LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
laugardagur, október 23, 2004
Okkur Martini var boðið í mat í gær til Hrannar í bekknum mínum. Ég VISSI að við myndum fá eitthvað girnilegt og gott, því að hún er alltaf að tala um einhverjar svakalegar uppskriftir sem að hún er að elda hina og þessa dagana.
Nema hvað, að við mætum á svæðið og fengum í forrétt lauksúpu, og með henni fylgdu skonsur með blauðlauk og ofaná var sett heimatilbúið pestó !!! MMMM MMMMM MMMMMMM !!!! Þvílík snilld ! Ég hef aldrei smakkað lauksúpu, og hvað get ég sagt.... þetta verður sko EKKI í eina sinn sem ég borða hana !
Og þetta var svo flott hjá henni, vel útilátið og allt saman heimagert. Og ofan á súpunni lá brauðsneið með bræddum osti. Jækks.. ég fæ alveg vatn í munninn við að hugsa um þetta ! MMMmm !
Í aðalrétt fengum við smálúðu, með fersku salati, soðnu grænmeti og maríneruðum kartöflubátum með fetaosti.
Úffff ! Sko, mér finnst nú fiskur góður... en ÞESSI ..... þessi smálúða er ( eins og Hrönn var búin að segja mér ) aaaalveg eins og humar eða eitthvað álíka góðgæti. Þvíííílík bomba ! Þetta var allt svo gott að ég át og át og át, og bætti og bætti á diskinn minn, og endaði með að fá sting í magann, því ég át svo mikið !!!
Í eftirrétt var hún svo með BESTU SÚKKULAÐIKÖKU sem ég hef á ævi minni smakkað. Hún var svona blaut í miðjunni, með flórsykri og kremi ofan á - og svo skellti hún smá þeyttum rjóma með.
Ég get svo svarið fyrir það,- það voru allir gestirnir að missa sig yfir henni. Og ef ég hefði ekki verið svona rosalega södd eftir allt hitt, þá hefði ég sko fengið mér alllllavegana 2 sneiðar í viðbót. En Hrönn sagði mér samt innihaldið í kökunni,- hún á enga uppskrift, heldur bara hendir einhverju saman,- en ég s.s veit hvaða hráefni fara í hana, og einhvern daginn ætla ég að taka mig til og prófa mig áfram þar til að ég fæ þessa sömu útkomu !
Jæks !!!!
Þetta var svo flott, að ég hefði ekki einu sinni boðið Margréti Danadrottningu í þetta,.. nema þá kannski ef hún hefði borgað mér !
---
Við Martin fórum að skúra í gær, og vorum ekki nema klukkutíma í það skiptið. Það munar rosalega um þegar maður veit hvar allt er og getur gengið beint í það.
Ég er alveg mjög sátt við þessa skúringavinnu: þetta er reyndar soldið stórt svæði, en alls ekki leiðinlegt og það er ekki verra hvað þetta er ógeðslega nálægt okkur.
Svo hafði ég farið í ræktina áður en við fórum að skúra og ég hljóp 10 km og lyfti. Var soldið mikið þreytt í skúringunum, og ekki bætti úr skák að eftir að ég var búin að borða allar þessar kræsingar hjá Hrönn, þá varð ég endanlega búin. Við Martin fórum líka frekar snemma heim og sváfum eins og tveir litlir fjörusteinar til klukkan rúmlega 12, sem hefur sko ekki gerst hjá okkur í langan langan tíma. Erum orðin svo elliær að við erum oftast farin að vakna um klukkan 10 !!!
Í dag er svo formlegur slapp-af dagur hjá okkur. Við ætlum reyndar að taka aðeins til, en svo ætlum við bara að hanga uppi í rúmi og horfa á sjónvarpið. Gaman gaman !
Þannig að,.. ég ætla að byrja á fjörinu, og fyrsta verkefnið er að henda í vél
until we meet again,...
Nema hvað, að við mætum á svæðið og fengum í forrétt lauksúpu, og með henni fylgdu skonsur með blauðlauk og ofaná var sett heimatilbúið pestó !!! MMMM MMMMM MMMMMMM !!!! Þvílík snilld ! Ég hef aldrei smakkað lauksúpu, og hvað get ég sagt.... þetta verður sko EKKI í eina sinn sem ég borða hana !
Og þetta var svo flott hjá henni, vel útilátið og allt saman heimagert. Og ofan á súpunni lá brauðsneið með bræddum osti. Jækks.. ég fæ alveg vatn í munninn við að hugsa um þetta ! MMMmm !
Í aðalrétt fengum við smálúðu, með fersku salati, soðnu grænmeti og maríneruðum kartöflubátum með fetaosti.
Úffff ! Sko, mér finnst nú fiskur góður... en ÞESSI ..... þessi smálúða er ( eins og Hrönn var búin að segja mér ) aaaalveg eins og humar eða eitthvað álíka góðgæti. Þvíííílík bomba ! Þetta var allt svo gott að ég át og át og át, og bætti og bætti á diskinn minn, og endaði með að fá sting í magann, því ég át svo mikið !!!
Í eftirrétt var hún svo með BESTU SÚKKULAÐIKÖKU sem ég hef á ævi minni smakkað. Hún var svona blaut í miðjunni, með flórsykri og kremi ofan á - og svo skellti hún smá þeyttum rjóma með.
Ég get svo svarið fyrir það,- það voru allir gestirnir að missa sig yfir henni. Og ef ég hefði ekki verið svona rosalega södd eftir allt hitt, þá hefði ég sko fengið mér alllllavegana 2 sneiðar í viðbót. En Hrönn sagði mér samt innihaldið í kökunni,- hún á enga uppskrift, heldur bara hendir einhverju saman,- en ég s.s veit hvaða hráefni fara í hana, og einhvern daginn ætla ég að taka mig til og prófa mig áfram þar til að ég fæ þessa sömu útkomu !
Jæks !!!!
Þetta var svo flott, að ég hefði ekki einu sinni boðið Margréti Danadrottningu í þetta,.. nema þá kannski ef hún hefði borgað mér !
---
Við Martin fórum að skúra í gær, og vorum ekki nema klukkutíma í það skiptið. Það munar rosalega um þegar maður veit hvar allt er og getur gengið beint í það.
Ég er alveg mjög sátt við þessa skúringavinnu: þetta er reyndar soldið stórt svæði, en alls ekki leiðinlegt og það er ekki verra hvað þetta er ógeðslega nálægt okkur.
Svo hafði ég farið í ræktina áður en við fórum að skúra og ég hljóp 10 km og lyfti. Var soldið mikið þreytt í skúringunum, og ekki bætti úr skák að eftir að ég var búin að borða allar þessar kræsingar hjá Hrönn, þá varð ég endanlega búin. Við Martin fórum líka frekar snemma heim og sváfum eins og tveir litlir fjörusteinar til klukkan rúmlega 12, sem hefur sko ekki gerst hjá okkur í langan langan tíma. Erum orðin svo elliær að við erum oftast farin að vakna um klukkan 10 !!!
Í dag er svo formlegur slapp-af dagur hjá okkur. Við ætlum reyndar að taka aðeins til, en svo ætlum við bara að hanga uppi í rúmi og horfa á sjónvarpið. Gaman gaman !
Þannig að,.. ég ætla að byrja á fjörinu, og fyrsta verkefnið er að henda í vél
until we meet again,...