þriðjudagur, október 12, 2004

Ef það hefur einhvern tímann verið þörf á sálfræðingi til að sálgreina mig, þá er þetta tíminn.

Málið er það, að hún Linda systir bað mig um að leita að svona pinna í eyrað. Hún er nefnilega með gat í stubbanum sem er alveg við vangann,.. þ.e.a.s ekki í eyrnanabbanum sjálfum, eða á eyrnablöðkunni,.. heldur litla stubbanum ! Og hana s.s langaði svo í einhvern flottan pinna til að setja þar í, og var búin að óska eftir einum slíkum í afmælisgjöf.

Nú - ég hafði augun opin í tíðum bæjarferðum og var stöðugt með þetta einhversstaðar á sveimi í hausnum á mér.

Síðan gerðist það, að ég var að horfa á VÆGAST SAGT ógeðslegan heimildarþátt á Discovery í gær, sem fjallaði um Face Transplantation ( man ekki orðið á íslensku ) en s.s þátt þar sem verið var að ræða þann möguleika að taka andlitið af einhverjum dauðum manni og græða ofan á aðila sem eru virkilega illa farinn í framan eftir slæman bruna eða eitthvað álíka.
Og þátturinn var svo viðbjóðslegur að ég sat með tárin í augunum allan tímann.

Það var verið að tala við mann sem að datt ofan af einhverjum vinnukrana og lenti ofan á stöng sem að fór í gegnum hann allan, byrjaði í gegnum andlitið á honum og alveg í gegn og út um nárann !! Það sem verra er, er að hann var með meðvitund allan tímann þar til hann var kominn á sjúkrahúsið, og stöngin alltaf til staðar !!! Ojjj Ojj Ojjj ! En hann hlaut víst einhverja rosagóða meðferð og það sést varla á honum í framan að hann hafi áður verið afskræmdur !

Og svo var annað viðtal við litla indverska stelpu, sem að hafði verið að vinna á einhverskonar slátturvél úti á engi, og beygði sig niður til að slökkva á vélinni, en þá flæktust flétturnar hennar í hnífunum, og andlitið á henni rifnaði af... BÓKSTAFLEGA... húðin og flétturnar og allt !! Ennnn meira OJJ OJJJ OJJJ OJJ OJJJJJJJJJ ! En mamma hennar tók upp húðina og setti hana í plastpoka og svo hjóluðu þau til næsta læknis ( 3 og hálfur tími og stelpan alltaf með meðvitund,.. nema rétt seinstu metrana ) og læknirinn saumaði allt á hana aftur !!!

Ég fann nokkrar myndir og ATHUGIÐ AÐ ÞÆR ERU EKKI FYRIR VEIKAR SÁLIR !!!!
Hér er mynd af henni fyrir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow.html

Hér er mynd af húðinni sem rifnaði af = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_02.html

Og hér er mynd af henni eftir að búið var að sauma allt á aftur = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_03.html

Og hér er hún eins og hún lítur úr núna = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_04.html

Þriðja viðtalið var við stelpu, sem að hafði lent í því að fullur maður keyrði á bíl hennar, og hún s.s þeyttist útaf og var föst inni í bílnum meðan hann brann, og hún fékk 3. stigs brunasár á 60% líkamans. Hún er ÓGEÐSLEG ! Ég finn SVOOOOO mikið til með henni, að það er ekki eðlilegt. Mig langaði til að gefa henni smá af minni húð, bara til að hún gæti þakið eitthvað af öllum þessum örum sem eru útum hana alla. Bara ef að það væri nú til húðbanki !!!

Hér er mynd af henni fyrir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_09.html

Hér er mynd af henni eftir slysið = http://health.discovery.com/premiers/facetransplant/slideshow/slideshow_10.html

Og hér er auglýsingaspjald sem hún gerði gegn ÖLVUÐUM ÖKUMÖNNUM = http://www.texasdwi.org/images/jacqui_poster.jpg

En jæja,.. nú eru kannski allir að hugsa; Hvar kemur eyrnalokkurinn hennar Lindu inn í þetta? Og ég skal nú bara segja ykkur það:
Þegar ég loksins sofnaði eftir öll ósköpin, þá vildi ekki betur til, en svo.. að mig dreymdi að ég væri með svona pinna í brjóstinu á mér.. til skrauts. En af því að ég var ekki með festingu á honum, þá rann hann inn í brjóstið sjálft og ég náði honum ekki úr. Þannig að ég potaði og potaði og barðist við að fá hann á yfirborðið, en ekkert gerðist.. nema það að það rifnaði ofan af húðinni á mér, hringurinn datt út og hluti af vöðvanum og brjóstakirtlinum !!!!!!!!!

Og þarna stóð ég,.. með blóðið svoleiðis frussandi út og með brjóstakirtil á gólfinu, mamma greyið hljóp eins og vitlaus kelling út á götu ( ég var stödd í einhverri blokk í Reykjavík ) og kallaði á sjúkrabíl; " Ambulancia .. Ambulancia... !!!! " Nema hvað... að það kom einhver kven-læknir og reddaði mér að lokum, og allt endaði vel !!!!!!

Ég get svo svariða,.. það er ekki öll vitleysan eins :)
---

But anywayzzz... ég var að koma inn úr gymminu og ætla í sturtu áður en allur svitinn endurvinnur sig yfir í fitu,.. aftur !
Turílúúú.....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?