fimmtudagur, maí 27, 2004

3 DAGAR ..... 

MMMM !
Lyktin í húsinu er unaðsleg. Hún móðir mín sæl hefur boðist til að elda handa okkur Martini extra góðan mat þessa vikuna. ( hún býr sko alltaf til góðan mat, en núna er hann EXTRA góður ); Við fengum grillmat á sunnudag, læri á mánudag, kjúklingarétt á þriðjudag. Hún bjó til uppáhaldskökuna hans Martins á mánudeginum líka og í dag er hún búin að búa til skúffuköku handa mér ( eða ekki handa mér, en að minni ósk ) + yyyyyyndislega gott rúllutertubrauð með aspasi og kaldan "Halldóru-brauðrétt". ( Það er gert fyrir mig líka því þetta er bara eitt það allra besta sem ég fæ )
Svo á morgun verður aftur grill; svínalundir !!!
Jáááá, það er sko gott að eiga góða mömmu.

---

Í morgun vaknaði ég klukkan 8 - við suðið í geitung í herberginu mínu. Ég gjörsamlega flippaði, stökk upp úr rúminu og hljóp upp til mömmu á brókinni og sagði henni að ég ætlaði að " klára að sofa í rúminu hennar." Pabbi var nefnilega farinn í vinnuna og hans helmingur í rúminu því laus. Svo vaknaði ég klukkan rúmlega 11 og sá varla handa minna og fóta skil, þar sem að gleraugun mín voru ennþá í gluggakistunni niðri hjá mér ( og fyrir þá sem ekki vita, þá er ég svona gott sem blind ef ég er hvorki með þau né linsurnar mínar ). Þannig að ég manaði mömmu í að fara niður og ná í þau - ekki ætlaði ég meðan geitungurinn var ennþá á sveimi ! Hún var nú ekki alveg að taka vel í það, fyrr en eftir nokkurt suð ( geitungasuð ! ) þá trítlaði hún niður, og kom svo upp eins og ekkert væri auðveldara en að berjast við geitung ! Að vísu þurfti hún ekkert að berjast við hann, hann var ekki í íbúðinni, sagði hún. Að minnsta kosti sá hún hann ekki.

Nú, þegar kominn var tími til fyrir mig að fara niður, klæða mig og svona, þá þorði ég nottla ekki að fara ein, þannig að aftur dró ég mömmu með mér. Hún labbaði um íbúðina ( þvílíkur ofurhugi ) kíkti í alla glugga og hristi gardínurnar, en aldrei kom neinn geitungur. Hún hvissaði meira að segja, svona eins og hún væri að kalla á kött en ekkert gerðist - og ef geitungur svarar ekki hvissi, þá er nú eitthvað mikið að !!!!!

Og geitungurinn hefur ekkert látið á sér kræla í allan dag og ég bara hreinlega skil þetta ekki. Ég heyrði svo greinilega í honum í morgun eins og hann væri að sveima fyrir ofan mig, og seinna í dag þegar ég stóð þarna niðri, alveg graaaaafkjurr þá heyrði ég alveg roooosalega veikt suð svona koma og fara ( það var ekki í ísskápnum ) en ekkert ! Keines ! Nothing !
Þannig að ég er nú búin að vera svona nett paranoid í allan dag, stoppa alltaf svona annað slagið og lít í kringum mig. Svo fór ég að þrífa alla eldhússkápana og beið eftir því að hann kæmi fljúgandi út á móti mér þegar ég opnaði einhverja skúffu !

Ég held ég þurfi að fara til dávalds og láta hann losa mig við þessa hræðslu. Eða PARANOJU öllu heldur !

---

Jámms, ég komst svo að því í dag að þessar myndir sem ég er búin að vera að setja efst á síðuna mína, hafa hreinlega ekki sést í neinni annarri tölvu en minni. Fattaði það allt í einu þegar ég kom hérna upp til pabba og mömmu ( þar sem ég sit einmitt núna ) og kíkti á síðuna, það voru bara risakassar með krossi í, í staðinn fyrir mynd.
En þar sem að ég er aaaaaaaaaaalgjör ofur-forritari og með sjálfshjálparhvöt mikla, þá bara reddaði ég þessu. Þurfti að vísu að prófa mig soldið áfram, en það gekk á endanum.

Hmmmm, að ganga á endanum ... !?!? Gerum við það ekki öll. Við göngum uppi á öðrum endanum.... BWAHAHAHAHH ! :)

Jæja, ég verð að fara að skella í mig þessum dýrindis-kræsingum a´la mama
adios




This page is powered by Blogger. Isn't yours?