mánudagur, júlí 26, 2004

4 DAGAR ..... 

Eftirfarandi eru afrek dagsins í dag;

* Vaknaði klukkan 5 og fór að skúra á tveimur stöðum ( lagði mig reyndar í klst eftir að ég kom heim - en það vegur ekki eins stórt og sú staðreynd að ég vaknaði KLUKKAN 5 )
* Bakaði brauð, sem tókst fjandi vel.
* Fór út að hlaupa.... 16 km !
* Veifaði nokkrum beljum út á engi, 2 sinnum... fékk engin viðbrögð !
* Mætti kalli á mótorhjóli þegar ég veifaði og leið eins og ég væri 3 ára og þroskaheft
* Bjargaði fuglslífi
* Fór að versla og keypti EKKERT óhollt. Guð einn veit þó, að freistingin var svo sannarlega til staðar
* Bjó til eðal-kokkteilsósu sem vakti mikla lukku. Hún fer í framleiðslu strax í næsta mánuði. 

---

Jámms.. ég bjargaði svo sannarlega fuglslífi í dag - allavegana hálfu lífi.( Dýravinafélagsmeðlimurinn aftur mættur á svæðið ). Þannig var að ég sat úti í garð að jafna mig eftir hlaupin og gera magaæfingar. Svo heyri ég geðveik læti og lít við og þá sé ég Nynne labba inni í stofu með spýtu í munninum.
Ha ? Spýtu ????
Nema hvað að ég áttaði mig skyndilega á því að Nynne er ekki hundur ( eins og Martin er alltaf að benda mér á, þegar ég fer í fýlu þegar Nynne vill ekki leika við mig og grípa bolta !! ) þannig að ég stóð á fætur og elti hana inn, og sé hana þar sem að hún situr í forstofunni með lítinn lítinn, pííínulítinn fugl í kjaftinum. Ég hrópaði á hana; " NYNNE !" og henni brá og leit upp og sleppti fuglinum. Hann nottla notað augnablikið og ætlaði að fljúga út í frelsið,... en flaug á gluggann ( greinilega ekki mikið gáfaðari en flugurnar ) og datt á gólfið og Nynne var ekki lengi að skjótast þangað og grípa fuglinn aftur.
Ég hljóp inn til Martins, sem var að reyna að leggja sig, og hann stökk á fætur og bjargaði fuglinum, meðan ég stóð með titrandi hendur inni í svefnherbergi og beið eftir að allt yrði yfirstaðið.
Fuglinn var sem betur fer ennþá á lífi eftir ófarirnar, en Martin hélt að hann hafi verið í svolitlu sjokki, því að hann bara stóð á grasinu en flaug ekkert burt ( blakaði samt vængjunum svo að hann var greinilega ekki vængbrotinn ).
Mér fannst Nynne ekkert rosalega sæt í dag, verð nú bara að viðurkenna það, eins og hún getur nú verið aaaaalgjör mús þegar að hún er að eltast við flugur. Ha ha ha.
Ég veit samt ekki hvor var meira eftir sig eftir þetta atvik, fuglinn eða ég !?!

--- 

Ég var að koma heim, úr 3. skúringunum í dag. Mín bara búin að vera MEGA dugleg. Þannig að núna standa plönin þannig; ég ætla að fara í sturtu ( sorrí sorrí.. ég veit ég er ógeðsleg, er ekki enn búin að fara eftir hlaupin, en fannst það ekki verðugur tími, þar sem ég átti enn eftir að fara að skúra og það tekur venjulega á ), ætla að prófa að hringja í foreldra mína í gegnum eitthvað nýtt dót hérna í tölvunni, hita mér te og fá mér mjólkurkex, leggjast upp í rúm og lesa DA VINCI!

Talandi um foreldra mína.. þau eru að koma og heimsækja okkur eftir 18 daga.. jibbííí, ég er ÓGEÐSLEGA spennt.. og get ekki beðið eftir því heldur. Ég ætla að elda GEÐVEIKT góðan mat handa þeim. VUhúúú !
Það er allt of mikið fyrir mig til að hlakka til.

Anyway,
Over and out,
Seacrest out.......





This page is powered by Blogger. Isn't yours?