laugardagur, október 16, 2004

Ég prófaði um daginn að setja svona rúllur í hárið á mér ( fyrir þá sem ekki vita, þá eru þetta s.s svona litlar rúllur og svo vefur maður hárlokk utanum, þurrkar hárið og fær svo krullur ). Mig hefur alltaf langað til að geta gert það, svona eins og er gert í bíómyndunum, en eiginlega aldrei haft þolinmæðina.
Aftur á móti núna í vikunni, þá hafði ég nóg af lausum tíma, þannig að ég sló til og henti nokkrum stykkjum í hárið á mér. Nema hvað - að útkoman var hræðingur !!!!

Ef að það hefði verið að ráða fólk í nýjustu Star Trek myndina, þá hefði ég ekki þurft að fara í áheyrnaprufu, ég var nefnilega NÁKVÆMLEGA eins og geimvera !!! :)

---

En jæja,.. þá er kallinn minn loksins LOKSINS kominn heim og ég hef tekið gleði mína á ný ! Vihúúúúú ! Gaman gaman !
Við erum svo að fara að stökkva í IKEA núna, þurfum að kaupa hillu og kommóðu fyrir svefnherbergið, því að það gengur ekki lengur að geyma allar skólabækurnar útum allt !

Og svona er nú það !

---

Annars er nú frá ósköp litlu að segja. Ég hef bara verið að dunda mér í leiðindum út þessa vikuna, og svo byrjar skólinn aftur á mánudaginn. Verð nú bara að viðurkenna það að ég hlakka til að komast aftur inn í rútínuna. Og svo byrjum við líka að vinna í næstu viku, á miðvikudaginn. Það verður ekkert nema eintóm gleði.

En ég ætla að fara að klæða mig,
gengur ekki að fara í IKEA á náttfötunum
until next time,...
ble ble




This page is powered by Blogger. Isn't yours?