þriðjudagur, júlí 20, 2004

10 DAGAR .... 

Ég hef aðeins eitt að segja um Tour de France;
          " Shoot me,- shoot me now ! "
 
Ég ber fulla virðingu fyrir þessum mönnum og mér finnst meira en lítið merkilegt að þeir skuli hjóla 3000 kílómetra á 21 keppnisdegi, og aðeins fá 2 daga frí.
Og ég neita því ekki, að það er voðalega gaman að hjóla :)
En ég bara hreinlega skiiiiiiiil ekki hvernig nokkur maður nennir að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á þetta, daginn inn og út.
Rétt eins og ég skil ekki hvernig fólk nennir að horfa á formúluna, golf og hestaíþróttir !
 
En þetta er bara mín persónuleg skoðun, og hún þarf á engan hátt að endurspegla álit þjóðarinnar !
 
---
 
Ojjjj, það varð alveg ógeðslegt rútuslys núna í Þýskalandi, og meirihlutinn ( ef ekki allur hlutinn ) voru danskir krakkar á leið heim úr fríi frá Llorte de Mar á Spáni. Þetta var svona 2 hæða rúta og bílstjórinn var eitthvað í ruglinu ( veit ekki hvort hann sofnaði eða hvað ) því að hann keyrði yfir á lestarteina og útaf veginum og niður einhverja brú. Það eru 2 látnir og nokkrir enn alvarlega slasaðir. Þetta er óbjóður !
Það er stöðugt eitthvað að gerast hérna í Danaveldi, - ég held ég geti svo svariða að það fer að verða þannig ástatt að ég þori ekki útúr húsi lengur því ég er farin að óttast svo um líf mitt. Ég verð örugglega ein af þessum kolrugluðu hellisbúum, les yfir mig, verð geðveik og dey í eigin skít.
 
---
 
Ég fór út að hlaupa í gær, sem er kannski ekki frásögum færandi,.. nema hvað að þau voru nú naumast ólm skordýrin að fljúga á mig. Svona frá 10-15 sinnum fékk ég eitthvað upp í augun, eyrun, nefið eða munninn. Og ég get sko sagt það, fyrir þá sem ekki hafa prófað að fá flugu í nefið, að það er ekki það allra skemmtilegasta sem að maður prófar. Sérstaklega þegar að maður er að hlaupa og pústa.
Nú - það skemmtilega gerðist svo einhversstaðar á miðri leið, að það flaug eitthvað frekar stórt upp í nefið á mér og alla leiðina upp í nefgöngin. Þar sem að ég var ekki með klósettpappír, þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að snýta mér,... ég reyndi að gera svona eins og fótboltakallarnir gera alltaf.. snýta sér út í loftið.. en þar sem að ég er of mikil pjattrófa og ekki viss um að það tækist, þá hætti ég við ( vildi ekki hlaupa um allan bæinn með hor hangandi á bakinu og ekki vitandi af því ). Þannig að ég ræskti mig og ræskti og hóstaði eins og brjálaður maður,.. hristi hausinn og beyglaði nefið ( var sem betur fer að hlaupa úti á einhverju engi þar sem lítið er af bílum, .. en kýrnar horfðu samt alveg nógu undarlega á mig ! )
Skyndilega fann ég alveg svakalega ilmlykt.. og ekki bara lykt.. heldur bragð. Og þá áttaði ég mig á því að þetta var svona frjókorn ( svona eins og er svo mikið í loftinu núna, - og ég held að ég sé með ofnæmi fyrir ).
Og að sjálfsögðu byrjaði ég að hnerra og hnerra.
 
Þannig að þarna var ég á meðal kúa og hesta, hóstandi og ræskjandi mig milli þess sem ég hnerraði og grenjaði ( ég fæ alltaf tár í augun þegar ég hnerra ), örugglega með smá hor í annarri nösinni og skyrp-afganga í öðru munnvikinu og á öxlinni ( því það var vindur og ég kann ekki að reikna út árekstur vindáttar og skyrps), frjókorn í nefholunum og flugu í munninum, og með það eitt að leiðarljósi  að HÆTTA ALLS EKKI að hlaupa !!!!!
 
Það vildi nú svo skemmtilega til að bansans frjókornið rataði niður úr nefholunum og lenti aftast á tungunni á mér.. einhverjum 2-3 mínútum síðar. Það þarf ekki að taka það fram að það tók ekki nema sekúndubrot fyrir frjóið að rata út úr munninum á mér og út á engi !!!
Skemmtilegt ferðalag fyrir litla frjókornið. Svona eins og fólk sem að tekur spagettí ( eða það sem er verra... ORMA ) og treður því í gegnum nasirnar á sér og dregur það svo út um munninn. Jaccchhh !
En þetta hljómar nú soldið ljóðrænt... litla frjókornið.... ég ætti kannski að gefa út barnabók; LITLA FRJÓKORNIÐ OG NASAGÖNGIN.
 
Talandi um orma og aðskotahluti í líkamanum... þá sá ég einhvern tímann í sjónvarpinu frétt um konu sem að af einhverjum ástæðum fór til læknis ( minnir að hún hafi haft svo svakalegan hausverk ) og þegar það var tekin röntgenmynd af hausnum á henni, þá kom í ljós að hún var með einhvern VIÐURSTYGGILEGAN orm í heilanum !!!!!!!!!!! Og eins og það sé ekki nógu ógeðslegt... hann var ennþá LIFANDI  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Og þegar læknarnir fóru að grafast aðeins fyrir um astæðu þess að hún væri með þennan viðbjóð í hausnum ( þetta var samt enginn venjulegur ormur,.. þ.e.a.s ekki ánamaðkur !! :) þá kom það í ljós að þegar þessi sama kona hafði farið á kínverskan veitingastað og fengið sér að eta, þá var þessi ormur í einhverri máltíðinni. Og eftir að hún hafði étið hann og hann endað í maganum... þá tók hann sig bara til og skreið alla leiðina upp.. eins langt og hann komst. Svo var hann bara þarna uppi - einhversstaðar milli heilahvela - í nokkur ár !!!
 
Hversu ÓGEÐSLEGT er þetta ? Ég á ALDREI ALDREI eftir að gleyma þessu.
 
Ihhhh.. nú er ég komin með gæsahúð niðrí rass !!!
 
Það væri nú skemmtilegt ef að ég hefði í raun og veru ekki skyrpt frjókorninu út.. heldur hefði það mjakað sér upp eftir líka.. og svo eftir nokkur ár.. færi ég til læknis útaf brjáluðum hausverk.. og þá kæmi í ljós að ég væri bara komin með blóm í heilann !!!
 
Svona er nú lífið ekkert nema ormar og frjókorn...
until we meet again...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?