föstudagur, júlí 02, 2004

Ég hreinlega verð að segja æstum blogg-lesendum mínum frá því hvað ég er búin að vera óheyrilega dugleg að hlaupa seinustu dagana.
En svo er nú mál með vexti, að seinustu 19 daga er ég búin að hlaupa sem samsvarar tæpum 100 km !!! Ég er alveg ÓGEÐSLEGA stolt og þið verðið að afsaka að ég sé að flagga þessu hérna á netinu,.. ég bara hreinlega VERÐ að fá að monta mig.

Fyrstu tvær vikurnar hljóp ég á hverjum virkum degi, 2 sinnum á dag. Fyrstu vikuna hljóp ég oftast 2* 3,5 km. Næstu vikuna hljóp ég 3,5 + 5,5 á hverjum virkum degi ( fyrir utan fimmtudaginn og föstudaginn þegar ég lá í flensu, svo að ég tók bara góðan hring á laugardeginum í staðinn ) og svo þessa vikuna hef ég farið út að hlaupa líka á hverjum degi einn stóran hring ( á milli 5,5 og 8 km )!

Ég er reyndar ekki búin að grennast neitt, sem ég skil reyndar ekki alveg vegna þess að ég er alveg að borða eins og ég er vön að gera; hvorki meira né minna. Að vísu fengum við sent þarna íslenskt sælgæti, en það breytir því ekki að ég er búin að vera að borða hollt líka, auk þess sem að mamma hans Martins huxar mikið um það hvernig hún eldar matinn og hefur sjaldan eða aldrei sósur og eldar allt eins fitusnautt og hún getur.
Þrátt fyrir það að ég hafi ekki misst nein kíló, þá er ég komin í alveg fanta-gott form. Og mér líður rosalega vel svona sálrænt af því að ég VEIT að ég er að hreyfa mig mikið. Ég vona bara að kílóin fari að fjúka núna bráðum !

---

Annars er bara allt gott að frétta. Ég var að lesa það í mogganum að danska sumarið eigi væntanlega að koma með stæl um miðjan júlí,... áætluð dagsetning er þann 11. !
Ég hreinlega biiiiiiiiiið til Guðs um að svo verði !
Og ég legg til að ALLIR Íslendingar leggist á bæn með mér !!!

Fyrir utan það,.. hef ég ekki mikið að segja og ætla bara að skella mér í sturtu núna og skola af mér hlaupsvitann.

Kveðjur að handan,...
Hermóður Lafmóður




This page is powered by Blogger. Isn't yours?