sunnudagur, október 24, 2004

Eintóm gleði í Gebauersgade !!!

Já, hér eru bara allir í stuði og mega stuði !
Við erum bara búin að hafa það rólegt í dag. VIð vöknuðum seint, ég lærði, hann keppti, horfðum á sjónvarp, fórum og fengum okkur að borða á veitingastað sem býður upp á hlaðborð; ALLT SEM ÞÚ GETUR ÉTIÐ FYRIR 39 KR ( sem fyrir óklára stærðfræðihausa gerir tæpar 500 krónur íslenskar, sem er nottla ekki neitt !!! ). Keyptum okkur stóra kók með, og kókin kostaði næstum því jafn mikið og maturinn; 34 kr, og ég skal bara segja ykkur það að ég hef ALDREI séð jafn stórt kókglas. Það var ALLAVEGANA 0,8 l... ef ekki bara heill líter.
Það sem er kannski merkilegra er það, að Martini tókst að klára sitt glas, og ég var ekki langt frá því að stúta úr mínu !

Síðan er ég búin að panta far heim; 16. des - 9. jan ! ÍSLAND.. HERE I COME ! Mikið verður nú gaman að komast á heimaslóðir !

Annars er nú ekki mikið búið að gerast. Mig dreymdi í nótt að ég væri ófrísk ( sem er, held ég, afleiðing þess að það eru einhvern veginn ALLIR ófrískir ! ). Nema hvað að mér varð litið niður á magann minn ( sem var HUGE by the way ) og þá sé ég 2 litlar kúlur sitthvoru meginn á maganum. Ég sýndi mömmu og hún staðfesti ótta minn; þetta var indeed naflastrengurinn á hvoru barni sem þrýstist þarna í gegnum húðina á mér og var svona líka greinilegt ! Já,- ég sagði HVORU barni... ég var nefnilega með tvíbura !

Martin túlkar þennan draum þannig að við eigum eftir að eignast tvíbura,... hann er yfir sig ánægður enda er það hans stærsti draumur að eignast 2 litla, ljóshærða, bláeygða tvíburastráka (sem vilja spila við hann fótbolta !!!) og er búinn að suða í mér í einhvern tíma; " Erna ! Þegar við eignumst börn, þá skulum við eignast tvíbura !!! "
Eins og hann geti bara lagt inn pöntun !

Ég hinsvegar túlka þetta þannig að ég óttast það að eignast tvíbura sem mín fyrstu börn, enda ekki alveg tilbúin að takast á við það að fá tvö í einu ( sérstaklega ekki ef að það verður fyrir 25 ára aldurinn ) !!!

Hvernig sem fer,,... þá kemur það í ljós seinna !

En kæru kálfarnir mínir,
ég er farin að fá mér gúmmí ( man alltaf hvað Hebbi ( Herbert Guðmundsson ) hló mikið þegar ég kom í ísbúðina hans í fyrsta sinn og bað um "gúmmí" í þeytinginn minn. Hann vildi meina að þetta væri "hlaup" ! Fuff og føj !!! )

reksjon on a treksjon tó,....




This page is powered by Blogger. Isn't yours?