miðvikudagur, júlí 21, 2004

9 DAGAR ..... 

Ég er með einhvern óbjóðins viðbjóð á löppinni.
Mig klæjaði og klæjaði í fyrrinótt, og svo þegar ég vaknaði í gær var ég komin með einhverja risablöðru á sköflunginn, sem var svo alveg eldrauð í kring. Martin, með sýna þekkingu og kunnáttu á skordýraummerkjum, greindi þetta sem móskítóbit. Ojjjj ! Ég var ekki sátt - sérstaklega þar sem að ég varð aldrei vör við einhverja slíka flugu sucking on my legs !

Í dag er staðan önnur.
Bitið er orðið 2 ef ekki 3 sinnum stærra og allt aumt viðkomu. Þetta er hreinasti viðbjóður. Svo þegar ég sýndi Martini það í dag og spurði; " Ertu alveg viss um að þetta sé móskítóbit ? " þá leit hann á það og sagði; " Nei vá ! Þetta er ekki móskítóbit. Það er orðið miklu stærra en í gær !!!! "

Og ég... móðursjúka manneskjan sem ég er, fór nottla í panikk og rauk á yahoo.com og stimplaði inn "insect bites" - fékk alveg helling af síðum og myndum af hryllilega óaðlaðandi kvikindum, nokkrar myndir af bitum, en samt engar sem að líktust mínu.
Martin er samt búinn að lofa mér að þetta sé bit,.. en ekki eitthvað annað og verra. Ennnn, ef þetta verður ekki orðið betra á morgun þá förum við til læknis.


---

Ég er skyndilega komin með svolitla bakþanka tengda náminu, ... þetta er allt farið að færast svo mikið nær að ég hugsa að ég þurfi að fara að anda reglulega í bréfpoka.
Auðvitað ætla ég að slá til og prófa - vona bara innilega að námið sé eins og ég ímynda mér að það sé.

En jæja, ég ætla að hafa það stutt í dag
er farin að hjóla út í búð
hasta la vista,.. bebe....





This page is powered by Blogger. Isn't yours?