þriðjudagur, október 26, 2004

Ég hef sama sem ekkert að segja í dag - búin að vera á fullu síðan ég kom heim úr skólanum;

fór í gymmið og rækti þar líkama og sál eins og brjáluð kerling. Sló danska 10 km-innanhúshlaupametið mitt... kláraði þá slétta tíu kílómetrana á 59:18. Hafði fyrirfram sett mér það markmið að vera EKKI lengur en klukkutíma, og fyrir glögga tímaunnendur má sjá að ég rétt svo náði að halda mig réttu megin við strikið !

Þegar ég kom heim, þá fór ég strax í að læra og gerði það statt og stöðugt til klukkan 20, en þá hófst Idol hið danska. Sírenu- helíumgellan alveg að meika það eins og hún hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf.

Síðan hélt ég áfram að læra. Er núna að lesa svo hryllilega leiðinlegt efni, að það er ekki mönnum bjóðandi.
Ég tók mig meira að segja til áðan og setti í eina vél, bara til að gera eitthvað "skemmtilegra" en að lesa þetta bölvaða rugl,.. og þá er sko mikið sagt, því ég veit fátt leiðinlegra en að taka úr vél og bögglast í þvotti !!!

Og ég er s.s að lesa þennan óbjóð núna. Er búin að tannbursta mig og setja mig í stellingar; ætla að leggjast upp í rúm og reyna að ljúka við ófögnuðinn, en ég veit að ég á eftir að sofna yfir honum, og þá er sko vissara að vera búin að bursta í sér kjaftinn!

En svona eitt að lokum, langar bara að benda á síðuna hennar http://www.blog.central.is/lindasig Lindu systur. ALVEG HREINT MÖGNUÐ færsla hjá henni í dag. Allir sem vilja koma smá ljósi í skammdegið þurfa að lesa þetta. ( Ég get líka lýst upp skammdegið með þessu hvíta hári sem ég er nú komin með !!! )

Og hana nú, og hopp og hí og trallallaaaa ( eins og elskulegur faðir minn, hann Sigurður, hefur nú óspart sagt í gegnum tíðina ! )

Anywayzz.... ég er farin
og nú verður glatt á hjalla
sérstaklega hjá þér, Halla !

( Díses... svakalega er maður nú orðinn lélegur í brandaragerðinni. Þessi var nú ekki einu sinni broslegur !!! )
Hasta luego,...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?