sunnudagur, október 17, 2004

Jæja, þá er maður búinn að afreka það að horfa á THE PASSION OF THE CHRIST ! Ekki styrktist ég í trúnni eftir það, en óbjóður var myndin - með meiru !

Díses... þvílíkt blóðbað, ég varð í alvörunni að líta undan stundum ! Þannig að afrekið mitt er kannski ekki eins stórt fyrir vikið,... en mér fannst bara sum atriðin ALLTOF grafísk. Það var alveg sýnt ALLT ! Sem var allt-of mikið fyrir minn smekk. Jæks !! Hrollur niður í rass !!

---

Það er orðið svo kalt hérna í Baunalandi, að það er bara ekki mönnum bjóðandi. Við Martin tókum einn rúnt hérna niðrí bæ í gærkvöldi, og það er sko ekki lygi þegar ég segi að við vorum vopnuð húfum og vettlingum.
Ég var meira að segja orðin dofin á nefinu og í kringum munninn rétt áður en ég kom heim og það er ekki einu sinni komið frost.
Við vorum að vísu búin að labba soldið lengi,..en samt ! Hvernig verður þetta þegar mælirinn fer niður í mínus ! Brrrrr,.. ég hlakka EKKI til ! :(

---

Akkúrat í þessum töluðu orðum er ég að baka dýrindisbrauð,... eða.. þ.e.a.s deigið er að hefast núna, en eftir svona 2 klst, þá verður þetta orðið að alveg hrottaralega góðu meðlæti með alveg hrottaralega góðu lasagna sem Martin ætlar að töfra fram !
Við erum samt alveg óttalega aumingjaleg oft, við skötuhjúin, þegar við erum að elda. Og það heyrir sko til tíðinda ef að eitthvað étanlegt kemur á borð.

VIð keyptum t.d núna um daginn hráefni í tortilla bökur með kjúklingi. MMmmm, ógeðslega gott og ekki erfitt að matreiða.
En strax um leið og ég tók fyrsta bitann, þá gerðist eitthvað stórt og mikið í bragðlaukunum mínum og mig svo ofsalega mikið að æla. Og Martin var ekki langt frá því heldur.
Og ég gramsaði og gramsaði í öllu saman og athugaði að uppruna fnyksins. Ég pikkaði kjúklinginn út og át hann sér - hann bragðaðist vel. Ég skar af hveitibökunni sjálfri og skafaði af henni sósuna, og hún bragðaðist líka vel.
Eftir mikið vesen, þá kom í ljós að sósan ( svona hot tortilla mix ) var ógeðið sjálft!
Jæks.. þetta var svo ÓGEÐSLEGA ÓGEÐSLEGT að ég gat ekki borðað neitt, nema þurrkaða kjúklingabitana. Svo að ég hentist í ruslið og athugaði krukkuna utanaf sósunni, og það var allt í lagi með hana... átti ekki að renna út fyrr en 2006. Þannig að ég veit ekki hvað er málið. Það eina sem mér dettur í hug er að það hafi verið eitthvað svona óbjóðis auka krydd í sósunni, af því að þetta var svona EXTRA hot tortilla mix. Og af því að við kaupum alltaf bara HOT ( mínus Extra ) og það hefur aldrei verið neitt auka bragð af því, þá hef ég tekið þá ákvörðun að óbragðið kemur með orðinu EXTRA !

Martin greyið píndi sig í að borða meira,.. en þegar hann ætlaði að borða afganga daginn eftir, þá þakkaði hann pent fyrir sig. Time out - rautt spjald ! Nei takk.. þetta shit fer ekki inn fyrir mínar varir, aftur !
Þannig að.. restin.. 3 heilar tortillur, fóru beint í ruslið og síðan ekki sögunnar meir !

Ohh well,.. ég þarf að fara að skella deiginu í ofninn
let the wonder continue,
ég er ekki viss um að Jesú hefði getað töfrað fram svona gott brauð, þó hann hafi getað breytt vatni í vín ! En ef hann vill, þá skal ég gefa honum uppskriftina,.. gegn "vægu" gjaldi !
ble ble....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?