sunnudagur, júlí 18, 2004

13 DAGAR ÞAR TIL VIÐ FLYTJUM TIL ÅRHUS 

SUMARIÐ ER KOMIÐ HÉRNA Í DANMÖRKU !!
 
Loksins loksins loksins er sólin farin að láta sjá sig. Í gær var hérna alveg glimrandi gott veður, heiðskýrt og 25° hiti og sagan endurtók sig svo í dag. Veðurfræðingarnir eru nú allir búnir að lofa GÓÐU veðri í næstu viku og ég hef bara ekkert út á það að setja.
 
---
 
Í dag kíktum við Martin niðrí miðbæinn. Það var allt morandi í fólki, enda brjálæðislega gott veður, svo að við settumst niður og fengum okkur gott í gogginn. Ég pantaði mér ommelettu með kjúklingi sem var GEÐVEIKT.. sem ég svo skolaði með einu vægast sagt HJÚMANGUS bjórglasi; fyrsti bjórinn sem ég hef drukkið síðan að við komum til Danmerkur. Og ég get svo svariða ég fann á mér eftir hann. Nota bene,.. þetta bjórglas var mjög stór,...kannski álíka og 1 og hálfur Tuborg í dós,.. og ef ég hefði ekki étið á mig gat af ommelettunni, þá hefði ég örugglega gert aðeins meira en að finna á mér ! ;)
 
---
 
Ég er byrjuð að pakka niður.
Ég held ég verði að éta það ofan í mig að ég tók með mér ALLT ALLT ALLT of mikið af fötum hingað til Danmerkur í fyrstu ferð ( það eru ennþá eftir 2-3 kassar heima á Íslandi sem verða sendir í næstu viku !! )
Málið er það að ég bjóst við að það yrði meira í gangi hjá okkur MArtini hérna í Holbæk. En þar sem að karlanginn er allaf svo hryllilega þreyttur eftir hvern vinnudag að þá hefur hann ekki mikla orku í að gera neitt annað en að sofa. ( Fyrir utan það að það er ekkert sérstaklega mikið í gangi í þessum litla bæ :)
Þannig að ég tók þá gífurlega erfiðu ákvörðun áðan, að aðskilja sum fötin frá öðrum, og pakka þeim niður sem ég hef lítið eða ekkert notað.  Það er nú búið og gert en mér líður samt illa í hjartanu,.. finnst erfitt að vita af fötunum mínum krumpuðum og samanþjöppuðum í tösku frammi á gangi. EInhvern veginn meikar meira sens að öll fötin séu saman, þó svo að ég noti þau ekki.
En spara spara spara... ég spara mér tíma með þessum undirbúningi þannig að ég verð bara að sætta mig við stöðuna eins og hún er !
 
---
 
Jæks ! Í fyrrakvöld fór ég á klósettið til að gera mig klára fyrir svefninn. Ég tók af mér gleraugun og lagði þau frá mér á vaskinn og settist svo niður til að pissa.
Skyndilega sá ég útundan mér eitthvað
grænt hoppa til og frá á gólfinu, en þar sem að ég var ekki með gleraugun á mér var ég engan veginn að átta mig á því nákvæmlega hvað þetta var ( fyrir þá sem ekki vita, þá er ég blindur maður ef ég er hvorki með gleraugun né linsurnar ) ( örugglega líka ef ég er með bæði í einu !!! ). Það læddist samt að mér sterkur grunur að þetta væri froskur. Þannig að ég flýtti mér  að pissa ( rembdist eins hratt og ég gat ) en dýrið kom ískyggilega nálægt mér og ég var ekki langt frá því að hoppa af klósettinu og bara láta bununa ganga ofan í brækurnar mínar. ( Rétt náði að klára að tappa af ofan í klósettið sjálft ! )
Þannig að ég teygði mig í gleraugun til að líta kvikindið augum í fókus... og viti menn.. þetta var bara saklaust fiðrildi.
Eða, ég veit ekki alveg hvort það var saklaust,.. því það  flögraði eins og brjálaður maður útum allt og á allt ( meðal annars mig ).  En það var ógeðslega flott þetta fiðrildi og hefur örugglega verið eitthvað verðlaunafiðrildi, því að ég hef aldrei séð annan eins lit á einu slíku.
Þannig að dýravinurinn sem ég er náði í einhverja plastkrús og dömubindi ( ónotað !),  beið eftir að fiðrildið róaðist aðeins, lagði krúsina yfir það, og dömubindið fyrir gatið og hleypti því svo út um gluggann.
En þegar ég hélt að það væri flogið út í nóttina og dró að mér hendina til að skila plastkrúsinni, þá var það ennþá inni í glasinu. Það brjálaðist aftur og flaug um allt baðherbergið en ég hreinlega nennti ekki að eltast við það meira,.. þannig að ég lét það eiga sig.
Veit ekki sögunnar meir,.. kannski er það ennþá inni á klósetti, finnst það samt ólíklegt því að heimiliskötturinn væri sennilega búinn að éta það :)
 
Ok ok,.. þetta var kannski ekki besta sagan sem ég hef sagt hingað til, en hún hefði pottþétt verið í topp 10 ef ég hefði pissað í brækurnar !!!
 
---
 
Jæja,.. ég er farin að horfa á Miss Matc og Strong Medicine sem mamma sendi mér
until we meet again,..
turilú.....
 
 
 
 
 







This page is powered by Blogger. Isn't yours?