sunnudagur, október 31, 2004

Er búin að skella inn nokkrum nýlegum myndum, hérna til hliðar undir "Multimediadesign II "

Þær eru teknar úr 2 partýum hjá bekknum; fyrri helmingurinn er úr partýi heima hjá Tönju fyrir næstum þvíin mánuði síðan. Seinni hlutinn er úr "partýi" heima hjá mér fyrir 2 vikum síðan.

Fyrir lata letihauga, sem ekki nenna að skrolla niður og leita að linknum hérna til hægri, þá er hér flýtilinkur

http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=5584196&uid=2147534&members=1

Er farin að sofa,
reeeeeeeeebenúí,...
Vorum að klára að borða kjúklingabringur, - það er alveg merkilegt hvað við étum mikið af þeim á þessu heimili.

Það er til setning, sem flestir hafa heyrt, sem hljóðar svona: " Þú ert það sem þú borðar ! "
Ef það væri satt, þá væri ég einhverskonar nammistöng með kjúklingahaus og heila úr ís !!!!

Annars var ég að rifja það upp, þegar við Martin tókum okkur til einhvern tímann í Safamýrinni og elduðum heilan kjúkling inni í ofni, í fyrsta sinn.
Þar sem að við höfðum bæði verið á æfingu, um kvöldmatarleitið, þá byrjuðum við ekki að elda fyrr en einhvern tímann að verða tíu.
Nú - þar sem að heill kjúklingur er töluvert mikið stærri en kjúklingabringur ( væntanlega ) þá tók það okkur rúman klukkutíma að elda hann í ofninum. Á meðan útbjuggum við restina af meðlætinu og huxuðum okkur gott til glóðarinnar, eins og tveir hryllilega stoltir foreldrar að bíða eftir að barnið kæmi fulleldað út úr ofninum !!! .

Nema hvað, að loksins loksins, þegar að allt var tilbúið, þá var klukkan farin að nálgast hálf tólf. Við nutum þess alveg í botn að borða, allt hafði heppnast rosalega vel og við mjög ánægð.
Og svo um leið og við vorum búin að kyngja seinasta bitanum, þá fórum við beint inn á klósett, tannburstuðum okkur, klæddum okkur í náttfötin og svo upp í rúm að sofa !!!

Skemmtilegur kvöldmatur það, og boðskapurinn með þessari sögu er einfaldlega sá: " ekki elda heilan kjúkling eftir klukan 22 !!! "

---

Gaman að þessu !

Síðan vorum við Martin að tala um fyndin nöfn. Ég er nefnilega með nokkrum Uzbekistum í bekk ( eða ÚBBSEKISTUM eins og Hrönn kallaði þá fyrstu dagana ! :) og þeir heita allir einhverju fáránlegu - á mínum mælikvarða allavegana.

Þá var Martin að rifja það upp, þegar hann var í menntaskóla og var með kalli í bekk sem var eitthvað rúmlega 40 ára, giftur maður og faðir frá Fiji.
Hahh.. og hann hét VIDDIYAKUMA SIDHAMSPAPPALAI, og það er svo ÓGEÐSLEGA fyndið þegar Martin segir þetta nafn, því að hann rommsar því út úr sér svo rosalega hratt, allt í einni bunu: " Viddijakúmasiddhamspappalæjj " Hahahah :)
Good times, good times !

En anywayz, ég þarf að fara að halda áfram að les fyrir morgundaginn
á ennþá eftir 40 bls,.. 60 að baki ! Úff !
Held ég verði að fá mér smá te til að gefa mér örlítið kick-start !!

Adios, mi amigos y amigas...
föstudagur, október 29, 2004

Holy mother of GOd !

Vorum að klára að horfa á THE DAY AFTER TOMORROW, náttúruhamfaramynd !
Ég er ekkert sérstaklega á því að lifa eftir að hafa séð þetta,... held ég bíði bara eftir heimsendi núna það sem eftir lifir... lífs !

Erum bara búin að vera róleg í dag, við Knoll og Tott.
Enduðum með að fara á McDonald´s að eta, fékk mér kjúklingaborgara, og AÐ SJÁLFSÖGÐU ( ekki að spyrja að því ) McFlurry. Ég verð alltaf þakklátari og þakklátari í garð mannsins sem að uppgötvaði ísinn. Ég veit ekki hvar ég væri ef að íssins hefði ekki notið við. Það er allavegana á hreinu að ég hefði ekki náð svona langt í lífnu !!!!
Martin pantaði sér svo shake, og men ó men, hvað það er langt síðan að ég hef smakkað sjeik. Ótrúlegt ! MMmmmm !

Hvernig er hægt að vera svona mikill sælkeri !?
Ég huxa að ég hljóti að vera á móti einhverskonar alþjóðalögum, það er ekki hægt hvað mér finnst gaman að borgða óhollan sykurmat ! :)

Langar að senda henni ömmu minni afmæliskveðjur. Efast um að hún lesi þetta, en samt... ágæt tilraun hjá mér.
Hún er orðin 90 ára rassgatið en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 87 !!!
Vona að partýið verði magnað !

Og svona að óspurðum fréttum, þá huxa ég að ég fari að taka húsið í gegn á morgun. Það þarf ærlega að fara að ryksuga og afþurrka hérna hvern krók og kima.
Ég bara hreinlega skiiiiil ekki hvernig þetta drasl fer að því að koma svona fljótt,- ég er nú búin að vera mjög dugleg að þrífa, .. en alltaf er samt drasl ! Það liggur við að það taki því ekki að taka til, svona miðað við allt saman !

Jámms ! Og svo voru Framstelpurnar víst að spila magnaðan leik við Val. Töpuðu með einu marki ! Fuff og fojjjj ! Þær taka þetta með vinstri í næstu umferð !
Langar rosalega mikið til að sjá þær spila meðan ég er heima á klakanum um jólin, vona bara að ég nái svona eins og einum leik.

En þannig er nú það, kæru landsmenn
ég ætla að fara að taka úr mér sjáöldurnar
( og með því, meina ég nottla linsurnar )
until next time,....
fimmtudagur, október 28, 2004

Úff !

Ég er búin að vera uppteknari en andskotinn í dag,... og ekki sér enn fyrir endann á þessu rugli !

Fór í skólann í morgun, og það var nú frekar ómerkilegur dagur, hefði betur sleppt því að fara.
Á leiðinni heim, í strætónum var ég aaaalveg að sofna þannnig að ég "neyddist" til að leggja mig stutt þegar ég kom heim. Það var nú ekki mikið meira en 40 mín, . Svo fór ég í ræktina og var þar í rúman einn og hálfan tíma, kom heim, fór í sturtu og fór svo ein að skúra.

Það gekk bara alveg ljómandi að skúra einsömul, ég var rétt rúmlega einn og hálfan tíma, sem er alls ekki svo slæmt með tilliti til þess að við fáum ( minnir mig ) borgað fyrir 2 tíma og 45 mín !!!
Var samt alltaf að ímynda mér eitthvað ógeðslegt ( eins og mér einni er lagið ) og oftar en einu sinni fannst mér ég sjá einhvern skugga hreyfast útundan mér !
Fylgir ekki sögunni hver, hvað eða hvort þetta var !!

Og ég er s.s nýkomin inn og ég er að elda núna, verð svo að taka til, ganga frá þvotti og setja í nýja vél, og svo á ég í þokkabót eftir að læra eitthvað fyrir morgundaginn !!!

Puffff ! Ohhh well....

---

Annars fórum við Martin að horfa á handboltaleik hérna á aðalleikvellinum í Aarhus í gærkvöldi. Tekur ekki nema 6 mínútur að taka strætó þangað. Í gær voru tvö af toppliðunum að spila: Aarhus ( AGF með Róbert Gunnarsson fyrrum Frammara og Sturla Ásgeirsson fyrrum ÍR-ing innanborðs ) og Skjern. Nóg af Íslendingum inni á vellinum, því að í Skjern eru að spila Ragnar Óskarsson og Jón Jóhannesson, auk þess sem að Aron Kristjánsson er að þjálfa.

Þetta var mjög skemmtileg upplifun, enda annað varla hægt en að fíla sig þarna,... þvílíkt stór íþróttahöllin með alveg gommu af sætum ( eitthvað um 4000 sagði Martin ) ALLAN HRINGINN ! Ekki svona eins og var í Framheimilinu, þá voru ca, einhver 200 sæti, sitthvorumegin við hliðarlínurnar, heldur aaaalveg allan hringinn og úti í öllum hornum.
Svo var alveg nóg af fólki þarna, þannig að það hlýtur að vera rosalega gaman að spila þar, sérstaklega fyrir Íslendingana sem eru bara vanir litlum stúkum og 150 áhorfendum í senn !?

En jæja, kæru landsmenn,.. ég er svo þreytt að ég er að morkna
hef eiginlega ekkert skemmtilegt að segja, því miður
ég verð að halda áfram að elda áður en kjötið brennur við
og það gerist nú við og við
Bwahaha..

adios....


þriðjudagur, október 26, 2004

Ég hef sama sem ekkert að segja í dag - búin að vera á fullu síðan ég kom heim úr skólanum;

fór í gymmið og rækti þar líkama og sál eins og brjáluð kerling. Sló danska 10 km-innanhúshlaupametið mitt... kláraði þá slétta tíu kílómetrana á 59:18. Hafði fyrirfram sett mér það markmið að vera EKKI lengur en klukkutíma, og fyrir glögga tímaunnendur má sjá að ég rétt svo náði að halda mig réttu megin við strikið !

Þegar ég kom heim, þá fór ég strax í að læra og gerði það statt og stöðugt til klukkan 20, en þá hófst Idol hið danska. Sírenu- helíumgellan alveg að meika það eins og hún hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf.

Síðan hélt ég áfram að læra. Er núna að lesa svo hryllilega leiðinlegt efni, að það er ekki mönnum bjóðandi.
Ég tók mig meira að segja til áðan og setti í eina vél, bara til að gera eitthvað "skemmtilegra" en að lesa þetta bölvaða rugl,.. og þá er sko mikið sagt, því ég veit fátt leiðinlegra en að taka úr vél og bögglast í þvotti !!!

Og ég er s.s að lesa þennan óbjóð núna. Er búin að tannbursta mig og setja mig í stellingar; ætla að leggjast upp í rúm og reyna að ljúka við ófögnuðinn, en ég veit að ég á eftir að sofna yfir honum, og þá er sko vissara að vera búin að bursta í sér kjaftinn!

En svona eitt að lokum, langar bara að benda á síðuna hennar http://www.blog.central.is/lindasig Lindu systur. ALVEG HREINT MÖGNUÐ færsla hjá henni í dag. Allir sem vilja koma smá ljósi í skammdegið þurfa að lesa þetta. ( Ég get líka lýst upp skammdegið með þessu hvíta hári sem ég er nú komin með !!! )

Og hana nú, og hopp og hí og trallallaaaa ( eins og elskulegur faðir minn, hann Sigurður, hefur nú óspart sagt í gegnum tíðina ! )

Anywayzz.... ég er farin
og nú verður glatt á hjalla
sérstaklega hjá þér, Halla !

( Díses... svakalega er maður nú orðinn lélegur í brandaragerðinni. Þessi var nú ekki einu sinni broslegur !!! )
Hasta luego,...
mánudagur, október 25, 2004

Já, litlu lömbin mín ! Það er nokkuð ljóst að haustið er að syngja sitt síðasta. Haustlitirnir eru allsráðandi og kuldaboli farinn að bíta.

Ég rann á blautu laufblaði í dag !

Trén eru nefnilega farin að fella laufin og þau eru útum allt. Svo er búið að rigna hérna eins og í helvíti, og allt að verða vitlaust.
Ég var á leið heim úr búðinni í dag, og Guði sé lof að ég var með þunga poka í hendinni sem gerði það að verkum að ég varð að labba rólega. Steig ég þá s.s ekki á eitt blautt laufblað og rann svona til !!!

En þetta er allt í lagi, ég er enn á lífi !

---

Það gerðist í gær á fótboltaleik milli tveggja stórra fótboltafélaga, að einn áhorfandinn var svona rosalega að fíla sig inn í leikinn, og reiddist eitthvað svakalega þegar einum meðlimnum var vísað útaf.
Nema hvað, að hann æddi svona fram að handriðinu og "hálf-stökk" upp á það.
En þá gerðist það, að hann datt niður og alla leiðina frá efsta palli og niður á þann neðsta... 10 metra !!!

Leikurinn var stoppaður, hann fluttur á sjúkrahús og svo lést hann stuttu seinna !

Hryllilega sorglegt og sannar aðeins það að ekkert gott fæst úr því að horfa á fótbolta !!!!

---

Hahh !

Svo var ég að lita á mér hárið. Hef greinilega keypt vitlausan lit - eða allavegana ekki sama lit og seinast, .... og ég hef bara eitt að segja: MJALLHVÍT WHO !!

Ég er vægast sagt með hvítt hár og alveg hryllilega hallærisleg. Gæti örugglega fengið ellilífeyrisafslátt í einhverjum búðum, svo hvítt er það !!!

En ég ætla að bíða nokkra daga og athuga hvort að það lagist ekki. Ef ekki, þá verður maður víst að fara á stofu og borga góða summu í að fá atvinnumann í að laga þetta.

Bölvað vesen ! Bölvað vesen að vera fátækur námsmaður !!!

---

Ég var búin að bjóða honum Davíð úr bekknum mínum að fá að eiga gamla sjónvarpið okkar. Það er búið að vera í geymslunni allan tímann sem við höfum búið hérna og hefur ekki komið að góðum notum, aðeins tekið pláss.
Og þar sem að Davíð býr í litlu herbergi með lítil sem engin veraldleg gæði, þá spurði Martin mig hvort að ég vildi ekki bjóða honum sjónvarpið.
Davíð þáði,- og svo loksins loksins kom hann núna áðan og náði í sjónvarpið.

Hahaha, hann var nú frekar fyndinn: vopnaður innkaupakerru og góðum vini. Svo héldu þeir tveir af stað í rigningunni, með kerruna veltandi og örugglega 1/3 af sjónvarpinu standandi útúr ! Hahaha ! Og ekki bætir úr skák að Davíð býr örugglega í svona 20-25 mínútna AKSTURSLEIÐ hér frá, og hann á engan bíl ! Ég veit ekki alveg hvað hann ætlaði að gera; taka leigubíl, strætó eða labba. En hvernig sem fer, þá á hann allavegana sjónvarp núna !!

Ohh well,
ég er farin að éta heilan kjúkling
lifið heil
adios....
sunnudagur, október 24, 2004

Eintóm gleði í Gebauersgade !!!

Já, hér eru bara allir í stuði og mega stuði !
Við erum bara búin að hafa það rólegt í dag. VIð vöknuðum seint, ég lærði, hann keppti, horfðum á sjónvarp, fórum og fengum okkur að borða á veitingastað sem býður upp á hlaðborð; ALLT SEM ÞÚ GETUR ÉTIÐ FYRIR 39 KR ( sem fyrir óklára stærðfræðihausa gerir tæpar 500 krónur íslenskar, sem er nottla ekki neitt !!! ). Keyptum okkur stóra kók með, og kókin kostaði næstum því jafn mikið og maturinn; 34 kr, og ég skal bara segja ykkur það að ég hef ALDREI séð jafn stórt kókglas. Það var ALLAVEGANA 0,8 l... ef ekki bara heill líter.
Það sem er kannski merkilegra er það, að Martini tókst að klára sitt glas, og ég var ekki langt frá því að stúta úr mínu !

Síðan er ég búin að panta far heim; 16. des - 9. jan ! ÍSLAND.. HERE I COME ! Mikið verður nú gaman að komast á heimaslóðir !

Annars er nú ekki mikið búið að gerast. Mig dreymdi í nótt að ég væri ófrísk ( sem er, held ég, afleiðing þess að það eru einhvern veginn ALLIR ófrískir ! ). Nema hvað að mér varð litið niður á magann minn ( sem var HUGE by the way ) og þá sé ég 2 litlar kúlur sitthvoru meginn á maganum. Ég sýndi mömmu og hún staðfesti ótta minn; þetta var indeed naflastrengurinn á hvoru barni sem þrýstist þarna í gegnum húðina á mér og var svona líka greinilegt ! Já,- ég sagði HVORU barni... ég var nefnilega með tvíbura !

Martin túlkar þennan draum þannig að við eigum eftir að eignast tvíbura,... hann er yfir sig ánægður enda er það hans stærsti draumur að eignast 2 litla, ljóshærða, bláeygða tvíburastráka (sem vilja spila við hann fótbolta !!!) og er búinn að suða í mér í einhvern tíma; " Erna ! Þegar við eignumst börn, þá skulum við eignast tvíbura !!! "
Eins og hann geti bara lagt inn pöntun !

Ég hinsvegar túlka þetta þannig að ég óttast það að eignast tvíbura sem mín fyrstu börn, enda ekki alveg tilbúin að takast á við það að fá tvö í einu ( sérstaklega ekki ef að það verður fyrir 25 ára aldurinn ) !!!

Hvernig sem fer,,... þá kemur það í ljós seinna !

En kæru kálfarnir mínir,
ég er farin að fá mér gúmmí ( man alltaf hvað Hebbi ( Herbert Guðmundsson ) hló mikið þegar ég kom í ísbúðina hans í fyrsta sinn og bað um "gúmmí" í þeytinginn minn. Hann vildi meina að þetta væri "hlaup" ! Fuff og føj !!! )

reksjon on a treksjon tó,....
laugardagur, október 23, 2004

Okkur Martini var boðið í mat í gær til Hrannar í bekknum mínum. Ég VISSI að við myndum fá eitthvað girnilegt og gott, því að hún er alltaf að tala um einhverjar svakalegar uppskriftir sem að hún er að elda hina og þessa dagana.

Nema hvað, að við mætum á svæðið og fengum í forrétt lauksúpu, og með henni fylgdu skonsur með blauðlauk og ofaná var sett heimatilbúið pestó !!! MMMM MMMMM MMMMMMM !!!! Þvílík snilld ! Ég hef aldrei smakkað lauksúpu, og hvað get ég sagt.... þetta verður sko EKKI í eina sinn sem ég borða hana !
Og þetta var svo flott hjá henni, vel útilátið og allt saman heimagert. Og ofan á súpunni lá brauðsneið með bræddum osti. Jækks.. ég fæ alveg vatn í munninn við að hugsa um þetta ! MMMmm !

Í aðalrétt fengum við smálúðu, með fersku salati, soðnu grænmeti og maríneruðum kartöflubátum með fetaosti.
Úffff ! Sko, mér finnst nú fiskur góður... en ÞESSI ..... þessi smálúða er ( eins og Hrönn var búin að segja mér ) aaaalveg eins og humar eða eitthvað álíka góðgæti. Þvíííílík bomba ! Þetta var allt svo gott að ég át og át og át, og bætti og bætti á diskinn minn, og endaði með að fá sting í magann, því ég át svo mikið !!!

Í eftirrétt var hún svo með BESTU SÚKKULAÐIKÖKU sem ég hef á ævi minni smakkað. Hún var svona blaut í miðjunni, með flórsykri og kremi ofan á - og svo skellti hún smá þeyttum rjóma með.
Ég get svo svarið fyrir það,- það voru allir gestirnir að missa sig yfir henni. Og ef ég hefði ekki verið svona rosalega södd eftir allt hitt, þá hefði ég sko fengið mér alllllavegana 2 sneiðar í viðbót. En Hrönn sagði mér samt innihaldið í kökunni,- hún á enga uppskrift, heldur bara hendir einhverju saman,- en ég s.s veit hvaða hráefni fara í hana, og einhvern daginn ætla ég að taka mig til og prófa mig áfram þar til að ég fæ þessa sömu útkomu !

Jæks !!!!

Þetta var svo flott, að ég hefði ekki einu sinni boðið Margréti Danadrottningu í þetta,.. nema þá kannski ef hún hefði borgað mér !

---

Við Martin fórum að skúra í gær, og vorum ekki nema klukkutíma í það skiptið. Það munar rosalega um þegar maður veit hvar allt er og getur gengið beint í það.
Ég er alveg mjög sátt við þessa skúringavinnu: þetta er reyndar soldið stórt svæði, en alls ekki leiðinlegt og það er ekki verra hvað þetta er ógeðslega nálægt okkur.

Svo hafði ég farið í ræktina áður en við fórum að skúra og ég hljóp 10 km og lyfti. Var soldið mikið þreytt í skúringunum, og ekki bætti úr skák að eftir að ég var búin að borða allar þessar kræsingar hjá Hrönn, þá varð ég endanlega búin. Við Martin fórum líka frekar snemma heim og sváfum eins og tveir litlir fjörusteinar til klukkan rúmlega 12, sem hefur sko ekki gerst hjá okkur í langan langan tíma. Erum orðin svo elliær að við erum oftast farin að vakna um klukkan 10 !!!

Í dag er svo formlegur slapp-af dagur hjá okkur. Við ætlum reyndar að taka aðeins til, en svo ætlum við bara að hanga uppi í rúmi og horfa á sjónvarpið. Gaman gaman !

Þannig að,.. ég ætla að byrja á fjörinu, og fyrsta verkefnið er að henda í vél
until we meet again,...


fimmtudagur, október 21, 2004

Ég lenti í því í dag, þegar ég sat í strætó að kallinn sem sat fyrir aftan mig, greip í sætið mitt ( svona til að halda sér þegar strætóinn beygði ) og þá lenti á milli eitt hár frá mér. JÆks hvað það var óþægilegt. Og ég reyndi eins og ég gat að rykkja höfðinu til og frá - svona á siðsamlegan máta-, en alltaf reif í hárið og kallinn fattaði ekki neitt. Þetta lagaðist ekki fyrr en hárið slitnaði af!!! :(

Jæja, nema hvað að í sömu stætóferð, þá gaus upp þessi svakalega pumpufýla.
Merkilegt nok, - vegna þess að nú er ég búin að vera að taka strætó reglulega og frekar mikið oft eftir að við fluttum hingað, og næstum ALLTAF er fullt, en samt var þetta í fyrsta sinn sem annar eins fnykur gýs upp.
Svo er skemmtilegt frá því að segja, að þetta gerðist aftur á leiðinni heim !!!

Eins og sjá má, þá er alveg nóg að gerast hérna í Baunalandi ! Prumpufýla og slitin hár... gerist ekki betra !

---

Við Martin fórum saman að skúra í dag, í fyrsta sinn, í nýju vinnunni okkar. Það gekk svona ágætlega, en við vorum samt ógeðslega rugluð. Þetta er nefnilega svona stór heilsugæslustöð og á hverju herbergi eru 2-3 hurðir og maður er bara að labba í hringi og man ekkert hvort maður er búinn að fara þangað inn eða ekki. Ég gekk t.d nokkrum sinnum framhjá skúringakompunni,- að leita að henni !
En þetta kemur allt saman með kalda vatninu.

Við vorum í einhvern 1 og hálfan tíma að þessu, sem þýðir það að ef maður er einn þá er maður örugglega rúmlega 2 sinnum lengur. Svo nottla þegar maður þekkir svæðið betur og fer að fá smá rútínu á þetta, þá tekur það örugglega styttri tíma.

Síðan í desember, þá opnar önnur stofa þarna í sama húsi, sem að við fáum líka að skúra ! Þannig að þá fer vinnutíminn eitthvað upp í 4 tíma á dag. Það er bara ágætt.. meiri pening.. meiri pening!

---

Hahhhhh ! Svo er skemmtilegt frá því að segja, að í gær fórum við Martin að versla í Nettó. Við kipptum með okkur einum kassa af svona fløde-bollum. Í einum kassa eru 12 stk, og þessar bollur eru svona.. jahh, hvað skal segja.. svona jafn stórar og golfkúlur, súkkulaðið-húðaðar með þunnum kexbotni og svona hvítu kremi inní. Rooooosalega gott, en maður fær alveg klígju eftir 2 stk.
Ekki nema það - við Martin komum heim um klukkan 5, fengum okkur sitthvora bolluna og fórum svo í að elda kvöldmatinn.
Þegar hann var allur búinn að meltast, þá fengum við okkur aftur sitthvora bolluna. Mig langaði í 3. en ég þorði ekki,- hélt hann myndi hlæja að mér. Stuttu seinna kemur hann til mín og segir: "Erna, um leið og maður byrjar að éta þessar bollur, þá getur maður ekki hætt !!! ?? "
Jessss !! Við fengum okkur 3. bollurnar.
Og 4.
Og 5... og þá var ég komin með ælu, en Martin hélt áfram og fékk sér #6 og #7 - og þá var kassinn búinn !!!!!!!!!!!!!!!!! 12 bollur á innan við 5 klst !

May God be with us !

Mér er heldur ekki búið að líða vel í maganum í dag, og klósettferðirnar komnar yfir meðaltal og vísitölu !!!

---

Ohhh,.. ég þarf að fara að ganga frá þurrum þvotti og svo setja í nýja vél
pfff.... nenni því svo innilega ekki

Ég er eitthvað sérstaklega sloj í dag, vona að ég sé ekki að verða veik. Held samt ekki. Ég er bara frekar þreytt. Hef ekki verið nógu dugleg við að fara snemma að sofa á kvöldin - and you know me,.. ég þarf minn svefn !!

En það er best að drífa í þessu blessaða drasli
shalooommm,....
þriðjudagur, október 19, 2004

Díses !

Við erum að tala um það, að Sonja Ýr æskuvinkona mín, er ein allraflottasta ófríska kona ( stelpa, eftir því hvernig á það er litið ) sem ég hef séð ! Úff, hún er með svo flotta bumbu að það er ekki eðlilegt. Hef sjaldan eða aldrei séð annað eins.
Svosum ekki við öðru að búast, hún hefur alltaf verið svo flott vaxin ! :)

Það eru allir ófrískir nema ég, og það er ekkert nema svindl !

En svona er víst lífið,... og lítið sem ég get við því að gert, nema kannski helst að fara að bara að bretta upp ermarnar, klæða mig úr nærbuxunum og kalla á Martin !!!!!

---

Að óspurðum fréttum þá fór ég upp í búð áðan, þurfti að kaupa skinku og ananas til að setja ofan á pízzuna sem ég var að elda handa okkur Martini. Notaði tækifærið og keypti nýjan poka af pistasíum,- langaði baaaara að deila þessu með ykkur.

---

Úff ! Það er gella í danska Idolinu, sem er svo innilega ekki að meika það. Hún er með einhverja allra furðulegustu rödd sem ég hef nokkurn tímann á ævi minni heyrt. Hún syngur nákvæmlega eins og hún sé háð helíumblöðrum og alltaf þvílíkt á útönduninni ( blæs út með næstum hverju orði - sem er soldið svona eins og ég geri við Martin þegar að ég er andfúl og langar að vera sérstaklega yndisleg !!!!!! ) Það er nokkuð ljóst að hún er á einhverju sterkara en kókómjólk og ritz-kexi !

Það versta virðist samt vera að landinn er að fíla hana, alveg í botn. Ég get næstum þvíin svarið fyrir það, að ef hún vinnur þessa keppni, þá sendi ég sveppasprengju til Danska sendiráðsins á Íslandi og sprauta þeyttum rjóma og remúlaði yfir dönsku konungshöllina !
Búúúúúú...

Mér er nú svosum sama,- þannig lagað. Ég er ekki formlega orðin hálfur Dani,... þannig að hún er ekki að særa þjóðarstoltið mitt.
Leiðinlegt bara, vegna þess að þetta gefur neikvæða mynd af mannkyninu !


En jæja litlu lömbin mín,
ég er farin að senda inn verkefni sem ég á að skila í þessari viku,
kveðjur að handan,...
mánudagur, október 18, 2004

Hvernig geta pistasíur verið svona hrottaralega góðar !?
Og bara yfir höfuð hnetur !?

Mmmmm, finnst það voðalegt góðgæti nú til dags að sitja með skál af hnetum og ískalt kókglas. Bara verst hvað þetta er fjandi fitandi !

---

Ég er alveg búin á því í dag. Ég fór í gymmið, og af því að ég var með svo mikið samviskubit yfir sukki helgarinnar, þá tók ég extra extra vel á því í dag. Er svo búin að vera að finna fyrir því hægt og rólega hvernig þreytan hertekur allan kroppinn.
En það er ekki að spurja að því, þýðir ekkert slen á þessum bæ,.. ég skellti mér beinustu leiðina í Netto að versla aðeins í matinn, um leið og ég var búin í sturtu. Og það sem meira er.. ég fór fótgangandi !!

Það er nefnilega soldið merkilegt - þegar maður hugsar út í það - hvað maður var hryllilega háður bíl á Íslandi. Ég fór ALLT á bíl, sama hversu stutt það var.
Núna fer ég ALLT á þeim tveim ( löppunum, það er ! ) sama hversu langt það er - fyrir utan skólann. Ég nota ekki einu sinni hjólið mitt. Að vísu er sprungið dekk, en samt.. ég efast um að ég myndi nota það eitthvað meira ef að allt væri í standi. Er hálf hrædd... ennþá.. við þessa brjálæðinga sem að keyra hérna um eins og.. brjálæðingar ! Veit ekki hvort ég myndi treysta þeim að taka tillit til mín.
Það var aðeins öðruvísi í Holbæk, þar sem að það kom einn bíll á korters fresti, en núna er ég í alvöru stórborg,.. og hér er sko meiri hraði. VVVVVvvvúúúúúúúúmmmmm !!!

---

Langar að óska honum föður mínum góðs gengis í prófunum sínum. Ég veit að hann tekur þetta í rassinn, nefið og eyrað, massar þetta með meiru og brýtur löpp !
Og þannig fór um sjóferð þá !

En ég er farin að elda...
wish me luck
hasta la vista...


sunnudagur, október 17, 2004

Jæja, þá er maður búinn að afreka það að horfa á THE PASSION OF THE CHRIST ! Ekki styrktist ég í trúnni eftir það, en óbjóður var myndin - með meiru !

Díses... þvílíkt blóðbað, ég varð í alvörunni að líta undan stundum ! Þannig að afrekið mitt er kannski ekki eins stórt fyrir vikið,... en mér fannst bara sum atriðin ALLTOF grafísk. Það var alveg sýnt ALLT ! Sem var allt-of mikið fyrir minn smekk. Jæks !! Hrollur niður í rass !!

---

Það er orðið svo kalt hérna í Baunalandi, að það er bara ekki mönnum bjóðandi. Við Martin tókum einn rúnt hérna niðrí bæ í gærkvöldi, og það er sko ekki lygi þegar ég segi að við vorum vopnuð húfum og vettlingum.
Ég var meira að segja orðin dofin á nefinu og í kringum munninn rétt áður en ég kom heim og það er ekki einu sinni komið frost.
Við vorum að vísu búin að labba soldið lengi,..en samt ! Hvernig verður þetta þegar mælirinn fer niður í mínus ! Brrrrr,.. ég hlakka EKKI til ! :(

---

Akkúrat í þessum töluðu orðum er ég að baka dýrindisbrauð,... eða.. þ.e.a.s deigið er að hefast núna, en eftir svona 2 klst, þá verður þetta orðið að alveg hrottaralega góðu meðlæti með alveg hrottaralega góðu lasagna sem Martin ætlar að töfra fram !
Við erum samt alveg óttalega aumingjaleg oft, við skötuhjúin, þegar við erum að elda. Og það heyrir sko til tíðinda ef að eitthvað étanlegt kemur á borð.

VIð keyptum t.d núna um daginn hráefni í tortilla bökur með kjúklingi. MMmmm, ógeðslega gott og ekki erfitt að matreiða.
En strax um leið og ég tók fyrsta bitann, þá gerðist eitthvað stórt og mikið í bragðlaukunum mínum og mig svo ofsalega mikið að æla. Og Martin var ekki langt frá því heldur.
Og ég gramsaði og gramsaði í öllu saman og athugaði að uppruna fnyksins. Ég pikkaði kjúklinginn út og át hann sér - hann bragðaðist vel. Ég skar af hveitibökunni sjálfri og skafaði af henni sósuna, og hún bragðaðist líka vel.
Eftir mikið vesen, þá kom í ljós að sósan ( svona hot tortilla mix ) var ógeðið sjálft!
Jæks.. þetta var svo ÓGEÐSLEGA ÓGEÐSLEGT að ég gat ekki borðað neitt, nema þurrkaða kjúklingabitana. Svo að ég hentist í ruslið og athugaði krukkuna utanaf sósunni, og það var allt í lagi með hana... átti ekki að renna út fyrr en 2006. Þannig að ég veit ekki hvað er málið. Það eina sem mér dettur í hug er að það hafi verið eitthvað svona óbjóðis auka krydd í sósunni, af því að þetta var svona EXTRA hot tortilla mix. Og af því að við kaupum alltaf bara HOT ( mínus Extra ) og það hefur aldrei verið neitt auka bragð af því, þá hef ég tekið þá ákvörðun að óbragðið kemur með orðinu EXTRA !

Martin greyið píndi sig í að borða meira,.. en þegar hann ætlaði að borða afganga daginn eftir, þá þakkaði hann pent fyrir sig. Time out - rautt spjald ! Nei takk.. þetta shit fer ekki inn fyrir mínar varir, aftur !
Þannig að.. restin.. 3 heilar tortillur, fóru beint í ruslið og síðan ekki sögunnar meir !

Ohh well,.. ég þarf að fara að skella deiginu í ofninn
let the wonder continue,
ég er ekki viss um að Jesú hefði getað töfrað fram svona gott brauð, þó hann hafi getað breytt vatni í vín ! En ef hann vill, þá skal ég gefa honum uppskriftina,.. gegn "vægu" gjaldi !
ble ble....
laugardagur, október 16, 2004

Ég prófaði um daginn að setja svona rúllur í hárið á mér ( fyrir þá sem ekki vita, þá eru þetta s.s svona litlar rúllur og svo vefur maður hárlokk utanum, þurrkar hárið og fær svo krullur ). Mig hefur alltaf langað til að geta gert það, svona eins og er gert í bíómyndunum, en eiginlega aldrei haft þolinmæðina.
Aftur á móti núna í vikunni, þá hafði ég nóg af lausum tíma, þannig að ég sló til og henti nokkrum stykkjum í hárið á mér. Nema hvað - að útkoman var hræðingur !!!!

Ef að það hefði verið að ráða fólk í nýjustu Star Trek myndina, þá hefði ég ekki þurft að fara í áheyrnaprufu, ég var nefnilega NÁKVÆMLEGA eins og geimvera !!! :)

---

En jæja,.. þá er kallinn minn loksins LOKSINS kominn heim og ég hef tekið gleði mína á ný ! Vihúúúúú ! Gaman gaman !
Við erum svo að fara að stökkva í IKEA núna, þurfum að kaupa hillu og kommóðu fyrir svefnherbergið, því að það gengur ekki lengur að geyma allar skólabækurnar útum allt !

Og svona er nú það !

---

Annars er nú frá ósköp litlu að segja. Ég hef bara verið að dunda mér í leiðindum út þessa vikuna, og svo byrjar skólinn aftur á mánudaginn. Verð nú bara að viðurkenna það að ég hlakka til að komast aftur inn í rútínuna. Og svo byrjum við líka að vinna í næstu viku, á miðvikudaginn. Það verður ekkert nema eintóm gleði.

En ég ætla að fara að klæða mig,
gengur ekki að fara í IKEA á náttfötunum
until next time,...
ble ble
miðvikudagur, október 13, 2004

Úff ! Annað slagið hertekur alveg hrottaralega óbjóðins lykt stóran hluta af þessari blessuðu borg. Hún er ógeðslega ógeðsleg ! Mig langar að æla þegar ég finn hana, bara svo að ég geti fundið ælulyktina frekar !

Ég hef lengi pælt í því hvað þetta geti huxanlega verið, og það var ekki fyrr en ég spurði Martin að ég fékk svör; Það er verið að grilla heilt svín,.. eins og það leggur sig, með húð og hári !!!!!

---

Jæja ! Þá er elskulegur bróðir minn, hann Trausti, lentur í Baunalandi. Hann ætlar að vera hjá vini sínum í Viborg í tæpa viku, en það er aldrei að vita nema að hann taki svona eins og eina lest til mín,.. ef hann nennir ! Held samt að hann verði örugglega allt of upptekinn við að skemmta sér með strákunum. Það væri samt gaman að sjá hann, fer nefnilega að nálgast hálft ár síðan ég hitti hann seinast... eða... tæpir 5 mánuðir !

---

Mér finnst svo fyndið að sjá svona ofurgellur í ræktinni, sem að fara á hlaupabrettið og ganga í 5 mínútur ( og þar af leiðandi svitna ekki neitt ), og fara svo og lyfta öllu í léttasta svona 6 sinnum !!!! Hvað er málið.. af hverju að eyða pening í líkamsræktarkort,.. þegar þú getur fengið sömu hreyfingu, og jafnvel meiri, heima hjá þér með því að taka upp úr innkaupapokum !?!?
Ég hreinlega skil þetta ekki,.. en kannski er þetta ekki mitt að skilja !

---

Mér leiðist svo mikið akkúrat núna að ég held ég sé farin að finna smá rotnunarlykt af sjálfri mér ! Ég er búin að klára stóra verkefnið mitt fyrir næstu viku, búin að taka allt húsið í gegn, búin að eða að meðaltali svona 8 klst á dag á netinu, vafrandi um og skoðandi allra manna vefsíður ! Þess á milli horfi ég á sjónvarpið, á mis-góða þætti. Hef ekki enn nennt að standa upp og skella Friends-spólu í tækið, er næstum búin að láta mér vaxa rætur fasta við þennan blessaða tölvustól.
Mikið hrottaralega er leiðinlegt að vera í svona löngu fríi, í framandi landi, með enga eða fáa vini, kærastann í burtu og fjölskylduna líka :(

En það fer nú að styttast í þetta allt saman. Áætlaður komitími hans Martins er 16:15 á föstudaginn, sem segir mér að það séu nákvæmlega 44 tímar og 57 mínútur, sem eru nákvæmlega 2697 mínútur, sem eru nákvæmlega 161.820 sekúndur..... 161.819.....161.818.......

hasta la vista... bebe...
þriðjudagur, október 12, 2004

Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á sálfræðingi til að sálgreina mig, þá er þetta tíminn.

Málið er það, að hún Linda systir bað mig um að leita að svona pinna í eyrað. Hún er nefnilega með gat í stubbanum sem er alveg við vangann,.. þ.e.a.s ekki í eyrnanabbanum sjálfum, eða á eyrnablöðkunni,.. heldur litla stubbanum ! Og hana s.s langaði svo í einhvern flottan pinna til að setja þar í, og var búin að óska eftir einum slíkum í afmælisgjöf.

Nú - ég hafði augun opin í tíðum bæjarferðum og var stöðugt með þetta einhversstaðar á sveimi í hausnum á mér.

Síðan gerðist það, að ég var að horfa á VÆGAST SAGT ógeðslegan heimildarþátt á Discovery í gær, sem fjallaði um Face Transplantation ( man ekki orðið á íslensku ) en s.s þátt þar sem verið var að ræða þann möguleika að taka andlitið af einhverjum dauðum manni og græða ofan á aðila sem eru virkilega illa farinn í framan eftir slæman bruna eða eitthvað álíka.
Og þátturinn var svo viðbjóðslegur að ég sat með tárin í augunum allan tímann.

Það var verið að tala við mann sem að datt ofan af einhverjum vinnukrana og lenti ofan á stöng sem að fór í gegnum hann allan, byrjaði í gegnum andlitið á honum og alveg í gegn og út um nárann !! Það sem verra er, er að hann var með meðvitund allan tímann þar til hann var kominn á sjúkrahúsið, og stöngin alltaf til staðar !!! Ojjj Ojj Ojjj ! En hann hlaut víst einhverja rosagóða meðferð og það sést varla á honum í framan að hann hafi áður verið afskræmdur !

Og svo var annað viðtal við litla indverska stelpu, sem að hafði verið að vinna á einhverskonar slátturvél úti á engi, og beygði sig niður til að slökkva á vélinni, en þá flæktust flétturnar hennar í hnífunum, og andlitið á henni rifnaði af... BÓKSTAFLEGA... húðin og flétturnar og allt !! Ennnn meira OJJ OJJJ OJJJ OJJ OJJJJJJJJJ ! En mamma hennar tók upp húðina og setti hana í plastpoka og svo hjóluðu þau til næsta læknis ( 3 og hálfur tími og stelpan alltaf með meðvitund,.. nema rétt seinstu metrana ) og læknirinn saumaði allt á hana aftur !!!

Ég fann nokkrar myndir og ATHUGIÐ AÐ ÞÆR ERU EKKI FYRIR VEIKAR SÁLIR !!!!
Hér er mynd af henni fyrir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow.html

Hér er mynd af húðinni sem rifnaði af = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_02.html

Og hér er mynd af henni eftir að búið var að sauma allt á aftur = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_03.html

Og hér er hún eins og hún lítur úr núna = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_04.html

Þriðja viðtalið var við stelpu, sem að hafði lent í því að fullur maður keyrði á bíl hennar, og hún s.s þeyttist útaf og var föst inni í bílnum meðan hann brann, og hún fékk 3. stigs brunasár á 60% líkamans. Hún er ÓGEÐSLEG ! Ég finn SVOOOOO mikið til með henni, að það er ekki eðlilegt. Mig langaði til að gefa henni smá af minni húð, bara til að hún gæti þakið eitthvað af öllum þessum örum sem eru útum hana alla. Bara ef að það væri nú til húðbanki !!!

Hér er mynd af henni fyrir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_09.html

Hér er mynd af henni eftir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_10.html

Og hér er auglýsingaspjald sem hún gerði gegn ÖLVUÐUM ÖKUMÖNNUM = http://www.texasdwi.org/images/jacqui_poster.jpg

En jæja,.. nú eru kannski allir að hugsa; Hvar kemur eyrnalokkurinn hennar Lindu inn í þetta? Og ég skal nú bara segja ykkur það:
Þegar ég loksins sofnaði eftir öll ósköpin, þá vildi ekki betur til, en svo.. að mig dreymdi að ég væri með svona pinna í brjóstinu á mér.. til skrauts. En af því að ég var ekki með festingu á honum, þá rann hann inn í brjóstið sjálft og ég náði honum ekki úr. Þannig að ég potaði og potaði og barðist við að fá hann á yfirborðið, en ekkert gerðist.. nema það að það rifnaði ofan af húðinni á mér, hringurinn datt út og hluti af vöðvanum og brjóstakirtlinum !!!!!!!!!

Og þarna stóð ég,.. með blóðið svoleiðis frussandi út og með brjóstakirtil á gólfinu, mamma greyið hljóp eins og vitlaus kelling út á götu ( ég var stödd í einhverri blokk í Reykjavík ) og kallaði á sjúkrabíl; " Ambulancia .. Ambulancia... !!!! " Nema hvað... að það kom einhver kven-læknir og reddaði mér að lokum, og allt endaði vel !!!!!!

Ég get svo svariða,.. það er ekki öll vitleysan eins :)
---

But anywayzzz... ég var að koma inn úr gymminu og ætla í sturtu áður en allur svitinn endurvinnur sig yfir í fitu,.. aftur !
Turílúúú.....
mánudagur, október 11, 2004

Úff ! Ég held það sé nokkuð ljóst að vetur-konungur sé á leiðinni til Danmerkur. Og það er afskaplega lítið sem ég get gert til að stoppa hann !!!

Jæks ! Hvað það er orðið kalt úti ! Í nótt svaf ég í síðum náttbuxum, íþróttabol og ullarsokkum og með BÁÐAR sængurnar ofan á mér í einu. Svo vaknaði ég einhvern tímann um nóttina, þá hafði ég rekið aðra löppina út fyrir sængursvæðið, og var að frjósa !!! Hvað er málið !?!? Og það er ekki einu sinni komið frost !!!

Ég get svo svarið fyrir það, að ég held ég þurfi að fara að kveikja á ofnunum inni í stofu, og ekki mikið seinna en núna !!!
---

Ég held það sé líka nokkuð ljóst að ég þarf að fara að fara í klippingu. Mig hefur núna í nokkurn tíma langað til að breyta um hárstíl; ekkert kannski neitt svaðalega öðruvísi, en samt... eitthvað aðeins öðruvísi. Nema hvað, að í gær þá tók ég mig til og ákvað að klippa á mig smá skátopp ( fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það toppur sem kemur á ská !!! ).
Ég byrjaði nú ofsalega pent og bara klippti nokkur hár, og svo bætti ég við og bætti og bætti og bætti við !
Á endanum leit ég út eins og einhver 3 ára hefði höndlað skærin ! Ekki nógu gott.

Nú - svona miðað við aldur og fyrri störf, þá halda örugglega flest ykkar að ég hafi farið í brjálæðiskast, hent mér í rúmið og farið að grenja ! Og ég skal sko bara segja það, að fyrir svona ári síðan, þá hefði ég örugglega gert það. En núna, ... þar sem að ég er orðin fullorðin kona og þroskuð með meiru, þá hef ég ákveðið að taka þessu með stóískri ró og hef hingað til bara hlegið að þessu.
Puff ! Þetta eru bara nokkur skitin hár, þau vaxa fram áður en ég gifti mig !! ( Eins og ættingjar mínir frá Stöddanum voru duglegir að segja þegar maður meiddi sig og fékk sár; " Svona svona, þetta grær áður en þú giftir þig !! " )

Þannig að staðan er s.s þannig, að ég þarf ærlega að fara að koma mér inn á einhverja stofu, og fá einhverja vel trausta gellu til að do some magic á þessum stubba sem ég er búin að koma upp á enninu á mér, og reyna að gera eitthvað gott úr þessu.

---

Það er soldið fyndið að ég er ennþá pínu föst í íslensku krónunni. Svona af og til gleymi ég genginu í smá stund. Eins og áðan, þá fór ég upp í bakarí og keypti mér rúnnstykki. Þau kostuðu 27 kr, og fyrstu viðbrögðin mín ( ekki upphátt, samt ! ) voru; " VÁ ! ÓDýrt... 27 kr. fyrir 4 bollur... heima kostar 1 rúnnstykki 80 krónur !!!"

En svo stökk ég út úr ljóskugervinu mínu, og áttaði mig á því að ég þurfti að margfalda með 11,7 til að fá íslenska verðið !

Og talandi um rúnnstykki, þá var ég að klára að borða eina af ofarnefndum bollum, og hún var smurð með osti og gúrku !!!!! OSTI OG GÚRKU !!!! Það fer að nálgast öld síðan ég borðaði seinast brauð með osti og gúrku.
Ég át það ALLTAF í grunnskóla, þegar mamma smurði handa mér nesti. Ég var gjersamlega sjúk í það. En síðan brast eitthvað innan í mér, og ég hef ekki látið þau herlegheit inn fyrir mínar varir síðan þá.
Þar til í dag ! MMmmm,.. þvílíkar minningar !

---

En svona er nú það, litlu lömbin mín,
ég er farin að stúta öðru rúnnstykki
I´ll be back,.....

sunnudagur, október 10, 2004

Jæja ! Núna byrja verkefnin að hellast yfir mann. Ég sem var að tala um að það væri svo rólegt hjá mér í skólanum; hefði nú átt að fara varlega í yfirlýsingarnar ( eins og hún Halldóra stórvinkona hefur nú stundum tekið til orðs !!! :)

Ég þarf nefnilega að skila einu mjög stóru verkefni næsta mánudagog það fer örugglega dágóður tími í að vinna það. Í þarnæstu viku er svo annað verkefni sem þarf að skila, sem að er soldið svona tricky...einhvurskonar forritun ( Thank God að ég hef smá bakgrunn í henni úr Versló. Ég er að segja það,- ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki farið í Verslunarskólann..... BARA gott start fyrir framtíðina ! ) Ég tala nú ekki um að svo erum við að fara að byrja að vinna eftir rúma viku, og í ofanálag þá er ég komin á fullt í ræktinni.

En þetta er bara stuð. Ég hef gott af þessu.

---

Úff ! Ég er farin að hlakka svo til að fara heim á Klakann um jólin. Ég get ekki beðið eftir að sjá fjölskylduna mína og vini, og að borða ALMENNILEGAN íslenskan mat. Það verður sko glatt á hjalla.

En mikið svakalega er tíminn samt búinn að fljúga. Mér finnst ég nýbúin að vera að skera út laufabrauð, og eftir nokkrar vikur verð ég komin með hnífinn aftur í hönd.
Við þurfum eiginlega að fara að panta miðana heim, við eigum bara eftir að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta ( hvort Martin ætli að koma yfir aðfangadag eða nýár), og svo er ég ekki alveg með það á hreinu hvenær fríið í skólanum er.

En hvernig sem fer,... þá verður þetta magnað ! Magnaður andskoti !! :)

---

Ætli maður verði ekki að skella sér í þetta verkefni; því fyrr sem ég klára það, því betra. Verst bara að maður hefur ekki pabba sinn lengur til að hjálpa manni, lesa yfir og segja hvað honum finnst.
Ég gæti nú reyndar alveg sent honum þetta í meili og beðið hann um smá aðstoð,- það er ekki málið, hann myndi alltaf gera það fyrir mig.
En það er nú alveg nóg að gera hjá honum kall-anganum, og ég er aaaalveg að verða fullorðin kona, þannig að ég þarf að fara að sjá um mig sjálf. Það er ekki endalaust hægt að treysta á pabba og mömmu ! ! !

Until we meet again,...
föstudagur, október 08, 2004

" I dag har han Trausti fø´selsdag - hurraa hurraa hurraaaaaaa ! "
" I dag har hun Linda fø´selsdag - hurra hurra hurraaaaaaa ! "

Jámms, kæru lesendur,... í dag eiga litlu, litlu pínulitlu systkini mín afmæli, ekki bara afmæli, heldur stórafmæli ! Gríslingarnir eru orðnir 18 ára ! Það er naumast að þessi kvikindi spretta úr spori og vaxa fram úr grasi !!!!

En elsku Trausti og Linda; ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn - sem og velfarnaðar á komandi ári. Ég mun hugsa til ykkar mestpart dags og senda ykkur hlýja strauma þegar þið opnið afmælisgjafirnar frá mér - það er eins gott að þið verðið ánægð og þakklát !

Tillykke med fødelsesdagen !

---

Annars er ekki mikið að frétta,- allt annað fellur í skuggann af þvílíkum merkispersónum sem Trausti og Linda eru.
Það er skemmtileg frá því að segja að Alexandra "prinsessa" hringdi í mig í dag og bað um númerið hans Trausta. Ég sagði henni að hún ætti ekki séns,.. og mætti bara gjöra svo vel og fara í röðina og taka númer ! ( Sérstaklega eftir að hún afsalaði sér krónunni,- amen ! Eins og hún sé eitthvað betri en aðrir !?!? )

Kim Larsen er líka eitthvað heitur fyrir Lindu, hefur víst alltaf viljað eignast konu sem gæti heitið Linda Larsen. Ég svaraði honum því, að Linda hefði samþykkt að gangast við honum, ef aðeins hann myndi henda hörmulegu svörtu leðurbuxunum sínum, og kaupa nýjar bleikar í staðinn, með klofgati !
Hann sagðist þegar vera búinn að því !!!

---

Ohh, mig langar í afmælismat ! :(
Það er ekki sanngjarnt að ég skuli ekki geta fengið klígjuköku, bara af því að ég er nokkrum kílómterum fyrir sunnan.
Hvernig væri að senda mér smá sample ? Hmmmm, af hverju hafa pósthús aldrei tekið upp á því að selja svona kæliboxakassa? Ég get svarið fyrir það, það yrði góður business !!!

---

Annars var ég bara að koma inn í hús, tómt hús !
Var í ræktinni og hljóp eins og brjáluð kelling. Hafði reyndar huxað mér að hlaupa aðeins lengra og meira, en brettið mitt tók upp á því að fara að gefa frá sér eitthvað sérstaklega pirrandi hátíðni hljóð, þannig að ég gafst upp og fór á eitthvað stigtæki og losaði mig við um 2 lítra af svita þar.

Ég ætla að fá mér eitthvað gott í gogginn núna, skella mér í sturtu, setja í eins og 2 vélar, og fara svo niðrí bæ, ein, að fagna afmælinu góða og dreifa boðskapnum! Er þegar búin að kaupa 12 pakka af blöðrum, sem ég ætla að dreifa, sem og útprentuðum uppstækkuðum myndum af Trausta og Lindu. ( Prentarapappírinn var því miður búinn, þannig að ég notaði bara 2 eldhús- og 4 klósettrúllur í staðinn. Frekar MIKIÐ kúl !!! )

Djöfulsins sýra er í gangi,
leirahhh......

fimmtudagur, október 07, 2004

Martin farinn, ég ein í bælinu :(

Ekkert nema brjáluð verkefni framundan, stress og aftur stress ! :(

Nenni ekki að elda neitt handa mér einni, veit ekki hvað ég á að fá mér, enda örugglega með að smyrja þurrum túnfiski ofan á hrökkbrauð - einu sinni enn !

Komst ekki í gymmið í dag, því að það var eitthvað heimaverkefni í gangi sem ég vaaar að klára að gera. Lenti í hóp með aðila sem að kann greinilega ekki að gera svona verkefni, og endaði á því að vinna hans hluta líka. Á líka eftir að lesa núna helling fyrir morgundaginn - efni sem tekur örugglega svona 2-3 tíma að lesa, og klukkan er að verða 21 ! Great !

Langar að horfa á sjónvarpið, en ég hugsa að ég geti það ekki í kvöld !

Böhöööö, það er ekki gaman hjá mér núna !!!
miðvikudagur, október 06, 2004

Jæja !

Við fórum í dag í atvinnuviðtalið, og það gekk bara ljómandi.
Það tekur - Í ALVÖRU - ekki mikið meira en 3 mínútur að labba þangað, sem okkur fannst nottla bara alveg brilliant !

Nema hvað, að það var einhver önnur stelpa búin að sækja um, og konunni leist vel á okkur öll 3, og spurði okkur hvort að við myndum vilja skipta vinnunni með 3. aðila. Okkur fannst það líka brilliant, af því að við vorum soldið svona efins, því að 20 tímar á viku - 80 tímar í mánuði, er soldið mikið fyrir fólk sem er í skóla ! ( Að okkar mati )
Þannig að við sögðum henni að við værum alveg til í það.

Svo hringdi konan núna rétt fyrir kvöldmatarleytið og tilkynnti okkur að við hefðum fengið vinnuna, með hinni stelpunni.
Þannig að við s.s byrjum eftir 1 og hálfa viku ( það er lokað í næstu viku útaf þessu vetrarfríi ), og þetta skiptist þannig niður að eina vikuna tökum við Martin 3 daga og hún 2, og svo næstu vikuna tekur hún 3 daga og við 2.
Þannig að allt í allt, þá verðum við að vinna 10 daga í mánuði, í staðinn fyrir 20.

Annars leit þetta allt bara rosalega vel út, ekkert of flókið eða leiðinlegt... bara ósköp venjuleg skúringavinna ! Jibbbííííí ... gaman gaman !

---

Við Martin borðuðum, í kvöld, dýrindis svínalund sem að hann eldaði svona líka meistaralega, með öllu tilheyrandi. MMmmmm !
Síðan þegar maginn var búinn að jafna sig, þá renndum við niður einni skál af ís.
Geeeeerist ekki betra !

Ástæðan fyrir þessum flottheitum á miðvikudagskvöldi er einfaldlega sú, að hann er að fara til Köben í nótt, og verður þar alveg þar til næstu helgi, eins og ég sagði í gær.
Því að jafnvel þó að við höfum fengið vinnuna, þá langar Martini samt að vinna sér inn smá auka pening,... sem er bara gott og blessað,- nema hvað að ég held ég eigi eftir að sakna hans soldið mikið.
En ég er víst að fara að fá einhver stór verkefni sem ég þarf að vinna að í vetrarfríinu, þannig að ég ætti að geta gert eitthvað meira en bara sitja heima og naga neglurnar eða taka til frá því að ég vakna og þar til ég fer að sofa !

En jæja... ég þarf að klára að lesa dead-ass-boring-shit.. sem kallast USING COMMUNICATION THEORY !

Kveðjur að handan...
þriðjudagur, október 05, 2004

People, people !!

Myndirnar eru komnar inn; neðst niðri í MYNDABANKA - undir "Multimediadesign " !

Copyright = Jón rebenúí !

Enjoy!
Úff hvað túnfiskur er góður ! Það er bara ekki hægt !!
Ég er svoleiðis búin að troða mig út af honum seinustu vikurnar, að ég held það séu farnir að vaxa á mér uggar !

Og ég er ekki að tala um túnfiskSALAT, því að þau dönsku eru ekki næstum eins góð og þau íslensku, þar sem að Danir hafa tilhneigingu til að drekkja öllu í majónesi og sullumbulli.

Það sem er í algjöru æði hjá mér þessa dagana, er einfaldlega túnfiskur úr dós, öööörlítil og ofurpen sletta af LÉTTmæjónesi,... bara rétt svona til að hann verði ekki of þurr, en alls ekki þannig að það sjáist neinn litur - og svo búið!
Og þessu smyr ég svo á hrökkbrauð og ét dægrin löng ! Mmmmmm, var að enda við að borða svona í kvöldmat. Jumm jumm !

---

Fyrir stærstu bloggaðdáendur mína, þá er ég að fara að hlaða inn myndum af genginu í Multimediadesign,.. verður örugglega komið seint í kvöld eða á morgun,.. fer eftir því hvort heimilisverkin ætla að gera sig sjálf, eða ekki !!!

---

Tók strætó í skólann í morgun og náði svona einstaklingssæti fremst í bílnum, sem er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað.. að blessaður strætóbílstjórinn flautaði alla leiðina ! ALLA LEIÐINA ! Og ég er ekki að tala um bílflautuna !
Ég var nú orðin léttgeggjuð undir það síðasta, en skil ekki hvernig hann gat haldið þetta svona út.. ég meina ÉG var komin með illt í kjálkann og kinnarnar bara af að ímynda mér að vera í hans sporum.
En samt.. einn sem að gerir gott úr hlutunum og er ánægður með vinnuna sína :) En ekki hvað ?!? Gott hjá honum !

---

Og talandi um vinnu; við Martin sóttum í dag um sameiginlega vinnu og förum í atvinnuviðtal á morgun.
Þetta er s.s skúringavinna, 4 klst á dag, alla virka daga.
Soldið mikið, með tilliti til þess að við erum bæði í skóla og í íþróttum + það að við erum með heilt heimili sem þarf að sjá um ( og hefur tilhneigingu til að verða soldið skítugt ! ), en samt.. við höfum gott af þessu, og EF við fáum þetta, þá ætlum við að skipta þessu þannig niður að ég tek mánu-, þriðju- og fimmtudaga ( því að þá er hann á æfingum ) og hann tekur miðviku-og föstudaga.
Martini skyldist líka á öllu saman að þetta væri hérna nokkrum götum fyrir ofan íbúðina okkar, sem væri nottla alls ekki verra.

Þannig að núna verða allir bara að krossleggja fingurna og vona það besta.

---

Svo er Martin að fara í svona skólaferðalag, eins og bekkurinn minn fór í, í seinustu viku. Hann er líka að fara til Köben og fer frá fimmtudegi yfir á föstudag,.. og svo ætlar hann að nota tækifærið og heimsækja foreldra sína, fram á sunnudag.
Svo held ég að það fari bara eftir því hvernig þetta atvinnuviðtal gengur hjá okkur á morgun, ef við fáum vinnuna EKKI, þá ætlar hann að vera s.s í rúma viku og vinna við gluggaþvott til að gefa okkur smá pening í budduna.
Málið er nefnilega það að það er vetrarfrí í næstu viku hjá flestum skólum hérna í Baunalandi,- mínum líka.

Það er naumast,.. maður gerir ekkert annað í þessum skóla en að vera í fríi !!! :)

En jæja, ég er farin að taka handklæðið af hausnum á mér ( var í gymminu og fór svo - merkilegt nok - í sturtu, og er ekki enn búin að taka handklæðið niður. Hárið á mér er örugglega búið að mynda svona sjálkrafa upprúllaðan túrban ! Kúl ! )
það er nóg að gera hérna í húsinu og það er best að byrja STRAX

Erna,... OUT !
mánudagur, október 04, 2004

Langaði líka að nota tækifærið og óska FRAMSTELPUM innilega til hamingju með stigið sem þær hlutu svo eftirminnilega núna um daginn.
Reeeeeeeebenúí !

Hérmeð skora ég á liðið að raða inn yfir 10 stigum í vetur, og ef sú verður raunin, skal ég senda ykkur stóra körfu af dönskum myguosti !!!

Rooooock on !
Mikið hryllilega er gott að vera farinn að hreyfa sig aftur !

Var að koma inn úr gymminu; fór í dag og keypti mér kort.. fékk smá fjárhagsaðstoð frá ónefndum aðila ! Taktu það til þín sem átt,- " takk takk ! "

En s.s ég fór í fyrsta sinn í dag og ætlaði bara að kaupa mér mánaðarkort, en þá er það ekki hægt; maður verður að kaupa sér svona 12 mánaða membership ! Það er ekki bara hægt að kaupa stakan mánuð.
Nema hvað að hver mánuður kostar 375 kr ( sem er rúmur 4000 kall íslenskar ) sem er alls ekki svo slæmt,.. en bölvaðar blöðrurnar voru eitthvað að bubblast og ég þurfti að borga 735 kr. í dag af því að þetta er fyrsti mánuðurinn og innifalið er eitthvað svona skráningsgjald og kortið sjálft !!! Puff puff !
Svo spurði ég hana, bara til að fá það á hreint hvort ég þyrfti svo bara að borga 375 næstu 11 mánuði og hún sagði að það væri satt og rétt hjá mér !Þannig að þær ÆTTU NÚ ekki að fara að rukka mig um meira en það,.. vonandi ekki !

Ágætis verð og ágætist staður - það er bara einn hængur á.... ég veit ekki hvort ég hef efni á að borga 375 næstu 11 mánuðina.
Ég veit ég veit.. þetta er ekki mikill aur, en samt... fyrir fátækan námsmann eins og mig,... þá eru þetta allavegana 15 pakkar af kjúklingabringum,... 4 strætókort, ....50 mjólkurfernur, og áfram mætti telja... if you know what I mean !
Þannig að ef það er einhver þarna úti sem vill styrkja mig um 375 danskar krónur á mánuði,.. þá má viðkomandi bara skrifa e-mail og ég gef upp bankanúmer !

---

Ég er farin að elda
fórum í dag að versla, svo að það verður eitthvað aðeins meira en brauð í matinn í kvöld
reeeeebenúí....
sunnudagur, október 03, 2004

Úff ! Vorum að klára að horfa á LOST IN TRANSLATION - mæli EKKI með henni !

Jæks... hvernig þessi mynd hefur hlotið svona góða dóma... I´ll never know !
Ég neita því ekki að hún er mjög vel leikin,... en eins og ég sagði við Martin þegar myndin var búin; " That´s 2 hours of my life I´ll never get back !!! "

---

Er bara búin að vera á góðu róli hérna í dag, er ekki búin að fara úr náttfötunum síðan ég vaknaði... eða jú.. einu sinni,. þegar ég fór í sturtu,.. en svo fór ég í þau aftur !
Það er bara ljúft að hanga svona inni einu sinni í viku og mygla í friði.

Er búin að vera að læra í dag; las heima fyrir morgundaginn og er að verða búin að lesa fyrir þriðjudaginn líka. Þvílíkur dugnaður !

---

Frá og með morgundeginum ætla ég að taka mig á; við erum búin að vera að borða svo óhollt og óreglulega núna seinustu vikuna að það er ekki eðlilegt.
Og ég er ekki bara að tala um það að við höfum verið að éta skyndibitamat og nammi ( sem við erum samt búin að gera mikið af ) - en ég meina, .. ég er t.d búin að fá mér brauð í kvöldmatinn 2 í seinustu viku,.. borða ekkert þegar ég vakna.... og bara svona.. óhollur lifnaðarháttur.

Þannig að s.s á morgun ætla ég vonandi að kaupa mér kort í líkamsræktarstöð og fara að mæta reglulega þar; mér finnst svo erfitt að fara út að hlaupa hérna í svona stórborg, það er svo mikil umferð og allt morandi í göngugötum og gangbrautum og hjólastígum og læti.
Þetta er sko ekki næstum eins gott og þegar ég var í Holbæk í sumar og hljóp bara í kringum eitthvað engi þar sem að aldrei var sála, nema nokkrar beljur !
Mikið rosalega hlakka ég til að fara að gera eitthvað í þessum ólifnaði.... Jibbbííííí.. það er ekki mönnum bjóðandi að vera svona óhollur !

En ég er farin að klára að lesa fyrir þriðjudaginn
adios....
laugardagur, október 02, 2004

Gleðin ætlar bara aldrei að enda, hérna hjá Multimedia-námsmönnum.

Ég fékk sms seinni partinn í gær frá þeim sem voru í þessari skólaferð þar sem að mér var sagt frá matarboði um kvöldið. Ég var nú ekkert sérstaklega í stuði, aðallega þar sem að ég var pínu svona SLOJJJ síðan eftir veikindin, en ég ákvað að slá til.
Líka af því að Martin var að fara í partý í skólanum sínum og ég nennti ekki að vera ein heima.

Kvöldið heppnaðist bara rosalega vel og við vorum bæði sátt, og enduðum svo á því að hittast niðri í bæ.
Reeeeebenúí !

---

Ég heyrði í fréttum hérna um daginn að skilnaður Alexöndru og Jóakims muni koma til með að kosta venjulega skattagreiðendur næstum 2 milljón krónur !! ( Ég kom rétt inn í lokin á fréttinni, svo að ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til, .. en samt !!! )
Díses kræst ! Þetta er alltaf svona !
Ég er ekki búin að vera að pirrast hérna á netinu í langan tíma, og þess vegna ætla ég að taka mér bessaleyfi og skammast út af þessu.
Mér finnst þetta GERSAMLEGA út í hött. Bara af því að einhver bölvans konungleg hjón vilja ekki vera gift lengur, hvað kemur það mér við? Því að ég er, jú, danskur skattgreiðandi og borgaði í sumar einhverja summu í skattasjóð Dana ! ! ! Geta þau ekki borgað þessar milljónir sjálf !?!?
Aaaaalveg tíbískt og hreinlega óþolandi. Fojj fojj fojj !

---

Mér finnst soldið fyndið að það eru farnar ferðir hérna frá Árhúsum og yfir til Þýskalands, sérstaklega til að kaupa bjór !!
Hann er víst svo hryllilega ódýr þar, að fólk sparar alveg þokkalega á því að fara bara í svona ferðir og kaupa sér byrgðir af bjór; minnir að hrönn í bekknum mínum hafi einhvern tímann keypt 3 kassa fyrir um 1000 kr. íslenskar !!!
Einhver strákur úr bekknum hans Martins gerði þetta um daginn og Martin plataði hann til að kaupa Diet Pepsi handa okkur ( því að það er ekki selt hér, bara Pepsi Max ), og gæinn gerði það, keypti 2 kassa af svona 330 ml dósum ( sem eru held ég 2 * 20 dósir ) !!!

MMMmmmm hvað það er gott að fá Diet Pepsi aftur,.. og það er skemmst frá því að segja að við erum búin með skammtinn. Tók okkur aðeins eina og hálfa viku að stúta þessu öllu saman ! Jumm jumm jumm !

En jæja, ég er farin að horfa á handbolta í sjónvarpinu
liðið hans Martins, 1. deildin er að spila í beinni...
reeeebeeeenúíí...


This page is powered by Blogger. Isn't yours?