææks ! ! !

---

Kallinn minn er að koma heim eftir svona 3 klst. JIbbbííí og Halelúja ! Ég er ógeðslega spennt. Mér líður eins og við séum búin að vera aðskilin í margar vikur. Sérstaklega líka af því að ég hef eiginlega ekkert getað talað við hann,... hann gleymdi nefnilega að hlaða símann sinn áður en hann fór, svo að hann slekkur alltaf á honum yfir daginn, rétt kveikir á honum til að hringja í mig og segja mér hvernig þeim sé búið að ganga að spila, og svo slekkur hann aftur !

---

Svo eru þessir blessuðu vinnumenn búnir að vera að gera mig létt-geðveika seinustu viku. Ég vaknaði alltaf við að ég heyrði einhver bölvuð læti BEINT FYRIR UTAN gluggann minn ( fyrir þá sem ekki vita, þá erum við á jarðhæð ) allskonar bank og bor og hlátur. Var meira að segja nokkuð viss á tímabili að þeir væru að horfa á mig sofa, að ég hefði slefað - eða eitthvað og þaðan kæmi hláturinn !!

Þeir eiga nú reyndar ekki að geta séð inn um gluggann, þegar að gardínurnar eru dregnar fyrir,... en ég var nú sam alveg viss um að þeir væru að hlæja að mér.
En hvað um það... haldiði ekki bara að þeir séu að setja upp einhverskonar hjólastólalyftu hérna við tröppurnar og innganginn ! Og annar takkinn sem notaður er til að færa lyftuna upp og niður er staðsettur ALVEG VIÐ stofugluggann okkar ! Great !
Þannig að þegar fólk ætlar að nota þessa blessuðu lyftu, þá labbar það að stofuglugganum okkar, kíkir inn, ýtir á takkann, og heldur áfram að kíkja inn meða lyftan færist upp ! Splendid !

Þannig aaaaað,.. við ætlum s.s að fjárfesta í einhverskonar svona himnu, svona hornhimnu.... nei djók ! Hún heitir það ekki ! ( Öööömurlegur brandari )
En allavegana... s.s svona himnu .. eða hvað þetta kallast, sem að maður límir á glerið sjálft, þannig að við sjáum út, en fólkið sér ekki inn. ( Muhahahahaaaa... planhláturinn góði ! Við sjáum þau, en þau sjá okkur ekki ! Muhaha ! )
Og þetta þarf helst að vera einhverskonar himna sem að blokkar ekki sólarljósið, því að við erum bara með þennan eina glugga í stofunni.

Þannig að það gengur á ýmsu hérna í Gebauersgade.
Ég hef samt ekki komið auga á neitt fatlað fólk hérna í húsinu, en ætli þetta sé ekki í einhverjum reglugerðum ?
Allavegana þegar ég sat í borgarstjórn Århusar fyrir nokkrum árum, þá var verið að ræða þetta,- en það eru liðin mörg ár síðan ég sagði mig úr því pakki, þannig að þetta er örugglega orðið að opinberri reglu núna !

---

Djöfulli er orðið kalt hérna í svefnherberginu. Ég þarf að fara að kveikja á ofnum,- sem segir mér aðeins eitt; veturinn er á leiðinni. Og þá þarf maður að taka fram feldinn !
Damn ! Ég sem var að raka á mér lappirnar....

Hvað um það,...
þetta er nú meiri vitleysan,..
Ernos Ramazotti.




laugardagur, ágúst 28, 2004

Það eru Ólympíuleikar útum allt !!!
Svona án djóks, þá eru þeir sýndir á allavegana 5-6 stöðvum hérna í Danaveldi, - ALLAN DAGINN ! Alveg merkilegt. Merkilega leiðinlegt, með tilliti til þess að ég er ekkert sérstakur fan. Get svosum horft á frjálsar ef að ég hef ekkert betra að gera, en það er samt ekki neitt sem ég myndi KJÓSA.
Hef samt, ótrúlegt en satt, örugglega eytt mestum tíma í að horfa á dýfingar ! Svona eiginlega af því að ég er að bíða eftir því að einhver reki hnakkann í bakkann og lognist útaf !
Skil ekki alveg hvernig nokkur maður þorir að æfa þessa íþrótt. Skil heldur ekki alveg hvernig það er hægt að kalla þetta "íþrótt" því það bara skýst upp í loftið og lendir í vatni. Þetta virkar allavegana ekkert líkamlega erfitt,... svona fyrir konur eins og mig - en það er samt alveg sérstaklega furðulegt hvað dýfingafólkið er hryllilega massað,- og þá aðallega þau sem stökkva af minna brettinu !

Jááá,.. svona er maður farinn að pæla í öllu - í dagsins önn !

---

Annars er ég búin að vera rosalega húsmóðursleg og dugleg í dag; búin að þurrka af öllu, hátt og lágt, setja í og taka úr nokkrum vélum, ryksuga öll horn og hæðir, naglalakka á mér allar neglurnar, fara út að hlaupa ( 8 km ) og svo í ljós.
En það breytir því samt ekki að mér er búið að leiðast frekar mikið.

Svo er í gangi einhver svona SKEMMTANAVIKA hérna í Árhúsum... eða eins og hún heitir á frummálinu; FESTUGE I ÅRHUS !!!
Það er allt morandi í skemmtiatriðum á aðal-verslunargötunni, tjöld útum allt með bjórum og skemmtiatriðum og pakkað af fólki. Svona eiginlega eins og á 17. júní heima á klakanum.

Og ég er óttalegt grey, eitthvað. Sit bara heima í græna geimverugallanum mínum og hugsa um allt fjörið sem á sér stað einhversstaðar annarsstaðar, bruðlandi á tyrkneskum brjóstsykrum og talandi við systur mína á MSN !
ÚÚÚÚÚúúú ... score !!!

---

Æjjjjj, mikið hryllilega á ég eitthvað bágt.
Gunna var reyndar að stinga upp á því að ég gengi bara á milli íbúða hérna í blokkinni, bankaði uppá og spyrði hvort ég mætti djamma með viðkomandi.
Held ég verði að fá mér nokkra bjóra og allavegana 12 staup til að þora því !

Úff, hvað ég á nú bágt.

En jæja litlu lömbin mín,... this is all in space ( þetta er allt í bili )
adios...






föstudagur, ágúst 27, 2004

Mér er illt í maganum ! :(

Ég er búin að vera að hakka í mig M&M með hnetum núna í allt kvöld. Nennti ekki að elda neitt,.. steikti eitthvað svona tilbúið mix á pönnu, sem reyndist svo ekki vera mikið meira en 5 munnbitar ( í alvöru ) þannig að ég notaði gotteríið til að fylla upp í annars tóman magann !

Að sjálfsögðu gat ég ekki hætt og er nú komin með illt. Eitt afrek samt; ég kláraði ekki pokann !!!

Þannig að nú er ég með samviskubit. Ég fór nefnilega ekki út að hlaupa í dag, heldur sofnaði uppi í rúmi eftir að Martiníó yfirgaf pleisið. Og þegar vaknaði var ég komin með hausverk, sem er svosum engin afsökun, nema hvað að ég þoli ekki að hlaupa með hausverk.
En ég er að bíða eftir að magapínan gangi yfir og þá er ég að spá í að skella mér einn hring.

---

Annars er partý í gangi hérna í húsinu. Það er alltaf eitthvað svoleiðis í gangi hérna um helgar af því að það búa bara eintómir krakkaskratta hérna. Mig langar líka að skemmta mér, en ég hugsa að eftirfarandi sé dagskrá kvöldsins;
* losa mig við magapínu
* losa mig við hausverk
* hlaupa léttan hring
* koma heim og fara í sturtu
* blása á mér hárið
* setja krullur í hárið
* þvo á mér hárið
* blása á mér hárið
* setja krullur í hárið
* þvo á mér hárið
* blása á mér hárið......

Og bara on and on, þar til að það er kominn tími til að fara að sofa !

En jibbí jibbí ! Bara þessi eina helgi eftir, og svo verður maður kominn í skóla. Hversu skemmtilegt verður það. Og nú er ég í alvörunni að fara að læra eitthvað sem ( ég held ) ég hef geðveikan áhuga á.
( Svo eftir nákvæmlega viku mun ég örugglega sitja hérna og óska þess að ég væri í fríi, með maga- og hausverk og eftir að hafa stútað 2 M&M pokum ) !!!!

Æji.. svona er það, maður er aldrei ánægður !

Annars er ég búin að bæta inn 6 myndum af íbúðinni, af baðherberginu, inn á myndaalbúmið, frekar neðarlega.

Og svona áður en ég kveð í kvöld, þá langar mig að óska Nínu Sördal til hamingju, í anda, en hún var að eignast lítinn patta ! Jibbííí.. smjattpatta !

Men nu skal jeg smutte og gøre... ingenting !
indtil vi mødes igen,
hejj hejjjj....







fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Jæja !
Haldiði ekki bara að hlaupaformið sé á leiðinni, hægt og rólega.
Ég fór á mánudeginum og þriðjudeginum og hljóp í rúman hálftíma hvort skipti ( aðeins lengur samt á þriðjudaginn ), - ég hljóp ekki í gær, en í dag settist ég niður með kort af Århus og fann mér góða leið, sem mér sýndist vera allavegana 2 sinnum lengri en sú leið sem ég hafði farið hin tvö skiptin.
Svo að mín skellti sér í gallann og óð af stað. Og það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt saman vel til að byrja með, en þegar ég var ca. hálfnuð, þá beygði ég inn vitlausa götu ! :(
Þannig að ég kom heim og hafði aftur verið í rúman hálftíma, og þegar ég leit á kortið þá sá ég að ég hafði ekki hlaupið nema kannski helminginn af því sem ég hafði ætlað mér að hlaupa !! Ohh, alveg tíbískt.
Þannig að ég verð eiginlega að hjóla þessa leið á morgun, og vera með kortið tilbúið í vasanum eeeeef eitthvað mun líta út fyrir að vera eilítið bogið.
Það er bara verst að dekkið á hjólinu mínu er sprungið, svo að það er spurningin um að redda því kannski fyrst !
Ohhh, alltaf eitthvað vesen !!!

---

Svo fórum við Larsen í dag og redduðum þessu með námslánið mitt. Þannig að frá og með næsta mánuði, þá verðum við vonandi með einhvern pening á milli handanna. Og ég fæ meira að segja ákveðna upphæð inn á kortið mitt í hverjum mánuði, en NOTA BENE - hún má BARA fara í eitthvað mikilvægt, eitthvað sem við þurfum; mat, hreinlætisvörur, skóladót.. o.s.frv.
Sem þýðir það að ég fæ örugglega ekki neitt nýtt fat fyrr en um jólin.
Ohh well ohh well.

Svo ætluðum við líka að fara að leita að einhverri vinnu fyrir mig. Hugsanlega einhverskonar skúringarvinnu eða jafnvel blaða- eða póstútburð. Maður má víst ekki vera með neitt pjatt, verður að taka því sem býðst.

Annars er ég ekki enn komin með fleiri hugmyndir fyrir helgina.
Þetta verður svakalegt ! Hvað getur maður gert ?? HVAÐ GET ÉG GERT AF MÉR ???
Svona í alvöru ??
Jeminn eini,... Århus.. we have a problem ! ! !


Hef, að öðru leyti, ekki neitt mikið meira að segja þessa stundina,
hugsa að þetta blessaða blogg mitt verði nokkuð sorglegt næstu dagana,.. allavegana þar til að skólinn byrjar og ég hef frá einhverju almennilegu að segja.

Annars bara,...
leirahhhh,...





miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Everíbodííí,.... ví hev a svepp in ðö hás !!!

Og ég er ekki að tala um pízzu með pepp og svepp.
Og ég er heldur ekki að tala um tásvepp.
Og ég er ( vonandi ) heldur ekki að tala um kynfærasvepp,....

Það er einhverskonar myglusveppur á veggnum okkar !!!!!Hvernig í fjandanum stendur á því, gæti maður spurt sig !? Og það er nákvæmlega það sem að ég spurði sjálfa mig að í morgun, þegar Martin dró fram sófann og sá öll ósköpin !

Málið er nefnilega það, að Martin týndi lyklunum sínum. Eða.. við skulum segja þetta svona; "Martin mundi ekki hvar hann lagði lyklana sína, seinast þegar hann notaði þá ! "
Þannig að í morgun, þegar að hann var að fara að leggja af stað í skólann, þá áttaði hann sig á því að hann gleymdi að leita að þeim í gærkvöldi áður en hann fór að sofa, og án lyklanna sinna gat hann ekki opnað hjólið og komið sér í skólann.
Þannig að hann leitaði og leitaði, og ég fór á fætur og leitaði og leitaði með honum, og mitt í allri gleðinni, þá s.s drógum við fram sófann til að athuga hvort að þeir höfðu kannski dottið þar bakvið,... fundum ekki lyklana, - en sáum mygluna.
Ég heyrði bara í Martini segja; " WHAT THE HEEEEEELL IS THIS ?? " og ég stökk til. Og fyrir þá sem aldrei hafa séð myglu á vegg,.. þá get ég bara tilkynnt það hér og nú að hún er nákvæmlega eins og mygla á brauði. Hvorki flottari né geðslegri !!!

Þannig að ég hringdi í pabba og spurði hann álits, og hann var nokkuð viss um að þetta væri eitthvað tengt vatnslekanum sem varð hérna í blessuðu íbúðinni. Sagði okkur að gera ekki rass fyrr en við værum búin að hringja í yfirverktakann og láta hann líta á þetta.
Og það gerði Martin og kallanginn sagði að þetta væri líklegast ekki eftir lekann, því að það höfðu komið menn og mælt hér í öllum herbergjum og íbúðina ÁTTI að vera lekalaus og þurr.
Hinsvegar gæti þetta stafað af hitamismun sitthvoru meginn við vegginn; öðru megin er stofan og þar er hiti og hlýja, en hinumegin er gangurinn ( frammi ) og þar er meiri kuldi.
Einnig gat þetta verið tengt því að við erum með leðursófa, og höfðum hann aaaaalveg upp við vegginn. Og þar sem að það er erfitt að anda í leðri ( eins og allir þekkja sem að hafa verið með leðurgrímu,.. eða jafnvel bara í leðurbuxum eða pilsi !! ), þá átti veggurinn s.s erfitt með að anda !
Hann ráðlagði okkur að þrífa þetta með brennandi heitu vatni, og engri sápu. Og ef að þetta væri aftur komið eftir helgi, þá myndi hann fá einhverja kalla til að kíkja á þetta !

Blessaður yfirverktakinn,.. hann er örugglega kominn með æluna upp í háls af okkur !!!
Og það er skemmst frá því að segja að lyklarnir hans Martins fundust... og hann komst í skólann,.. aðeins of seint þó !

---

Svo er Martin að fara að spila eitthvað æfingamót núna um helgina í Álaborg.
Sem mér finnst vera alveg sérstaklega interesting, þar sem að ég verð þá kona einsömul og vinalaus og veit ekkert hvað ég á við mig að gera - heila helgi !!!

Nú! .... ég hef nú aðeins hugsað málið, og eftirfarandi eru hugmyndir sem ég hef fengið fyrir tímadrepun;

* Plokka öll lappahárin mín, engin miskunn, ÖLL LAPPAHÁRIN !! !
* Hjóla um aðal-hraðbrautina og þjóðveginn, leita að pabba og mömmu, og gefa þeim eitt gott "until we meet again-knús " !
* Telja hárin á hausnum á mér
* Fara niðrá Strikið á föstudeginum og betla - syngja eitthvað gott frumsamið lag - nota aurinn til að versla mér inn föt á laugardeginum og halda svo tískusýningu fyrir sjáfa mig á sunnudeginum.
* Finna upp sveppaeyðandi krem
* Telja á mér freknurnar
* Ef vel gengur með lappaháraplokkið, þá er spurningin um að prófa brasilískt bikiníháraplokk !!!!

... pff.. annars hef ég nú ekki pælt svo mikið í þessu, þetta kemur víst allt í ljós.
En ef einhver hefur góða hugmynd, sem felur ekki í sér að eyða pening, ... þá er ég opin fyrir öllu!

Ohh well my darlings,.. ég er farin að klippa utan af mér svuntuna
( Var að elda beikon, setti á mig svuntu og hnúturinn er svo fast bundinn að ég get ekki leyst hann aftur, svo að ég verð að grípa til örþrifaráða og taka fram skærin !!! )

turilúúú,.....




mánudagur, ágúst 23, 2004

Ég er leið kona í dag !!!

Pabbi og mamma voru að fara heim,..... - eða.. þau voru ekki beint að fara heim. En núna eru þau að fara að keyra yfir til og um Noreg og ætla svo að enda fríið sitt á einu góðu trippi í Kóngsins Köben ! Þannig að eftir daginn í dag, mun ég ekki sjá þau fyrr en eftir 4 mánuði - um jólin!

Þetta var allt voðalega saklaust í dag; þau skutluðu mér á kynningavikuna í skólanum ( sem ég kem að hérna neðar ), keyrðu um og útréttuðu, og náðu svo í mig þegar ég var búin. Komu við í bakaríi og keyptu samlokur og HINDBERJASNITTUR ( sem er nýjasta æðið hennar mömmu, hún er aaaaalveg sjúk í þær ), komu heim til mín, við borðuðum samlokurnar og sætabrauðið, Martin kom heim úr skólanum sínum, borðaði með okkur og svo skutluðu þau okkur aðeins hérna á milli staða ( þurftum að skipta einhverri hillu og kaupa eitthvað dót fyrir þvottavélina ), og skutluðu okkur svo heim, og við stigum út úr bílnum og kvöddum þau.
Mamma fékk smá tár í augun,- pabbi var sterkur sem klettur, en ég var eitthvað voðalega bara... líbó.. eitthvað ! Var einhvern veginn ekki að átta mig á því að þau væru að fara.
Svo keyrðu þau í burtu, við Martin bárum dótið okkar inn og hann spurði mig hvað væri eiginlega í gangi; ég væri ekkert búin að grenja !?!?
En allavegana, svo þurfti ég að stökkva hérna upp í Fötex ( Hagkaup ) og versla lítið eitt,... og á leiðinni þangað.. ÞÁ KOM SPRENGJAN ! Og ég þurfti svoleiðis að berjast við að halda aftur af tárunum inni í búðinni!
Svo um leið og ég opnaði hurðina að íbúðinni okkar,... þá streymdi þetta allt saman niður !
Þannig að ég stóð þarna í dyragættinni, með eina mjólkurfernu í annarri hendinni, veskið mitt í hinni og táraflóð á hundrað niður kinnarnar !!!
Og Martin skildi ekki neitt !!!
-" Hva... var brauðið búið !? Það er allt í lagi, þú þarft ekki að gráta... ! "
( Neiiii, hann sagði það nú reyndar ekki,... )

Ég veit ekki af hverju ég fékk svona hryllilega magnað grátkast,.. en ég bara hreinlega gat ekki hætt. Var meira að segja komin með ekka frekar snemma. Eyddi örugglega tæpri klósettrúllu í að snýta mér og var orðin vel rauð á nefinu, svona undir það síðasta !

Þau eru nefnilega alveg langbest í heimi og geimi og mér þykir svo óendanlega vænt um þau. Þess vegna er erfitt að sleppa af þeim takinu.

Þannig að það endaði með því að ég varð að hringja í þau og banna þeim að fara frá Danmörku !
Voðalegt tetur getur maður verið ! Aumingjatetur og grey !

---

En já ! Ég fór s.s á kynningarviku í skólanum í morgun. Það var allt morandi af Íslendingum,- hvað er í gangi !?!?
Annars var þetta bara ósköp asnalegt eitthvað. Bara verið að segja manni það sem að maður vissi alveg, og ég hefði svosum alveg getað sleppt þessu. En það var fínt að kíkja... bæði á skólann og hópinn sem maður verður með.
Ég verð s.s í 30 manna bekk; 8 koma frá Íslandi, 7 frá Danmörku og 7 frá Uzbekistan...!
Ahahaha ! Merkilega skemmtilegt ! Hef aldrei þekkt neinn Uzbekista !!!
En s.s flestir voru frá þessum þjóðum, restin var svo bara héðan og þaðan. Það mættu nottla alls ekki allir í dag, vorum örugglega ekki nema kannski 10-12 úr Multimedia Design. En annars leist mér bara nokkuð vel á þetta. Og ég er orðin rosalega spennt að fara að byrja á öllu saman. Jibbííí.. læra læra !

---

Og svo fór ég út að hlaupa núna í kvöld, þegar ég hafði jafnað mig á grátkastinu góða.
Ég fór leiðina sem ég fann um helgina, og hljóp hana nokkuð mikið rösklega, og það tók mig nákvæmlega hálftíma. Sem segir mér,.. svona snögg ágiskun, að þetta séu í kringum 4-5 km ( allavegana miðað við fyrri reynslu og störf ! )
Og það er skemmtilegt frá því að segja, að ég var aaaaaaaaalveg búin ! Held meira að segja að ég hafi fengið brjóstsviða og lungnaþembu mitt í allri gleðinni, og smá verk í vinstri handlegg... sem er víst fyrirboði hjartaáfalls !!!
Njahhh,.. ekki kannski alveg. En drulluþreytt var ég !
Ég reyndi að teygja þegar ég kom heim,.. en ég er nokkuð viss um að ég fái svona eins og tvö stykki hasssperrur á morgun !

---

Ef einhver úr bakaríinu er að lesa; HVAR ER SPÓLAN SEM ÞIÐ LOFUÐUÐ MÉR :(
Þær hafa nú verið margar andvökunætur tengdar tómum póskassa og brotnum loforðum !
Gimme gimme gimmeee !

---

Langar líka að taka það fram að ég á allra besta kærasta í heimi !
Jibbííí !
Hann er geðveikur huggari, nuddari, faðmari og dansari !
Jibbbííííí - knús knús Martin !

En jæja.. ég get því miður ekki sagt neitt kómískt í dag,
er ennþá soldið leið
en annars,...
adios




sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ég held ég þurfi að fara að kíkja til sálfræðings, láta hann krufla aðeins í undirmeðvitundinni minni.
Ég hreinlega skiiiil ekki hvernig nokkurn mann getur dreymt aðra eins þvílíka vitleysu og mig dreymir stundum. Ég held að sköpunaráráttan mín sé svona að brjótast út á næturna, í svo algjörlega vitlausu formi að það er sko ekki eðlilegt.
En svona er nú það,- maður verður víst ruglaðari því eldri sem maður verður !

---

Svo er bara SKÓLINN að byrja á morgun. Og það er skemmtilegt frá því að segja að ég er orðin spennt; ég er ekki lengur hrædd og stressuð, ég er bara orðin virkilega spennt. Mikið hryllilega hlakka ég til að fara að læra heima aftur, raða í pennaveskið mitt, raða í skólatöskuna mína, smyrja mér nesti, stressa mig yfir verkefnum, stressa mig yfir prófum- en kannski umfram allt; fara að nota öll "venjulegu" fötin mín aftur, og eyða fleiri fleiri mínútum fyrir frama fataskápinn á kvöldin, hugsandi um hverju ég ætli nú að klæðast morguninn eftir !!!
Það er sko ekki búið að gerast í langan tíma ! Jibbíííí ! ENDURKOMA FATANNA !

---

Ég fór í gær og fann mér ágætis hlaupaleið. Hún var reyndar ekki næstum þvíin eins góð og leiðirnar sem ég hljóp í Holbæk ( hjá tengdó ) vegna þess að þær leiðir voru rosalega mikið á fáförnum vegum, og maður varð ekki mikið fyrir ónáði frá bílum, eða þurfti að stoppa við götur, fara yfir gangbrautir og svoleiðis. Hér hins vegar,.. er soldið mikið um svoleiðis. En maður verður víst að sætta sig við það, ég get ekki búist við að finna einangraða hlaupaleið hérna í miðbænum í stórborginni Århus. Þannig að, allavegana svona til að byrja með, þá hleyp ég hérna meðal manna og músa og vörubíla. Kannski seinna meir, þegar maður er búinn að læra aðeins betur á svæðið í heild sinni ( ekki bara umhverfið hérna í kringum íbúðina okkar ) þá get ég búið til betri leið !

Þannig að á morgun ætla ég að byrja að hlaupa, á morgun - eftir skóla !!
Merkilegt að hugsa til þess að fyrir heilum mánuði síðan, þá hljóp ég 16 km, nánast án þess að blása úr nös.
Hugsa að ég geti kannski hlaupið 2 á morgun, en endi í hryllilegum hasssperrum og vöðvabólgu.
Alveg fjandi pirrandi hvað formið er fljótt að fara. En hann pabbi hefur nú stundum hughreyst mig með því að segja; " Formið er kannski fljótt að fara, .. en það er líka fljótt að koma ! "
En hvað um það, það þýðir ekki að gráta Björn bónda. Maður tekur sig bara á, og kemur sér í form, og ekkert væl !

Skohhh,.. mín bara farin að taka öllu með jafnaðargeði, enginn æsingur, ekkert brjálæði,.. bara jafnaðargeð !!
Hvað er í gangi... gæti maður spurt sig !?!?
Ég er bara orðin þroskuð, fullorðin kona. Og þannig standa málin ! Amen !

---

Annars, þá erum við að fara að setja í þvottavélina... í fyrsta sinn
Guð veri með okkur,.. öllum saman

Og svo mörg voru þau orð,
sæjonara....






föstudagur, ágúst 20, 2004

Þvílíkur snillingur hann pabbi, stundum !
Var að rifja það upp í dag þegar að við vorum einhvern tímann að horfa á sjónvarpið, Guinnes world records minnir mig, og það var verið að fylgjast með systrum sem voru síamstvíburar. Þær bjuggu bara tvær saman og gerðu allt sjálfar, og það var svona sýnt stutt myndbrot af þeim meðan þær fóru að versla, sýnd mynd af þeim þegar að þær lágu í rúminu sínu sem var sérhannað ( voru tengdar á haus ) og svo eru þær eitthvað í eldhúsinu að elda og svona,- bara daglegir hlutir.
Síðan hringir hjá þeim síminn og önnur svarar og þá talar pabbi eitthvað svona fyrir hana; "Já halló ? Nei, hún er ekki heima...... !!!!!!! "

AHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHA ! POttþétt einn af topp 10 bröndurum sem pabbi hefur sagt. Ég hélt ég ætlaði að missa mig úr hlátri. Ég fer ALLTAF að hlæja þegar að ég hugsa um þetta ! ! ! :)

( Ég vil samt ekki vera kvikindisleg í garð síamstvíbura... sorrí ef að það eru einhverjir slíkir þarna úti sem að lesa þetta hjá mér..

Við vorum nefnilega inni á kínverskum veitingastað núna í kvöld að éta og fórum að tala um það hvað ALLIR kínverjar heita eitthvað Li eða Chan.
Þá sagði pabbi að það væri nú skemmtilegt að heita Hung Ri... ahhahaha HUNGRY !!!!

Það er skemmst frá því að segja að ég hef mjög sérstakan húmor, og var sú eina sem að hló að þessu í kvöld !!!

---

Í dag fengum við þvottavél. Hún er MEEEEEEGA-flott og getur ALLT, nema þurrkað ! Jibbíííí. Málið er nefnilega það að við fórum á þessa almenningsþvottastöð um daginn, og það var svo hryllilega dýrt og myndi örugglega kosta okkur alltof mikið til lengdar, þannig að pabbi og mamma vildu endilega bara lána okkur pening þannig að við myndum bara kaupa okkar eigin. Og það varð úr að við samþykktum það, og við s.s keyptum hana í dag, og fengum hana heimsenda nokkrum tímum seinna !

Á morgun ætla ég að labba hérna um og reyna að finna mér einhverja góða hlaupaleið. Get ekki beeeeeeðið eftir að fara að hreyfa mig aftur !
Ég skil ekki svona fólk sem að getur leyft sér að verða 300 og eitthvað kíló. Einhvern tímann á miðri leið hlýýýýtur það að stoppa og hugsa; " Wait a minute,.. time out ! I´m almost 200 kilos now,.. I have to stop eating ! ! ! " ( ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta á ensku er einfaldlega sú að allar stærstu fitubollur heimsins búa í Bandaríkjunum, og þær kunna nottla ekki íslensku !! )

En svona er nú það ! ! !

En ég þarf allavegana að stökkva á klósettið,
þessar djúpsteiktu rækjur fóru ekki nógu vel í mig ;)
hasta la vista....




fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Í dag ætla ég að byrja á því að óska henni Halldóru innilega til hamingju með afmælið !
Tillykke med fødelsesdagen !
Já, hún Halldóra hefur nú átt marga gullmolana í gegnum tíðina, og fáir segja sögur jafn skemmtilega og hún, með þvílíkri innlifun og leik.
Svona eitt af því sem minnir mig alltaf á hana er þegar ég fæ eitthvað í augað...mér verður strax hugsað til útskriftarferðarinnar á Spáni; Við vorum allar nýkomnar úr sólbaði ( voru 5 saman í risaherbergi ) og Halldóra fór inn á klósett. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma þar inni, kemur hún fram, hálf-móð og másandi og segir; " Eftirfarandi hlutir voru í auganu á mér; sandur, steinn, hár,........" og svo taldi hún upp einhverja 6-7 mismunandi hluti, sem höfðu verið að gera hana brjálaða, og ekki bætti úr skák að hún var með linsur, sem gerði það ennþá verra að ná öllu draslinu úr !! Hahahaha, good times, good times !
Kannski ekki skemmtilegt fyrir aðra að lesa þessa sögu hérna hjá mér,.. en ég gleymi þessu aldrei, enda fannst mér þetta svona með því fyndnara sem hún sagði í ferðinni.
( Samt örugglega ekki fyndnara en " BORÐIÐ !!!!" :)
( Og gervi-hláturinn okkar þegar við vorum að fá lánaðann kveikjara hjá Acra-Bensa )
( Það var reyndar árið fyrir útskriftarferðina ! En what the hell !)
( Nú er ég löngu búin að týna öllum sem eru að lesa .....

Talandi um Spán, þá veit ég um eina pjöllu sem dvelur þar núna, hún Guðrún Bjartmarz nýtur sín í sólinni og á ströndinni. Pfff ! Það er svindl ! Mér finnst ekki að nokkur sála eigi að fá að fara til Spánar nema að bjóða mér með !
En svona er víst lífið,- maður getur ekki fengið bæði íbúð og sólarlandaferð ( segir Martin, en ég er ekki sammála. Tökum bara allt út á VISA, og svo þegar að reikningurinn kemur þá bara sleppum við að borga hann. Og þegar þeir siga svo innheimtunni á okkur, þá sel ég bara fötin mín ! Eða það sem betra er,... DVD-myndirnar hans Martins ! )
En ég vona samt að hún hafi það gott, hún Guðrún smuðrún ! Og ég vona að það verði engin ský á Spáni í ár !!!

---

Langar hérmeð að tilkynna henni Sigrúnu það, að mamma er búin að klippa á mér hárið !!!!
Ég reyndi eins og vitlaus manneskja að tala Sigrúnu inn á það að klippa bara réééétt neðan af lubbanum, af því að hárið á mér var orðið svo slitið, en hún vildi ekki fyrir sitt litla líf taka fram skærin. Sagði að ég myndi örugglega ekki verða ánægð og fá brjálæðiskast eða grenja úr mér augun, svona miðað við fyrri reynslu af klippingu !
Skil ekki alveg hvaðan hún fær þá hugmynd... ég er nú ekki svooo slæm.. hef í gegnum tíðina verið mjög ánægð með mína klippingu í svona 40 % tilfella !!!! :)

Það var nú einu sinni í grunnskóla ( held ég hafi verið um 14 ára ) sem að ég fór að láta lita á mér hárið, var dökkhærð á því tímabili, og kom svo heim og var ekkert rosalega sátt við litinn. Grét "smá" inni í herbergi meðan ég horfði í spegilinn og bölvaði hárgreiðslukonunni. Mamma reyndi að hughreysta mig, henni fannst liturinn mjöööög flottur.
En svona.. eftir því sem leið á, þá reyndi ég að telja mér trú um að þetta væri ekki eins slæmt og ég héldi, kannski væri þetta bara birtan í herberginu mínu, eða stundum.. þá eru litirnir soldið öfga-eitthvað þegar maður er NÝkominn úr litun.
Síðan daginn eftir, þá var diskótek í skólanum... svona RAUÐAball, þar sem að þemað var að maður ætti að vera í einhverju rauðu. Ég fór í rauðum buxum sem mamma hafði saumað á mig, rosalega ánægð með þær, og svona nokkuð sáttari við háralitinn.
Einhvern tíman, mitt í allri gleðinni, kemur ein stelpan til mín og segir; " Flottar buxur sem þú ert í ....." - Ég þakkaði pent, varð rosa ánægð, en svo bætti hún við; " ... og þú sniiiiðug að lita svona hárið á þér rautt fyrir RAUÐAballið !!!!!!!!!!!!!!! "

Það þarf ekki einu sinni að taka það fram, að ég fór beinustu leið heim að grenja ! ! !

---

Jæks, maður ! Ég vaknaði í nótt, rétt áður en Martin fór á fætur fyrir vinnuna, við þvííílíkar þrumur.
Ok, ok ! Mér finnst þrumur alltaf svona frekar kósí, og soldið svona spennandi, því að maður tengir þær einhvern veginn alltaf við útlönd.
En í nótt var ekki sömu sögu að segja - ég gerði í alvörunni svona eins og maður sér alltaf í bíómyndunum; lá í rúminu, svona hálfsofandi, þar til að það kom ein svona MEEEEEEGAÞRUMA og ég tók andköf og settist á hundrað og fimmtíu upp í rúminu, svona eins og þegar fólkið í bíómyndum fær martröð !!!!
Sjitt, ég var svo ógeðslega hrædd,.. það var bara eins og þruman hafi verið BEINT fyrir ofan húsið okkar, og ég prísaði mig sæla að búa á jarðhæð.
Tuðaði og tuðaði í Martini að fara ekki í vinnuna, sá fyrir mér fyrirsagnir morgunblaðsins í dag;
" Gluggaþvottamaður steiktist, þegar elding laust niður í hann ! !! "

En svona er nú það !

Litlu lambarassgötin mín,.. ég er farin að fá mér Kornfleks
rebenúí in da krímhás
erna... OUT !




miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Þá er elskuleg Sigrúnin mín farin, því miður !
Það er búið að vera alveg hryllilega skemmtilegt hjá okkur og ég á aldrei eftir að gleyma vitleysunni sem átti sér stað hér á bæ.
Ég verð meira að segja að viðurkenna það að það var soldið erfitt að kveðja hana og ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun á leiðinni heim, eftir að hafa fylgt henni á lestarstöðina.
En við verðum bara að endurtaka leikinn eftir 3-4 mánuði, þegar ég kem heim um jólin. Jafnvel aldrei að vita nema að maður komin heim í stutta helgarferð einhvern tímann í vetur. Þ.e.a.s ef maður verður ekki of upptekinn í skólanum.

Og talandi um skólann, þá var ég að fá bréf frá honum í dag sem segir hvenær hann byrjar og hvar. Því miður er hann ekki á sama stað og við fengum upplýsingar um fyrst,- heldur í nokkur mikilli fjarlægð frá íbúðinni okkar,... tekur örugglega rúman hálftíma að koma sér þangað með strætó ! :( Ég er nú ekki alveg nógu sátt við það, en á móti kemur að ég verð ekkert rosalega mikið í skólanum ( þ.e margir tímar á viku ), svo að það er vonandi að þetta reyni ekki of mikið á.
Og svo er líka að byrja í næstu viku, einhver svona kynningarvika á skólanum. Þá fær maður að vita svona nákvæmlega hvað verður í gangi, kynnist starfsfólkinu og kennurum og gömlum nemendum og svona. Ég veit ekki alveg hvort ég á að fara í það,... nenni eiginlega ekki, en er svona pínu hrædd um að ég missi af einhverju merkilegu. Þannig að það endar örugglega með því. Og þá s.s byrjar skólinn næsta mánudag ! Glúlp !!!

---

Við fórum í dag í svona MÖNTVASK - eða s.s á svona almenningsþvottahús, svona eins og maður sér alltaf í amerískum bíómyndum. Það var soldið kúl, ég hef aldrei áður á ævinni stigið fæti inn á eitt slíkt pleis, og þarf vonandi ekki að gera það mikið oftar. Þetta er nefnilega alveg hryllilega dýrt og eftir að hafa farið þangað í kannski 30 skipti, þá verðum við búin að eyða jafn miklum pening og ósköp venjuleg þvottavél kostar. Þannig að ... spurningin um að setja þetta upp í jöfnu, Martin getur stokkið inn með hallamálið sitt og svo fáum við út bestu mögulegu lausn á þessu "vandamáli".

Ég er ekki enn búin að finna myndavélasnúruna, hún er einhversstaðar í felum og ég hreinlega nenni ekki að leita að henni lengur.
Pabbi keypti sér eitthvað svona tæki til að setja minniskortið úr myndavélum í, og við gátum tengt það við tölvuna okkar og fært allar myndirnar inn, svo að akkúrat núna er ég að hlaða þær inn á síðuna mína, .. þannig að vonandi þegar þú lest þetta blogg, verður kominn 3. myndahópurinn frá DANMÖRKU - hérna til hægri,... DANMÖRK (III).

---

Martin er byrjaður að æfa á fullu, og er ekkert nema axlarverkur og hasssssperrur þessa dagana. Sem þýðir að ég er farin að þjást af samviskubiti,.. verð að fara að byrja aftur að hlaupa. Soldið sorglegt að hugsa til þess að seinast þegar að ég hreyfði mig,... þá hljóp ég samfleytt 16 km ! En síðan eru liðin mörg ár ( " þeir greiddu í pííííííku.. " )....það var rétt í lok júlí, og síðan þá hef ég ekki hreyft á mér rassgatið. En það fer nú vonandi að gerast,.. verð bara að finna mér góða hlaupaleið hérna í bænum.

--

Svakalegan tíma tekur að hlaða inn þessum myndum...
Langar samt að taka það fram - voða stolt - að ég málaði sjálf allar myndirnar sem hanga uppi á veggjunum ! :) ( Eins og kom reyndar fram hérna fyrr á blogginu )

Æjj æjj,... ég er orðin svo þreytt að ég nenni ekki lengur að hafa augun opin meðan ég skrifa
asfj lasdlw w er a et ert e aw e we r
wer waseaserwer
asfas w er rt a wwoet.

neiii, djók... ég gerði þetta nú viljandi !
En allavegana,.. ætla að drífa í að setja þessar myndir inn
og svo að skella mér í rúmið

uns við sjáumst á ný...




þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn númerið hans Martins, en þar sem að við erum eins og öll gömlu hjónin sem klæða sig í eins galla, hjóla um á nákvæmlega eins hjólum, Jónas og Jónasína, Haraldur og Haralda.... þá fengum við okkur næstum þvíin sama númerið !

Haldið niðrí ykkur andanum,.. hér kemur það;

28 - 45 - 02 - 58

Hér er ennþá svaka stuð. Við Sigrún erum ennþá að skemmta okkur eins og við höfum aldrei gert neitt annað og ætlum ekki að gera neitt annað.
Ég er eiginlega ekki að fatta að ég eigi heima hérna, finnst ég bara vera í fríi og eins og ég sé að fara "heim" til Íslands í lok sumars. En það er víst ekki að fara að gerast. SKólinn er meira að segja að fara að byrja eftir eina og hálfa viku - Glúlps !
En þaaaaað er bara spennandi, e´haggi ?

Það er samt eitt sem er að angra mig eins og loðnir leggir, og það er það að ég hreinlega finn ekki bölvans myndavélasnúruna, í alvöru talað ! Ég er búin að leita útum aalllltt, og þegar ég segi "allt" þá meina ég ALLT. Og oftar en einu sinni á hverjum stað.
Ég man nefnilega að ég var að sortera svona snúrur og setti þær allar saman í eina hrúgu, batt upp á þær og tróð þeim öllum ofan í poka sem átti að fara niðrí geymslu,... NEMA myndavélasnúrunni. Ég tók hana frá, vegna þess að ég VISSI að við værum að fara að nota hana bráðlega. En hvert ég setti hana eftir það, veit ekki nokkur sála.
Ég er að segja það, það eru álfar í þessu húsi !
Og ég er búin að leita á hverjum mögulegum stað 3 eða 4 sinnum, ekki að djóka !
En hún vill bara ekki sýna sig. Það er spurningin hvort ég hafi kannski óvart hent henni í allri geðveikinni sem að átti sér stað hérna þarseinustu helgi !!! Spurning !

Þannig að myndirnar verða að bíða aaaaaðeins lengur.

En jæja kæru kálfarnir mínir,
er farin að horfa á Friends
adios...




mánudagur, ágúst 16, 2004

Mikið er nú búið að vera gaman þessa dagana hjá mér.
Við Sigrún erum búnar að vera að skemmta okkur alveg konunglega. Erum búnar að vera ekkert smá heppnar með veðrið - eða "heppnar" ... veit ekki hvort að maður segir svoleiðis í Danmörku, held að hér sé þetta ekki eins og heima á Íslandi; þegar kemur gott veður þá er maður heppinn því það heyrir undantekningum til !
En allavegana, veðrið er s.s búið að vera geðveikt gott, og ég veit að það er búin að vera hitabylgja á Íslandi, en það er samt örugglega ekki búið að vera eins hlýtt þar og var hér einhverja dagana.

Hvað veit ég svosum !

En við erum s.s búnar að hafa það alveg meiriháttar, búnar að rölta um, fram og til baka, út og suður,... ég er búin að láta hana versla meira og býð eftir reikning frá mömmu hennar !!! :)
Sigrún er sjálf eitthvað svona á milli heims og helju; veit ekki hvort hún á að vera glöð yfir öllum nýju fötunum eða hafa samviskubit yfir allri eyðslunni. ( sem er nú ekkert búin að vera neitt svakaleg, hún hefði alveg getað eytt meiru !!! ) :)
Hvernig sem fer, þá er bannað að vera reiður út í mig, hún var nefnilega búin að biðja mig um að hjálpa sér að versla, ERNA TO THE RESCUE,...

Á laugardaginn fórum við út að djamma. Þvílík snillld ! Það var ekkert smá gaman. Þetta var fyrsta djammið mitt hérna í Danmörku, og fyrsta drykkjan mín í 3 mánuði !!!
Við vorum bara á góðu róli hérna heima, ég fékk mér 3 bjóra á 3 tímum en Sigrún rétt svolgraði í sig einum.. ef þá það !
Svo hentum við okkur út um klukkan 11, fundum einhverjar danskar gellur hérna rétt fyrir utan húsið okkar, og þær drógu okkur í bandi á næsta góða skemmtistað ( sem má reyndar ekki kalla skemmtistað, því þetta var meira bar með 2 fermetra stóru dansgólfi !!! ) en þar sögðu stelpurnar að væri s.s fjandi góð stemning og gaman að vera svo að við Sigrún komum okkur fyrir. Það var reyndar alveg troðið og tónlistin ekkert spes til að byrja með, en við ákváðum að gefa þessu sjéns. Hinar stelpurnar gáfust reyndar upp eftir smástund og sögðust ætla að fara á annan stað og buðu okkur að koma með, en við neituðum. Svo fengum við sæti við barinn og sátum þar mestmegnið af kvöldinu og pirruðum barþjónana ( eða ÉG þ.e.a.s !!! ) með hallærislegum brandörum !!!! :)

Ég keypti mér einhvern tímann bjór, fékk 28 krónur til baka, setti 20 krónurnar í veskið og sýndi honum 8 krónurnar og sagði honum að það vantaði pening ! Hann beit á og gaf mér 10 kr í viðbót ! :) hahahaha

Svo seinna sá ég svona hálfa bjórflösku á borðinu, ég tók úr mér tyggjóið og stakk því ofaní og reyndi svo í gríð og erg að skila "bjórnum sem ég keypti sem var með tyggjói í " - en þeir voru reyndar ekki alveg að kaupa það ! :)

Það var alveg nóg af álitlegu kjöti þarna inni, og Sigrún var varla búin að benda mér á einn þegar að ég sá annan ( fyrir hana s.s - ég má ekkert horfa á stráka ! )

Ooooojjj, svo var alveg ógeðslegur maður sem að var eitthvað svaka að dansa - með þvílíkum beygjum og hneigjum og hlykkjum og hreyfingum, og hann sá að við Sigrún vorum að hlæja að honum, þannig að hann var alltaf að koma og dansa fyrir framan okkur.
Á endanum spurði ég hann hvort hann væri strippari, því að hann hreyfði sig alveg eins og einn !!!

Og svo var annað ógeð sem var eitthvað að tala við okkur Sigrúnu þarna á barnum, ég man reyndar ekki alveg um hvað ( var örugglega ekki að hlusta, því hann var óttalega óspennandi ) en aaaaaallavegana, einhvern tímann mitt í allri dýrðinni þá segi ég honum að við séum lesbískar og eigum von á okkar fyrsta barni ( og þen svona út magann eins og ég geri stundum þegar ég er "EXTRA" fyndin ! ) og gæinn varð bara spinnegal; " Af hverju í andskotanum ertu að drekka bjór þegar að þú ert ófrísk, hvað ertu eiginlega að hugsa ? VEistu hvað þetta er óhollt fyrir barnið? " bla bla blaaa....
Ég nottla tók þessu bara létt, sagði að ég væri að drekka létt bjór. Sigrún hló að þessu öllu saman svo að það var nokkuð greinilegt að ég var að djóka, og kallinn sá það alveg, en hann var ekkert að róa sig, og hélt bara áfram að rífast.
Þannig að ég sagði nú bara við hann; " Heyrðu vinurinn, þetta var djók, ég er ekki ófrísk og við erum ekki lesbískar " og dró inn magann aftur.
Og ekki batnaði það þá; " Þetta er sko ekkert til að gera grín að ! Veistu hvað ég er búinn að drepa mörg börn ??? "
Og við bara; HVAÐ ER Í GANGI, UM HVAÐ ER MAÐURINN AÐ TALA ??
Og svo beygði hann sig yfir okkur og sagði, rosalega alvarlegur; " Ekki vera að tala um það, en málið er það að ég er leyniskytta.................................." !!!!!!!!!!!!!
Þá hætti ég nú að hlusta og bara reyndi af öllum mætti að losa okkur við hann. Sem betur fer sá hann einhvern vin sinn og fór og talaði við hann, stuttu seinna.
Ojjjjj ! En það versta var samt að hann var svo rosalega alvarlegur allan tíman, og þess vegna vorum við Sigrún soldið stressaðar. Hann var sko ekkert eins og hann væri að djóka, og var bara virkilega reiður þegar hann komst að því að ófrísk kona væri að drekka !!!!
En hvað um það, hann fór og við hittum hann sem betur fer ekki aftur.

Ég lék þennan leik aftur á leiðinni heim, þá hittum við einhver önnur ógeð ( voru reyndar ekkert ógeðslegir,.. þannig lagað! ) og þeir voru eitthvað að reyna að tæla okkur, og þá sagði ég aftur að ég væri ófrísk og við lesbískar og svo þandi ég út magann. Þeir trúðu því líka, .. en svo þegar að við ætluðum að labba heim, þá sagði annar strákurinn; " I er kedelige " ( sem lauslega þýtt þýðir " Þið eruð leiðinlegar! " ) og Sigrún, sem hafði aðeins verið að tala við hann á spænsku áður, var sko EKKI sátt við þetta komment, þannig að hún kallaði á eftir honum; " FEOO FEOOO FEOOO " ( sem aftur lauslega þýtt þýðir " LJÓTUR LJÓTUR LJÓTUR ! " á spænsku )
Aahhhahahaha - voðalega þroskaðar eitthvað - báðar tvær!

En við allavegana tókum bæinn með trompi og þetta er sko eitt djamm sem ég mun aldrei gleyma ! :)

Svo komu yndislegu foreldrar mínir í gær í heimsókn, þau litu ekkert smá vel út; pabbi krúttlegur og krúnurakaður og útitekinn, og mamma var voða sæt með nýja klippingu í nýjum jakka og útitekin !
Þau voru voðalega sátt við íbúðina og líst rosa vel á þetta allt saman.
Núna eru þau að gista hjá vinafólki, en ætla að taka lestina hingað í kvöld og við ætlum að fara öll saman út að borða.

En jæja, við Sigrún erum að fara að útrétta
myndir koma innan skamms ( ég pakkaði óvart niður myndavélatengingatölvusnúrunni og setti niðrí geymslu )
bið að heilsa
kveðjur að handan
tvær ástfangnar, Erna og Sigrún :)





föstudagur, ágúst 13, 2004

Jæja kæru landsmenn.. nær eða fjær, lífs eða liðnir, svartir eða hvítir,...

mín bara komin með internettengingu og íbúðin í góðu standi. Fengum hana ( s.s íbúðina )afhenta á föstudeginum samkvæmt áætluninni og settum allt á 100, tókum á móti nýjum húsgögnum sem við höfðum pantað og settum þau saman ( slógum met í pirring,.. það var ALLTAF eitthvað að, vantaði skrúfur, týndum tommustokk, settum á vitlausan stað, draslið brotnaði ) og ég get svona nokkuð hreinskilnislega sagt það að seinustu helgi átti sér eitt slagorð; " djöfulsins andskotans ! Hvað er í gangi hér ??? "

Svo málaði ég nokkrar myndir,.. búin að fá tilboð frá LOUVRE safninu í Frakklandi - þeir voru víst voða hrifnir og buðust til að stilla þeim upp við hliðina á MONU LISU. Ég sagðist ætla að sofa á því !

Og Martin er búinn að vera eins og bandbrjálaður maður hérna útum alla íbúð með guðdómlegu borvélina sín í annarri og heilaga hallamálið í hinni, að leggja kapla og snúrur og hengja allt upp og festa og fela og þræða ! Ekkert smá duglegur og ég er ógeðslega stolt af honum. Og hann er ekki enn búinn að fá straum, 7 - 9 - 13 ... en það boðar bara gott.

Eeeenn... þetta tókst allt á endanum. Var reyndar voðalega troðið hérna, því að á einum tímapunkti vorum við með 2 bretti af húsgögnum frá Íslandi, húsgögnin sem við höfðum pantað frá verslunum hér í DAnmörku og svo allt draslið okkar sem að við geymdum hjá foreldrum Martins,.. og það var varla hægt að labba hér um.
En með mikilli þrautseigju og þrjósku þá náðum við s.s að koma öllu í stand.. rééééétt áður en Sigrún kæra vinkona kom í heimsókn frá Íslandi núna á miðvikudeginum.
Þannig að nú er hún hér í góðum fíling og við að fara niðrí bæ að versla. Eyddum öllum gærdeginum í að þramma á milli búða og ég LÉT hana slá met í fatainnkaupum... ef ekki ég ... hver þá ????? Þannig að í dag erum við s.s að fara í búðirnar sem við náðum ekki að fara í í gær.

Annars er nú alveg hellingur búinn að vera að gerast,.. bæði markvert og ómarkvert en ég á örugglega eftir að segja frá því öllu seinna meir. Kann ekki við að vera að skrifa núna meðan kjéllan er í heimsókn.

Þannig að það verður þá bara að vera seinna sem að ég kem með góða sögustund
jibbííí, og allir eru farnir að hlakka til, því að Erna segir svo fruntalega skemmtilegar sögur, e´haggi ??? ;)
Er farin að greiða á mér hárið
Amen og bless




fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Klukkan er 19.... nú hefjast íbúdarfréttir;

* Yfirverktakinn hafdi samband í morgun og lofadi hann Larsen thví ad íbúdin yrdi afhent á morgun í réttu standi og vatnsskadalaus... áætladur tími er 12:00 á hádegi !

* Larsen-par vissi ekki hvort thad átti ad thora ad trúa thví lofordi, tók thessu med fyrirvara ( nettur fidringur sótti samt ad )

* Thegar Larsen-gengid rølti framhjá íbúdinni núna í kvøld, mátti sjá ad eldhúsinnréttingin var komin upp, gólfid var næstum klárt og búid var ad mála eina umferd.
Mitt í dýrdinni stód svo ungur herramadur med ryksugu í hønd ad standsetja hele klabbet.... leggja punktinn yfir i-id ( sætte punktum over i-et... )

* Fidringurinn ágerist... er ljóst er ad íbúdin VERDUR í rauninni tilbúin til afhendingar á hádegi á morgun.

* Larsen-gengid kaupir sér rækjusamloku í kvøldmat, enda auralaus eftir vikuna ( thar sem enginn ísskápur er á hótelinu og thau thess vegna neydd til ad borda úti á hverjum degi ! )

* Núna er ekkert eftir nema ad pakka nidur og tjékka sig út...

Thetta voru Dana-fréttir frá Hótel Ritz
fréttir verda næst sagdar .... thegar internettenging gefst !
AMEN !




miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Jæja litlu lømbin mín !

Hédan er enn allt gott ad frétta, og vid mýslurnar lifum í sátt og samlyndi hérna á Hótel Ritz.
Á mánudaginn fórum vid og kíktum á íbúdina okkar, og thá var allt ordid thurrt og verktakinn bara ad bída eftir thví ad smidir kæmu til ad byrja ad setja gólfid.
Í gær røltum vid aftur framhjá íbúdinni og kíktum adeins inn, og thá var thad s.s heilagur sannleikur; gólfid á leidinni og kallinn sagdi ad thad yrdi pottthétt búid ádur en dagurinn yrdi á enda.
Thannig ad í dag átti madur ad koma og setja upp eldhúsid og svo seinnipartinn í dag eda á morgun átti madur ad koma og mála allt saman upp á nýtt, thannig aaaaad, ... eins og stadan leit út í gærmorgun thá áttum vid af fá íbúdina afhenta á fimmtudagskvøld eda jafnvel ekki fyrr en á føstudaginn.
Thad er svosum allt í lagi,... vid hljótum ad geta bedid í 2-3 daga í vidbót.
---
Núna er Martin ad vinna, fyrsti vinnudagurinn hans. Hann vaknadi klukkan 4 í nótt en ég veit ekki hvad hann verdur lengi ad í dag.
Ég veit heldur ekki hvad ég á vid mig ad gera. Thad er EKKI gott vedur í dag, alveg alskýjad .. og soldid svona rigningarlegt.
Í gær var heldur ekki eins gott vedur og búid var ad spá; thad var sól, en líka stórir skýjaklumpar, svo ad vid nenntum ekki á støndina. Vid fórum frekar í gard hérna nálægt, stálum hótelhandklædunum og sátum thar og lásum bækur og blød í einhvern tíma.
Aftur á móti er búid ad spá alveg GEDVEIKU vedri á føstudag, laugardag og sunnudag; merkilega skemmtilega akkúrat thá daga sem ad vid verdum ad flytja inn.
Eeeeeeen thad er nú hægt ad hagræda thví einhvern veginn.

En jæja,.. ég ætla ad fara ad gera eitthvad af mér
ætli madur skelli sér ekki út og labbi einn túr
vi ses,...




sunnudagur, ágúst 01, 2004

Hejså !

Hédan er allt gott ad frétta, thrátt fyrir leidinlega byrjun.
Vid erum búin ad vera rosalega dugleg ad labba um og kynna okkur helstu gøturnar ( og ég búin ad læra inná hvar helstu búdirnar eru ;)
Svo í dag tókum vid strætó lengst út í rass; fórum í IKEA og adrar heimilisvøruverslanir, og keyptum ýmislegt, t.d rúm, sófa, hillur, kommódur og adra smáhluti. Eyddum allt í allt um 100 thús. krónum ( Gott ad vid erum nýbúin ad vinna einn FIMMFALDAN í Lottóinu ! )
Skemmtilegt frá thví ad segja, ad hér er gengid inn í strætó ad aftan og út ad framan ! :) tíhí, ekkert smá lummó - ma´r !

Svo er búid ad spá svo gódu vedri á morgun, thannig ad vid ætlum ad vakna snemma og fara á strøndina í einhvern tíma. Verdum samt ad vera komin heim ca. kl. 15 thví ad thá fáum vid sendan fyrsta skammtinn af húsgøgnunum okkar.

En jæja... thetta verdur ekki lengra í bili
vid erum ad fara i 7/11 ad kaupa okkur kaffi, og svo ætlum vid ad horfa á einhverja mynd sem er í TV.
Kærlig hilsen her fra Hotel Ritz
vi ses
Erna LArsen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?