miðvikudagur, maí 26, 2004

4 DAGAR ..... 

Jæja !
Þá er maður loxins farinn að finna fyrir blendinni tilfinningu. Nú er ég ekki bara hrædd - ég er orðin bæði hrædd og spennt !
Við erum búin að pakka öllu niður og aðeins byrjuð að þrífa. Annars eru framundan bara alveg óteljandi kveðjustundir, - það er svona þegar maður er þetta líka agalega vinsæll og á svona fjandi marga vini !!!!!
Í dag fór ég til ömmu minnar í Kópavogi og kvaddi hana, litlu dúlluna !
Núna rétt á eftir er ég að fara að hitta Sigrúnu, eina af langbestu vinkonum mínum; við vorum saman í Verzló og í handbolta. Hún er algjört æði og gæðakjöt ! Við ætlum að skreppa einhvert að fá okkur að borða og svo bara hafa það náðugt. Það verður s kográtur og gnístan tanna við þá kveðjustund !

Annars er þetta orðið soldið sorglegt líka. Mér finnst ég reyndar eiginlega bara vera að fara í sumarfrí, því að mamma er búin að vera að berja því í hausinn á mér í hvert sinn sem ég hef verið að fá efasemdir, að líta bara á þetta sem eitt slíkt! En þegar ég horfi yfir þessa tómu íbúð, þá fær ég svona nettan sting fyrir brjóstið. Og það er svo ógeðslega stutt síðan að við tókum upp úr kössunum hérna ! Samt - 2 ÁR !!!!!
ÚFF ! 2 ár af engu nema ljúfum minningum :(

Það væri samt tíbískt ég að gera svona eins og í bíómyndunum; hætta við á seinustu stundum, bara rétt áður en ég geng inn í flugvélina og hlaupa svo ganginn til baka hágrenjandi og rétt ná pabba og mömmu þar sem þau eru að fara að keyra til baka !

Mikið hryllilega er ég orðin eitthvað gömul !?! Í alvöru. Bara farin að taka bankalán og námslán, búin að kaupa íbúð... í útlöndum, búin að eiga og selja bíl, fyrsta barnið á leiðinni !

Neeiiiiii, bara grínast með þetta seinasta ! Brá ykkur ??? :)

En jæja, ætli ég verði ekki að fara að gera mig reddí fyrir hana Sigrúnu fínu
kveðjur að sunnan




This page is powered by Blogger. Isn't yours?