miðvikudagur, maí 05, 2004

25 DAGAR ..... 

Ég var að horfa á fyrstu 10 mínúturnar í leik Chelsea og Monaco. Sem er alveg hreint saga til næsta bæjar, því ég hef aldrei enst lengur í að horfa á fótbolta en svona kannski mesta lagi 1 mínútu.

Mér finnst þetta fáránleg íþrótt. Það er kannski eitt að spila hana, en allt annað að horfa á hana. Það gerist EKKI NEITT. Maður situr kannski í 90 mínútur ( fyrir utan tafir og leikhlé ) og sér ekki eitt einasta mark ! Ég meina hver nennir að eyða tíma í það. Í alvöru talað.
Svona eins og með formúluna,.. hvað er svona merkilegt við einhverja fáránlega ljóta bíla sem keyra hring eftir hring eftir hring ? Hver nennir að eyða tíma í að horfa á ÞAÐ.
Og karfa ! Þar er skorað svo mikið ( nema kannski í íslenskum kvennakörfubolta ) að það er yfir höfuð ekkert merkilegt ef að skoruð er karfa ! ! !

Það er naumast að ég er bitur út í íþróttirnar. Mér finnst bara svona fyndið að pæla í því hvernig áhugi manna er misjafn. Það sem mér finnst alveg algjörlega óskiljanlega leiðinlegt sport,... finnst öðrum skemmtilegra en allt annað !
Ég las það einu sinni að á alþjóðlegum heimslista yfir vinsælustu íþróttirnar, þá er hana-at ofar en handbolti !!!!!!! Er ekki allt í lagi !?!?!?!?!? Hvernig getur hana-at verið meiri íþrótt en handbolti? Það er enginn að hreyfa sig nema hænurnar ? Er þá ekki hundasund líka á þessum lista ? Eða froskastökk ? Þetta er nottla alveg algjörlega út í hött !

Þannig að ég vendi bara mínu kvæði í kross
og fer og raka á mér lappirnar !
Amen




This page is powered by Blogger. Isn't yours?