laugardagur, júní 05, 2004

Ég er orðinn vespuvinur!

Ok, ég segi kannski ekki VINUR, en ég á allavegana miklu auðveldara með að þola dönsku vespurnar heldur en þær íslensku.
Þessar íslensku eru eitthvað svo ógeðslega horaðar, bara eins og þær séu bara einn broddur og ekkert meir, og þess vegna til þess gerðar að stinga og drepa !
Dönsku vespurnar eru meira fluffy, svona búttaðari, og ég veit ekki hvort ég á að segja það,.. en..... þær eru eiginlega soldið krúttlegri !!!!

Í dag var sko Spánarveður...aftur ! Það var geðveikur hiti og geðveikt logn, samt alveg hellingur af skýjum, en þau einhvern veginn fóru aldrei fyrir sólina ! Bara svona rétt stöku sinnum, sem var alveg fínt því það var sko algjör steik í orðsins fyllstu merkingu. Magga Sam var lof fyrir þau ský !!!

---

Ég er komin með vinnu; skúringar á slökkviliðsstöð og vinnutíminn er svohljóðandi; 5 á næturna til rúmlega 11 !!! EKKI leiðinlegt. Ég þarf að vísu að hjóla og það tekur einhverjar 15 mínútur, en eftir þetta, þá á maður bara frí það sem eftir lifir hvers dags. Mér finnst þetta alveg geggjaður vinnutími og ég vona að þetta sé fín vinna. Vinkona Anni ( mömmu Martins ) var að vinna þarna og hún sagði að þetta væri geðveikt vel borgað, skiljanlega þar sem að þetta er næturtaxti.
Ég veit samt ekki aaaalveg hvenær ég byrja að vinna, en það verður líklegast einhvern tímann í næstu viku.
Mér er sama þótt það verði ekki fyrr en í lok næstu viku, svo framarlega sem veðrið verður svona áfram.

Martin var reyndar að segja mér að mamma hans hefði sagt honum að það væri búið að spá 2 vikum af 30°hita einhvern tímann um miðjan júní. Ég slæ sko ekki hendinni á móti svoleiðis tilboði!!!!!

En jæja, ég verð víst að fara inn í stofu til Martins
þeir feðgarnir eru að horfa á fótbolta og Martin vill endilega að ég horfi með honum, einhver landsleikur Danmörk-Króatía.
Ekki það ... mér er alveg skítsama hverjir eru að spila! Beckham gæti þess vegna verið nakinn með Real Madrid og ég myndi ekki horfa !!!! Vóóóóó !!!

Kveðjur að handan
Ernos




This page is powered by Blogger. Isn't yours?