sunnudagur, júlí 25, 2004

5 DAGAR ..... 

Úff !

Martin greyið er búinn að vera að vinna alla helgina.. 12 tíma hvorn dag. Hann er alveg búinn, og hefur íka góða afsökun !!!!
Hann s.s var að vinna frá 06 - 18.30 í dag og þegar hann kom heim langaði hann svo svaaaakalega mikið í diet kók,.. þannig að elskan hún ég, elskan hans, tók fram hjólið og hjólaði á næstu bensínstöð og keypti handa honum kókið.
Nema hvað, að á leiðinni heim þá hjóla ég fram hjá gömlu pari sem eru úti að labba kvöldgönguna sína,.. ekkert að því,.. en eru þau ekki bara með 2 geitur í fararbroddi. Ég get svo svarið fyrir það. Ég hef nefnilega séð þetta par áður, með geiturnar 2, og ég ætlaði alltaf að skrifa um það hérna á bloggið, en ég gleymdi því.

Ég veit ekki með ykkur, en ég er allavegana ekki vön því að sjá geitur á vappi í 30 þúsund manna bæ !!!

Annars er ég bara búin að vera einstaklega húsmóðurleg í dag; búin að ryksuga og skúra allt húsið, setja í og taka úr uppþvottavélinni og þvottavélinni ( nokkrum sinnum ), ganga frá þvotti, þrífa klósettið, taka til í ísskápnum, fara út með rusl......
Og svo eldaði ég líka þess dýrindismáltíð handa kallinum, sem var alveg glæný og tilbúin þegar hann kom heim eftir allt erfiðið.
Svo er ég að fara að vakna klukkan rúmlega 5 á morgun.. þ.e í nótt. Málið er nefnilega það að ein sú skúringavinna sem ég var með hérna áður í 2 vikur.. er aftur í boði. Og þar sem að við erum að reyna að vinna okkur inn eins mikinn pening og mögulegt er, þá tókum við henni fegins hendi. Þannig að í staðinn fyrir að fara að skúra 1 á morgnana niðri bæ og svo 2 eftir kl. 6 á kvöldin ( þar af á öðrum staðnum niðrí bæ líka ) þá ákvað ég að gera þetta bara akkúrat öfugt, og taka 2 vinnurnar fyrir kl. 8 á morgnana og þá þriðju um kvöldið. Hentar okkur líka best hvað varðar flutningana.. því að við eigum pantaða lest klukkan 21 á föstudagskvöld...

En ég hef ekkert rosalega mikið að segja í dag,.. er bara búin að vera að hanga inni í tölvunni og að taka til.
Held ég hendi mér upp í rúm, gefi Martin RIIIISAKNÚS fyrir að vera svona duglegur og góður, steli mér einu glasi af diet kóki, og haldi svo áfram að lesa DA VINCI

until we meet again.....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?