miðvikudagur, júní 30, 2004

Jæks !

Búin að vera niðrí bæ í allan dag að kaupa gjöf handa Martini ( eða gjafir ölluheldur ).
Ég ætla ekki að gefa það upp hér hvað ég keypti,... því ormurinn atarna væri vís til að fara hingað inn og leita að vísbendingum. Ég skal segja spenntum lesendum nánar frá á morgun. En ég er í hvertfald mjög ánægð með lokaútkomuna.

Hér er búið að vera dýrindisveður í dag; sjúklega heitt og glampandi sól. Reyndar skýjaklessur annað slagið en þetta hefði verið alveg tilvalið veður til að liggja úti í garði og baða sig í skini sólar. En hvað gerir maður ekki fyrir ástina sína,... fórnar heilum sólbaðsdegi !!!!! :)

Svo fengum við sendan pakka frá Íslandi í dag. Mammos sendi okkur íslenskt nammi og matarkex ( mmmmmmm ! ) og svo fékk ég geggjaðan pakka frá litlu litlu systur minni. Málið er nefnilega það að hún vildi gefa mér meira í afmælisgjöf en hún gaf mér í afmælisgjöf á afmælinu mínu í mars ! ! ! Þannig að þegar að hún fór til USA núna í byrjun sumars, þá fór hún með því hugarfari að kaupa eitthvað aðeins meira handa elskulegu stóru stóru systur sinni.
Og það fékk ég s.s sent í dag og voru eftirtaldir hlutir;
* geðveikur grænn pólóbolur... nákvæmlega eins og mig er búið að langa í seinustu vikurnar ( SKO NÁKVÆMLEGA )
* geggggjaðir eyrnalokkar ( með akkúrat svona lafandi dóti eins og mér finnst svo kúl )
* og þvílíkt flottur naflahringur ( líka með svona lafandi dóti eins og mér finnst svo kúl )

Þannig að ég er bara one hell of a happy mother fucker núna !! Takk fyrir mig mamma og Linda ( og pabbi og Trausti ef þið komuð eitthvað nálægt þessu )

Martin fékk líka senda eina litla gjöf frá foreldrum mínum ( og systkinum ). Málið er nefnilega það að hann vildi ekki fá senda neina afmælisgjöf frá þeim. Hann vill frekar versla eitthvað fyrir íbúðina ( ó boj, þessi blessaða íbúð hans !!! ) þegar að þau koma í heimsókn í ágúst. En mömmu fannst alveg agalegt að hann fengi ekkert frá þeim, svo að hún sendi honum lítið smáræði. Svo fær hann að vísu líka að velja sér dót í ágúst. OOOooohhhh, en heppinn !!!

En jæja,...ég er að spá í að fara að pakka inn
i wish you a merry christmas
Gvendur Gunnarsson




This page is powered by Blogger. Isn't yours?