miðvikudagur, maí 19, 2004

11 DAGAR ..... 

Mér finnst að ég ætti að fá styrk frá Félagi íslenskra saumakvenna ! ( Félag íslenskra forritara neitaði mér !!! ) Kláraði tvenna kjóla í gær, takk fyrir kærlega.
Kjóllinn hennar Guðrúnar var nú ansi skrautlegur til að byrja með. Við vildum ekki taka neina sjénsa, svo að við sníddum hann alltof alltof stóran ! Svo í nokkrum skrefum, þá varð hann eins og hann átti að vera. Ég held að í lokin hafi Guðrún verið orðið nokkuð sátt við hann. Og svona til að setja punktinn yfir i-ið, þá fann ég borða sem mamma hafði keypt handa mér einu sinni í Virku, einn bleikan og hinn hvítan, og vi bundum þá undir brjóstin, svona eins og er svo mikið á kjólum núna ( og er búið að vera ) og það gerði alveg herslumuninn. En ég er líka að spá í að taka mynd af Guðrúnu í kjólnum sínum og setja hana hérna inná,... bara svona aaaaðeins til að monta mig.

Annars, þá er ég að fara að taka aðeins til í þessari kompu hérna. Það er svo ótrúlega fljótt að koma drasl hérna að það er ekki eðlilegt. Það tekur því eiginlega ekki að hafa hreint ! Síðan er ég að fara með Lindu siss í World Class og eftir það bara beint heim í sturtu og gera sig reddí fyrir þetta bölvans HSÍ-hóf !
Ég veit ekki af hverju ég sagði bölvans, það er ekkert bölvað við það, ég er bara komin með þetta orð á heilann ! :)

En jæja, ætli maður verði ekki að láta hendur standa framúr ermum
setja á góða tónlist
og setja í 5. gír
vííííhaaaa

bææææ




This page is powered by Blogger. Isn't yours?