mánudagur, maí 31, 2004

Jæja !
Dagur # 2 að renna sitt skeið !
Hér var veðrið frekar gott; það var sól og alveg heiðskýrt og alveg örugglega á milli 18-20° hiti, en alveg svakalegur vindur, svona ekta íslenskur vindur. Þannig að það varð alveg skítkalt þegar maður fór út.

Við Martin gerðum það nú samt, löbbuðum hérna einn stóran hring í tæpan klukkutíma. Það var ágætt, ég fékk svona tilfinningu fyrir þessu umhverfi. Því að þó að ég hafi verið hérna nokkrum sinnum áður, þá hef ég alltaf bara farið á sömu staðina hérna í bænum.
Ég fann alveg prýðis leið sem ég ætla að hlaupa um leið og hlaupaskórnir mínir koma (þeir voru í einni af þeim töskum sem að við sendum með flugi um daginn, þannig að þeir ÆTTU að koma einhvern tímann í þessari viku !) - en þessi leið er aðallega bara stígur sem liggur í gegnum engi og akra og skóga, þannig að það eru samasem engir bílar á leiðinni og mér finnst það bara alveg fjandi gott !

Á morgun er stíf dagskrá hjá okkur. Við verðum að fara og útrétta allan fjandann; ég þarf að fá danska kennitölu, við þurfum að fara og fá skattkort, kaupa hjól og jafnvel línuskauta, kikja í búðir sem eru með útsölu á allskonar húsgögnum (stofuborð og stólar, sjónvarpshillur og -skápa o.s.frv. ). Svo þurfum við líka að fara í bankann og sækja um dönsk greiðslukort ( svo ég geti farið að spreða ). Þannig að planið er að vakna bara nógu snemma svo við höfum tíma fyrir allt saman.

Vonandi verður ekki svona mikill vindur á morgun, svo að ég geti nú lagst aðeins út í garð og fengið smá sól. Allir Danir eru ekkert smá brúnir og útiteknir, maður er í alvörunni nánast eins og kríuskítur hérna í kringum þá ! ! ! ( Og það eru ekki ýkjur ! )

Og svo mörg voru þau orð
see you when you get there
ernos





sunnudagur, maí 30, 2004

HÆTTI VIÐ !!!!! 

úFFF !

Ég hætti við á seinustu stundu, alveg eins og ég bjóst við að ég myndi gera !
Þannig að núna sit ég bara hérna heima og græt, - af því að Martin fór samt til Danmerkur og ég veit ekkert hvað ég á að gera !

---

Nei, ég er nú bara að ljúga !
Ég sit hérna í Danmörku, lét sko verða af þessu og þetta var ekkert smá erfitt. Ég var í alvörunni næstum því hætt við. En ég er alvöru kelling, víkingur, og ég skellti mér upp í vélina og flaug til Danaveldis.

Annars nenni ég ekki að skrifa núna, vil vera þekkt fyrir eitthvað annað en að vera tölvunörd sem gerir ekkert annað en að skrifa á blogg-síðuna sína ! ( yeah right - too late for that :)
Við Martin erum að fara að skella okkur á línuskauta ( fyrir þig, Guðrún ! )þannig að ég segi nú bara; ,, Guð veri með mér ! "

Yfir og út
kveðjur að sunnan
Frú Larsen




föstudagur, maí 28, 2004

2 DAGAR ..... 

Erum við ekki að grínast með veðrið ???
Við Linda systir keyrðum framhjá hitamæli áðan og það stóð 22° !!!!! Við héldum að þetta væru kannski einhver mistök, - en þegar við keyrðum til baka, þá stóð sama tala, eða þ.e.a.s. talan rokkaði frá 21°og 22° !!! Þetta er alveg svakalegur hiti.
Og það er ekki einu sinni 100% sól, því að það er svona þunn skýjadula yfir öllum himninum. Ég veit ekki hvernig þetta væri ef að það væri alveg heiðskýrt !
Þetta er í alvörunni svona sami hiti og var alltaf á Spáni, svona eftir að sólin var sest og þegar maður var að borða úti, - jafnvel heitara ! :)

Við Martin fórum áðan með fatatöskurnar okkar 4 ( ég á 3 og hann 1 ) sem við sendum til Danmerkur með póstinum. Ætluðum fyrst að senda með skipi, héldum að það tæki kannski svona 5-7 daga til Danmerkur ( á móti svona 2-3 ef við hefðum sent með flugi ) .. en nei nei ! Þá tekur bara heila 2-3 mánuði að senda með skipi !!!!!
Maður hefði nú haldið ( eins og konan á pósthúsinu sagði sjálf ) að það tæki nú ekki langan tíma að senda pakka með skipi árið 2004.
Þannig að við afþökkuðum bara pent, og ákváðum bara að senda þetta með flugi. Það kostaði að vísu aðeins meira, - en fjandinn hafi það, við verðum bara að bíta í það súra epli !

Mamma og pabbi eru að fara að halda fyrir okkur grillpartý í kvöld, þetta er svona seinasta kvöldmáltíðin mín með fjölskldunni, því við Larsen ætlum að fara út að borða á morgun.
Það má eiginlega segja að ég sé soldið lík Jesú; Við upplifum bæði seinustu kvöldmáltíðina og verðum svo krossfest ( ég veit ekki betur en að eitthvað slíkt eigi eftir að gerast fyrir mig í Danmörku ), ég hef nú verið þekkt fyrir það að lækna þá sjúku og hjálpa þeim fátæku. Á góðu föstudagskvöldi get ég auðveldlega breytt vatni í vín og ég man einu sinni á Spáni, þá gat ég gengið á sjónum alla leiðina yfir til Marokkó !!! ( Kannski þetta hafi verið "gott föstudagkvöld" og ég nýbúin að stúta einni "vatnsflösku" ) ! ! !
Og já, - svo erum við bæði með sítt hár og skeggjuð með eindæmum !

Af hverju er ekkert búið að skrifa um mig ennþá ? Allra nýjasta testamentið, gæti bókin heitið !?!

---

Svo er seinasti þátturinn af Idol í kvöld. Ég veit hver vinnur ! ! !
Og svo er næstseinasti þátturinn af Friends í kvöld líka. Ég veit nokkurn veginn hvernig serían endar, - þökk sé Halldóru. Hún vildi samt ekki segja mér alveg allt, vildi leyfa sumu að koma á óvart. Ó men, en spennandi !

En jæja, ég verð víst að halda áfram að þrífa í þessari annars líka yndislegu íbúð
bless, veriði hress og ekkert stress







fimmtudagur, maí 27, 2004

3 DAGAR ..... 

MMMM !
Lyktin í húsinu er unaðsleg. Hún móðir mín sæl hefur boðist til að elda handa okkur Martini extra góðan mat þessa vikuna. ( hún býr sko alltaf til góðan mat, en núna er hann EXTRA góður ); Við fengum grillmat á sunnudag, læri á mánudag, kjúklingarétt á þriðjudag. Hún bjó til uppáhaldskökuna hans Martins á mánudeginum líka og í dag er hún búin að búa til skúffuköku handa mér ( eða ekki handa mér, en að minni ósk ) + yyyyyyndislega gott rúllutertubrauð með aspasi og kaldan "Halldóru-brauðrétt". ( Það er gert fyrir mig líka því þetta er bara eitt það allra besta sem ég fæ )
Svo á morgun verður aftur grill; svínalundir !!!
Jáááá, það er sko gott að eiga góða mömmu.

---

Í morgun vaknaði ég klukkan 8 - við suðið í geitung í herberginu mínu. Ég gjörsamlega flippaði, stökk upp úr rúminu og hljóp upp til mömmu á brókinni og sagði henni að ég ætlaði að " klára að sofa í rúminu hennar." Pabbi var nefnilega farinn í vinnuna og hans helmingur í rúminu því laus. Svo vaknaði ég klukkan rúmlega 11 og sá varla handa minna og fóta skil, þar sem að gleraugun mín voru ennþá í gluggakistunni niðri hjá mér ( og fyrir þá sem ekki vita, þá er ég svona gott sem blind ef ég er hvorki með þau né linsurnar mínar ). Þannig að ég manaði mömmu í að fara niður og ná í þau - ekki ætlaði ég meðan geitungurinn var ennþá á sveimi ! Hún var nú ekki alveg að taka vel í það, fyrr en eftir nokkurt suð ( geitungasuð ! ) þá trítlaði hún niður, og kom svo upp eins og ekkert væri auðveldara en að berjast við geitung ! Að vísu þurfti hún ekkert að berjast við hann, hann var ekki í íbúðinni, sagði hún. Að minnsta kosti sá hún hann ekki.

Nú, þegar kominn var tími til fyrir mig að fara niður, klæða mig og svona, þá þorði ég nottla ekki að fara ein, þannig að aftur dró ég mömmu með mér. Hún labbaði um íbúðina ( þvílíkur ofurhugi ) kíkti í alla glugga og hristi gardínurnar, en aldrei kom neinn geitungur. Hún hvissaði meira að segja, svona eins og hún væri að kalla á kött en ekkert gerðist - og ef geitungur svarar ekki hvissi, þá er nú eitthvað mikið að !!!!!

Og geitungurinn hefur ekkert látið á sér kræla í allan dag og ég bara hreinlega skil þetta ekki. Ég heyrði svo greinilega í honum í morgun eins og hann væri að sveima fyrir ofan mig, og seinna í dag þegar ég stóð þarna niðri, alveg graaaaafkjurr þá heyrði ég alveg roooosalega veikt suð svona koma og fara ( það var ekki í ísskápnum ) en ekkert ! Keines ! Nothing !
Þannig að ég er nú búin að vera svona nett paranoid í allan dag, stoppa alltaf svona annað slagið og lít í kringum mig. Svo fór ég að þrífa alla eldhússkápana og beið eftir því að hann kæmi fljúgandi út á móti mér þegar ég opnaði einhverja skúffu !

Ég held ég þurfi að fara til dávalds og láta hann losa mig við þessa hræðslu. Eða PARANOJU öllu heldur !

---

Jámms, ég komst svo að því í dag að þessar myndir sem ég er búin að vera að setja efst á síðuna mína, hafa hreinlega ekki sést í neinni annarri tölvu en minni. Fattaði það allt í einu þegar ég kom hérna upp til pabba og mömmu ( þar sem ég sit einmitt núna ) og kíkti á síðuna, það voru bara risakassar með krossi í, í staðinn fyrir mynd.
En þar sem að ég er aaaaaaaaaaalgjör ofur-forritari og með sjálfshjálparhvöt mikla, þá bara reddaði ég þessu. Þurfti að vísu að prófa mig soldið áfram, en það gekk á endanum.

Hmmmm, að ganga á endanum ... !?!? Gerum við það ekki öll. Við göngum uppi á öðrum endanum.... BWAHAHAHAHH ! :)

Jæja, ég verð að fara að skella í mig þessum dýrindis-kræsingum a´la mama
adios




miðvikudagur, maí 26, 2004

4 DAGAR ..... 

Jæja !
Þá er maður loxins farinn að finna fyrir blendinni tilfinningu. Nú er ég ekki bara hrædd - ég er orðin bæði hrædd og spennt !
Við erum búin að pakka öllu niður og aðeins byrjuð að þrífa. Annars eru framundan bara alveg óteljandi kveðjustundir, - það er svona þegar maður er þetta líka agalega vinsæll og á svona fjandi marga vini !!!!!
Í dag fór ég til ömmu minnar í Kópavogi og kvaddi hana, litlu dúlluna !
Núna rétt á eftir er ég að fara að hitta Sigrúnu, eina af langbestu vinkonum mínum; við vorum saman í Verzló og í handbolta. Hún er algjört æði og gæðakjöt ! Við ætlum að skreppa einhvert að fá okkur að borða og svo bara hafa það náðugt. Það verður s kográtur og gnístan tanna við þá kveðjustund !

Annars er þetta orðið soldið sorglegt líka. Mér finnst ég reyndar eiginlega bara vera að fara í sumarfrí, því að mamma er búin að vera að berja því í hausinn á mér í hvert sinn sem ég hef verið að fá efasemdir, að líta bara á þetta sem eitt slíkt! En þegar ég horfi yfir þessa tómu íbúð, þá fær ég svona nettan sting fyrir brjóstið. Og það er svo ógeðslega stutt síðan að við tókum upp úr kössunum hérna ! Samt - 2 ÁR !!!!!
ÚFF ! 2 ár af engu nema ljúfum minningum :(

Það væri samt tíbískt ég að gera svona eins og í bíómyndunum; hætta við á seinustu stundum, bara rétt áður en ég geng inn í flugvélina og hlaupa svo ganginn til baka hágrenjandi og rétt ná pabba og mömmu þar sem þau eru að fara að keyra til baka !

Mikið hryllilega er ég orðin eitthvað gömul !?! Í alvöru. Bara farin að taka bankalán og námslán, búin að kaupa íbúð... í útlöndum, búin að eiga og selja bíl, fyrsta barnið á leiðinni !

Neeiiiiii, bara grínast með þetta seinasta ! Brá ykkur ??? :)

En jæja, ætli ég verði ekki að fara að gera mig reddí fyrir hana Sigrúnu fínu
kveðjur að sunnan




þriðjudagur, maí 25, 2004

5 DAGAR..... 

... " Ég er afi minn ! Éeeg er afi minn... "

ó men ! Ég er búin að vera með þetta bölvans lag á heilanum í allan dag. Það er að gera mig geðveika. Ekki einu sinni reyna að spurja af hverju ég sé með nákvæmlega ÞETTA lag á heilanum, því ég hreinlega veit það ekki sjálf.
Ég fékk eitthvað flippkast í hádeginu og lét eins og asni, og fór m.a að syngja þetta lag. Mamma varð samt glöð, sagði að ég léti meira eins og ég er vön, því undanfarið hef ég víst verið eitthvað þurr á manninn og hálf-pirruð. Ég kenni flutningunum um. Ég ætla að kenna þeim um allt sem að fer úrskeiðis í mínu lífi !

Annars, þá fórum við pabbi í dag að sækja um námslán, en það er víst ekki hægt fyrr en í júní. Svo fórum við Martin á Hagstofu Íslands og létum færa lögheimilið okkar, þannig að nú á ég officially heima í Danmörku. Við létum að vísu bara færa það fyrst í Holbæk ( þar sem að foreldrar Martins búa ) því að við verðum þar fyrstu 2 mánuði sumarsins. Þannig að þegar við fáum íbúðina afhenta í ágúst, þá þurfum við bara að færa lögheimilið aftur.

Svo er ég búin að vera OOOFFURdugleg að pakka í dag. Sorteraði öll fötin hans Martins og braut saman og setti á rúmið, þannig að hann geti bara farið beint í það að flokka; hvað hann ætlar að taka með í fyrstu ferð og hvað kemur seinna.
Ég er líka búin að pakka niður öllum eldhúsáhöldum og diskum og glösum og slíku, skrúfa í sundur borð, tæma eldhússkápana ( krydd og hveiti og svoleiðis ) og fara með upp til mömmu.

Þetta fer svona að syngja sitt síðasta, og ég huxa að við séum alveg á góðri leið með að klára þessar pakkningar í dag. Við ættum allavegana að geta það !

---

Allir sem að styðja frumvarp mitt þess efnis að geitungum og hunangsflugum verði útrýmt vinsamlegast réttið upp hönd !?!
Ég bara hreinlega skiiiil ekki af hverju það er ekki löngu búið að því, drepa öll þessi bölvuðu kvikindi.
Ég veit að þetta vinnur allt saman, lífhringurinn og súrefnið og blómið og börnin og svona.... en það er bara til svo ógeðslega mikið af öðrum flugum, að ein eða tvær tegundir til eða frá geta ekki skipt miklu máli !

Ég fór upp til mömmu og pabba áðan og ætlaði að ná í gömul dagblöð til að nota við pakkningar, og þá sá ég einn geitung inni í eldhúsi sem stefndi óðfluga á mig, og mér brá svo ( og ég varð svo geðveikislega hrædd ) að ég snéri mér við til að hlaupa undan honum og niður til mín, og hljóp í öllum æsingnum á hurð !!! Er að fá ansi myndarlegan marblett á annan handlegginn.

Ég meina, brjálaðir hundar sem ráðast á fólk eru teknir og skotnir,... ekki satt ?
Af hverju ekki geitungarnir ? ( Eða VÖLSUNGARNIR eins og mamma sagði um daginn; hún ætlaði að segja bæði "vespa" og "geitungur" og skellti þessu bara saman ! :)

Ég ætla að skrifa til Davíðs Odds og fá þessu framgengt
bless í bili




mánudagur, maí 24, 2004

6 DAGAR ..... 

úFF ! Ég nenni hvorki að hreyfa legg né sporð !! ( Eins og ég sagði stundum í Versló, en Guðrún Bj. var ekkert sérstaklega hrifin af ! )

Ég nenni ekki að pakka. Ég nenni ekki að pakka !
Hvað þá þegar veðrið er svona !?

Ég er líka búin að liggja úti á svölum síðan klukkan 1, bara að baða mig í sólinni og hafa áhyggjur af því að vera ekki byrjuð að pakka því sem ég ætlaði að pakka í dag.
Að vísu, þá erum við búin að komast yfir alveg ágætlega miklar pakkingar hingað til, og það sem eftir er ættum við að geta klárað í dag og á morgun.
Ég bara hreinlega nenni þessu ekki !
Og svo er Martin greyið að púla í skítavinnunni sinni, og ég bara nýt lífsins úti á svölum og geri ekki rass. Hvar er réttlætið í því,- gæti maður spurt sig !?

En ég er svona að spá í að fara að tygja mig inn. Ég er líka farin að sjá alveg óheyrilega og óþarflega mikið af geitungum og ógeðfelldum skordýrum. Það var meira að segja eitt dýr sem datt á mig. Ég lá bara þarna í notalegheitindum mínum, þegar ég fann svona létta snertingu á hendinni, og ég nottla stökk upp og Linda systir alveg; ,, þetta er bara fluga !!! " En fluga var það ekki ! Njahh- eða fluga, en samt ekki fluga. Hún var með hala og labbaði eins og bjalla, en flaug samt í burtu þegar hún nennti ekki að labba meira. Ojjj !

En jæja, það þýðir ekki að velta sér uppúr sjálfsvorkunn
fara að brjóta kassa
bíð ennþá eftir að heyra frá Gunnu og Halldóru sem voru á Britney tónleikum
en á meðan,
yfir og út....




sunnudagur, maí 23, 2004

7 DAGAR ..... 

Húsið fer óðum að tæmast !
Og ég fer óðum að verða kvíðnari! Er farin að taka reglulega svona stressköst, tók eitt í dag, þegar ég var að byrja að tæma fataskápinn minn; ég bara sat á rúminu og horfði inn í hann og byrjaði að grenja !!

Hvað er annars málið? Það er ekki eins og það sé verið að fara að flytja mig neðanjarðar í fangelsi, innpakkaða í plast og sniglaslím !
Ég er bara rétt að fara að skreppa yfir til Danmerkur. Og það er ekki eins og ég sé sú fyrsta og eina síðan sagan var skráð sem er að flytja frá Íslandi,- ég veit um alveg HELLING af krökkum ( félögum og kunningjum ) sem hafa gert annað og meira. Eins og t.d Gunna sem fór aaaalein til Ungverjalands. -> UNGVERJALANDS. Maja Mark býr ein í Bandaríkjunum og er alveg að fíla sig, og svo eru einhvern veginn ALLIR AÐRIR í Danmörku, eða á leiðinni þangað.
Ég skil bara ekki af hverju ég er svona agalega stressuð. :(
En þetta fer vonandi að lagast ( EÐA EKKI, ÞVÍ KVÍÐAKÖSTIN VIRÐAST VERÐA MAGNAÐARI OG MEIRI MEÐ HVERJUM DEGINUM ! )

---

Ég ætla samt opinberlega og fúslega að viðurkenna eitt í beinni; ég held ég eigi AÐEINS of mikið af fötum !!!!! ( Nota bene, þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun segja þetta ! )
Málið var það að ég mátti aðeins taka með mér 2 ferðatöskur út. Eina sem við komum til með að taka með okkur í flugvélina og svo aðra sem verður send með Eimskip eða Samskip eða einhverju álíka daginn eftir ( þ.e allt föt sem ég get notað í sumar )!
Restin átti svo að koma bara næsta haust ( með öllum húsgögnunum ), þ.e. einhvern tímann í ágúst þegar við erum búin að fá íbúðina afhenta.

Nema hvað að ég var búin að sætta mig svona nokkurn veginn við þetta skipulag!
Mestur tíminn í dag, fór samt í að færa fram og til baka, frá tösku yfir í tösku og úr kassa og yfir í tösku; ,, Bíddu nú við ! Eeef sú staða kæmi upp, þá myndi ég vilja hafa þennan bol í sumar ! " ,, Er þetta ekki meira sumarfatnaður en vetrar ? " ,, Ég verð að hafa allavegana úr 5 jökkum að velja, ef ég skildi hitta danska krónprinsinn ! " ,, En ef ég tek ekki þennan bol, þá vil ég taka þessar buxur ! " ,, Ef það koma svona köld sumarkvöld, þá verð ég að hafa nokkrar hlýjar hlýjar peysur til að velja úr !!!! "
HVAÐ ER MÁLIÐ ?
Í alvörunni, og ég er ekki að ýkja; þetta takmarkaða töskupláss var að fara með mig.

Svona til að gera langa sögu stutta ( eða allavegana ekki eins langa ) þá endaði þetta svo með því ( að sjálfsögðu ) að ég fékk leyfi hjá Martini til að fá þriðju töskuna með mér í sumar.
Þannig að allt í allt er ég hérna með 3 PAKKFULLAR ( frekar mikið stórar ) ferðatöskur ( af því sem á að mestu að vera sumarföt ) og svo 2 úttroðna kassa fulla af somewhat vetrarfötum, og ennþá er tonn af fötum í óhreinatauinu og þvottavélinni.

To sum up; þá tek ég með mér í flugvélinni 1 ferðatösku, fæ 2 sendar 2 dögum seinna og svo 2-3 kassa einhvern tímann í ágúst !!!!!!!!!
Og nú er ég bara að tala um fötin MÍN,... ég veit ekkert hvað verður um fötin hans Martins eða hvort það verður yfir höfuð eitthvað pláss fyrir þau í kössunum ( eða jafnvel íbúðinni !!! )

Guð veri með mér !

En jæja, maður verður víst að halda áfram
Adios






laugardagur, maí 22, 2004

8 DAGAR ..... 

Mér leiðist aftur í dag !

Ég er ein og yfirgefin, því Martin og vinir hans úr handboltanum eru að fara að horfa á fótboltaleik hérna í dag, og svo seinnipartinn fara þeir í brúðkaup til eins annars úr liðinu.

Til hamingju með það Gaui og Dröfn !

Var nú víst eitthvað búin að óska þeim samt til hamingju á HSÍ-hófinu, og ég veit að ég var voðalega einlæg með bjórlyktina alveg angandi og tyggjóklessu á kjólnum mínum !!!
Ég meinti það samt alveg frá dýpstu hjartarótum, og ég meina það jafnvel ennþá meira núna.

Úff ! Hvernig ætli þeim líði núna. Bara svona hinstu mínúturnar áður en þetta byrjar allt saman ? Ég held að ég geti aldrei gift mig. Ég á örugglega eftir vera lystarlaus í heila viku af stressi, fá niðurgang rétt áður en legg af stað í kirkjuna og svo mun líða yfir mig á kirkjugólfinu sjálfu vegna næringa- og vökvaskorts !
Díses !

Mér leiðist alveg óhemju mikið.
Mig langar soldið að fara að skemmta mér í kvöld. Mig er búið að langa til að dansa svo lengi núna, en það er spurningin hvernig þetta fer allt saman. Kannski maður nái að draga Sigrúnu og Guðrúnu með sér niðrí bæ. Ég veit samt ekki alveg, Sigrún er nefnilega búin að vera soldið slöpp uppá síðkastið !

En jæja, ætli ég reyni ekki að finna mér eitthvað að gera
og Guð blessi mig ef að það endar með því að ég horfi á þennan bölvaða fótboltaleik ( og þegar ég segi bölvaða, þá meina ég HELVÍTIS BÖLVAÐA ! )
(( fyrir þá sem ekki vita, þá hef ég ALDREI verið hrifin af fótbolta ! ))





föstudagur, maí 21, 2004

9 DAGAR ..... 

Mér leiðist !

Ég hef ekker að gera. Eða jú, ég hef svosum helling að gera, en ég bara fæ mig ekki til að standa á fætur og hreyfa mig. Ég er í eitthvað svo dull skapi. Mig langar að fara að sofa, en ég er ekki þreytt. Mig langar að fara að borða, en ég er ekki svöng. Mig langar að byrja að pakka niður fötunum sem ég þarf ekki að nota í sumar, en ég nenni ekki að brjóta saman kassa. Það er allt á móti mér :(

Svo var ég að fatta eitt, sem er alveg HRÆÐILEGT. Ég mun ekki sjá seinasta Friends-þáttinn :( Ég sé þennan í kvöld, sem er númer 15 af 17, og ég sé þann eftir viku sem er sá næstseinasti, en ég sé ekki þann allra seinasta.
Men, can anything go right in my life ?
Að vísu var herra Larsen búinn að panta á netinu einhverja svona Special edition af seinasta þættinum, svona behind the scenes og þannig,.. en það er ekki það sama. Og hver veit hvenær það verður sent til okkar !

Það var samt gaman á TROY í gær. Ég segi nú bara eins og Halldóra og Guðrún; hver vill ekki sjá Brad Pitt í stuttu leðurpilsi.
Veit samt ekki alveg með myndina sjálfa. Hún var flott gerð og allt það, og merkilegt að horfa á eitthvað sem að maður veit að hefur gerst í alvörunni - í fyrndinni, en samt..... ef það hefði verið einni fleiri bardagasena í þessari mynd, þá hefði ég í alvörunni kæft mig í poppkorninu.
OK OK, ég veit að það er ekki beint hægt að búast við rólegheitum, ég vissi það alveg að þetta var bardagamynd, en það eru nú samt takmörk fyrir öllu. ( Segi ég... ég finn aldrei mín takmörk í einu eða neinu ! Sorrí )

ÉG er að reyna að hlaða inn myndirnar frá HSÍ-hófinu, en þetta tekur alveg bölvans tíma, svo að ég býst ekki við að þetta verði komið fyrr en allavegana næsta haust !
Kannnski fyrir kvöldmat í kvöld. Kannski - lofa engu !

Ohhh, hvað á ég við mig að gera ?

Svo langar mig svo í kaffi, en ég á enga mjólk til að setja út í það. Og ég er ekki með bíl og nenni ekki fyrir fimmaur að labba upp í búð. Fór nefnilega út að hlaupa með Lindu siss og svo löbbuðum við í ljós og aftur heim, þannig að ég er búin með labbkvóta daxins. Ég nenni ekki einu sinni að labba upp til mömmu og pabba og fá mjólk hjá þeim.

Hvað er málið, gæti maður spurt sig ?

En jæja,... það þýðir ekki að hanga hér og blaðra við sjálfan sig
sé ykkur þegar þið komið þangað
( see you when you get there... )
bwwaaahahahaha ( það er gott að ég get skemmt sjálfri mér á ögurstundu ! )

hilsen





fimmtudagur, maí 20, 2004

10 DAGAR ..... 

Úff ! Sá sem ákvað að vínandi hafi skemmtileg áhrif á mann kvöldið sem hann er tekinn inn, en hræðileg áhrif daginn eftir á skilið að vera skotinn á færibandi !
Ég er nú samt alveg surprisingly hress í dag svona miðað við aldur og fyrri störf. Fór meira að segja á fætur klukkan 11.30 og búin að vera að taka til og svona.

Halldóra kom svo og kvaddi mig. Hún er nefnilega að fara til Ungverjalands á morgun, fara að hitta hana Gunnu og svona í leiðinni skella sér á BRITNEY SPEARS tónleika ! EKki leiðinlegt !
Ég hef nú aldrei verið Britney-fan. Fullt af lögum sem ég fíla vel og önnur sem ég fíla ekki ein vel, en ekkert lag sem mér finnst hræoilega vont. En alveg magnað að geta sagst hafa farið á Britney Spears tónleika ! Alveg magnað !
En s.s Halldóra kemur ekki heim fyrr en sunnudaginn 30. maí, sama dag og við fljúgum út, þannig að þetta var okkar hinsta stund saman,... svona alvegana næstu 2 árin.
Njahh, ég segi það kannski ekki alveg,... I'm gonna visit.

En við erum allavegana að fara að kíkja á TROY í kvöld,...þannig að það er bara spurningin að skella sér í að græja sig núna strax
horfa á friends í leiðinni
sjáumst





miðvikudagur, maí 19, 2004

11 DAGAR ..... 

Mér finnst að ég ætti að fá styrk frá Félagi íslenskra saumakvenna ! ( Félag íslenskra forritara neitaði mér !!! ) Kláraði tvenna kjóla í gær, takk fyrir kærlega.
Kjóllinn hennar Guðrúnar var nú ansi skrautlegur til að byrja með. Við vildum ekki taka neina sjénsa, svo að við sníddum hann alltof alltof stóran ! Svo í nokkrum skrefum, þá varð hann eins og hann átti að vera. Ég held að í lokin hafi Guðrún verið orðið nokkuð sátt við hann. Og svona til að setja punktinn yfir i-ið, þá fann ég borða sem mamma hafði keypt handa mér einu sinni í Virku, einn bleikan og hinn hvítan, og vi bundum þá undir brjóstin, svona eins og er svo mikið á kjólum núna ( og er búið að vera ) og það gerði alveg herslumuninn. En ég er líka að spá í að taka mynd af Guðrúnu í kjólnum sínum og setja hana hérna inná,... bara svona aaaaðeins til að monta mig.

Annars, þá er ég að fara að taka aðeins til í þessari kompu hérna. Það er svo ótrúlega fljótt að koma drasl hérna að það er ekki eðlilegt. Það tekur því eiginlega ekki að hafa hreint ! Síðan er ég að fara með Lindu siss í World Class og eftir það bara beint heim í sturtu og gera sig reddí fyrir þetta bölvans HSÍ-hóf !
Ég veit ekki af hverju ég sagði bölvans, það er ekkert bölvað við það, ég er bara komin með þetta orð á heilann ! :)

En jæja, ætli maður verði ekki að láta hendur standa framúr ermum
setja á góða tónlist
og setja í 5. gír
vííííhaaaa

bææææ




þriðjudagur, maí 18, 2004

12 DAGAR..... 

Jæja ! Er ekki mín bara komin í kjólinn sem hún er búin að vera að vesenast í að sauma síðan 6 í gærkvöldi. Fór s.s með mömmu í gærmorgun og keypti efni, frekar ódýr og góður kostur ef að maður kann að sauma, því það er til alveg ÓGEÐSLEGA MIKIÐ úrval. ( Ekki það samt að ég kunni að sauma, hef alltaf getað krafsað mig framúr þessu öllu saman, en gæðin eru nú ekkert sérstök !)
Allavegana, þá byrjaði ég s.s að sauma um kl. 18 í gær og tók mér hlé 22 og svo byrjaði ég aftur kannski svona 14 í dag og kláraði svona 18 ( með ágætum hléum inn á milli ).
Einhversstaðar þarna á milli fór ég með Guðrúnu og náði í miðann hennar á HSÍ-hófið og svo fórum við í leiðinni í Virku og keyptum efni í kjól handa henni. Þannig að það er bara sauma sauma sauma áfram í kvöld. Hún er að fara að koma til mín, þannig að þá er bara að skella sér í þetta.
Það er aldrei að vita nema maður taki mynd af kjólnum á morgun og setji hana hérna inn. Bara aaaaldrei að vita.

Annars er ég bara að fara að borða og halda áfram að sauma, þannig að ég ætla ekki að eyða of miklum tíma í að skrifa inn á þetta bölvans blogg, sem enginn les á annað borð !!! ( Nema mamma :)

Adios amigos
y hasta la vista
Ernos amos




sunnudagur, maí 16, 2004

14 DAGAR ..... 

Já já, ég veit ég hef ekki skrifað í þó nokkurn tíma, en það hefur bara margt gengið á og ég hef ekki haft tíma til þess;

Föstudagur; ég mætti í vinnuna klukkan 11, ekki alveg að nenna því og ekki alveg að gera mér grein fyrir því að þetta væri seinasti dagurinn minn. Ég hafði nefnilega vaknað klukkan 9, við mamma ætluðum að fara að kaupa efni í kjól til að vera í á HSÍ-hófinu, en þá kom soldið uppá og við vorum í tímaþröng, svo að við ákváðum að láta það bara bíða fram á mánudag. Þannig að ég var bara hérna í rólegheitum að klæða mig og gera mig reddí fyrir vinnuna, og ég hlustaði á LANE MOJE ( lagið frá Serbíu og Svartfjallalandi í Eurovision ) allavegana 6-7 sinnum frá klukkan 10-10:30. Þvílík Snilld !!!
En allavegana, ég mætti í vinnuna og vann eins og ég ætti lífið að leysa, þar til klukkan 16, en þá komu stelpurnar mér skemmtilega á óvart og gáfu mér stóra kveðjugjöf; risaflott blóm, sem ég veit ekki hvað heitir, eplasnafsflaska, ROLLUTASKA ( lítil taska sem er nákvæmlega eins og bangsi, með svona hönkum á ) ( og er by the way ekki rolla, heldur púðluhundur en lítur ALLLLVEG eins út og rolla ) og ofan í töskunni voru svo eyrnalokkar, armband og g-strengsbrækur ! Mjöööög flott. Þar að auki gaf Gunnhildur mér stóra tyggjókúlu og skopparabolta !!! :)
Síðan var unnið til lokunar, ég skellti mér heim og græjaði mig og svo var ferðinni haldið til Birnu, sem hélt lítið kveðjupartý handa mér. Við vorum nú ekki margar í glasi, aðeins 3 en það var hörkustuð. Við skelltum okkur niðrí bæ á FELIX og dönsuðum þar til klukkan 3, en þá var ég nær dauða en lífi vegna þreytu, ( aðallega í löppunum, því ég var svo þreytt eftir vinnuna, + það að ég var á hælum ) svo að ég skellti mér heim !!!

Laugadagur; Var hálfþreytt uppi í rúmi þar til klukkan um 2, en þá skellti ég mér í sturtu og fór svo með Martini að versla, því að ég átti von á Eurovision-stelpunum ( Guðrúnu, Örnu og Sjöfn Evu ). Guðrún og Arna komu um hálf 6 og Sjöfn kom svo rétt tæpum klukkutíma seinna. Við borðuðum kjúklinga-fajitas, og átum svo yfir 1 kg af nammi ( þ.e ég keypti 1 kg af nammi í nammilandi + bingókúlur, smartís, súkkulaðirúsínur og danska brjóstsykra ) og horfðum á þessa HRÆÐILEGU EUROVISION keppni.
Ekki það... ég er mjög fegin að Úkraína vann, Ruslana rúlar ! Lagið var geðveikt og öll umgjörðin líka, og ég er ÓÓÓGEÐSLEGA sátt við að Serbía hafi lent í 2. ( þetta voru,.. ótrúlegt en satt,.. mín 2 uppáhaldslög því lögin sem ég held með í Eurovision ná venjulegast ekki langt ) en þessi stigagjöf var bara hell. Ég hellti mér meira að segja upp á kaffi og drakk 1 og 1/2 bolla á meðan á henni stóð til að sofna ekki !!!!
Síðan eftir keppnina, þá fórum við að græja okkur hérna heima, það var GEÐÐÐÐVEIKT stuð og við vorum ansi skrautlegar, og svo fórum við niðrí bæ um klukkan 1 og ÞAÐ var GEÐVEIKI !!!!
Þetta var í alvöru eins og á þjóðhátíð eða 17. júní.... það var svo geeeersamlega TROÐIÐ að það var ekki fyndið. Það var röð fyrir utan HVERN EINASTA SKEMMTISTAÐ og laugavegurinn sjálfur var alveg uppfullur af fólki. Þetta var í alvöru GEÐVEIKI !!
Við byrjuðum á að fara á Hverfis... en þar var svo brjáluð röð að við hættum við og ákváðum að prófa að fara á Vegamót, því að Sjöfn gat reddað okkur inn, sem hún og gerði. Þar fannst mér vera troðið ( en var það víst ekki á venjulegum skala ) fyrir utan að ég er ekkert alltaf að fíla tónlistina þarna, þannig að við ákváðum að prófa að fara á FELIX. Þaf var líka brjáluð röð og við nenntum ekki að standa í því, prófuðum aftur að fara á Hverfis, þar var minni röð, en hún aftur á móti haggaðist ekki, svo að við Guðrún ákváðum að fara bara heim og Arna og Sjöfn fóru aftur á Vegamót !!!

Mér finnst að það ætti að setja svona skilyrði yfir hversu margir mega fara niðrí bæ. Kommon ! Þetta var bara gjörsamlega ömurlegt.
Þ.e.a.s kvöldið var mjög vel heppnað að öllu leiti nema það að mér fannst bærinn ekki þess virði að hanga í röð í 2 tíma, sem er leiðinlegt með tilliti til þess hversu miklu stuði ég var í, og mig langaði virkilega að dansa !!! En svona er lífið !

Núna sit ég bara hérna og er að mygla. Er að spá í að plata Martin í að koma með mér í bakaríið og kaupa okkur að borða. Ef það gengur ekki upp, þá eigum við ennþá kannski 1/2 kg eftir af nammi + snakk og ídýfur sem aldrei komust á borðið !

Adios
Erna




fimmtudagur, maí 13, 2004

17 DAGAR .... 

... og ég er að fara að vinna minn seinasta... allra allra seinasta vinnudag á morgun.
Leiiiiðinlegt, eins og maðurinn sagði ( og ég er búin að segja nokkrum sinnum út í gegnum þetta blogg )

Ég er nú orðin nokkuð spennt fyrir helginni. ( eins og ég er líka búin að segja nokkrum sinnum út í gegnum þetta blogg !!! ) Þetta verður alveg óheyrilega skemmtilegt.

Svo er ég að fara með mömmu á morgun að reyna að kaupa efni í kjól sem ég ætla að nota á HSÍ - hófinu. Það er s.s uppskeruhátíð handknattleikssambandsíslands og þá er sko mikið um bjórinn. Mér finnst nefnilega soldið gaman að sauma svona fínar flíkur, eins og ég hef gert soldið af í gegnum tíðina. Hef saumað alveg allavegana 3 á Guðrúnu, þaraf einn, þar sem að hún festist í og var eins og pulsa !!! Það var alveg magnað. Það var einmitt sá sami kjóll sem að hún var að máta og bað mig að renna upp og sagði svo við mig ( af því að kjóllinn var vel þröngur ); " EKKI RENNA Í MIG ! EKKI RENNA Í MIG ! " -,, Neiii neiii, " svaraði ég hneyksluð yfir því að hún héldi að ég væri einhver hálfviti..... og renndi svo í hana !!! BWAAHHAHAHAHA. Ég sver samt að það var aaaalveg óvart.
Svo saumaði ég líka einn kjól á Gunnu fyrir Nemó í Versló, og ég hef einnig saumað ófáa kjólana fyrir sjálfa mig. Gaman af þessu !
Ef einhvern vantar Gala-kjól þá bara hafiði samband,... ég er mjög sanngjörn í verði. Ég gæti kannski notað rauðan tvinna í hvítum kjól og saumað vitlausu megin,.. en kjóllinn stendur samt fyrir sínu !!!
Neiii, ég segi svona.. ég er ekki alveg svo slæm ! :)

En jæja, ég verð að fara að ganga frá þvotti
By the way,.. my boyfriend is sooooo cute and is so unbelievably nice to me. He is by far the best !!!! Thank you lambarassgatið mitt ! :*

AAAAAAAAAAríííííbabababababaaaaaaaaaaaa

p.s Brandari daxins er brandari sem Guðrún sagði einu sinni í skólanum; ,, Ætli stelpa sem heitir Barbara sé stundum köllið BABBA-RABBA-BAAAA ! "

aaaaaaaaaahahahahaha ! :)

p.p.s Sorrí Gunna, ég stal þessu " daxins " frá þér, því þú ert alltaf með quote daxins :)




miðvikudagur, maí 12, 2004

18 DAGAR.... 

Party on,... dude !

Fór að versla í morgun fyrir "vasapeninginn" minn sem að ég fékk frá Martini ( mmm bjór ! ) Keypti mér geðveikan turkish bol og ilmvatnið góða sem að mig er búið að dreyma um í fleiri fleiri daga ! Ég er sátt kona í dag !

Svo var verið að bjóða mér í kveðjupartý núna á föstudaginn, stelpurnar í vinnunni ætla að kveðja mig með stæl, þannig að það verður bara glatt á hjalla held ég um helgina. Aaaalla helgina.

Ég auglýsi hér með eftir að fá upprifjun á góða brandaranum sem ég sagði einhvern tímann í líffræðinni í Háskólanum. Það var eitthvað með -ari, en ég man ekki hvernig hann er nákvæmlega. það má samt taka fram að engum fannst hann fyndinn nema mér og Skapta hennar Gunnu ! :)
Gunna hvernig var hann aftur ???

Talandi um -ara,...... ef einhver heitir Brandur Ari... þá erum við að tala um BrandAra!!!!! Bwahahahahahahhaha

Farin að pissa
Erna




þriðjudagur, maí 11, 2004

Ég ætti eiginlega frekar að telja niður dagana í Eurovision frekar en að telja niður dagana í Danmerkur-flutningana, svo mikill er spenningurinn í mér. Það er alveg merkilegt ! Ég skil ekki af hverju ég hef svona gaman af þessu.
Ég held samt að það hafi eitthvað með það að gera að ég mun fá mér bjór. Já hreinskilni borgar sig, segir mamma mín alltaf ! Og ég skal alveg viðurkenna það hér og nú að ég hlakka alveg slatti mikið til að fá mér bjór og hitta gömlu vinkonurnar mínar, þær Örnu og Sjöfn Evu, og að sjálfsögðu hana Guddu bjé, sem ég er varla búin að sjá eftir að hún byrjaði í prófunum.
Ég er meira að segja búin að fá smá pening frá Martini ( alltaf þegar ég skrifa "Martini" þá huxa ég um "Martíní" ( drykkinn ) og þá langar mig í bjór og þá langar mig að djamma !!! ) af því að við fengum svo mikið orlof útborgað, þannig að á morgun mun ég fara og kaupa mér eitthvað flott til að vera í um helgina. Langar soldið mikið í eitthvað flott mini-gallapils, leðurjakka, hvíta sumarskó, turkish bol, augnskugga, ilmvatn, nokkra varaliti, eyrnalokka, armbönd úr Spútnik,......... en peningurinn sem ég fékk frá Martini ( mmmmm bjór ! :) coverar þetta örugglega ekki, þannig að ég verð að velja og hafna. Svona eins og í hagfræðinni ! Lögmál hagfræðinnar; framboð og eftirspurn - að velja og hafna !!!

Ég ætla samt að reyna eins og ég mögulega get að kaupa mér eins mikið af þessu og ég get. Verð bara að prútta við afgreiðslustelpurnar ! Veit bara ekki alveg hvernig ég á að fara að því, því að ég er síst þekkt fyrir að vera viðskiptamaður mikill. Get ekki einu sinni staðið í röð, eins og hún Sigrún Pálina kannast kannski við meira en nokkur annar !! :) Gaman að þessu !

Jæja, en ég verð víst að fara að taka til,
það er að koma einhver gaur úr vinnunni hans Martins við hérna á morgun að skoða íbúðina
see you when you get there
the big E




19 DAGAR..... 

Úff ! Ég fæ alltaf svona nettan fiðring í magann þegar ég skrifa dagafjöldann.

Var að koma heim frá lækninum, það var verið að taka af mér einn fæðingablett. Það kostaði næstum þvíin 5000 krónur og tók ekki meira en 5 mínútur. Fyrir utan það að viðtalstíminn hjá lækninum kostaði rétt tæpar 3000 krónur, og hann stóð í mesta lagi yfir í 3 mínútur. Þannig að það er s.s 1000 krónur á hverja mínútu sem að maður eyðir með lækninum. Hvað er að gerast ??? ÞETTA ER RÁN !

Annars langaði mig að koma því á framfæri fyrir hana Þóru KARÍTAS að ég á allavegana 30 pör af eyrnalokkum, fyrir utan það að ég á 3 staka eyrnalokka, en ég týndi hinum helmingnum af öllum þeim þremur á djamminu !!!
( Hún er nefnilega komin í keppni við mig, ætlar alltaf að eiga einu pari fleiri af eyrnalokkum en ég ! :)

En ætli maður verði ekki að fara að græja sig fyrir vinnufjandann,...
róóóleg... ekki nema 4 dagar eftir
aaaammmeenn,
Ernos




mánudagur, maí 10, 2004

LANGAÐI BARA AÐ TILKYNNA ÞAÐ OPINBERLEGA AÐ ÉG KOMST INN Í SKÓLANN Í ÅRHUS.

JEHHHÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ !!!!!!!!!!!!!!!!!




20 DAGAR..... 

JÆJA ! Nú eru innan við 3 vikur þar til að við flytjum föggur okkar til fyrirheitna landsins !

Ég sit hérna uppi hjá pabba og mömmu og blogga af því að ég byrja ekki að vinna fyrr en klukkan 1 og það er svo leiðinlegt að sitja einn niðri svona á morgnana og borða og lesa Moggann. Þannig að ég henti mér hingað upp, hellti upp á kaffi og fékk mér ristað brauð með blálaberjasultu. MMMM !
Við erum svo að fara í bankann klukkan 12 í dag og ganga frá þessu megaa-láni sem að við tókum fyrir þessi íbúðarkaup. Það verður nú spennandi að sjá hvernig við plummum okkur peningalega séð.
Ég er nú samt búin að vera alveg rosalega dugleg að spara hérna heima og ekki vera að eyða í neinn óþarfa,..... nema mig langi alveg ROOOOOSALEGA mikið í hann !!! :)

Úff, hvað það er samt erfitt að hemja sig, svona dax daglega. Mig langar svo ógeðslega mikið að fara í kringluna með debet-kortið mitt og strauja og strauja, og eyða bara í það sem mig langar að eyða í, án þess að þurfa að hringja í Martin og fá leyfi hjá honum og án þess að fá bölvað samviskubit ef ég geri það ekki !!!!

---

Ég get ekki beðið eftir næstu helgi. Svona í alvöru talað, ég geeeett ekkkki beðið !
Og það er ekki bara útaf Eurovision. Málið er nefnilega að það er allt að gerast þessa helgi. Fyrir utan það, þá eru allir ( eða langflestir ) að klára prófin á föstudaginn, þ.á.m Guðrún, og svo er ég nottla að yfirgefa bakaralífið þann sama dag !
Þannig að það verður nóg að halda uppá !

En jæja, þá er kaffið tilbúið
þarf að skella því í mig áður en ég fer í bankann
hilsen,
Erna




laugardagur, maí 08, 2004

22 DAGAR ..... 

Leiiiiðinlegt að ég skuli vera að vinna mína seinustu vinnuhelgi í bakaríinu. LEIÐINLEGT !!!

Þetta er allt saman að verðra raunverulegra og raunverulegra. Ég vinn út þessa vikuna, og eftir það er ekkert nema bara pakka pakka pakka, og svo flytja fljúga flytja fljúga !

---

Ég neita því ekki að það er kominn nettur Eurovision-fílingur í mig. Ég er eiginlega orðin mjög spennt.
Ég er samt ekkert sérstaklega hrifin af laginu. Ég viðurkenni það alveg að það venst við hverja hlustun og verður alltaf betra og betra, en það stenst ekki samanburð við NÍNU kellinguna !
Samt þetta bara að sitja saman og hafa gaman, fyllast af þjóðarstolti og borða góðan mat og skella í sig nokkrum köldum,... það er svona nettur fílíngur í því.

Guð minn góður. Ég er orðin eins og versta amma. Ég vaknaði í morgun klukkan 8. Þurfti ekki að fara á fætur fyrr en 9.15, en ég vaknaði s.s 8 og gat ekki sofið aftur.
Núna er klukkan 10.30, og ég er búin að vera geispandi síðan um 9. Merkilegt !

Þannig að ég held ég hendi mér bara í beddann
adios y buenas noches mi amigos
Ernos




fimmtudagur, maí 06, 2004

24 DAGAR.... 

Hafiði einhvern tímann pælt í því hvernig það er að hafa auka tá,... eða putta ?
Hvernig ætli það sé að hafa þriðju geirvörtuna ???
Hún Linda systir mín getur kannski komist að því og svarað þessari spurningu; JÁ HÚN LINDA SYSTIR MÍN ER MEÐ ÞRIÐJU GEIRVÖRTUNA !!!!

Þannig er nú mál með vexti að við fórum til læknis í dag til að láta athuga með fæðingabletti. Bara svona til öryggis. Ég var með einn sem ég var orðin nokkuð hrædd um, og örfáa aðra sem ég vildi sýna honum. Þessi eini sem ég var hræddust við var óreglulegur, en samt alveg hættulaus. En hann sagði mér að við skyldum taka hann til öryggist.
Linda sýndi honum 2 upphleypta fæðingabletti sem hún er með, og þeir reyndust líka vera alveg hættulausir. Svo sýndi hún honum einn sem var ekki upphleyptur en var soldið dökkur og þá kom í ljós að hann var líka óreglulegur eins og minn, og kannski vissara að taka hann líka.
Svo vorum við að fara að klára þetta, þá segir Linda; ,, já... svo er ég með einn hérna líka,.." og lyftir upp peysunni og sýnir honum á sér magann. Og læknirinn svaraði AF BRAGÐI; ,, NEIBB. Þetta er þriðja geirvartan !"
Linda greyið eeeeldroðnaði og hrópaði eins og henni einni sæmir; ,, Í ALVÖRUUUUUUUU ??????!!! "
Ég var að rembast við að skella ekki uppúr, og sem betur fer var ég í stórri og mikilli rúllukragapeysu, svo að ég dró mig bara inn í kragann eins og skjaldbaka og flissaði þar !!

En svona in real life og að öllu gamni slepptu, þá er þetta víst mjög algengt. Það kemur meira að segja oft fyrir að fólk er með raðir af auka geirvörtum niður magann.
Það fyndna við þetta er samt að þetta líkist bara akkúrat EKKI geirvörtu, nema kannski helst eftir að maður veit að þetta er auka geirvarta.
Þetta er bara eins og mjög ljós fæðingablettur,... pínu upphleyptur !

Bwahahha... Linda freak !
Hún er strax búin að fá tilboð frá Circus de la Bomba, sem gengur út á það að hún ferðast um heiminn og sýnir fólki geirvörturnar sínar 3. Hún er enn að huxa málið !!!

Sem minnir mig nottla baaaara á Friends og 3. geirvörtuna hans Chandlers.
Linda ! " What happens when you flick it ???? "

---

En jæja ! Nú er ég búin að gera nóg grín að þessu. ( segir maður; gera grín AF eða gera grín AÐ ? Ég get svariða, ég man ekkert lengur í íslensku )
Lítum á björtu hliðarna,.. það væri nú verra ef hún væri með þriðja eyrað eða augað !!!

Takk fyrir mig,
hilsen,
Erna




miðvikudagur, maí 05, 2004

25 DAGAR ..... 

Ég var að horfa á fyrstu 10 mínúturnar í leik Chelsea og Monaco. Sem er alveg hreint saga til næsta bæjar, því ég hef aldrei enst lengur í að horfa á fótbolta en svona kannski mesta lagi 1 mínútu.

Mér finnst þetta fáránleg íþrótt. Það er kannski eitt að spila hana, en allt annað að horfa á hana. Það gerist EKKI NEITT. Maður situr kannski í 90 mínútur ( fyrir utan tafir og leikhlé ) og sér ekki eitt einasta mark ! Ég meina hver nennir að eyða tíma í það. Í alvöru talað.
Svona eins og með formúluna,.. hvað er svona merkilegt við einhverja fáránlega ljóta bíla sem keyra hring eftir hring eftir hring ? Hver nennir að eyða tíma í að horfa á ÞAÐ.
Og karfa ! Þar er skorað svo mikið ( nema kannski í íslenskum kvennakörfubolta ) að það er yfir höfuð ekkert merkilegt ef að skoruð er karfa ! ! !

Það er naumast að ég er bitur út í íþróttirnar. Mér finnst bara svona fyndið að pæla í því hvernig áhugi manna er misjafn. Það sem mér finnst alveg algjörlega óskiljanlega leiðinlegt sport,... finnst öðrum skemmtilegra en allt annað !
Ég las það einu sinni að á alþjóðlegum heimslista yfir vinsælustu íþróttirnar, þá er hana-at ofar en handbolti !!!!!!! Er ekki allt í lagi !?!?!?!?!? Hvernig getur hana-at verið meiri íþrótt en handbolti? Það er enginn að hreyfa sig nema hænurnar ? Er þá ekki hundasund líka á þessum lista ? Eða froskastökk ? Þetta er nottla alveg algjörlega út í hött !

Þannig að ég vendi bara mínu kvæði í kross
og fer og raka á mér lappirnar !
Amen




þriðjudagur, maí 04, 2004

26 DAGAR..... 

Var að koma heim úr World Class, aftur ! Og er á leið í sturtu, aftur !
Já ! Þrátt fyrir algengan misskilning, þá þvæ ég mér !!!

Nei nei, ég segi svona.

Í vinnunni í dag fórum við Helena boss að tala um eldgamlan fárveikan milljónamæring sem að giftist 18 ára gamalli skrifstofudömu sinni. ( Hann vildi víst ekki að ríkið fengi allan peninginn hans þegar hann yrði fallinn frá ). Þá fór ég að rifja upp einhverja frétt sem ég heyrði einhvern tímann í útvarpinu, sem sagði frá einhverjum ævafornum, eldgömlum kalli sem var einmitt líka milljónamæringur. Og ekki bara það, hann var eiginlega meira trilljónamæringur frekar en hitt.
Allavegana, hann bjó einhversstaðar erlendis. Og þar sem að hann var að nálgast dauðann ( var sko langt genginn í 100 árin,... hvort hann var ekki bara 92 eða 93.. eitthvað svoleiðis !?) og hann sendir auglýsingu í the local paper; " Ég auglýsi eftir ungum stelpum sem vilja sofa hjá mér. Sú seinasta sem sefur hjá mér, áður en ég drepst erfir allan peninginn !!!!!!!!"

GÓÓÓÓÓÓÓÐÐÐÐÐURRRR !!!!! :)

Það fylgdi reyndar ekki fréttinni hvernig aðsóknin var, en ég geri fastlega ráð fyrir því að hann hafi haft nóg að gera við að svara stelpum. Sumir gera ALLT fyrir peninginn !

En myndi ég gera þetta ???
EKKI SPURNING !
Ef ég ætti minnsta möguleikann á að fá eina skrilljón, þó ekki væri nema eina milljón, þá myndi ég alveg sofa hjá 93 ára gömlum manni. Myndi bara preppa mig á réttan máta, og þegar ég segi preppa mig, þá meina ég að hella í mig !!!!

Gaman að þessu !
En jæja, ég verð víst að skella mér í sturtu,
Martin var svo búinn að lofa mér að ég mætti kaupa mér þetta langþráða ilmvatn þegar við fengjum útborgað, þannig að ég verð að vera tilbúin þegar hann kemur heim klukkan 17:00
see you when you get there,
Ernos




mánudagur, maí 03, 2004

27 DAGAR....... 

Puff ! Mér finnst ekki gaman þegar Gunna er að monta sig yfir góða veðrinu i Ungverjalandi !
Mér finnst ekki gaman þegar ég get ekki legið í sólbaði þegar mig langar það.
Hvað er málið með mig, svona í alvöru talað ?? Af hverju er ég svona rosalega sólarsjúk ??
Ég held ég þurfi að fara til sálfræðings eða miðils eða einhvers sem getur kafað inn í mín dýpstu hugarskot og lesið eitthvað úr þeim. Ég hlýt að vera með eitthvert sólargen. Samt alveg merkilegt að enginn annar í fjölskyldunni minni er svona sjúkur. Pabbi meira að segja þooolir ekki að vera í offff miklum hita.. meðan mér líður eins og drottningu !
Gaman að pæla í þessu ! Kannski ég geti beðið Guðrúnu soon to be nurse um að setja þetta upp í einhverja lífeðlisfræðiformúlu og reikna út líkurnar á því að barnið mitt/börnin mín fái þessa áráttu.
----

Ég var að koma heim úr World Class. Formið virðist ætla að koma aftur hægt og rólega.
Ég var að spá í þessum fitnes-gellum sem eru þarna alltaf ( einhverjar þeirra eru einkaþjálfarar ), hvernig ætli það sé að vera svona ógeðslega flott vaxinn ? Bara vera alveg fullkomlega sáttur við líkamann sinn ? Það hlýtur að vera alveg mergjað. Ef ég væri svona vaxin þá myndi ég ganga nakin alla daga, leika mér að því að sperra rassvöðvana þegar ég stæði í röð í Hagkaup, flexa upphandleggina þegar ég væri að teygja mig í skyrdollur ( það er víst það eina sem þau/þær lifa á ) og missa peninginn í gólfið til að geta tekið nokkrar hnébeygjur þegar ég teygði mig eftir honum.
-
Í alvöru talað, þá hlýtur að vera rosalega gaman að lifa þannig. Þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort að það pressist út spik þegar maður er í þessum bol, eða hvort að maður eigi frekar að fara í þessum buxum heldur en hinum vegna þess að rassasspikið er minna áberandi í þeim !

Juuu, ég verð eiginlega bara hálf-þunglynd af að huxa um þetta
Fjandinn !

Jæja, ég er farin í sturtu og svo ætla ég upp í bakarí að kaupa mér speltbrauð
eða eins og einhverjir myndu kalla það; sprell-brauð
eða jafnvel spælt-brauð !

bwahahhah
hilsen
Erna





sunnudagur, maí 02, 2004

28 DAGAR.... 

Ég var að koma heim. Tók að mér 1/2 aukavakt. Ohh, ég er svo góðhjarta !
Ég sá að vísu strax eftir því í morgun þegar ég vaknaði. Ekki það að ég hafi haft eitthvað annað betra að gera, ég bara hreinlega nennti því ekki. Er nefnilega komin með bölvað ÓGEÐ á þessari vinnu og vinnustað og 4 klst eru stundum eins og heil eilífð að líða.
Var samt Guðs lifandi fegin að hún Gunnhildur var að vinna með mér !

En ég er ánægð núna. Gott að fá smááá aukapening. Veitir ekki af, segi ég nú bara.

Það er líka skemmtilegt frá því að segja, að íbúðin okkar í Århus liggur alveg við "Strik" Århusa, þ.e.a.s AÐAL verslunargötu bæjarins, þannig að það er spurningin um að vera bara nokkuð spar á því í sumar, ekki eyða mikið í óþarfa og eins líííítið og ég get í fatakaup, til að geta tekið almennilegt flipp rétt áður en skólinn byrjar. Now, doesn´t THAT sound like a plan ???

Ég segi þetta núna, - en Guð veri með mér þegar allar útsölurnar byrja og nýju sumarfötin fara að koma !!!
---
Svo þurfum við að fara að selja bílinn okkar. Ef að það er EINHVER sem vill kaupa DÝÝÝRINDIS Saab á góðu verði, þá erum við hér !?!

En ég er allavegana farin að pissa
er alveg í spreng og iða eins og smákrakki,
kærlig hilsen,
Erna





laugardagur, maí 01, 2004

29 DAGAR TIL BROTTFARAR..... 

Gleðilegan verkalýðsdag !!!
Ég vildi óska að það væru svona verkalýðsdagsgjafir. Mig langar nefnilega soldið mikið í ilmvatn og gervineglur. Ef einhver býður sig fram.... þá er til. Alltaf til í gjafir !!!!!

Ohhh ! Ég var að koma heim úr World Class og ég er alveg DAUÐþreytt ! Það er alveg stóóóórmerkilegt hvað maður er fljótur að detta niður í formi. Áður en ég fékk flensuna, þá fór ég létt með að hlaupa 5-6 km. OK, ég segi kannski ekki létt, ég var auðvitað þreytt, en ég var ekkert uppgefin.
Núna, þá er ég í alvörunni orðin þreytt eftir 2 km, komin með hlaupasting eftir 1,5. Þetta er svindl. Maður eyðir geðveikum tíma í að byggja sig upp, fær eina skitna flensu og liggur í rúminu í svona 5 daga, ... og þá þarf maður að byrja upp á nýtt !!! Ohh, ég er reið ! :(

Annars er það að frétta að ég er að fara að passa litlu snúllurnar mínar í kvöld. Það verður vonandi gaman. Þangað til ætlum við Martin að reyna að taka til í húsinu aðeins. Það er orðið ansi skítugt hérna inni. Svo var mamma að koma með enn einn pokann fyrir mig að sortera, einhver gömul bréf og kort og svoleiðis. Það er alveg merkilegt hvað maður getur sankað að sér miklu drasli í gegnum lífið. Eitthvað fáránlegt piece of crap sem má ALLS EKKI HENDA, því að maður HEEELDUR að maður gæti haft gaman af eftir 20 ár, eins og t.d einhverjar kassakvittanir, bíómiðar, plastpokar og úrklippur.
Hvað er málið ???
Það fáránlega er samt það að ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þetta er mikið drasl og að þetta á ekki eftir að hafa nein tilfinningaleg gildi eftir 20 ár, vegna þess að blekið af kassakvittununum er orðið afmáð og úrklippurnar gráar og illa lyktandi... þá SAMT get ég ekki fengið mig til að henda þessu.
Hvað er málið, segi ég ???

Jæja, ég er allavegana farin að henda mér í sturtu
hasta luego, mi amigos
The big E





This page is powered by Blogger. Isn't yours?