mánudagur, maí 10, 2004

20 DAGAR..... 

JÆJA ! Nú eru innan við 3 vikur þar til að við flytjum föggur okkar til fyrirheitna landsins !

Ég sit hérna uppi hjá pabba og mömmu og blogga af því að ég byrja ekki að vinna fyrr en klukkan 1 og það er svo leiðinlegt að sitja einn niðri svona á morgnana og borða og lesa Moggann. Þannig að ég henti mér hingað upp, hellti upp á kaffi og fékk mér ristað brauð með blálaberjasultu. MMMM !
Við erum svo að fara í bankann klukkan 12 í dag og ganga frá þessu megaa-láni sem að við tókum fyrir þessi íbúðarkaup. Það verður nú spennandi að sjá hvernig við plummum okkur peningalega séð.
Ég er nú samt búin að vera alveg rosalega dugleg að spara hérna heima og ekki vera að eyða í neinn óþarfa,..... nema mig langi alveg ROOOOOSALEGA mikið í hann !!! :)

Úff, hvað það er samt erfitt að hemja sig, svona dax daglega. Mig langar svo ógeðslega mikið að fara í kringluna með debet-kortið mitt og strauja og strauja, og eyða bara í það sem mig langar að eyða í, án þess að þurfa að hringja í Martin og fá leyfi hjá honum og án þess að fá bölvað samviskubit ef ég geri það ekki !!!!

---

Ég get ekki beðið eftir næstu helgi. Svona í alvöru talað, ég geeeett ekkkki beðið !
Og það er ekki bara útaf Eurovision. Málið er nefnilega að það er allt að gerast þessa helgi. Fyrir utan það, þá eru allir ( eða langflestir ) að klára prófin á föstudaginn, þ.á.m Guðrún, og svo er ég nottla að yfirgefa bakaralífið þann sama dag !
Þannig að það verður nóg að halda uppá !

En jæja, þá er kaffið tilbúið
þarf að skella því í mig áður en ég fer í bankann
hilsen,
Erna




This page is powered by Blogger. Isn't yours?