sunnudagur, maí 16, 2004

14 DAGAR ..... 

Já já, ég veit ég hef ekki skrifað í þó nokkurn tíma, en það hefur bara margt gengið á og ég hef ekki haft tíma til þess;

Föstudagur; ég mætti í vinnuna klukkan 11, ekki alveg að nenna því og ekki alveg að gera mér grein fyrir því að þetta væri seinasti dagurinn minn. Ég hafði nefnilega vaknað klukkan 9, við mamma ætluðum að fara að kaupa efni í kjól til að vera í á HSÍ-hófinu, en þá kom soldið uppá og við vorum í tímaþröng, svo að við ákváðum að láta það bara bíða fram á mánudag. Þannig að ég var bara hérna í rólegheitum að klæða mig og gera mig reddí fyrir vinnuna, og ég hlustaði á LANE MOJE ( lagið frá Serbíu og Svartfjallalandi í Eurovision ) allavegana 6-7 sinnum frá klukkan 10-10:30. Þvílík Snilld !!!
En allavegana, ég mætti í vinnuna og vann eins og ég ætti lífið að leysa, þar til klukkan 16, en þá komu stelpurnar mér skemmtilega á óvart og gáfu mér stóra kveðjugjöf; risaflott blóm, sem ég veit ekki hvað heitir, eplasnafsflaska, ROLLUTASKA ( lítil taska sem er nákvæmlega eins og bangsi, með svona hönkum á ) ( og er by the way ekki rolla, heldur púðluhundur en lítur ALLLLVEG eins út og rolla ) og ofan í töskunni voru svo eyrnalokkar, armband og g-strengsbrækur ! Mjöööög flott. Þar að auki gaf Gunnhildur mér stóra tyggjókúlu og skopparabolta !!! :)
Síðan var unnið til lokunar, ég skellti mér heim og græjaði mig og svo var ferðinni haldið til Birnu, sem hélt lítið kveðjupartý handa mér. Við vorum nú ekki margar í glasi, aðeins 3 en það var hörkustuð. Við skelltum okkur niðrí bæ á FELIX og dönsuðum þar til klukkan 3, en þá var ég nær dauða en lífi vegna þreytu, ( aðallega í löppunum, því ég var svo þreytt eftir vinnuna, + það að ég var á hælum ) svo að ég skellti mér heim !!!

Laugadagur; Var hálfþreytt uppi í rúmi þar til klukkan um 2, en þá skellti ég mér í sturtu og fór svo með Martini að versla, því að ég átti von á Eurovision-stelpunum ( Guðrúnu, Örnu og Sjöfn Evu ). Guðrún og Arna komu um hálf 6 og Sjöfn kom svo rétt tæpum klukkutíma seinna. Við borðuðum kjúklinga-fajitas, og átum svo yfir 1 kg af nammi ( þ.e ég keypti 1 kg af nammi í nammilandi + bingókúlur, smartís, súkkulaðirúsínur og danska brjóstsykra ) og horfðum á þessa HRÆÐILEGU EUROVISION keppni.
Ekki það... ég er mjög fegin að Úkraína vann, Ruslana rúlar ! Lagið var geðveikt og öll umgjörðin líka, og ég er ÓÓÓGEÐSLEGA sátt við að Serbía hafi lent í 2. ( þetta voru,.. ótrúlegt en satt,.. mín 2 uppáhaldslög því lögin sem ég held með í Eurovision ná venjulegast ekki langt ) en þessi stigagjöf var bara hell. Ég hellti mér meira að segja upp á kaffi og drakk 1 og 1/2 bolla á meðan á henni stóð til að sofna ekki !!!!
Síðan eftir keppnina, þá fórum við að græja okkur hérna heima, það var GEÐÐÐÐVEIKT stuð og við vorum ansi skrautlegar, og svo fórum við niðrí bæ um klukkan 1 og ÞAÐ var GEÐVEIKI !!!!
Þetta var í alvöru eins og á þjóðhátíð eða 17. júní.... það var svo geeeersamlega TROÐIÐ að það var ekki fyndið. Það var röð fyrir utan HVERN EINASTA SKEMMTISTAÐ og laugavegurinn sjálfur var alveg uppfullur af fólki. Þetta var í alvöru GEÐVEIKI !!
Við byrjuðum á að fara á Hverfis... en þar var svo brjáluð röð að við hættum við og ákváðum að prófa að fara á Vegamót, því að Sjöfn gat reddað okkur inn, sem hún og gerði. Þar fannst mér vera troðið ( en var það víst ekki á venjulegum skala ) fyrir utan að ég er ekkert alltaf að fíla tónlistina þarna, þannig að við ákváðum að prófa að fara á FELIX. Þaf var líka brjáluð röð og við nenntum ekki að standa í því, prófuðum aftur að fara á Hverfis, þar var minni röð, en hún aftur á móti haggaðist ekki, svo að við Guðrún ákváðum að fara bara heim og Arna og Sjöfn fóru aftur á Vegamót !!!

Mér finnst að það ætti að setja svona skilyrði yfir hversu margir mega fara niðrí bæ. Kommon ! Þetta var bara gjörsamlega ömurlegt.
Þ.e.a.s kvöldið var mjög vel heppnað að öllu leiti nema það að mér fannst bærinn ekki þess virði að hanga í röð í 2 tíma, sem er leiðinlegt með tilliti til þess hversu miklu stuði ég var í, og mig langaði virkilega að dansa !!! En svona er lífið !

Núna sit ég bara hérna og er að mygla. Er að spá í að plata Martin í að koma með mér í bakaríið og kaupa okkur að borða. Ef það gengur ekki upp, þá eigum við ennþá kannski 1/2 kg eftir af nammi + snakk og ídýfur sem aldrei komust á borðið !

Adios
Erna




This page is powered by Blogger. Isn't yours?