mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja ! Ekki mikið ævintýralegt búið að gerast hérna seinustu dagana, allavegana ekki miðað við hérna á tímabili, þá var alltaf eitthvað frásagnarvert. Ekki núna !

Helgin fór bara í algjöra afslöppun og í hnotskurn var hún þannig að við lágum uppi rúmi eða sófa og horfðum á sjónvarpið ! Ég reyndar fór yfir 2. kafla í spænskunni minni. Ætlaði reyndar að vera búin að vera miklu duglegri,- en það verður bara að hafa það.
Svo leigðum við RUNAWAY JURY á laugardaginn og Martin sofnaði yfir henni,... líka ! Karlanginn, hann er svo afskaplega þreyttur að hann bara hreinlega er að hniga niður. Ég held að hann sé kominn með langþreytu eða eitthvað svoleiðis, án djóks. Hann er algjörlega búinn að keyra sig út, en það sem meira er, er það að hann bara heldur áfram. Hann er alltaf að hugsa um þessa blessuðu íbúð; " verð að vinna mikið svo að við fáum pening fyrir íbúðina !!! " Guð blessi hann !!

Og talandi um íbúðina,.. það eru ekki nema 4 dagar þar til að við fáum afhentan lykilinn. Gaman gaman !

Alveg hreint merkilegt hvað sumarið er búið að líða hratt - það er hálfnað. Og svo eftir 3 vikur þá verðum við alfarið flutt til Århus-ar. Og þá verður maður að fara að kynnast nýrri borg og læra inn á allt saman.. þar á meðal tungumálið. Já ! Danskan sem er töluð á Jótlandi er nefnilega töluvert mikið öðruvísi en sú danska sem er töluð á Sjálandi, og töluvert ljótari og hallærislegri ( finnst öllum sem búa hérna á Sjálandi! ). Systir hans Martins er margbúin að láta mig lofa sér að ég fari ekki að tala jysk-u. Ég reyni að lofa því. Held samt að það séu ekki miklar líkur á því. Ég hugsa að ég muni bara alltaf tala dönskuna mína með íslenska hreimnum mínum.
Merkilegt samt, .. að ég hef 2 sinnum lent í því að vera spurð hvort að ég sé sænsk þegar ég hef verið að tala dönsku ! Þannig að kannski er ég ekki með eins íslenskan hreim og ég held !

En jæja.. ég er farin út að hlaupa
kveð að sinni,..
aidos...





This page is powered by Blogger. Isn't yours?