LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
sunnudagur, maí 23, 2004
7 DAGAR .....
Húsið fer óðum að tæmast !
Og ég fer óðum að verða kvíðnari! Er farin að taka reglulega svona stressköst, tók eitt í dag, þegar ég var að byrja að tæma fataskápinn minn; ég bara sat á rúminu og horfði inn í hann og byrjaði að grenja !!
Hvað er annars málið? Það er ekki eins og það sé verið að fara að flytja mig neðanjarðar í fangelsi, innpakkaða í plast og sniglaslím !
Ég er bara rétt að fara að skreppa yfir til Danmerkur. Og það er ekki eins og ég sé sú fyrsta og eina síðan sagan var skráð sem er að flytja frá Íslandi,- ég veit um alveg HELLING af krökkum ( félögum og kunningjum ) sem hafa gert annað og meira. Eins og t.d Gunna sem fór aaaalein til Ungverjalands. -> UNGVERJALANDS. Maja Mark býr ein í Bandaríkjunum og er alveg að fíla sig, og svo eru einhvern veginn ALLIR AÐRIR í Danmörku, eða á leiðinni þangað.
Ég skil bara ekki af hverju ég er svona agalega stressuð. :(
En þetta fer vonandi að lagast ( EÐA EKKI, ÞVÍ KVÍÐAKÖSTIN VIRÐAST VERÐA MAGNAÐARI OG MEIRI MEÐ HVERJUM DEGINUM ! )
---
Ég ætla samt opinberlega og fúslega að viðurkenna eitt í beinni; ég held ég eigi AÐEINS of mikið af fötum !!!!! ( Nota bene, þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun segja þetta ! )
Málið var það að ég mátti aðeins taka með mér 2 ferðatöskur út. Eina sem við komum til með að taka með okkur í flugvélina og svo aðra sem verður send með Eimskip eða Samskip eða einhverju álíka daginn eftir ( þ.e allt föt sem ég get notað í sumar )!
Restin átti svo að koma bara næsta haust ( með öllum húsgögnunum ), þ.e. einhvern tímann í ágúst þegar við erum búin að fá íbúðina afhenta.
Nema hvað að ég var búin að sætta mig svona nokkurn veginn við þetta skipulag!
Mestur tíminn í dag, fór samt í að færa fram og til baka, frá tösku yfir í tösku og úr kassa og yfir í tösku; ,, Bíddu nú við ! Eeef sú staða kæmi upp, þá myndi ég vilja hafa þennan bol í sumar ! " ,, Er þetta ekki meira sumarfatnaður en vetrar ? " ,, Ég verð að hafa allavegana úr 5 jökkum að velja, ef ég skildi hitta danska krónprinsinn ! " ,, En ef ég tek ekki þennan bol, þá vil ég taka þessar buxur ! " ,, Ef það koma svona köld sumarkvöld, þá verð ég að hafa nokkrar hlýjar hlýjar peysur til að velja úr !!!! "
HVAÐ ER MÁLIÐ ?
Í alvörunni, og ég er ekki að ýkja; þetta takmarkaða töskupláss var að fara með mig.
Svona til að gera langa sögu stutta ( eða allavegana ekki eins langa ) þá endaði þetta svo með því ( að sjálfsögðu ) að ég fékk leyfi hjá Martini til að fá þriðju töskuna með mér í sumar.
Þannig að allt í allt er ég hérna með 3 PAKKFULLAR ( frekar mikið stórar ) ferðatöskur ( af því sem á að mestu að vera sumarföt ) og svo 2 úttroðna kassa fulla af somewhat vetrarfötum, og ennþá er tonn af fötum í óhreinatauinu og þvottavélinni.
To sum up; þá tek ég með mér í flugvélinni 1 ferðatösku, fæ 2 sendar 2 dögum seinna og svo 2-3 kassa einhvern tímann í ágúst !!!!!!!!!
Og nú er ég bara að tala um fötin MÍN,... ég veit ekkert hvað verður um fötin hans Martins eða hvort það verður yfir höfuð eitthvað pláss fyrir þau í kössunum ( eða jafnvel íbúðinni !!! )
Guð veri með mér !
En jæja, maður verður víst að halda áfram
Adios
Og ég fer óðum að verða kvíðnari! Er farin að taka reglulega svona stressköst, tók eitt í dag, þegar ég var að byrja að tæma fataskápinn minn; ég bara sat á rúminu og horfði inn í hann og byrjaði að grenja !!
Hvað er annars málið? Það er ekki eins og það sé verið að fara að flytja mig neðanjarðar í fangelsi, innpakkaða í plast og sniglaslím !
Ég er bara rétt að fara að skreppa yfir til Danmerkur. Og það er ekki eins og ég sé sú fyrsta og eina síðan sagan var skráð sem er að flytja frá Íslandi,- ég veit um alveg HELLING af krökkum ( félögum og kunningjum ) sem hafa gert annað og meira. Eins og t.d Gunna sem fór aaaalein til Ungverjalands. -> UNGVERJALANDS. Maja Mark býr ein í Bandaríkjunum og er alveg að fíla sig, og svo eru einhvern veginn ALLIR AÐRIR í Danmörku, eða á leiðinni þangað.
Ég skil bara ekki af hverju ég er svona agalega stressuð. :(
En þetta fer vonandi að lagast ( EÐA EKKI, ÞVÍ KVÍÐAKÖSTIN VIRÐAST VERÐA MAGNAÐARI OG MEIRI MEÐ HVERJUM DEGINUM ! )
---
Ég ætla samt opinberlega og fúslega að viðurkenna eitt í beinni; ég held ég eigi AÐEINS of mikið af fötum !!!!! ( Nota bene, þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun segja þetta ! )
Málið var það að ég mátti aðeins taka með mér 2 ferðatöskur út. Eina sem við komum til með að taka með okkur í flugvélina og svo aðra sem verður send með Eimskip eða Samskip eða einhverju álíka daginn eftir ( þ.e allt föt sem ég get notað í sumar )!
Restin átti svo að koma bara næsta haust ( með öllum húsgögnunum ), þ.e. einhvern tímann í ágúst þegar við erum búin að fá íbúðina afhenta.
Nema hvað að ég var búin að sætta mig svona nokkurn veginn við þetta skipulag!
Mestur tíminn í dag, fór samt í að færa fram og til baka, frá tösku yfir í tösku og úr kassa og yfir í tösku; ,, Bíddu nú við ! Eeef sú staða kæmi upp, þá myndi ég vilja hafa þennan bol í sumar ! " ,, Er þetta ekki meira sumarfatnaður en vetrar ? " ,, Ég verð að hafa allavegana úr 5 jökkum að velja, ef ég skildi hitta danska krónprinsinn ! " ,, En ef ég tek ekki þennan bol, þá vil ég taka þessar buxur ! " ,, Ef það koma svona köld sumarkvöld, þá verð ég að hafa nokkrar hlýjar hlýjar peysur til að velja úr !!!! "
HVAÐ ER MÁLIÐ ?
Í alvörunni, og ég er ekki að ýkja; þetta takmarkaða töskupláss var að fara með mig.
Svona til að gera langa sögu stutta ( eða allavegana ekki eins langa ) þá endaði þetta svo með því ( að sjálfsögðu ) að ég fékk leyfi hjá Martini til að fá þriðju töskuna með mér í sumar.
Þannig að allt í allt er ég hérna með 3 PAKKFULLAR ( frekar mikið stórar ) ferðatöskur ( af því sem á að mestu að vera sumarföt ) og svo 2 úttroðna kassa fulla af somewhat vetrarfötum, og ennþá er tonn af fötum í óhreinatauinu og þvottavélinni.
To sum up; þá tek ég með mér í flugvélinni 1 ferðatösku, fæ 2 sendar 2 dögum seinna og svo 2-3 kassa einhvern tímann í ágúst !!!!!!!!!
Og nú er ég bara að tala um fötin MÍN,... ég veit ekkert hvað verður um fötin hans Martins eða hvort það verður yfir höfuð eitthvað pláss fyrir þau í kössunum ( eða jafnvel íbúðinni !!! )
Guð veri með mér !
En jæja, maður verður víst að halda áfram
Adios