föstudagur, október 08, 2004

" I dag har han Trausti fø´selsdag - hurraa hurraa hurraaaaaaa ! "
" I dag har hun Linda fø´selsdag - hurra hurra hurraaaaaaa ! "

Jámms, kæru lesendur,... í dag eiga litlu, litlu pínulitlu systkini mín afmæli, ekki bara afmæli, heldur stórafmæli ! Gríslingarnir eru orðnir 18 ára ! Það er naumast að þessi kvikindi spretta úr spori og vaxa fram úr grasi !!!!

En elsku Trausti og Linda; ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn - sem og velfarnaðar á komandi ári. Ég mun hugsa til ykkar mestpart dags og senda ykkur hlýja strauma þegar þið opnið afmælisgjafirnar frá mér - það er eins gott að þið verðið ánægð og þakklát !

Tillykke med fødelsesdagen !

---

Annars er ekki mikið að frétta,- allt annað fellur í skuggann af þvílíkum merkispersónum sem Trausti og Linda eru.
Það er skemmtileg frá því að segja að Alexandra "prinsessa" hringdi í mig í dag og bað um númerið hans Trausta. Ég sagði henni að hún ætti ekki séns,.. og mætti bara gjöra svo vel og fara í röðina og taka númer ! ( Sérstaklega eftir að hún afsalaði sér krónunni,- amen ! Eins og hún sé eitthvað betri en aðrir !?!? )

Kim Larsen er líka eitthvað heitur fyrir Lindu, hefur víst alltaf viljað eignast konu sem gæti heitið Linda Larsen. Ég svaraði honum því, að Linda hefði samþykkt að gangast við honum, ef aðeins hann myndi henda hörmulegu svörtu leðurbuxunum sínum, og kaupa nýjar bleikar í staðinn, með klofgati !
Hann sagðist þegar vera búinn að því !!!

---

Ohh, mig langar í afmælismat ! :(
Það er ekki sanngjarnt að ég skuli ekki geta fengið klígjuköku, bara af því að ég er nokkrum kílómterum fyrir sunnan.
Hvernig væri að senda mér smá sample ? Hmmmm, af hverju hafa pósthús aldrei tekið upp á því að selja svona kæliboxakassa? Ég get svarið fyrir það, það yrði góður business !!!

---

Annars var ég bara að koma inn í hús, tómt hús !
Var í ræktinni og hljóp eins og brjáluð kelling. Hafði reyndar huxað mér að hlaupa aðeins lengra og meira, en brettið mitt tók upp á því að fara að gefa frá sér eitthvað sérstaklega pirrandi hátíðni hljóð, þannig að ég gafst upp og fór á eitthvað stigtæki og losaði mig við um 2 lítra af svita þar.

Ég ætla að fá mér eitthvað gott í gogginn núna, skella mér í sturtu, setja í eins og 2 vélar, og fara svo niðrí bæ, ein, að fagna afmælinu góða og dreifa boðskapnum! Er þegar búin að kaupa 12 pakka af blöðrum, sem ég ætla að dreifa, sem og útprentuðum uppstækkuðum myndum af Trausta og Lindu. ( Prentarapappírinn var því miður búinn, þannig að ég notaði bara 2 eldhús- og 4 klósettrúllur í staðinn. Frekar MIKIÐ kúl !!! )

Djöfulsins sýra er í gangi,
leirahhh......









This page is powered by Blogger. Isn't yours?