sunnudagur, október 31, 2004

Vorum að klára að borða kjúklingabringur, - það er alveg merkilegt hvað við étum mikið af þeim á þessu heimili.

Það er til setning, sem flestir hafa heyrt, sem hljóðar svona: " Þú ert það sem þú borðar ! "
Ef það væri satt, þá væri ég einhverskonar nammistöng með kjúklingahaus og heila úr ís !!!!

Annars var ég að rifja það upp, þegar við Martin tókum okkur til einhvern tímann í Safamýrinni og elduðum heilan kjúkling inni í ofni, í fyrsta sinn.
Þar sem að við höfðum bæði verið á æfingu, um kvöldmatarleitið, þá byrjuðum við ekki að elda fyrr en einhvern tímann að verða tíu.
Nú - þar sem að heill kjúklingur er töluvert mikið stærri en kjúklingabringur ( væntanlega ) þá tók það okkur rúman klukkutíma að elda hann í ofninum. Á meðan útbjuggum við restina af meðlætinu og huxuðum okkur gott til glóðarinnar, eins og tveir hryllilega stoltir foreldrar að bíða eftir að barnið kæmi fulleldað út úr ofninum !!! .

Nema hvað, að loksins loksins, þegar að allt var tilbúið, þá var klukkan farin að nálgast hálf tólf. Við nutum þess alveg í botn að borða, allt hafði heppnast rosalega vel og við mjög ánægð.
Og svo um leið og við vorum búin að kyngja seinasta bitanum, þá fórum við beint inn á klósett, tannburstuðum okkur, klæddum okkur í náttfötin og svo upp í rúm að sofa !!!

Skemmtilegur kvöldmatur það, og boðskapurinn með þessari sögu er einfaldlega sá: " ekki elda heilan kjúkling eftir klukan 22 !!! "

---

Gaman að þessu !

Síðan vorum við Martin að tala um fyndin nöfn. Ég er nefnilega með nokkrum Uzbekistum í bekk ( eða ÚBBSEKISTUM eins og Hrönn kallaði þá fyrstu dagana ! :) og þeir heita allir einhverju fáránlegu - á mínum mælikvarða allavegana.

Þá var Martin að rifja það upp, þegar hann var í menntaskóla og var með kalli í bekk sem var eitthvað rúmlega 40 ára, giftur maður og faðir frá Fiji.
Hahh.. og hann hét VIDDIYAKUMA SIDHAMSPAPPALAI, og það er svo ÓGEÐSLEGA fyndið þegar Martin segir þetta nafn, því að hann rommsar því út úr sér svo rosalega hratt, allt í einni bunu: " Viddijakúmasiddhamspappalæjj " Hahahah :)
Good times, good times !

En anywayz, ég þarf að fara að halda áfram að les fyrir morgundaginn
á ennþá eftir 40 bls,.. 60 að baki ! Úff !
Held ég verði að fá mér smá te til að gefa mér örlítið kick-start !!

Adios, mi amigos y amigas...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?