LINKAR
- Anna Gyða
- Anna María
- Arna Kristín
- Árni Baldur
- Berta
- Danni
- Elfa Grosso
- Eva Ósk
- Eva Hrund
- Eva Ösp
- FramStelpur
- Guðbjörg
- Guðrún Þóra
- Gummi Gauti
- Gunna Selur
- Halldóra
- Harpa Vífils
- Helga og Hrabba
- Kolla
- Lilja
- María Hlín
- Maja Mark
- María Mey
- Narfi
- Óli
- Rósa Jóns
- Sía
- Sjöfnin
- Sixtjiks
- Sigrún Salamandra
- Sonja Ýr
- ---
- Bellan mín
- Rakel Arín
- Silja Baatz
GESTABÃK
|
ELDRA EFNI
- Mars 2004
- AprÃl 2004
- Maà 2004
- Júnà 2004
- Júlà 2004
- Ãgúst 2004
- September 2004
- Október 2004
- Nóvember 2004
- Desember 2004
- Janúar 2005
- Febrúar 2005
- Mars 2005
- AprÃl 2005
- Maà 2005
- Júnà 2005
- Júlà 2005
- Ãgúst 2005
- September 2005
- Október 2005
- Maí 2006
- Júní 2006
HEIMILISFANG
Erna Sigurðardóttir
Hesselövej 5, 2. sal, lejl. 18
4300 Holbæk
Danmark
Tlf: 2829-5840
Tlf Martins: 2845-0258
þriðjudagur, október 05, 2004
Úff hvað túnfiskur er góður ! Það er bara ekki hægt !!
Ég er svoleiðis búin að troða mig út af honum seinustu vikurnar, að ég held það séu farnir að vaxa á mér uggar !
Og ég er ekki að tala um túnfiskSALAT, því að þau dönsku eru ekki næstum eins góð og þau íslensku, þar sem að Danir hafa tilhneigingu til að drekkja öllu í majónesi og sullumbulli.
Það sem er í algjöru æði hjá mér þessa dagana, er einfaldlega túnfiskur úr dós, öööörlítil og ofurpen sletta af LÉTTmæjónesi,... bara rétt svona til að hann verði ekki of þurr, en alls ekki þannig að það sjáist neinn litur - og svo búið!
Og þessu smyr ég svo á hrökkbrauð og ét dægrin löng ! Mmmmmm, var að enda við að borða svona í kvöldmat. Jumm jumm !
---
Fyrir stærstu bloggaðdáendur mína, þá er ég að fara að hlaða inn myndum af genginu í Multimediadesign,.. verður örugglega komið seint í kvöld eða á morgun,.. fer eftir því hvort heimilisverkin ætla að gera sig sjálf, eða ekki !!!
---
Tók strætó í skólann í morgun og náði svona einstaklingssæti fremst í bílnum, sem er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað.. að blessaður strætóbílstjórinn flautaði alla leiðina ! ALLA LEIÐINA ! Og ég er ekki að tala um bílflautuna !
Ég var nú orðin léttgeggjuð undir það síðasta, en skil ekki hvernig hann gat haldið þetta svona út.. ég meina ÉG var komin með illt í kjálkann og kinnarnar bara af að ímynda mér að vera í hans sporum.
En samt.. einn sem að gerir gott úr hlutunum og er ánægður með vinnuna sína :) En ekki hvað ?!? Gott hjá honum !
---
Og talandi um vinnu; við Martin sóttum í dag um sameiginlega vinnu og förum í atvinnuviðtal á morgun.
Þetta er s.s skúringavinna, 4 klst á dag, alla virka daga.
Soldið mikið, með tilliti til þess að við erum bæði í skóla og í íþróttum + það að við erum með heilt heimili sem þarf að sjá um ( og hefur tilhneigingu til að verða soldið skítugt ! ), en samt.. við höfum gott af þessu, og EF við fáum þetta, þá ætlum við að skipta þessu þannig niður að ég tek mánu-, þriðju- og fimmtudaga ( því að þá er hann á æfingum ) og hann tekur miðviku-og föstudaga.
Martini skyldist líka á öllu saman að þetta væri hérna nokkrum götum fyrir ofan íbúðina okkar, sem væri nottla alls ekki verra.
Þannig að núna verða allir bara að krossleggja fingurna og vona það besta.
---
Svo er Martin að fara í svona skólaferðalag, eins og bekkurinn minn fór í, í seinustu viku. Hann er líka að fara til Köben og fer frá fimmtudegi yfir á föstudag,.. og svo ætlar hann að nota tækifærið og heimsækja foreldra sína, fram á sunnudag.
Svo held ég að það fari bara eftir því hvernig þetta atvinnuviðtal gengur hjá okkur á morgun, ef við fáum vinnuna EKKI, þá ætlar hann að vera s.s í rúma viku og vinna við gluggaþvott til að gefa okkur smá pening í budduna.
Málið er nefnilega það að það er vetrarfrí í næstu viku hjá flestum skólum hérna í Baunalandi,- mínum líka.
Það er naumast,.. maður gerir ekkert annað í þessum skóla en að vera í fríi !!! :)
En jæja, ég er farin að taka handklæðið af hausnum á mér ( var í gymminu og fór svo - merkilegt nok - í sturtu, og er ekki enn búin að taka handklæðið niður. Hárið á mér er örugglega búið að mynda svona sjálkrafa upprúllaðan túrban ! Kúl ! )
það er nóg að gera hérna í húsinu og það er best að byrja STRAX
Erna,... OUT !
Ég er svoleiðis búin að troða mig út af honum seinustu vikurnar, að ég held það séu farnir að vaxa á mér uggar !
Og ég er ekki að tala um túnfiskSALAT, því að þau dönsku eru ekki næstum eins góð og þau íslensku, þar sem að Danir hafa tilhneigingu til að drekkja öllu í majónesi og sullumbulli.
Það sem er í algjöru æði hjá mér þessa dagana, er einfaldlega túnfiskur úr dós, öööörlítil og ofurpen sletta af LÉTTmæjónesi,... bara rétt svona til að hann verði ekki of þurr, en alls ekki þannig að það sjáist neinn litur - og svo búið!
Og þessu smyr ég svo á hrökkbrauð og ét dægrin löng ! Mmmmmm, var að enda við að borða svona í kvöldmat. Jumm jumm !
---
Fyrir stærstu bloggaðdáendur mína, þá er ég að fara að hlaða inn myndum af genginu í Multimediadesign,.. verður örugglega komið seint í kvöld eða á morgun,.. fer eftir því hvort heimilisverkin ætla að gera sig sjálf, eða ekki !!!
---
Tók strætó í skólann í morgun og náði svona einstaklingssæti fremst í bílnum, sem er svosum ekki frásögum færandi, nema hvað.. að blessaður strætóbílstjórinn flautaði alla leiðina ! ALLA LEIÐINA ! Og ég er ekki að tala um bílflautuna !
Ég var nú orðin léttgeggjuð undir það síðasta, en skil ekki hvernig hann gat haldið þetta svona út.. ég meina ÉG var komin með illt í kjálkann og kinnarnar bara af að ímynda mér að vera í hans sporum.
En samt.. einn sem að gerir gott úr hlutunum og er ánægður með vinnuna sína :) En ekki hvað ?!? Gott hjá honum !
---
Og talandi um vinnu; við Martin sóttum í dag um sameiginlega vinnu og förum í atvinnuviðtal á morgun.
Þetta er s.s skúringavinna, 4 klst á dag, alla virka daga.
Soldið mikið, með tilliti til þess að við erum bæði í skóla og í íþróttum + það að við erum með heilt heimili sem þarf að sjá um ( og hefur tilhneigingu til að verða soldið skítugt ! ), en samt.. við höfum gott af þessu, og EF við fáum þetta, þá ætlum við að skipta þessu þannig niður að ég tek mánu-, þriðju- og fimmtudaga ( því að þá er hann á æfingum ) og hann tekur miðviku-og föstudaga.
Martini skyldist líka á öllu saman að þetta væri hérna nokkrum götum fyrir ofan íbúðina okkar, sem væri nottla alls ekki verra.
Þannig að núna verða allir bara að krossleggja fingurna og vona það besta.
---
Svo er Martin að fara í svona skólaferðalag, eins og bekkurinn minn fór í, í seinustu viku. Hann er líka að fara til Köben og fer frá fimmtudegi yfir á föstudag,.. og svo ætlar hann að nota tækifærið og heimsækja foreldra sína, fram á sunnudag.
Svo held ég að það fari bara eftir því hvernig þetta atvinnuviðtal gengur hjá okkur á morgun, ef við fáum vinnuna EKKI, þá ætlar hann að vera s.s í rúma viku og vinna við gluggaþvott til að gefa okkur smá pening í budduna.
Málið er nefnilega það að það er vetrarfrí í næstu viku hjá flestum skólum hérna í Baunalandi,- mínum líka.
Það er naumast,.. maður gerir ekkert annað í þessum skóla en að vera í fríi !!! :)
En jæja, ég er farin að taka handklæðið af hausnum á mér ( var í gymminu og fór svo - merkilegt nok - í sturtu, og er ekki enn búin að taka handklæðið niður. Hárið á mér er örugglega búið að mynda svona sjálkrafa upprúllaðan túrban ! Kúl ! )
það er nóg að gera hérna í húsinu og það er best að byrja STRAX
Erna,... OUT !