fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæks, segi ég nú bara !!!

Þvílíkur Spánarfílingur er búinn að vera hérna í dag. Aaaalveg heiðskýrt og þvílíkt logn. Það var töluvert heitara í dag en í gær og ég gæti ímyndað mér að mælarnir hafi verið í kringum 28°- 30° ... allavegana ekki fyrir neðan 28 !!!

Ég vaknaði klukkan 9.30 og fékk mér smá snarl. Var ein heima til hádegis, því allir voru hist og her að sinna einhverjum erindum.
Svo bara lagðist ég út, borðaði morgunmatinn minn og er búin að liggja úti í garði svona nokkun veginn stanslaust síðan þá.
Sólin hérna er samt nottla ekki næstum eins sterk og á Spáni þannig að það er óþarfi að taka andköf, ég er alls ekki brennd. Ég er samt búin að vera að huxa um útskriftarferðina í allan dag ( fyrir þá sem ekki vita, þá var hún á Spáni ! ) Djöfulsins snilld var það fyrirbæri !

Martin fór með systur sinni ( Fine ) hjólandi í Nettó að versla aðeins inn. Ég treysti mér ekki meðð, í fúlustu alvöru, því að ég er ennþá að dreeepast í rassinum eftir hjólatúrinn í gær! :(

Síðan er búið að spá rigningu á morgun, sem þýðir að ég hef ekki huuuugmynd um það hvað ég á að gera af mér. En það verður bara að koma í ljós.

En jæja, ég er farin að eta
hilsen
Erna





This page is powered by Blogger. Isn't yours?