laugardagur, júlí 10, 2004

Úff ! Vesen og aftur vesen !

Þannig standa málin, að Arna Eir og Sjöfn Eva vinkonur mínar eru staddar hérna í Danmörku að heimsækja fyrrverandi bekkjarfélaga sína og kærasta Örnu ( allir sem eru eitthvað búa nefnilega í Danmörku ! :) og við höfðum planað fund.
Ég ætlaði að taka lest ( með hjálp Martins ) til Köben og hitta þær einhvern daginn.
Nú - þar sem að ég er komin með aðra skúringavinnu þá flæktust málin aðeins, vegna þess að önnur skúringavinnan þarf helst að vera unnin um hádegisbil og hin um kvöldmatarleitið. Og af því að það tekur um 1 klst hvora leið frá Holbæk og til Köben, þá fannst mér soldið bjánalegt að skúra, taka svo lest til Köben, hitta þær í 2 klukkustundur og taka svo lest heim til að geta farið að skúra í hinni vinnunni !

Þannig að það var eiginlega bókað mál að ég gat ekki hitt þær á virkum degi, og þar sem að þær voru að fara heim á sunnudegi þá var eiginlega eina lausnin laugardagur ( í dag ! )
En af því að ég kann ekki á lestarkerfið og Martin var að vinna í dag, þá var það eiginlega út úr myndinni.
Eina mögulega lausnin var sú að Martin myndi skutla mér þegar hann væri búinn að vinna, og það valt allt á því hvort að hann gæti fengið bílinn ( en pabbi hans Martins er MJÖÖÖÖG oft í golfi, og þá er enginn bíll á heimilinu, - bara hjól !!! )

Svo heyrði ég í örnu upp úr hádegi í dag, og þá var Martin enn að vinna og foreldrar hans úti á bílnum !
Þannig að planið fór allt í mauk og ég gat ekki hitt þær :(
Vonandi bara þegar Arna kemur næst ( sem verður í byrjun næsta árs ) ( veit ekki hvort Sjöfn kemur með henni ) - og þá er eins gott að vera búin að plana þetta aðeins betur !

Þannig að nú er ég bara einmana sál á leiðinni út í búð til að kaupa nammi til að drekkja sorgum mínum ! :(

Annars hef ég ekki mikið meira að segja í bili,
.. hasta la vista...bebe...




This page is powered by Blogger. Isn't yours?